Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sífellt minna af óunnum físki utan 24% verðlækkun á þorski í Bretlandi VERÐ á ferskum þorski er enn lágt í Bretlandi og eftirspurn lítil. Meðalverð í febrúar var aðeins 120 krónur á kíló og hafði þá lækkað um 6% miðað við sama mánuð í fyrra. Fyrstu tvo mánuði ársins hefur verðið að meðaltali verið 128 krón- ur, sem er 24% lægra en á sama tíma í fyrra. Aðeins rúmlega 359 tonn af þorski hafa farið út þetta tímabil, sem reyndar er nánast sama magn og í fyrra. Verð á þorski á innlendum mörkuðum hefur lækkað um 11%, en magnið aukizt um fjórðung. Útflutningur ýsu hefur aukizt töluvert milli ára. Fyrstu tvo mánuði ársins hafa 887 tonn farið utan á móti 484 tonnum í fyrra. Verðið er nú að meðaltali 117 krónur, sem er 12% lægra en í fyrra. Sala ýsu á innlendum fiskmörkuðum hefur auk- izt um þriðjung. Verðið nú er 92 krónur og hefur það iækkað um 21% milli ára. Lítil bjartsýni Pétur Björnsson, framkvæmda- stjóri Iceberg í Hull, segir markað- inn með daufasta móti. Það eigi bæði við frystan fisk og ferskan og sé lítil bjartsýni ríkjandi meðal fisk- seljenda. Mikið af ferskum fiski komi nú frá Noregi, Færeyjum og úr Eystrasalti og það sé einnig fremur slakur fiskur. Fyrir vikið sé verðið lágt og eftirspurn lítil. Þá segir Pétur að sölutregða sé einnig í sjófrystum fiski. Þó framboð frá íslandi hafí minnkað, hafi það auk- izt frá öðrum löndum. Ljóst virðist að verðlækkanir örvi ekki söluna eins og er og því fari menn mjög varlega í að lækka verð í þeim til- gangi að auka söluna. Sífellt minna af ufsa fer nú héðan á markaðinn í Bremerhaven í Þýzka- landi. Fyrstu tvo mánuði ársins hafa aðeins 60 tonn farið utan, sem er 70% samdráttur frá sama tíma í fyrra. Meðalverð er nú 111 krónur, sem er hækkun um 11% milli ára. Samdráttur hefur einnig orðið í sölu ufsa á innlendum mörkuðum, eða um 18%. Nú hafa 1.630 tonn farið um markaðina hér heima og er með- alverðið 64 krónur, sem er 2% lækk- un milli ára. Mfnna af karfa fer utan Útflutningur á óunnum karfa hef- ur einnig dregizt mikið saman. Fyrst tvo mánuðina fóru 2.529 tonn utan, en það er 37% samdráttur milli tíma- bila. Meðalverð nú er 140 krónur, sem er 5% lækkun milli ára. Sala karfa á innlendum mörkuðum hefur hins vegar rúmlega þrefaldazt milli tímabila og nam nú 778 tonnum. Verðið var 78 krónur og er það óbreytt milli ára. Skýringin á sam- drætti í útflutningi er minnkandi kvóti, aukin þörf fiskvinnslustöðva fyrir karfann til eigin vinnslu og lækkandi verð ytra. Verð á leigukvóta komið í hámark VERÐ á leigukvóta á þorski og rækju er nú í hámarki. Fyrir hvert kíló af þorski þarf nú að greiða 95 krónur og 90 krónur fyrir rækjuna. Verð á þorski hefur hækkað nokkuð frá upphafi fiskveiðiárs, en verðið á rækjunni hef- ur fjórfaldazt síðan í upphafi síðasta fiskveiðiárs. Þorskurinn kominn í 95 krónur kílóið Björn Jónsson, forstöðumaður Kvótamiðlunar LÍU, segir að nokkur eftirspurn sé eftir þorski á þessu háa verði en framboð lítið. Hann segir að þeir, sem kaupi á svona háu verði, séu að bjarga sér út úr vandræðum, hafi verið á línutvöföldun eða veiði tonn á móti tonni. Öðru vísi gangi dæmið ekki upp, því þá séu me:in í mesta lagi að fá 20 til 30 krónur fyrir hvert kíló af þorski, þegar kvótaleigan hafi verið dregin frá markaðsverði. Bland í poka „Menn eru líka að búa til „bland í poka"," segir Björn. „Þeir eru þá að búa til pakka með þorski, ýsu og fleiri tegundum til að koma þeim út. Eftirspurn eftir ýsu og ufsa er mjög lítil. Leigan fyrir ýsuna er 10 til 12 krónur og þrjár til fjórar fyrir ufsann. Með því að blanda þessu saman í einn pakka, ná menn meiru út úr þeim tegundum sem minna er spurt um, eða ná að koma þeim út," segir Björn. Fjórföldun Leiga á rækjukvóta hefur hækkað úr 20 krónum í 90 frá haustinu 1994 samfara mikilli hækkun á af- urðaverði, en það hefur þó ekki hækkað hlutfallslega jafnmikið. Af- urðaverð á rækju er nú undir miklurri þrýstingi, til dæmis á brezka mark- aðnum og hefur það þegar lækkað eitthvað frá því í desember. Líkur eru því á því að leiguverð á rækjuk- vóta lækki á ný. Það eru fyrst og fremst afurðastöðvarnar, sem leigja kvótann og veiða hann síðan á eigin skipum eða færa yfir á skip, sem þær eru í föstum viðskiptum við. Verð á leigukvóta n/ny j | lUU- nu-80-701 60- 50-áft - JP 30- ! | ~S> ájf 20-| ^ r 10- ~t "i1 0 N D 1 J 9£ F >4/ M '1£ A I9Í M J j Á s 0 1« N 39 D 5/- J 19« F 36 M LANDAÐ úr færeyska bátnum Sigmund í Vestmannaeyjum. Morguriblaðið/Sigurgeir Færeyingar byrjaðir að landa í Vestmannaeyjum Lönduðu 900 tonnum á markaði þar í fyrra ÞAÐ ER ekki komin reynsla á það í vor hvort færeyskir bátar muni landa hérlendis í sama mæli og í fyrra, að sögn Páls Rúnars Pálssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðs Vestmanna- eyja hf. „Þeir byrja yfirleitt í mars og eru út sumarið," segir hann. „Það eru bara tveir línubátar búnir að landa núna. Annar þeirra heitir Sigmund og hirin Thomas Nygaard. Þeir voru með um 100 tonn saman- lagt af þorski, ýsu, löngu og keilu." Páll Rúnar segir að í fyrra hafi færeyskir bátar landað samanlagt um 900 tonnum hjá Fiskmarkaði Vestmannaeyja. „Ég vona að þetta verði svipað núna," bætir hann við. „Að vísu er verðið lægra núna. Markaðurinn hér heima er fljótur að bregðast við ytri aðstæðum, en ég hugsa að hann sé það líka í Færeyjum, þannig að líklega er verðið ekki betra þar." Aflaverðmætið eftir uppboð á því sem færeysku bátarnir lönduðu í fyrra var 71,5 milljónir króna. Þetta voru alls 34 landanir, en bátarnir lönduðu allt upp í sjö sinn- um hver. Aðspurður um ástæðuna fyrir því að bátarnir lönduðu hér- lendis, segir Páll Rúnar að ástand- ið hafi verið þannig í Færeyjum í fyrra að kaupendur hafi verið færri. Ekki næg samkeppni í Færeyjum „Ég hef nú grun um að það hafi verið vegna aðgerða danskra stjórnvalda, sem gerðu kröfu um að menn sameinuðust," segir hann. „Fiskvinnslufyrirtækin eru það fá að samkeppnin er ekki næg um fiskinn. Þar fyrir utan eru þetta litlir bátar og það er löng sigling fyrir þá með fiskinn heim. Þeir veiða^ hann hér við suður- ströndina. í fyrra var kvótinn sem Færeyingum var úthlutað í bolfiski 5 þúsund tonn og hann er það aftur núna." Netagerðin Ingólfur með ný botntroll á markaðinn NYLEGA kom til landsins fyrsta botntrollið, sem gert er úr nýju efni sem kallast „dy- nema" frá írsku netagerðinni Swean Net. „Efnið er þeim eig- inleikum gætt að það er sterkara en stálvír af sömu þykkt," segir Birk- ir Agnarsson, framkvæmdastjóri Netagerðarinnar Ingólfs í Vestmanna- eyjum, en fyrirtækið sér um innflutning á trollum af þessari gerð. „Meiri afli og minni olíunotkun" „Ófeigur VE fór reynsluferð með trollið og það hefur reynst mjög vel. Þeir voru að slíta upp fisk á meðan aðrir fengu ekki neitt. Trollið sem þeir eru með er léttara og meðfærilegra en önnur troll, en samt sem áður er það 50% stærra og Ófeigur notaði 30% minna af olíu. Vfðbrögðin góð Birkir segir að tógið í netinu sé tveggja millimetra þykkt og sam- svari um sjö millimetra þykkt í hefðbundnum trollum. Þá sé höfuð- línan á nýja trollinu hjá Ófeigi 141 fet, en á gamla trollinu hafi hún verið 96 fet. „Viðbrögð við þessum góða árangri hafa ekki látið á sér standa," segir hann. „Það eru komnar pantanir á fjórum trollum til viðbótar. Síðan erum við með fleiri tilboð í gangi sem koma ör- ugglega til með að skila sér að einhverju leyti, ef ekki öllu." Um er að ræða nýja gerð af trollum eða „Seastar" frá írska fyrirtækkinu Swan Net. „Það er tvisvar sinnum dýrara en hefð- bundin troll," segir Birkir. „Að sama skapi getur trollið verið stærra vegna þess að það er létt- ara í drætti. Það kallar á meiri afla og einnig minni olíunotkun. Fyrir utan það að nýju „Seastar"- trollin eru mun meðfærilegri vegna þess að allt í þeim er miklu léttara." Sem dæmi um hversu eðlis- —þyngdin sé miklu minni nefnir hann að undirbyrði sem áður hafi vigtað fjörutíu kíló, sé fáein kíló í nýju trollunum. „Allt vitlaust að gera" Það gengur einnig vel á öðrum sviðum hjá Netag'erðinni Ingólfi. „Það er mjög ánægjulegt að segja frá því að við vorum að flytja út trollpoka og belgi, samtals rúmlega þrjú tonn og má segja að það sé fyrsti alvarlegi' útflutningurinn okkar," segir Birkir. „Við flytjum það til írlands í samvinnu við Swan Net og pokarn- ír fara síðan um borð í þýskan togara. Þá höfum við líka verið að selja fjögur flottroll, þ.e. loðnu-, síldar- og kolmunnatroll. Loks erum við að yfirfara loðnu- og síld- arnætur, þannig að við erum að vinna hér myrkranna á milli." Hann segir að starfsmennirnir séu núna 23, en þeim muni líklega fjölga upp í 30 fyrr en varir'. „Okk- ur bráðvantar mannskap því það er allt vitlaust að gera." t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.