Morgunblaðið - 13.03.1996, Page 6

Morgunblaðið - 13.03.1996, Page 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 MARKAÐIR Fiskverð heima Fiskmarkaður Suðurnesja J1 173,1 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 76,0 tonn á 79,89 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 31,1 tonn á 83,83 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 66,1 tonn á 95,00 kr./kg. Af karfa voru seld alls 26,1 tonn. í Hafnarfirði á 114,09 kr. (8,2 t), á Faxagarði á 144,48 kr./kg (9,61) og á 78,00 kr. (8,31) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 105,6 tonn. í Hafnarfirði á 51,87 kr. (25,61), á 51,34 kr. á Faxagarði (14,51) og á 58,00 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (65,61). Af ýsu voru seld 89,4 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 77,58 kr./kg. 157,15 Kr./kg KrAg —120 -110 Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskverð ytra Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 290,1 tonnál 32,00 kr./kg. Þaraf voru13,8 tonn af þorski á 100,93 kr./kg. Af ýsu voru seld 111,8 tonná 101,36 kr./kg, 47,4tonnaf kolaá 182,07 kr./kg, 33,1 tonn af grálúðu á 158,44 kr./kg og 20,3 tonn af karfa á 108,29 kr. hvert kíló. Þorskur mmmmmm Karfi mm—mm Ufsi Ekki bárust upplýsingar um sölur í Þýskalandi í síðustu viku. Alaskaufsinn með algera forystu á markaðinum mm^mmmmmmmmm^^^^^^^ í áratugi og Ólíklegt að þorskurinn é" nái aftur sinni fyrri stöðu {“'"„„'„Ití's $ hefur orðið mikil breyting á skömmum tíma. Nú er það Alaskaufsinn, sem hefur tekið forystuna, og flest bendir til, að hann muni halda henni lengi enn. Nýting hans er líka miklu fjölbreyttari en þorsksins og oft er það svo, að þeir, sem fá sér fískborgara á skyndibitastað í Banda- ríkjunum, surimirétt í Japan eða krabbalíki í Evrópu, vita ekki, að það er Alaskaufsi, sem er uppistaðan í þessum réttum og miklu fleiri. Ef ansjósa, sem fer aðallega til bræðslu, er undanskilin þá er ekki veitt meira af neinni fisktegund en Alaskaufsa en 1993 var aflinn alls 4,6 milljónir tonna. Er ufsinn þriðja vinsælasta sjávarafurðin í Bandaríkjunum og ársneysla á mann 1,5 pund. Alaskaufsinn fínnst frá Kali- forníu við austanvert Kyrrahaf og norður um til Aljútaeyja og í vestanverðu Kyrrahafí allt suður til Japans. Mestar eru þó veiðamar í Alaskaflóa, Beringshafi og Okh- otskhafi og á síðasta áratug var aflinn yfirleitt um sex milljónir tonna á ári. Eru helstu veiðiþjóð- * irnar Rússar, Japanir og Banda- ríkjamenn. Það var raunar ekki fyrr en um miðjan síðasta áratug, að Banaa- ríkjamenn sneru sér sjálfír að ufs- anum en áður höfðu skip frá öðrum ríkjum fengið að veiða bandaríska kvótann. Það er ‘einkum þrennt, sem ýtti undir áhuga Bandaríkja- manna: Hrun í krabbastofnum, hækkandi þorskverð og vaxandi vinsældir surimis í Bandaríkjunum. Ufsinn stendur vel vlð Bandaríkln Fiskifræðingar telja, að AI- askaufsinn standi vel innan banda- rískrar lögsögu en talið er, að þar sé stofnstærðin 6,6 milljónir tonna. Meiri óvissa er um stöðuna við austanvert Kyrrahaf. Eftir hrun kommúnismans dró verulega úr veiðum Rússa og 1994 var aflinn kominn niður í tvær milljónir tonna. Bráðabirgðatölur fyrir síð- asta ár benda þó til, að hann sé farinn að aukast aftur og hafí lík- lega verið um 2,3 millj. tonna. Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í rússneska veiðiflotanum á síðustu árum og trúlega mun það segja til sín í auknum veiðum á þessu ári og þeim næstu. Það vek- ur hins vegar áhyggjur, að fréttir eru um mikla smáfískaveiði, sem gæti aftur haft áhrif á stöðu stofnsins. Innflutningur á ufsablokk til Bandaríkjanna jókst mikið á síð- asta ári, var til dæmis 33% meiri í september en árið áður, og voru Kínverjar þar stærstir. í Bandaríkj- unum sjálfum voru þá framleidd 170.000 af surimi og 50.000 tonn af blokk og flökum. Er það svipuð framleiðsla og 1994. Aukin blokkar- og flakaframleiðsla Seint á síðasta ári lækkaði verð á surimi töluvert og því má búast við, að flaka- og blokkarframleiðsl- an aukist á þessu ári. Þá er átt við einfrysta blokk en horfur eru á skorti á tvífrystri blokk. Eins og fyrr segir eru afurðir úr Alaskaufsa ákaflega fjölbreytt- ar og gæðakröfurnar og gæðin sjálf eru