Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR12. MARZ 1996 B 11 Reuter ROBBIE Earle stekkur upp og skallar knöttinn í netið hjá Chelsea á Stamford Bridge í bíkarkeppninni. Markið var hið fyrsta í leiknum, sem endaði með jafntefli, 2:2. Skúrkur - síðan hetja MARK Crossley, markvörður Nottingham Forest, var heldur betur í sviðsljósinu á White Hart Lane í London, þar sem leikmenn For- est tryggðu sér rétt til að leika í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Frank Clark, knattspyrnustjóri Forest, skammaði Crossley heldur betur í leikhléi, fyrir slælega frammistöðu er Teddy Sheringham, fyrrum leikmaður Forest, náði að jafna, 1:1, fyrirTottenham úr aukaspyrnu, þannig að framlengja varð leikinn og síðan kom til vítaspyrnukeppni. Það var þá sem Crossley, sem var skúrkur í huga Clark, sýndi hvers hann er megnugur — hann varði þrjár vfta- spyrnur og var hetja Forest, sem vann 3:1 ívítaspyrnukeppninni. Eg skammaði hann fyrir að hafa sofnað á verðinum. Crossley var illa staðsettur á bak við varnarvegg- inn. Hann bætti heldur betur fyrir mistökin í vítaspyrnukeppninni, þeg- ar hann varði þrjár vítaspyrnur. Þær voru frábærlega vel varðar, því tvær vítaspyrnurnar voru mjög vel tekn- ar,“ sagði Clarke eftir leikinn, þegar hann hrósaði Crossley. Hann varði vítaspyrnur frá Clive Wilson, Ronny Rosenthal og þá snilldarlega frá Sheringham. Crossley, sem er fæddur í Eng- landi, hefur ákveðið að leika lands- leiki fyrir Skotland og mun hann leiks sinn fyrsta landsleik — b-leik — gegn Danmörku í apríl. „Markverðir taka alltaf ákveðna áhættu þegar vítaspyrnur eru teknar — þetta var dagur sem heppnin var með mér,“ sagði Crossley í viðtali við BBC- útvarpsstöðina. Hollendingurinn Bryan Roy skor- aði fyrir Forest eftir níu mín., Teddy Sheringham jafnaði fyrir Tottenham úr aukaspyrnu á 33. mín. Tottenham hafði ekki heppnina með sér í fram- lengingunni. Stuart Pearce, varnar- leikmaður Forest, bjargaði tvisvar skotum frá leikmönnum Tottenham á marklínu. Varamaðurinn Steve Slade átti skot sem hafnaði á stöng- inni á marki Forest. Gary Mabbutt, fyrirliði Tottenham, sem lék sinn 600. leik fyrir liðið skaut rétt fram- hjá. Paul McGregor, sem kom inná sem varamaður hjá Forest, var nær búinn að skora eftir mistök hjá Just- in Edinburgh — Walker, markvörður Chelsea, varði skot hans mjög vel. Wimbledon náði að jafna Wimbledon náði að tryggja sér jafntefli, 2:2, gegn Chelsea á Stam- ford Bridge í bikarkeppninni — vara- maðurinn Dean Holdsworth skoraði jöfnunarmark Wimbledon með skalla á 82 mín., aðeins mínútu eftir að Ruud Gullit hafði komið Chelsea yfir með glæsilegu marki — hann skoraði beint úr aukaspyrnu af 25 m færi, sendi knöttinn yfir varnarvegg Wimbledon og fram hjá Neil Sulli- van, markverði. Robbie Earle, sem tryggði Wimbledon bikarinn 1988 — eftir 1:0 sigur gegn Liverpool — skor- aði fyrst á 54. mín. Mark Hughes jafnaði fyrir Chelsea 20 mín. fyrir leikslok, eftir að félagi hans Paul Furlong átti skot á stöng. Liðin mætast aftur á Selhurst Park 20. mars. Chelsea varð bikarmeistari síð- ast 1970 — vann þá Leeds — en tapaði 4:0 gegn Manchester