Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 1
 B 1996 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ BLAÐ KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaðiö/Arni Sæberg Keflavík í undanúrslit KEFLVÍKINGAR tryggðu sér réttinn tll að leika gegn íslandsmeisturum Njarðvíkinga í undanúrslitum um íslands- meistaratitilinn í körfuknattleik með sigri gegn KR-ingum í æsispennandi og bráðskemmtilegum oddaleik í Keflavík í gærkvöldi. Eins og sjá má var fögnuður Keflvíkinga mikill eftir 83:77 sigur. Bjarni og Vern- harð töpuðu í fýrstu umferð JÚDÓKAPPARNIR Bjarni Friðriksson og Vernharð Þorleifsson kepptu á A-móti evr- ópska júdósambandsins í Prag í Tékklandi um helgina. Þeir töpuðu báðir í fyrstu umferð en fengu ekki uppreisnarglímu þar sem mótherjar þeirra töpuðu í þriðju umferð. Þeir keppa aftur á móti um næstu helgi í Póllandi en báðir eru að reyna við Ólympíulág- markið fyrir leikana í Atlanta í sumar. Til þess að öðlast keppnisrétt S Atlante verða þeir að vera á meðal níu efstu í sínum þyngdar- flokki, -95 kg flokki, í Evrópu að mótaröðinni lokinni. Vernharð er nú í 10. sæti og Bjarni í 11. sæti. „Þrjjú mót eru eftir og þetta verður mjög strembið," sagði Bjarni við Morgunblaðið. „Eins og ég hef áður sagt er hvert þessara móta erfiðara en Evrópumót, því þetta eru opin mót og allt sterkir keppendur.“ Bjarni tapaði gegn sama Úkrainumanninum og hann sigraði í Frakklandi í febrúar en Vernharð tapaði fyrir Evrópumeistaranum Kovacs frá Ungverjalandi sem fékk uppreisnarglímu og náði þriðja sæti. „Það eru ekki aðeins við sem vonumst eftir að fá uppreisnarglímu eftir að hafa tapað en sum- ir eru heppnir og aðrir ekki. Að þessu sinni var það Evrópumeistarinn sem hrósaði happi,“ sagði Bjarni. „ Lyfjaeftirlit á Ólympíuleikum áhrifaríkara en nokkru sinni áður TÆKNINNI fleygir stöðugt, fram og tilkynnt hefur verið að á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar verði notuð fullkomnari vél en nokkru sinni fyrr til að leita að ólöglegum lyfjum lyá iþróttamönnunum. Talsmaður lyfjanefndar Al- þjóða ólympíunefndarinnar, l'OC, segir að vélin sé þrisvar sinnum áhrifameiri en sú sem notuð var á síðustu Ólympíuleikum og helsti munur- inn sé sá að nú verði hægt að sjá mun lengra aftur í tímann en áður. Sagfc hefur verið að íþróttamenn hafi hingað til getað tekiö stera án þess að það kæmist upp, svo fremi að notk- un þeirra hafi verið hætt nokkrum vikum áður en menn lentu hugsantega í lyfjaprófi, en nú lengist þessi tími til muna því með nýju tækn- inni verður hægt að sjá hvort menn hafi notað ólögleg lyf síðustu þrjá mánuðina. OLYMPIULEIKARNIR I ATLANTA Alþjóða íþróttasamböndin fá auknartekjur vegna sölu sjónvarpsréttar Alþjóda frjálsíþróttasambandið fær tæplega 574 milljónir króna Primo Nebiolo, formaður Alþjóða fijálsíþróttasambandsins, hef- ur lengi barist fyrir því að IAAF fengi meira í sinn hlut af tekjum Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, vegna sölu sjónvarpsréttar á Ólympíuleikum og nú hefur barátta hans skilað árangri. Á fundi IOC og Sambands alþjóða sérsambanda á sumarólympíuleikum, ASOIF, lof- aði Juan Antonio Samaranch, for- seti IOC, 26 millj. dollurum til við- bótar við það sem áður hafði verið samið um (56,6 millj. dollara) til allra 26 íþróttasambandanna sem eiga hlut að máli á Ólympíuleikun- um í Atlanta í sumar. IAAF fær stærsta hluta aukagreiðslunnar og samtals meira en 8,6 millj. dollara (um 573,6 millj. kr.) en fékk 1.446 millj, dollara vegna leikanna í Barc- elona fyrir fjórum árum. Samaranch sagði að íþrótta- greinum yrði skipt í fjóra flokka eftir sjónvarpsáhorfi í Barcelona 1992 og aukagreiðslunum yrði skipt á milli sambandanna með hliðsjón af áhorfinu. „Þetta á aðeins við um Atlanta," sagði hann og gaf til kynna að sérsamböndin ættu von á hærri upphæð í framtíðinni. Hann sagði að sérsamböndin væru ánægð með sinn hlut en Nebiolo sagði að samningar hefðu verið erfiðir og fleiri kröfur ættu eftir að líta dags- ins ljós. „Þetta er árangur samn- ingaviðræðna milli mín og Samar- anch. Þær voru langar og stundum erfiðar.“ Hann bætti við að eftir ætti að semja um leikana í Sydney 2000 og sérsamböndin vildu aukinn hlut frá og með leikunum 2004 en þá fær IOC 51% af hagnaði leikanna í sinn hlut. Nú fær IOC 40% og mótshaldarar 60%. Hvert sérsamband fékk 1.446 millj. dollara vegna sölu sjónvarps- réttar í Barcelona en varðandi leik- ana í Atlanta skipta þau 56,6 millj. dollurum jafnt á milli sín og koma 2.177 millj. dollarar í hlut hvers. Til viðbótar fær Alþjóða frjáls- íþróttasambandið 6,5 millj. dollara. Sambönd með knattspyrnu, blak, körfubolta, sund og fimleika fá 2,5 millj. dollara hvert, sambönd með tennis, hokkí, róðra, handbolta, hjólreiðar og hestaíþróttir fá milljón dollara hvert. Þau 14 sambönd sem eftir eru fá 500 þúsund dollara hvert af aukagreiðslunni. Nebiolo sagði enga hættu á að einhverjum sérsamböndum þætti þau vera sett skör neðar en önnur innan IOC. „Fulltrúar allra sambanda eru ánægðir, einkum frá greinum sem þykja ef til vill ekki eins mikilvæg- ar og aðrar. Stærri samböndin fá vel greitt og hægt og sígandi fá öll sambönd æ meiri pening. Ólymp- íuhreyfíngin gengur vel og við erum öll þakklát fyrir aukinn stuðning sjónvarps og annarra styrktarað- ila.“ HANDKNATTLEIKUR: ODDALEIKUR HJA HAUKUM 0GFH/B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.