Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yar tekinn á 138 km hraða SEXTÁN ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í Kópavogi í gærkvöld, aðallega við Nýbýlaveg þar sem hámarkshraði er 50 km. Þá stöðvaði Kópavogslögreglan tví- tugan pilt í umdæmi sínu á Hafnar- fjarðarvegi á móts við Kópavogslæk á 138 km hraða, en hámarkshraði þar er 70 km. Ökumaðurinn var að aka norður í átt að Kópavogsbrúm og ók Ford Escort fólksbíl. Pilturinn var fluttur á lögreglu- stöðina til skýrslutöku hjá varð- stjóra og kemur í framhaldi af mál- inu væntanlega til með að missa ökuleyfi sitt í einhveija mánuði. í Kópavogi eru ökumenn ekki sviptir ökuleyfí til bráðabirgða í tilvikum sem þessum þó það sé almenn vinnuregla í nágrannasveitarfélög- unum. Tveir sviptir í Reylqavík Tveir ökumenn voru sviptir öku- réttindum til bráðabirgða fyrir of hraðan akstur í umdæmi Reykjavík- urlögreglunnar í gærkvöld. Þeir voru stöðvaðir á Sæbraut, þar sem að hámarkshraði er 60 km, en mældust báðir á 110 km hraða. Að sögn Áma Vigfússonar, aðal- varðstjóra í Reykjavík, eru þeir, sem aka yfír 107 km hraða þar sem leyfí- legur hámarkshraði er 60 km, svipt- ir ökuleyfí strax. Þar sem leyfilegt er að aka á 50 km, miðast svipting við 102 km hraða. Og þar sem leyfí- legur hámarkshraði er 70, eru öku- menn sviptir ökuréttindum á staðn- um ef þeir mælast á 122 km og yfír. „Ég tel að það geti haft mikil forvamaráhrif að beita bráðabirgða- sviptingum í slíkum málum í stað þess að leyfa mönnum að aka burtu eftir glannaakstur," segir Ámi. Morgunblaðið/Kristinn Sigurður Karlsson formaður LR Viðar fór út fyrir umboðið „ÉG ÆTLA ekki að ímynda mér hvað borgarstjóri er að gefa til kynna heldur tala við hana sjálfa,“ segir Sigurður Karlsson, formaður LR, um ummæli Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur, borgarstjóra, í fram- haldi af brottrekstri Viðars Éggerts- sonar frá LR. Ingibjörg Sólrún hef- ur sagt að brottreksturinn gæti haft áhrif á endurskoðun á sam- starfssamningi borgar og leikfélags. í ályktun frá Sigurði og Þorsteini Gunnarssyni, meðstjómanda LR, kemur fram að Viðar hafí farið langt út fyrir umboð leikhússljóra með því að bjóða nokkrum leikumm við- bótargreiðslu vegna starfsloka- samninga án samþykkis leikhús- ráðs. Sigurður sagðist vonast til að hitta Ingibjörgu Sólrúnu í dag. Sigurður sagðist ekki vilja tjá sig um viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar fyrir fundinn í dag. Hann sagði að boðaður hefði verið fundur í leikhús- ráði í morgun. Á þeim fundi yrði væntanlega byijað á að ræða ráðn- ingu nýs leikhússtjóra. „Hver og einn af okkur hefur væntanlega velt þessu fyrir sér og ýmsir mögu- leikar em í stöðunni. Fyrr en við höfum hist er hins vegar ekki ástæða til að nefna þá,“ sagði Sig- urður og játti því aðspurður að áhugi væri fýrir starfínu hjá fullhæfu fólki. „Ég veit um fólk, sem sótti um starf- ið síðastliðið haust, var að ég held talið koma til greina, og hefur enn áhuga og þetta er sómakært fólk.