Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR13. MARZ 1996 C 7 FRETTIR Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson STARFSMENN Póls við nýju sjálfvirku samvalsvélina. Póls hf. framleiðir nyjar sjálfvirkar samvalsvélar PÓLS rafeindavörur hf. á ísafirði hafa aukið sölu sína mjög mikið að undanförnu og eru horfur á að áframhald verði á þeirri uppsveiflu, að sögn Harðar Ingólfssonar, markaðsstjóra fyrirtækisins. Hafin hefur verið framleiðsla á nýrri gerð sjálfvirkra samvalsvéla, sem nefnist „Sam- val-7L", hjá Póls á Isafirði. Hörður segir að þetta skipi Póls á fremsta bekk á sviði sjálfvirkrar vigtunar í hvers kyns pakkningar. Yfirvigt pakkninga orðin hverfandi „Sjálfvirkt samval nýtist þeim sérstaklega vel sem pakka í neyt- endapakkningar, hvort sem er frystum bitum eða ferskum," segir Hörður. Raunhæfur kostur „Samvalsvélin er fyrirferðarlítil og er því raunhæfur kostur fyrir flesta fiskverkendur. Vélin er t.d. sett inn í vinnslulínu á eftir skurði eða lausfrysti. Hún tekur við bitun- um og matar sjálfvirkt sjö vogir sem eru innbyggðar í vélina. Sam- valsvélin velur síðan þá bita sem best passa í tiltekna pakkningu og skilar þeim á færiband." Hörður segir að samvalið velji alltaf úr fjórtán bita í senn og með því móti verði yfirvigt pakkninga hverfandi. Samanborið við aðrar aðferðir við vigtun í pakkningar lækki samvalið yfirvigt oft um helming eða meira. Það sé auðvelt að tengja t.d. pokunarvél við sam- valið og fá þannig sjálfvirka pökk- unarlínu. Sannkölluð hörkutól í haust voru tíu ár frá því að fyrsta Póls-skipavogin var seld og sett í rækjuveiðiskipið Sólrúnu frá Bol- ungarvík. „Þetta var fyrsta ís- lenska skipavogin og er ekki of- sagt að með þessari vog hafi orðið bylting í vinnslu sjávarfangs um borð í fiskiskipum," segir Hörður. „Skipavogirnar hjá okkur hafa reynst ótrúlega sterkbyggðar og endingargóðar, sannkölluð hörku- tól. Undanfarin þrjú ár hefur sala skipavoga frá okkur nærri þrefald- ast og ekkert lát virðist á eftir- spurninni. Skipavogirnar hafa ver- ið seldar til yfir þrjátíu landa og eru nú notaðar á öllum heimsins höfum." 24 mflljónir í Þyrlusjóði 4 A KYNNINGARDEGI Stýri- Tnannaskólans, sem verður nk. laugardag, 16. mars, kynna nem- endur Stýrimannaskólann og kennslutæki, ennfremur hefur á kynningardegi skólans verið brydd- að upp á nýmælum og lögð áhersla á að sýna björgunartæki með því . að Slysavarnafélag íslands og hin nýja og fullkomnaþyrla Landhelg- isgæslunnar TF-LÍF lendir á skóla- lóðinni. Með því er einnig minnst stofnun- ar Þyrlusjóðs - Björgunarsjóðs nem- enda Stýrimannaskólans, sem var stofnaður 16. apríl árið 1988 með 100.000 króna framlagi nemenda og öðrum 100.000 krónum frá frú Rannveigu Tryggvadóttur, sem síð- ar á því ári hækkaði framlag sitt í krónur 500.000. Síðan hafa sjóðn- um borist gjafir og áheit á hverju ári. Árið 1994 var keypt hjartastuð- tæki (hjartamonitor) sem er haft með í -öllum útköllum þyrlunnar og kostaði um kr. 900.000. í samráði við forstjóra Landhelg- isgæslunnar og áhöfn TF-LÍF var ákveðið, að Þyrlusjóðurinn yrði