Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG BLAD Fréttaskýring 3 Fúnandi skipsflök liggja eins og hráviði á fjörum landsins Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Alaskaufsinn með algera forystu á mark- aðnum ÁIMETUM MorgunblaSið/Guðíatigur Albertason Iceland Seafood eykur sölu sína í upphafi árs Verðmæti sölunnar 35% meira en á sama tíma í fyrra og um 40% í magni. Þetta eru beztu j; tækisins, en árið í fyrra var í heild hi PYRSTU tveir mánuðir þessa árs hafa verið Iceland Seafood Ltd., dótt- urfyrirtæki ÍS í Bretlandi, mjög hag- stæðir, þrátt fyrir almenna deyfð á brezka markaðnum það, sem af er þessu ári. Heildarsala fyrirtækisins í Evrópu jókst um 35% í verðmætum úar- og febrúarmánuðir í sögu fyrir- bezta frá upphafi. Salan þessa tvo fyrstu mánuði árins á markaðssvæði Iceland Seafood í Hull og söluskrifstofa þess í Þýzka- landi og Frakklandi nam alls um 1,3 milljörðum króna, en á sama tíma í fyrra seldi Iceland Seafood fisk og fisk- afurðir fyrir tæplega einn milljarð króna. Höskuldur Asgeirsson, fram- kvæmdastjóri Iceland ■ Seafood, segir að ástæða aukinna verðmæta sölu fyr- irtæksins sé meðal annars sala verð- meiri afurða. Hlutfall sérpakkninga hafi aukizt svo og vinnsluvirði ýmissa annarra afurða, svo sem frá Seaflower Whitefish í Namibíu. í fyrra var mik- ill hluti afurðanna þaðan heilfrystur lýsingur, en nú ér framleiðsla flaka vaxandi, enda fullkominn frystitogari kominn í flota fyrirtækisins og nýtt frystihús hefur verið tekið í notkun. Þá segir Höskuldur að fyrirtækið leggi stöðugt meira fé í markaðsstarfið og það skili sér. Söluaukning allt að 65% Þessa tvo fyrstu mánuði ársins var söluaukningin mest á markaðssvæði söluskrifstofunnar í Hamborg, um 65% í verðmætum talið. Skýringin liggur meðal annars í aukinni síldarsölu þang- að og auknum hlut sérpakkninga inn á markaðinn. Salan hjá söluskrifstof- unni í Frakklandi hefur aukizt um 49% og munar þar mestu verðmeiri lýsings- pakkningar frá Namibíu. Loks var söluaukning í Bretlandi um 8% í verð- mætum. Stefnt að aukningu frá síðasta ári „Sérpakkningarhar hafa gengið vel á markaðnum, þrátt fyrir að þungt sé fyrir fæti á markaðnum. Þrýstingur er á verð á ýsu, þorski, lýsing, alaska- ufsa og rækju og verð á blokk hefur almennt lækkað. Karfinn stendur bet- ur. Við reiknum þó með soluaukningu þegar á þetta ár í heild er litið. Við höfum eflt markaðsstarfið og aukið alþjóðleg viðskipti. Namibia kemur sterkari inn með dýrari afurðir á þessu ári og þá kemur alaskaufsinn frá UTRF á Kamtsjatka einnig inn hjá okkur í vor. Árið í fyrra var hið bezta í sögu fyrirtækisins. Þá seldum við 30.600 tonn af afurðum að verðmæti um 7,2 milljarðar króna. Aukning í magni var 14% en 18% í verðmætum. Reynist áætlanir okkar réttar, eru lík- ur á góðu ári í afurðasölu fyrirtækisins nú, því við ætlum okkur að gera enn betur nú en í fyrra,“ segir Höskuldur Ásgeirsson. Fréttir Markaðir Lítið utan af ísuðum þorski • VERÐ á ferskum þorski er enn lágt í Bretlandi og eftirspurn Iítil. Meðalverð í febrúar var aðeins 120 krónur á kíló og hafði þá lækkað um 6% miðað við sama mánuð í fyrra. Fyrstu tvo mánuði ársins hefur verðið að meðaltali verið 128 krónur, sem er 24% lægra en á sama tíma í fyrra. Aðeins rúmlega 359 tonn af þorski hafa farið út þetta tímabil, sem reynd- ar er nánast sama magn og í fyrra./2 ' Hagnaður hjá Snæfellingi • REKSTRARAFGANGUR rækjudeildar Snæfellings var 13,7 milljónir króna í fyrra. Rekstrarafkoma út- gerðarinnar var hinsvegar jákvæð upp á rúmar 44 milljónir króna. Stefán Garðarsson, framkvæmda- stjóri Snæfellings, segir að þessar tölur, sem séu fyrir fjármagnskostnað og af- skriftir, séu þó ekki mark- tækar vegna þess að eftir sameiningu Norðurgarðs og Snæfellings í fyrrasum- ar haf i tekið tíma að vinna upp taprekstur Norður- garðs./5 Póls með nýja samvalsvél • PÓLS rafeindavörur hf. á ísafirði hafa aukið sölu sína mjög mikið að undan- förnu og eru horfur á að áframhald verði á þeirri uppsveiflu, að sögn Harðar Ingólfssonar, markaðs- stjóra fyrirtækisins. Hafin hefur verið framleiðsla á nýrri gerð sjálfvirkra samvalsvéla, sem nefnist ySamval-7L“, hjá Póls á Isafirði. Hörður segir að þetta skipi Póls á fremsta bekk á sviði sjálfvirkrar vigtunar í hvers kyns pakkningar./7 Bærinn vill selja Dvergastein hf. • Á VETTVANGI bæjar- stjórnar Seyðisfjarðar er um það rætt að reyna að selja hlutabréf bæjarins í Fiskiðjunni Dvergasteini hf. en bærinn á tæplega 70% hlutafjár. Stjórnendur fyrirtækisins eru að reyna að fá nýtt fjármagn inn í fyrirtækið./8 Mest frá ÚA til Bandaríkjanna • ÚTGERÐARFÉLAG Ak- ureyringa seldi alls 11.076 tonn af freðfiski á síðasta ári fyrir tæpa 2,65 milljarða króna. Af þessu magni voru um 6.600 tonn fryst í landi en 4.480 tonn á sjó. Um tveir þriðju hlutar afurð- anna fóru á þijú stærstu markaðssvæðin, Bandarík- in, Japan og Þýzkaland. Hlutur Þýzkalands hefur aukizt mikið á undaförnum árum og er það nú komið upp fyrir Bretland, sem lengst af var í þriðja sæt- inu, en fellur nú í það fjórða. I fimmta sæti er Tævan, þá Frakkland og loks Grikkland. Framleiðsla árið1995 26,24% skiptingeftir markaðslöndum 13,26% .. Tævan5,55% -Frakkland 5,32% -Grikkland3,24% Önnur lönd 5,36% Fiskafli ÚA jókst í fyrra • AFLI skipa ÚA jókst um tæp 1.100 tonn milli ára, eða 5,1%. Á síðasta ári fiskuðu skipin alls 22.782 tonn. Mest veiddist af karfa, 7,871 tonn, 5.321 tonn af þorski, 3.183 af ýsu, 2.194 tonn af grá- lúðu, 1.288 af úthafskarfa, 1.145 af ufsa og rúm 1.000 tonn af rækju. Karfaaflinn jókst, um 17% milli ára, en 27% samdráttur varð á grá- lúðuveiðum. Úthafskarfa- afli minnkaði einnig frá fyrra ári, en þorsk- og ýsu- afli var nánast óbreyttur./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.