Morgunblaðið - 13.03.1996, Síða 3

Morgunblaðið - 13.03.1996, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR13. MARZ 1996 C 3 FRETTASKYRIIMG Fúnandi skipsflök liggja eins og hráviði víða um fjörur landsins TIL ERU ótal dæmi um að ónýtir skipsskrokkar liggi í miklu hirðu- leysi árum saman, bæði fólki og landi til mikillar óprýði. Ekki liggur alltaf ljóst fyrir hver ber ábyrgð á þessum flökum, né í hverra verka- hring það er að fjarlægja slíka sjón- mengun. Til skamms tíma tók Siglinga- málastofnun það gott og gilt að taka skip af skrá ef það var gert ósjófært. En með breyttum áhersl- um í umhverfisvernd hefur á síð- ustu árum þótt rétt að tryggja að skipum og bátum sem tekin eru af skrá sé fargað á viðeigandi hátt. í þessu sambandi hefur mengunar- varnadeild Siglingamálastofnunar, sem nú hefur aðsetur hjá Hollustu- vernd ríkisins, haft tvö meginsjón- armið að leiðarljósi þegar skipseig- andi óskar eftir því að skip sé tek- ið af skrá. í fyrsta lagi hefur þeirri stefnu stjórnvalda verið fylgt eftir að skip sem tekið er af skrá sé ekki sett á hana aftur og hinsvegar að reynt verði að tryggja viðeig- andi förgun á skipinu svo ekki stafi af því sjón- eða efnamengun. Áður en lög um stjórnun fisk- veiða tóku gildi var það alla jafna hagur skipseigenda að halda skip- um sem lengst á skrá og var þess vegna ekki um mikil vandamál að ræða við eigendur vegna förgunar á skipum. Með tilkomu laganna varð hinsvegar breyting á. Þá gátu skipseigendur haft verulegan fjár- hagslegan ávinning af því að af- skrá skipin. Ásókn í afskráningu jókst verulega en engin ákvæði eru um hvað eigi áð gera við skipin þegar þau eru komin af skrá og ekki fyrirséð hvort eigendur af- skráðra skipa sem hafa enga trygg- ingu séu borgunarmenn furir hugs- anlegum skaða sem þau geta vald- ið. Eiganda skylt að fjarlægja ónýtt skip í náttúruverndarlögum segir að hafi skip í íjöru verið skilið eftir í hirðuleysi og grotni þar niður, þannig að lýti eða spjöll á náttúru hljótist af, sé eiganda þess skylt að ijarlægja það. Einnig segir í lögunum að sveitarstjórn skuli ann- ast þessar framkvæmdir á kostnað þess sem upphaflega var það skylt en hefur skellt við því skollaeyrum. í greinargerð umhverfisráðu- neytisins um þessi mál frá árinu 1992 segir að eðlilegt sé að sveitar- stjórn skuli þá einnig sjá til þess að skipi sé fargað á viðunnandi hátt. Sveitarstjórn hefur samkvæmt þessu óskoraðan rétt til að krefjast þess að skipsflök séu fjarlægð og Óljóst hverjir bera ábyrg’ð á flökunum í náttúruverndarlögum segir að hafi skip í fjöru verið skilið eftir í hirðuleysi og grotni þar niður, þannig að lýti eða spjöll á náttúru hljótist af, sé eig- -------------------------------------------- anda þess skylt að fjarlægja það. Helgi Mar Arnason kynnti sér hvernig þessum málum er háttað og hvort alltaf sé farið að lögum. þeim fargað. Þessu má t.d. fylgja eftir með að fyrirskipa eiganda að fjarlægja skipsfiak innan ákveð- inna tímamarka að viðlögðum dag- sektum. Einnig má kæra eiganda eða vörslumann skipsflaksins fyrir brot á náttúruverndarlögum ef það er ekki fjarlægt og liggja við sekt- ir eða varðhald. í mengunarvarnareglugerð er ákvæði þess efnis að heilbrigðis- nefnd geti krafist þess að sá sem skilið hefur eftir eða geymir úrgang á þann hátt að það geti valdið skaða á umhverfi, skuli hreinsa hann upp eða greiða kostnað öðrum sem verkið vinnur. Af þessu má skilja að sveitarstjórnir og heilbrigðis- nefndir séu ábyrgar fyrir því að lögunum sé framfylgt. Ábendingar frá náttúruverndarnefndum í greinargerð umhverfisráðu- neytisins er talið að það sé að öllu jöfnu hlutverk einstakra náttúru- verndarnefnda að sjá til þess, m.a. með ábendingum og tillögum til viðkomandi sveitarstjórna, að nátt- úruverndarlögunum sé framfylgt, hafi sveitarstjórnin ekki haft