notaður til að kaupa siglinga- og leitartæki í nýju þyrluna þannig að TF-LÍF verði ætíð búin nýjustu og fullkomnustu tækjum til leitar og loftsiglinga á hverri tíð. Á Kynningardegi Stýrimanna- skólans mun stjórn sjóðsins af- henda Landhelgisgæslunni mjög fullkominn sjónauka með infra- rauðri linsu, sem er ætlaður til leit- ar í myrkri og er sérstaklega góður við leit að gúmmíbjörgunarbátum í ólgusjó. Tveir þannig sjónaukar hafa verið keyptir til þyrlunnar og kosta um 540 þúsund krónur. Þá verður bráðlega sett sérstök sigl- ingatölva í .TF-SIF, svonefnd INFO-NAV, sem er tengd við stað- setningarkerfið GPS, einnig full- komið fjarskiptakerfi um gervi- hnetti, INMARSAT-C kerfi. „Öll þessi fullkomnu tæki í björg- unarþyrluna TF-SIF verða keypt fyrir fé úr Þyrlusjóði og munu kosta nærri 3 milljónir króna. Þyrlusjóðurinn kemur því að góðum notum, þegar gengið er frá endahnúti í sambandi við hið mikla átak sem kaup á björgunarþyrlunrii voru og alltaf verður hægt að end- urnýja og bæta tækjakostinn með aðstoð Þyrlusjóðs. Með þessum línum fylgir listi yfir gefendur í Þyrlusjóð árið 1995, en samtals var gefið í sjóðinn fé, sem er nærri því sú upphæð sem fyrrnefnd "tæki kosta eða kr. 2.863.252. Stjórn sjóðsins og óhætt er að fullyrða allir landsmenn þakka gef- endum hinn góða hug þeirra og fórnarlund. Söfnunarfé Þyrlusjóðs og gjafír hafa verið ávaxtaðar í öruggum verðbréfum og spariskírteinum rík- issjóðs," segir í frétt frá stjórn sjóðsins. Hinn 31. desember s.l. var Þyrlu- Þrjátíu saltfískréttir kynntir á Hótel Sögu VINNSLUSTOÐIN hf. í Vestmanna- eyjum hefur staðið fyrir kynningu á saltfiski að undanförnu í samstarfi við Sigurð L. Hall, matreiðslumeist- ara. Sigurður hefur verið með kynn- ingu á saltfiskréttum í Hagkaups- búðum um allt land og á morgun tekur við kynning á þrjátíu saltfísk- réttum á Hótel Sögu. Kynningin stendur í viku. Réttirnir verða matreiddir af Sig- urði og verður hann á staðnum til að kynna þá og veita frekari upplýs- ingar. Saltfiskréttirnir þrjátíu verða hluti af hlaðborðinu í Skrúð á Hótel Sögu og verða í boði í hádeginu og á kvöldin. Bæði er um heita og kalda rétti að ræða. „Þetta kom til af því að ég var að vinna að sjónvarpsþætti í Barce- lona, þar sem ég fylgdi eftir íslenska saltfísknum," segir Sigurður. „Þá komst ég að því að þetta er ein verð- mætasta afurð sem við seljum úr landi og fékk mikinn áhuga á salt- fískmatreiðslu." Matreioa saltfisk á nýjan hátt Hann segir að sér finnist íslend- ingar verða að læra að matreiða salt- fisk á nýjan hátt, en ekki festast í því að sjóða hann og bera hann fram með rófum og kartöflum. Hann tekur sem dæmi að áður hafí aðeins verið borðuð soðin ýsa og soðið lambakjöt. Nú séu í boði fleiri hundruð ýsu- og lambakjótsréttir. „Það er líka hægt að elda fleiri hundruð saltfiskrétti," segir hann. „Þorbergur Aðalsteinsson, mark- aðsstjóri Vinnslustöðvarinnar hf. innanlands, var sama sinnis og vildi fara að framleiða saltfisk ofan í ís- lendinga eins og Spánverja. Þá þarf fólk ekki að standa í neinu brölti við að útvatna saltfískinn í sólarhring