Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KORFUKNATTLEIKUR Óskar f leytti KR-ingum í annan leik ÓSKAR Kristjánsson var hetja KR-inga er þeir lögðu Keflvík- inga að velli í annarri viður- eign félaganna á Seltjarnar- nesi á sunnudaginn. Þegar 11 sekúndur voru eftir og staðan jöfn, 77:77, hófu Kefl- vikingar sókn, fleytti Óskar knöttinn úr höndum Fals Harðarsonar sem var við að brjótast í gegnum yörn KR. Því næst brunaði Óskar upp og sendi á félaga sinn Her- mann Hauksson sem tryggði sigurinn rétt áður en loka- flautið gall. „Falur gerir alltaf það sama og ekki kom annað til greina en taka af honum boltann," sagði Óskar að leikslokum, en hann lék eflaust sinn besta leik ívetur. Leikmenn KR voru með kanónur sínar vel stilltar í upphafí leiksins og hvert þriggja stiga skot þeirra rataði rétta leið. Eftir BHHH sex mínútna leik l'var höfðu þeir skorað Benediktsson 24 stig gegn 10 og skrifar þar af VQm ayan stig úr þriggja stiga skotum. Kefl- víkingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið og reyndu að bíta í skjaldarrendurnar. Jón Kr. þjálfari skipti sér og tveimur öðrum inná í þessari stöðu til að hressa upp á bragðdaufan og lánlítinn sóknar- leik Suðurnesjamanna gegn beittri vörn KR. Það dugði um tíma og Keflvíkingar nálguðust gestgjafa sína nokkuð. Eftir að Keflvíkingar höfðu jafnað 43:43 skömmufyrir hlé var það margumtalaður Óskar sem átti síðustu fímm stig heima- manna fyrir hlé. Staðan í hálfleik 48:43. Keflvíkingar nýttu sér agaleysi KR í sókninni í síðari hálfleik og jöfnuðu leikinn fljótlega og kom- ust yfir er átta mínútur voru eftir 60:59 á meðan Bow tók ser hvíld í liði KR. Áfram hélt baráttan og Keflvíkingar voru skrefínu á und- an. KR jöfnuðu 71:71 og unnu síðan knöttinn í næstu sókn er dæmd voru skref á Dwight Stew- art. Þar með komust KR-ingar yfír á ný og spennuþrungnar loka- mínútur fóru í hönd. Davíð Gris- som kom Keflavík yfír þegar 23 sekúndur voru eftir 77:76 en hinu- megin fékk Hermann Hauksson tvö vítaköst þegar 11 sekúndur voru eftir en skoraði aðeins úr Urslitakeppnin körfuknattleik 1996 Annar leikur liðanna. i 8-ttða úrslitum, leikinn á Seltjarnarmsi 10. mars 1996 KR KEFLAVÍK 79 Stig 77 13/20 Vítf 8/10 14/30 3jastlga 7/15 36 Fráköst 24 29 7 A (vamar) ^feókjiar} 21 3 5 Boltanáð 7 H^jP&tHMS 9 22 Stoðsendingar 9 12 Villur 19 öðru og Keflvíkíngar brunuðu upp en sú sókn fór eins og að framan er greint. KR-liðið gerði sér þennan leik of erfíðan með óyfírveguðum leik á köflum og hafði nær tapað leikn- um fyrir vikið. Eftir að hafa gert 11 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik var of mikið reynt að end- urtaka leikinn í síðari hálfleik við slakan árangur og við það fengu Keflvíkingar oft boltann á ódýran hátt. Óskar Kristjánsson og Jonat- han Bow voru bestir KR-inga og Hermann skoraði mikilvæg stig á lokakaflanum, eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara framan af. Keflavíkurliðið náði sér aldrei á stik í leiknum og virtist slen vera yfír því. Jóni Kr. tókst að hressa upp á það um tíma. Guðjón hélt félögum sínum á floti á kafla með fallegum körfum og Grissom átti ágætan leik undir lokin. Meiri baráttvilja vantaði samt í hópinn. Reyndar kom það illa við liðið að bæði Stewart og Sigurður Ingi- mundarson fengu sína 3. villu rétt eftir miðjan fyrri hálfleik og voru því hvfldir lengi leiks. En ljóst er að spenna verður í Keflavík í kvöld þegar þessi tvö lið mætast ef marka má þær tvær viðureignir sem nú eru að baki. Morgunblaðið/Ásdís ÓSKAR Kristjánsson KR-lngur lék mjög vel gegn Keflavík á Seltjarnarnesl á sunnudag. Hér sœklr Davíð Grlssom að honum og sér þann kost vænstan að senda knöttlnn frá sér. Tveirleikir nægðu Njarð- víkingum Mæta Keflavík eða KR í undanúrslitum Björn , Björnsson skrifar frá Sauöárkróki Þessi leikur var eins og við höfð- um reiknað með, mjög erfíður og við vissum að við máttum ekk- ert misstíga okkur. Tindastólsmenn eru alltaf harðir í horn að taka og gefast aldrei upp. Við viss- um að við þyrftum tvo mjög góða leiki til