frum- kvæði að því sjálf. Einnig sé það hlutverk Náttúruverndarráðs að benda sveitarstjórnum á það sem betur megi fara. Loks hafi umhverf- isráðuneytið frumkvæðisskyldu á þessum vettvangi þar sem það fer með yfirstjórn náttúruverndarmála í landinu. Umhverfisráðuneytið telur að Siglingamálastofnun sé heimilt að láta fjarlægja og farga skipum, hafi sérstaklega verið um það sam- ið eða ef slík heimild er háð skil- yrtri leyfisveitingu. Ekkl Ijóst hver ber ábyrgð Davíð Egilsson, hjá Hollustu- vernd ríkisins, segir að mikið um- BROOK CROMPTON rafmótorar Poulsen Suðurlandsbraut 10, sími 568 6499. stang hafi verið í kringum afskrán- ingu skipa. Að hans mati þurfi veru- lega að skerpa á lagasetningu þar að lútandi. Lögin séu engan veginn skýr þegar til dæmis altjón verði og tryggingafélagið greiði skipið út. Dæmi séu um að enginn hafí talið sig ábyrgan fyrir því að fjar- lægja skip sem lá í fjöru. Gömul og úrelt lög Þá eru til lög frá árinu 1926 um skipströnd og vogrek. í lögunum er fyrst og fremst fjallað um það hvernig á að. bregðast við þegar skip strandar og um hlutverk ein- stakra stjórnvalda þegar strand hefur átt sér stað, hvemig fara eigi með skipbrotsmenn og góss og leið- beiningar um hvernig skilgreina eigi strand. í lögunum er ekki að finna sér- tækar reglur um það hvaða úrræða íslensk stjórnvöld geta gripið til þegar mengunaróhöpp eiga sér stað í kjölfar skipsstrands né hver eigi að bera kostnaðinn sem af getur hlotist eða hvernig innheimtu skuli háttað. Davíð segir viðhorfin hafi verið allt önnur en nú, þegar lögin um skipströnd og vogrek voru sett. „Þórbergur Þórðarson skrifaði ein- hvers staðar á þá leið að árið 1915 hafi verið gott ár í Suðursveit því að þá strönduðu þar þtjú skip. Lög- in voru sett þegar slík strönd voru hvalreki og virtust einkanlega hafa það að markmiði að vernda skips- eigendur fyrir þeim sem vildu hirða góssið,“ segir Davíð. Spurnlng um forgangsröð „Ég tel að gera verði úrbætur hið fyrsta í þessum málum. Það verður að setja skýrari reglur um inngripsrétt og hvernig á að fara með afskráð skip. Hinu má ekki gleyma að í fámennu landi er stjórn- sýslan oft mannfá og þarf að fjalla um mörg yfirgripsmikil verkefni. Þetta er eins og annars staðar spurning um forgangsröð. Davíð segir að með tilkomu Þró- unarsjóðs og reglugerðar um úreld- ingu fiskiskipa hafi mönnum verið það skylt að farga skipum ef þau voru úrelt. Hann segir þetta ákvæði laganna hafa kostað mikinn barn- ing en sem betur fer hafi reglunum nú verið breytt þannig að heimilt sé að halda skipum á skipaskrá þó að þau hafi verið úrelt. Davíð segir að fyrir þremur árum hafi verið ráðist í gerð sérstakrar flakaskrár eftir að varningur frá skipum sem fórust í stríðinu fór að koma upp í trollum skipa o.s.frv. Þá hafi verið kannað hvernig skip voru afskráð og hver afdrif sokk- inna og strandaðra skipa voru. Hann segir gríðarlega mikið magn upplýsinga hafi safnast sem kæmi að góðum notum við að skapa yfir- sýn yfir þessi mál og setja raunhæf- ar reglur þar að lútandi. SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG Sérútgáfa um Suburnesin Miövikudaginn 27. mars nk. mun sérblaöiö Ur verinu fjalla sérstaklega um sjávarútveg á Suöurnesjum sem fariö hefur vaxandi síöastliöin ár. Þar veröur m.a. litiö á landaöan afla í helstu verstöövum Suöurnesja síöustu 10 árin, þróun og fjölgun fiskvinnslustööva, fullvinnslu sjávaraflans o.fl. Auk þess veröur umfjöllun um stærsta fiskmarkaö landsins, Fiskmarkaö Suöurnesja, útflutning á ferskum fiski, nýjungar í fiskumbúöum, viötöl o.m.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til klukkan 12.00 mánudaginn 25. mars. Dóra Gubný Sigurbardóttir og Agnes Arnardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. pitrgtmMíilþtíti - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.