áður en hann er borðaður. Sam- kvæmt spænsku aðferðinni er hann útvatnaður mikið og vel, í upp undir þrjá sólarhringa í rennandi vatni, og þannig er hann í 200 mílna pakkn- ingunum." Sigurður segir að saltfiskurinn verði hvítari, fallegri og betri þegar búið sé að útvatna hann svona vel og þoli meiri matreiðslu. Það sé hægt að krydda hann vel og nota bragðmiklar sósur. Þannig henti hann mjög vel hinni vinsælu Miðjarð- arhafsmatreiðslu. Tilbúinn úr pakkningúnum „Fiskurinn kemur alveg tilbúinn úr pakkningunum," segir hann. „Þú nærð bara í þína uppáhaldsuppskrift og matreiðir hann. Þá erum við komnir að mínu framlagi. Ég er bú- irin að vera með kynningu í Hag- kaupsverslunum um allt land undan- farið á steiktum saltfísk og verð núna með Ragnari Vestmann, mat- reiðslumeistara, á Hótel Sögu. Einn- ig verður reynt að skapa katalónska stemmningu með gítarleik. BATAR-SKIP sjóður gerður upp af Ólafi G. Sig- urðssyni, löggiltum endurskoð- anda, og var eigið fé sjóðsins þá kr. 24.406.860. Eignaaukning á árinu 1995 var með ávöxtun og gjöfum rúmar fjórar milljónir króna. Stjórn Þyrlusjóðs skipa forseti Slysavarnafélags íslands, Einar Sigurjónsson, Einar Örn Jónsson sem er fulltrúi nemenda og Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólameistari Stýrimannaskólans, sem er gjald- keri sjóðsins. Gjafir i Þyrlusjóð, - Björgunarsjóö stýrimannaskólans í Reykjavík Gefendur árið 1995: Anna Arngrímsdóttir, Dalvík, til minningar um eiginmann sinn, Kristján Jóhannesson og son þeirra Þórarin Kristjánsson kr. 125.000. Finnur M. Finnsson, Kópavogi og nem. 3. stigs Stýrimannaskólans 9.890. Gréta Halldórsdóttir, Reykjavík 14.400. Kvenfélagasam- band Suður Þingeyinga 500.000. Magnús Guðmundsson og fleiri frá Stykkishólmi (safnað 1991) 45.198. SigurgeirG. Sigurgeirsson, Bolungarvík í sínu nafni og eigin- konu sinnar heitinnar Margrétar Guðfinnsdóttur 2.000.000. S.V.D. Hjálp, Bolungarvík 156.750. S.V.D. Helga Bárðardóttir, Hellis- sand 12.014. Samtals gjafir á árinu 1995 kr.2.863.252. Til sölu 36 brl. fiskiskip (eik) með nýlegri aðalvél og tog- og dragnóta- vindum. Skipið er í mjög góðu ástandi. Selst án aflahlutdeildar. Óskum eftir endurnýjunarrétti fiskiskips allt að 330 rúmmetrum. MAR skipamiðlun, sími 565 8584 eða 565 1700. Fax 565 8542. 'l TfíSOlU Til sölu Volvo Penta TMD 102 bátavél, 238 hestöfl, ásamt gíröxli og skrúfu, árg. 1992, keyrð 6.000 tíma. Er í 40 tonna bát. Upplýsingarísíma421 1351 eða 852 2319. KENNSLA ... .. ¦:¦: . ... :¦:¦:':¦:¦ Verkstjórar - verkstjórar Næsta námskeið fyrir fiskvinnsluverkstjóra verður haldið í Norræna skólasetrinu í Hval- firði 27.-30. mars nk. Leiðbeinendur: Þórður Óskarsson, vinnusál- fræðingur, og Magnús Pálsson, ráðgjafi. Skráið ykkur sem fyrst! Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar, símar 560 9670, 897 2727. FUNDÍR - MANNFAGNAÐUR Skipstjórnarmenn Upprifjunarnámskeið í meðferð slasaðra og notkun lyfjakistu verður haldið 1 -3. apríl nk. Skráningar í símum 562 4884 og 852 0028. Slysavarnaskóli sjómanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.