“ Hann átti von á að leikhúsráðið myndi ræða um hvort stefnu Viðars yrði fylgt áfram á fundinum í dag. Hins vegar bjóst hann við að staðið yrði við nýráðningar. Kannski myndi ekki skýrast fyrr en með nýjum leikhússtjóra hvort leikumm, sem sagt hefði verið upp, yrði boðin endurráðning eða uppsagnimar látnar standa. Milljóna tuga skuldbinding í ályktun frá Sigurði og Þorsteini Gunnarssyni er tilgreint að eftir að Viðar hafi fengið umboð leikhúsráðs til að bjóða leikumm með langan starfsaldur hjá félaginu svokallaðan starfslokasamning og ljóst hafí ver- ið að viðkomandi hafí ekki þótt sá samningur neitt kostaboð og litið á tilboðið sem uppsögn, hafi Viðar gert þeim viðbótartilboð án þess að kynna það leikhúsráði eða leita sam- þykkis þess. Tilboðið hafí falið í sér að leikararnir, sem honum hafí þótt brýnast að losna við, héldu hálfum launum eftir að ráðningarsamningi þeirra lyki 1. september 1997 til 65 ára aldurs. „Þetta tilboð sem sent var bréflega undir bréfhaus félagsins og undirritað „Viðar Eg- gertsson leikhússtjóri" hefði þýtt milljónatuga fjárhagslega skuld- bindingu fyrir félagið í 7-12 ár eða í þrefaldan þann tíma sem Ieikhús- stjórinn var ráðinn,“ segir í ályktun- inni og tekið er fram að með tilboð- inu hafí Viðar farið langt út fyrir það umboð sem leikhússtjóri hafí og breyti þar engu þótt hann hafi dregið það til baka áður en leikar- amir svömðu því. Norrænn málflutningnr í WTO er úr sögunm SAMEIGINLEGUR málflutningur Norðurland- anna á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Genf er úr sögunni eftir að Svíþjóð og Finnland gengu í Evrópusambandið í upphafí síð- asta árs. Mjög hefur einnig dregið úr sameiginleg- um málflutningi norrænu ríkjanna í öðmm stofn- unum Sameinuðu þjóðanna í Genf. Morgunblaðið greindi í síðustu viku frá því að sameiginlegum ræðum Norðurlanda á allsheijar- þingi SÞ í New York hafi fækkað úr 43 árið 1994 í sex á síðasta ári. Svipuð þróun hefur átt sér stað í undirstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Gunnar Snorri Gunnarsson, fastafulltrúi Islands hjá alþjóðastofnunum í Genf, segir að sameiginleg- ur málflutningur Norðurlandanna, sem áður hafí átt sér stað nærri daglega, bæði í WTO-ráðinu og hinum ýmsu nefndum, og hafí raunar verið svo algengur að menn hafí ekki haft tölu á þeim málum þar sem Norðurlöndin höfðu samstarf, sé nú einfaldlega úr sögunni. Þetta stafar af því að framkvæmdastjóm Evrópusambandsins fer með algert forræði í utanríkisviðskiptamálum og aðild- arríkin, þ. á m. þau norrænu, reka ekki sjálfstæða utanríkisviðskiptastefnu. Reynt að auka eigin málflutning Gunnar segir að Norðurlönd skiptist áfram á skoðunum og upplýsingum. „Út á við, á vett- vangi stofnunarinnar, er hins vegar ekki lengur til neitt sem heitir norrænn málflutningur," segir Gunnar Snorri. Hann segir að ísland og Noregur hafí reynt að auka eigin málflutning vegna þessar- ar breytingar. Gunnar Snorri segir að í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem alþjóðleg athygli bein- ist ekki sízt að, hafí samnorrænum ræðum fækk- að úr rúmlega tíu árið 1994 í fímm á síðasta ári, eða um helming. Yfírleitt hafí Norðurlöndin haldið 10-20 sameiginlegar ræður í ráðinu á ári. „Það er ekki útlit fyrir að þeim fjölgi að nýju heldur fækkar þeim hugsanlega enn frekar, því að í þessum málum verður samráð Evrópusam- bandsríkjanna æ nánara og nær yfír fleiri svið,“ segir Gunnar. Hann segir að ágætt samstarf hafí þó tekizt milli íslands, Noregs og ESB. „Við höfum ekki setið með þeim á samráðsfundum þeirra, en feng- ið að ræða við formennskuríkið fyrir og eftir þeirra fundi,“ segir Gunnar