mjög mismunandi. í Bandaríkjunum er mest af ufsan- um unnið um borð í verksmiðju- skipum en auk þess er nokkuð um vinnslu í landi. Rússnesku veiðarnar miðuðust lengi við það eitt að framleiða frystan ufsa, heilan og slægðan, og selja til Kína og Kóreu þar sem unnið var úr hráefninu. Nú eru Rússar hins vegar eins og áður segir komnir með ný og fullkomin verksmiðjuskip, til dæmis í sam- vinnu við Norðmenn, Þjóðveija og Bandaríkjamenn, sem geta full- unnið hráefnið í hvaða afurð sem er. Munu þessi umskipti óhjá- kvæmilega segja til sín á markað- inum þótt ekki sé enn ljóst hver áhrifin verða. Melri ufsi á Evrópu Ekki er víst, að innflutningur til Bandaríkjanna aukist mikið af þessum sökum. Líklegra er, að Rússar auki sölu sína til Evrópu og fylli þannig upp í það skarð, sem varð þegar komið var að mestu í veg fyrir ufsaveiðar Pólveija og Kóreumanna í Okhotskhafí. Ástæðan er líka sú, að fyrir Rúss- ana er flutningskostnaður minni, evrópskir kaupendur borga yfirleitt fyrr en þeir bandarísku og að sumu leyti eru kröfurnar ekki jafn mikl- ar. Rétt er nefna, að verulegur munur er á Alaskaufsa og ufsanum í Atlantshafi. Fiskholdið í þeim síðamefnda er miklu dekkra og feitara. Alaskaufsinn er hvítur í kjötið en líklega er höfuðkosturinn við hann sá hvað hann er bragð- mildur. Þess vegna gengur hann næstum í hvað sem er og eini gald- urinn sá að bragðbæta hann og krydda eftir því, sem við á. Búri Verð á Búra í dollar Bandaríkjunum ian.-ian. 1995-'96 Aukið framboð og verðið lækkar VERÐ á búra lækkaði verulega í Bandaríkjunum á síðasta ári. Það var rúmir 5 dollarar á pund- ið fram á mitt ár, en hrapaði síðan niður í um 4,40 dollara. Búrinn hefur lengi verið einn dýrasti bolfiskurinn á markaðn- um, enda framboð lítið og fisk- urinn góður. Því hefur markað- urinn fyrir hann verið nokkuð stöðugur, bæði í magni og verði, en í fyrra juku bæði Nýsjálend- ingar og Astralir sókn í búrann á úthafinu og því varð framboð meira en eftirspurn, enda mark- aðurinn viðkvæmur fyrir breyt- ingum. Kvóti innan lögsögu Nýja Sjálands hefur enn verið minnkaður og er nú um 21.300 tonn. Ástralir hafa einnig minnkað kvótann og er hann nú 6.500 tonn. Lúða Bandaríkin Lægra verð á blokk BIRGÐIR af alaskaufsa í Bandaríkjunum minnkuðu í desembermán- uði síðastliðnum miðað við fyrri mánuði. Þær voru einnig mun minni í desember 1995 en í sama mánuði 1994. Birgðir af þorskblokk dróg- ust einnig saman miðað við nóvembermánuð en voru þó meiri en á sama tíma árið áður. í árslok voru birgðir af alaskaufsablokk vestan hafs um 3.500 tonn, sem var 9% minna en í nóvember og 32% minna en í desem- ber 1994. í desember 1993 voru birgðirnar um 5.000 tonn, um 7.000 1992 og heldur meiri í desember 1991. Birgðir af þorskblokk voru í árslok um 2.600 tonn, sem er 1% minna en í nóvember, en 24% meira en í desember 1994. í árslok 1993 voru þorskblokkarbirgðir í Bandaríkjunum um 2.300 tonn, 7.000 1992 og um 6.500 tonn 1991. Blokkarverð lækkaði lítillega í janúar, en búizt er við því að verð- ið lækki ekki meira enda framboð í minna lagi og birgðir litlar. Komi til mikill innflutningur á ufsablokk frá Rússlandi, gæti það hins vegar valdið verðlækkun. I janúar var meðalverð á þorskblokk á bilinu 1,65 dollarar til 1,80 á pundið, en í desember var verðið 1,85 til 1,90. Verð á alaskaufsablokk var um dollar á pundið og hafði það lækkað lítillega. Verð á Lúðu í doiiar Bandaríkjunum mars-nóv. 1995 — Innflutningur á fiskafurð 7000 £/tonn 1000 1994 6000 £/tonn 5000 /Eiskurlnsytenslap.akmguai ; 1Q()0 j 1995 sep. okt. nóv. des. jan. feb. mar. apr. maí jún. júl. ágú. sep. sep. okt. nóv. des. jan. feb. mar. apr. mal jún. júl. ágú. sep. '50m 1995 amjjason LÚQWERTÍÐIN við vestur- ströndfeandaríkjanna er nú haf- in, en kvótinn þar er um 22.000 tonn. Veiðarnar eru með þeim hætti að ákveðinn fjöldi báta, flestir línubátar, hafa leyfi til veiðana og mega þeir veiða þar til heildarkvótanum er náð. Verð á ferskri lúðu er að öllu jöfnu hátt í upphafi vertíðar, en fellur hratt, þegar líður á hana. Töluvert er ætíð fryst á vertíð- inni til að draga úr framboðinu og það síðan selt, þegar vertíð lýkur endanlega í nóvember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.