United í bikarúrslitaleik fyrir tveimur árum. Leeds og Liverpool gerðu marka- laust jafntefli í bikarkeppninni á El- land Road á sunnudaginn og verða að leika á ný á Anfield Road 20. mars. Leikmenn Liverpool, sem skor- uðu þrjú mörk á fyrstu átta mín. í leik gegn Aston Villa á dögunum, fundu ekki taktinn gegn Leeds, sem þeir unnu 5:0 í janúar. Howard Wilk- inson, knattspyrnustjóri Leeds, lét lið sitt leika með fimm menn í öftustu varnarlínu. Robbie Fowler og Stan Collymore, sem hafa skorað 26 mörk fyrir Liverpool í þeim sextán leikjum sem liðið hefur leikið í röð án þess að tapa, náðu ekki að bijóta varnar- múrinn niður. Brasilíumennirnir voru varamenn Brasilíumennirnir Juninho og Branco léku aðeins með Middlesbro- ugh síðustu mín. gegn West Ham í London, þar sem heimamenn unnu 2:0. West Ham fékk óskabyijun, þar sem n-írski landsliðsmaðurinn Iain Dowie skoraði eftir aðeins fimmtíu sek. og síðan skoraði Julian Dicks úr vítaspyrnu eftir 59. mín. Rúmen- inn Ilie Dumitrescu lék sinn fyrsta leik með West Ham eftir að hann var keyptur frá Tottenham — kom inn á sem varamaður. Aston Villa vann QPR 4:2 á Villa Park, þar sem Dwight Yorke skoraði tvö mörk. Júgóslavinn Savo Mi- losevic skoraði fyrsta mark Villa, hans þriðja í tveimur leikjum. Ray Wilkins, knattspyrnustjóri QPR, sem er komið í alvarlega fallhættu, sagði fyrir helgina að liðið yrði að yinna sex af síðustu níu leikjum liðsins, til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. Coventry náði jafntefli, 2:2, gegn Everton á Goodison Park, eftir að Duncan Ferguson hafði skorað tvö fyrstu mörkin fyrir heimamenn. Liam Daish skoraði sitt fyrsta mark fyrir Coventry á 38. mín. og Paul Williams jafnaði á síðustu mín. leiksins. Atletico Madrid tapaði heima Leikmenn Atletico Madrid náðu ekki að nýta sér það að Barcel- ona tapaði og ná ellefu stiga for- skoti á Spáni. Þeir urðu að sætta sig við 2:0 tap fyrir einu af botnliðinum, Valladolid, á heimavelli sínum. 65.000 áhorfendur voru komnir til að sjá sigur heimamanna á Vicente Calderon-leikvellinum, mesti áhorf- endafjöldinn þar í vetur. Þetta var ein af verstu stundum sem þeir hafa upplifað á vellinum. Króatinn Alen Peternac skoraði bæði mörk gestanna, en Cesar Sanchez, markvörður Valladolid, kom mikið við sögu - varði vel og kom í veg fyrir að heimamenn næðu tökum á leiknum, varði vel frá Delfi Geli og Serbanum Milinko Pantic. Til að gera slæman leik verri fyrir Atletico, fékk leikstjórnandinn Jose Luis Caminero að sjá rauða spjaldið, þegar hann sló einn leikmann Valla- dolid rétt áður en flautað var til leiks- loka. Barcelona mátti þola stóran skell, 4:1, þegar liðið lék i Valencia. Maður- inn á bak við sigur Valencia var miðvallarleikmaðurinn Predrag Mij- atovic frá Svartflallalandi, sem var hreint stórkostlegur. Fernando Gomez skoraði fyrsta mark heima- manna á 41. mín. og aðeins tveimur mín. síðar var Brasilíumaðurinn Vi- ola búinn að skora, eftir sendingu frá Mijatovic, sem var aftur á ferð- inni þremur mín. eftir leikhlé - undir stöðugum fagnaðarópum áhorfenda brunaði hann þijátíu metra með knöttinn, lék á hvern leikmann Barc- elona