að slá þá út og það tókst," sagði Teitur Örlygsson, besti maður leiksins á Sauðárkróki þar sem UMFN lagði heimamenn, 78:68. Þar með urðu Njarðvíkingar fyrstir liða til að tryggja sér sæti í undan- úrslitum. Tindastólsmenn komu mjög sterkir til leiks og tóku forystuna. Hinrik Gunnarsson, Pétur Guð- mundsson og Ómar Sigmarsson léku mjög vel í sókninni og Torrey John og Hinrik voru sterkir í vörn- inni. Þegar á sjöttu mínútu fékk Hinrik sína þriðju villu og gat minna beitt sér í vörninni eftir það. Við það gengu gestirnir á lagið og náðu að jafna um miðjan Ieikhlutann. Þá kom afleitur kafli hjá heimamönn- um þar sem þeir skoruðu aðeins eitt stig gegn nítján. Munurinn sem á liðunum var hélst til hálfleiks en þá stóð 33:44. Allt annað var að sjá til heima- manna í upphafí síðari hálfleiks og náðu þeir að jafna leikinn 56:56 með öguðum sóknarleik, en lengra komust þeir ekki. Njarðvíkingar tóku öll völd á vellinum þar sem Teitur Örlygsson fór fyrir sínum mönnum, en auk hans voru Rondey Robinson og Jóhannes Kristbjörns- son mjög góðir. Hjá heimamönnum voru Hinrik, Pétur og Torrey bestir. Úrslitakeppnin íkörfuknattleik1996 Annar leikur liðatma i 8-liða úrslitum, leikinn é Sauðárkróki 9. mars 1996 TINDASTÓÍJL NJARÐVÍK 68 S«g 78 10/15: Vrti 19/31 4/22 3ja stiga 2/6 32 Fráköst 45 20 írárnar) 38 12 «*, 7 10 É|8 14 Bolta tupai %2 18 Stoðsending lr 15 22 Villur 18 Oriando setti met og Chicago beið afhroð LEIKMENN Orlandö settu met í NBA körfuboltanum í fyrrinótt er þeir sigruðu 39. heimaleikinn sinn í röð. Að þessu sinni voru fórnarlömb þeirra Charles Barkely og félagar í Phoenix Suns. Á samatímatóku Patríck Ew- ing og samherjar í New York Michael Jordan og hinar stíörnurnar í Chicago liðinu í bakaríið, 104:72, í New York. Tapið setur strík í reikning Chicago sem þarf að vinna 16 af 22 leikjum sfnum sem eftir eru tíl að bæta met Los Angeles, sem er 69 sigurleikir á keppnistímabili. Forráðamenn New York liðsins ráku fyrir helgina þjálfara liðsins Don Nelson og við starfi hans tók tíma- bundið aðstoðarþjálfarinn Jeff Van Gundy. Undir hans stiórn voru leikmenn liðsins ekki neitt að tvínóna þegar þeir tóku á mótí Chicago Bulls. Þeir sýndu gestum sín- um enga kurteisi og rúlluðu þeim upp með 32 stíga mun. Grunninn að sigrinum lögðu þeir í öðrum leikhluta og í upphafi þess þriðja er þeir gerðu 34 stig gegn 6 stigum gestanna. Derek Harper fór á kostum á þessum leiktíma og gerði 18 af 23 stígum sinum þá. Patrick Ewing sýndi að hann hefur engu gleymt hafi einhver haldið að svo væri. Hann gerði 26 stíg og tók 14 frákbst. Michael Jordan var leikmaður Chicago sem lék vel, var með 32 stíg. „Þetta var sætur sigur," sagði Van Gundy, þjálfari New York. „Breytingar hafa átt sér stað og nú þarf að finna leið tíl að komast inn á sigurbraut. Þessi sigur var vissulega viðleítni tfl að kom- astinnáþábraut" „Botninum var náð og nú er leiðin tekin upp á við. Mér finnst andi Pat Railey vera f arinn að svífa yfir vötnum. Við erum farnir að æfa eins og menn á ný ög æfðum með- al annars í tæpa fjóra tíma í gær," sagði Ewing glaðbeitt- ur að leikslokum og bættí við: „Er Chicago sigraði okkur síðast hér á heimavelli sagði Scottíe Pippen að heimavöllur okkur væri í raun eins og heimavðllur fyrir þá, þeim gengi svo vel hér. I kvöld af- söhnuðum við þessa fullyrð- ingu hans." „Leikmenn New York léku með hjartanu og voru þess vegna óviðráðanlegir," var það eina sem Phil Jackson, þjálfari Chicago, sagði. „Þungu fargi er af okkur létt nú þegar metið er í höfn," sagði Horace Grant leikmað- ur Orlando þegar 39. heima- sigurinn var staðreynd og heimaleikjamet í höfn. Gamla metíð, 38 sigrar á heimavelli, var í eigu Boston Celtícs. Shaquille O'Neal lagði hart að sér í fjórða leikhluta til koma sigrinum í hús og gerði þá 15 af 25 stígum sinum. Næstur honum kom Nick Anderson með 34 stig og Penny Hardaway og Horace Grant með 20 stig hvor, Grant tók auk þess 11 frákðst. Danny Manning skoraði flest stig Phoenix, 32 talsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.