Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 16
SKIÐI Tomba hefur fengið nóg Alberto Tomba segist vera orðinn langþreyttur og búinn að fá nóg af skíðaíþróttinni í bili. „Ég er orðinn þreyttur á þessu öllu, frétta- mönnum og fólkinu sem er í kringum mig," sagði Tomba eftir síðasta heimsbikarmótið í Lillehammer á sunnudaginn. Hann hefur verið sigursæll í skíða- brekkunum undanfarjn ár. Unnið þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og tvenn á heimsmeistaramóti, auk 47 gullverðlaun í heimsbikarmótum á ellefu ára keppnisferli. „Ég ætla að ákveða mig með fram- haldið á næstu mánuðum, en ég get ekki hugsað um skíði í augnablikinu. Ég hef fengið mig fullsaddan núna. Ég hef ekkert lengur til að keppa að, nema kannski ólympíu-brons- verðlaun eða silfurverðlaun á heims- meistaramóti," sagði hann og brosti. Tomba, sem verður þrítugur í desem- ber, hefur unnið allt sem skíðamaður getur unnið. Þó svo að Tomba hafi ekki náð á verðlaunapall í síðustu heimsbik- armótunum, svigi og stórsvigi, í Lille- hammer er hann ánægður með vetur- inn. „Lasse Kjus verðskuldaði heims- bikartitilinn og Sebastien Amiez átti meira skilið að vinna svigtitilinn en ég. Þessir titlar voru ekki þeir sem ég hafði áhuga á í vetur. Það var heimsmeistaratitill sem vantaði í safnið og honum náði ég." Það er talið ólíklegt að Tomba leggi skíðin á hilluna núna því á næsta ári er heimsmeistaramót í Sestriere á ítalíu. En þegar hann tekur ákvörðun um að hætta verður hans minnst sem eins besta skíða- manns sögunnar. Kóngurinn féll af stalli Reuler ALBERTO Tomba, sem hefur verið konungur alpagreinanna í vetur, varð að sætta sig við fjórða sætið í síðasta svigmóti vetrarins í Hafjell við Lillehammer á sunnudag. Hann segist hafa fengið nóg af skíðaíþróttinni í bili og hefur í hyggju að leggja skíðin á hilluna. Bartsch hættur DIETER Bartseh, austurríski þjálfari norska landsliðsins sem hefur lyft grettistaki í norskum alpagreinum á undanf ör nuro árum, hætt- ir nú sem landsliðsþjálfarí. „Samningur hans við norska skiðasam- bandið rennur út i apríl og það hefur orðið samkomulag milli okk- ar iuii að eudurnýja hann ekki," sagði Jan Jensen, forseti norska skiðasambandsins. „ Við eigum honum mikiö að þakka. Það er lík- lega vegna hans sem við höf um náð svo góðum árangri." Bartsch gerðist þjálfari Norðmanna 1989. Hann hefur skilað góðu verki og sem dæmi um það varð Lasse Kjus heimsbikarmeistarí og Alte Skaardal fagnaði sigri i rísasvigi heimsbikarsins og eins varð hann heimsmeistari í greininni. Kjus og félagar hans, Kjelil Andre Aamodt og Finn Chrístian Jagge, haf a allir unnið gullverðlaun á Ólympiuleikum meðan Bartsch hefur verið við stjórnvölinn. Ekki hefur verið ákveðið hver tekur við af Bartsch. Hollensk þrenna? HOLLENDINGAE eru mjög ánægðir með árangur þriggja bestu liða sinna, Ajiix. Eind- hoven og Feyenoord, og vonast eftir þvi að liðin komist i úrslit í Evrópumótunum þremur í knattspyrnu. Eindhoven, undir s^jórn Dick Advocaat, fyrrum landsliðsþjálfara Hollands, náðujöfnu gegn Barcelona í fyrri leik liðanna i 8-liða úrslit- um í UEFA-keppninni - í Barcelona, 2:2. Ajax vann Dortmund á utivelli, 2:0, í fyrri ieik liðanna í Evrðpumeistara- deildinui - leikur seinni leikinn í Amsterdam 20. mars. Feye- noord, undir sljórn Arie Ha- ans, náði jöfnu