á fætur öðrum og sendi knött- inn í netið, 3:0. Guillermo svaraði fyrir gestina á 70. mín. Fimm mín. fyrir leikslok rak Mijatovic smiðs- höggið á sigurinn, með því að skora sitt 21. mark á keppnistímabilinu. Real Sociedad er eina liðið á Spáni sem hefur ekki unnið leik á árinu - liðið tapaði 1:3 fyrir Real Zaragoza. Real Madrid mátti þola skell, 0:3, á Tenerife. Varnarleikmaðurinn Rafael Alkorta var rekinn af leik- velli rétt fyrir leikhlé, eftir að hann fékk að sjá sitt annað gula spjald - fyrir brot á miðheijanum Juan Pizzi. Síðan urðu leikmenn Real aðeins níu, eftir að Fernando Hierro fékk að sjá rauða spjaldið snemma í seinni hálf- leik, fyrir að gefa Felipe Minambres olnbogaskot. Pizzi skoraði tvö mörk fyrir heimamenn og er hann marka- hæstur á Spáni ásamt Predrag Mij- atovic hjá Valencia, með tuttugu og eitt mark. Gasco- igne gráti næst „í HVERT skipti sem stuðn- ingsmenn tóna nafn mitt, fæ ég grátstaf í kverkarn- ar,“ sagði enski landsliðs- maðurinn Paul Gascoigne í útvarpsviðtali í Skotlandi á laugardaginn. Hann kann mjög vel við sig lyá Glasgow Rangers, sem keypti hann frá Lazíó á Ítalíu fynr 4,3 miiy. punda sl. sumar. „Gassi“ er geysilega vinsæll þjá stuðningsmönnum Ran- gers, sem fengu að sjá dýrl- ing sinn skora tvö mörk á laugardaginn - í í 3:0 sigri í bikarieik gegn 3. deild- arliðinu Caledonian Thistle. Danski landsliðsmaðurinn Brian Laudrup lagði upp bæði mörkin - fyrst sendi hann knöttinn til Gascoigne, sem skoraði með góðu skoti af 15 m færi - knötturinn fór upp í markhornið - og síðan skoraði „Gassi“ með skalla eftir fyrirgjöf Laud- rup. Celtic á sigur- braut CELTIC, sem hefur leikið 26 leiki í röð án taps, lagði Dundee Utd. að velli, 2:1, í 8-liða úrslitum skosku bikarkeppninnar. Celtic skoraði mörk sín á síðustu tveimm’ mín. leiksins. Hol- lendinguriun Pierre Van Hooydonk fyrst á 88. mín. og Þjóðveijinn Andreas Thom skoraði sigurmarkið sextíu sek. seinna. Það má segja að Celtic hafi endur- tekið leikinn frá úrslita- leikjum bikarkeppninnar 1985 og 1988 - þá lagði liðið Dundee Utd. að velli með mörkum undir lokin. Man. City á eftir leik- mönnum ENN einn erlendur leik- maður hefur bæst í leik- mannahóp Manchester City, en félagið berst fyrir lífi sínu í úrvalsdeildinni. Nýi leikmaðurinn er svissnesk ættaður ítali og fyrrum landsliðsmaður ungmenna- landsliðs Sviss, Guiseppe Mazzarelli, en hann var áður hjá FC Ziirich. Ekki hefur verið gengið frá kaupum á honum heldur verður hann til reynslu fyrst um sinn og komi í ljós að hann er leikmaðurinn sem félagið vantar verður hann keyptur. Francis Lee, stjórnarfonnaður Man- chester City, ætlar ekki að kaupa köttinn í sekknum og vill að drengur sanni sig áður en hann verður keypt- ur. MikhaU Kavelashvila, Ge- orgíumaður sem leikur með íTissnesku meisturunum Spartak Vladikavkaz, æfði með City í síðustu viku en hefur nú snúið til síns heima á ný með tilboð upp á vas- ann. Hann ætlar að velta því fyrir sér á næstu dögum. Kavelashvila er landi Ge- orgi Kinkladze sem leikur með City, en þeir léku áður saman hjá rússneska liðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.