á útivelli gegn Mðnchengladbach, 2:2. Jean- Paul van Gastel, sem skoraði fyrra mark Feyenoord í sínum fyrsta Evrópuleik, sagði að það væri aldrei hægt að bóka sigur fyrirfram gegn þýskum liðum, sem eru þekkt fyrir annað en gefast upp. Ed de Goey, mark- vðrður Ájax, segir að líkur liðs- ins á að komast áfram séu sex- tiu présent. Þýska blaðið Biid sagði að Ajíix hefði tekið þýska knattspyrnu i kennslustund; sýnt hver nig ætti að leika goða og árangursríka knattspyrnu. „Hvernig getur Dortmund komist i undanúrslit, án leik- manna eins Andy Möllers, Matthias Sahuners og Stefan Beuters, sem eru meiddir eða í banni? spurði þýska blaðið Express. „Leikskipulag og tækni leikmanna Ajax erit miklu betri en okkar," sagði blaðið Rheinische Post. Mesta gleðin í Englandi SEPP Blatter, framkvæmda- s^jóri Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, FD?A, sagði í þýska íþróttablaðinu Kickerí gær að þótt Euglc ndingar hefðu átt i erfiðleikum varðandi árangur í alþjóða knattspyrnunni væri hugarfar þeirra og framkoma á velíinum öðrum til eftir- breyt.ni. „Allir sem takaþátt í leiknum skemmta sér betur en í öðruin löndum," sagði hann. „Leikmenuirnir gantast við hver við annan, við dómarann, stuðningsmennina og jafnvel lögregluna." Hann sagði að enska hugarfarið inni á vellin- um hefði jákvæð áhrif á áhorf- endur og ætti þátt í að auka vinsældir iþróttarinnar, ekki síst vegna þess að ekki færi á milli mála að þeir sem ættu hlut að máli skemmtu sér vel. Reuter Ertl stórsvigsmeistari ÞÝSKA stúikan Martina Ertl tryggði sér stórsvigstitll heims- bikarsins með því að ná öðru sæti í síðasta stórsvigi heims- blkarslns í Lillehammer á laugardaginn. Landa hennar, Katja Seizinger, sigraði í stórsviginu og varð efst í stigakeppni helmsbikarsins en þar var Ertl í öðru sæti. Amiez tók svigtitilinn Frakkinn Sebastien Amiez varð heimsbikarmeistari í svigi_ og tók þar með titilinn úr höndum Ital- ans Albertos Tombas. Amiez varð annar á eftir Austurríkismanninum Thomasi Sykora í síðasta svigi vetr- arins í Lillehammer á sunnudaginn og fékk samtals 539 stig, en Tomba, sem varð í fjórða sæti á sunnudag, endaði með 490 stig. Fyrir keppnina á sunnudag munaði aðeins 19 stigum á þeim. Amiez er fyrstur Frakka til að vinna svigtitlinn síðan Jean-Neol Augert gerði það 1972. Rísandi svissnesk stjarna Svissneska skíðastúlkan Karin Roten, sem er aðeins tvítug og varð heimsmeistari unglinga í stórsvigi fyrir tveimur árum, sigr- aði örugglega í svigi kvenna í Lille- hammer á sunnudag. Þessi unga og efnilega stúlka þykir vera með svipaða tækni og hin sigursæla Verni Schneider, sem lagði skíðin á hilluna eftir síðasta keppnistíma- bil. Pernilla Wiberg frá Svíþjóð varð önnur og Marianne Kjörstad, Noregi, þriðja en hún var aðeins í níunda sæti eftir fyrri umferð. „Ég vissi að ég yrði að ná góðri síðari umferð til að eiga mögu- leika," sagði Roten. „Ég er mjög ánægð og þetta var góður endir á löngu og ströngu keppnistíma- bili." Nýkrýnd drottning heimsbikars- ins, Katja Seizinger frá Þýskalandi, sem sigraði í stórsviginu á laugar- dag, keyrði út úr í sviginu í fyrri umferð. „Þetta er allt í lagi, þetta er bara svig," sagði Seizinger sem var efst í stigakeppninni. ENGLAND: XXI X11 X11 XX11 ITALiA; 1X1 XX1 111 12X2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.