Snorri. „Það, sem bjargar okkur nokkuð, er að hér er þokkalega öflugt samstarf Vesturlanda, til dæmis í Alþjóða- vinnumálastofnuninni, Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni og í Mannréttindaráðinu." Eignir KEA hafa aldrei vaxið.jafnhratt þrátt fyrir tap á rekstri þess og dótturfyrirtækja 44 millj. króna rekstrartap rekstrargjöld voru 8.728 m.kr. og jukust meíra en tekjumar eða um 2%. Hagnaður fyrir í'jármagnsliði lækkaði því milli ára og var á síð- asta ári 129 millj. samanborið við TAP VARÐ á rekstri Kaupfélags Eyfírðinga og dótturfyrirtækja upp á 44 milljónir króna á síðasta ári en árið 1994 var hagnaður sam- stæðunnar 16 m.kr. Afkoma móð- urfélagsins versnaði mjög á síðasta ári en afkoma dótturfélaga batnaði á sama tíma. Brúttóvelta samstæð- unnar var um 9.401 m.kr. á árinu 1995 og er það um 1% samdráttur frá árinu áður. Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, segir að á síðasta ári hafí kostnaðar- hækkanir orðið meiri en hækkun á tekjum og þar til viðbótar hafi verið miklir erfíðleikar í fiskvinnslunni. Hins vegar sé jákvætt hversu rekst- ur útgerðarinnar hafi batnað mikið á sama tíma. Tekjur samstæðunnar voru 8.857 m.kr. og jukust um 1% milli ára en 244 millj. árið 1994. Þá lækkaði fjár- magnskostnaður um 55 millj. milli ára. Eigið fé í árslok 1995 var um 2.420 milljónir króna og hækkaði um 55 milljónir króna milli áramóta. „Þrátt fyrir þennan taprekstur er hann lítið hlutfall af veltu okkar og efnahagur okkar hefur ekkert raskast og í raun hafa eignir félags- ins aldrei vaxið jafnhratt og á síð- asta ári. Það stafar ekki af rekstrin- um, heldur af miklum verðhækkun- um á fiskveiðiheimildum og hluta- bréfum og það er mjög mikil dulin eign í þeim eignum, sem ekki koma fram í reikningum félagsins." Afkoma móðurfélagsins versnaði mjög á árinu 1995 frá árinu áður. Kostnaður hækkaði án þess að tek- ist hafí að mæta því með hækkuðum tekjum eða niðurskurði á rekstrarút- gjöldum. Til viðbótar kom óhagstæð gengisþróun, sem lækkaði tekjur fískvinnslunnar um 50-60 m.kr. Afkoma dótturfélaganna batnaði hins vegar mikið á milli ára og munar þar langmest um bætta af- komu Útgerðarfélags Dalvíkinga en félagið skilaði um 76 milljóna króna hagnaði. Einnig minnkaði tap á vatnsútflutningi AKVA þótt enn sé mikið tap á þeirri grein. Stefnt er að því að aðalfundur KEA verði haldinn um næstu mán- aðamót. Stjóm félagsins gerir til- lögu um það til aðalfundar að greiddur verði 10% arður og 4% vextir af stofnsjóði félagsmanna. Þota á leið til Lúxemborgar Sneri við vegna bilunar ÞOTA Flugleiða, á leið frá Keflavík til Lúxemborgar á sunnudag, sneri aftur til Keflavíkur eftir 50 mínútna flug vegna bilunar í tölvubún- aði, sem tengist aflgjafa í mótor. Gert var við bilunina samdægurs, en farþegarnir 152 voru fluttir til Lúxem- borgar með annarri vél. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 757-200, kom hingað frá Bandaríkjunum og hafði þá orðið nokkur seinkun á komu hennar. Brottför héðan var því á eftir áætlun. Farþeg- ar töfðust verulega, enda var upphafleg brottför til Lúxem- borgar áætluð á sunnudags- morgun. Óveiyugóð öryggissaga „Hver bilun, sem verður, veldur því að við skoðum hana gaumgæfilega og berum okk- ur saman við flugvélafram- leiðenduma og aðra, sem eru með vélar sömu tegundar Það hefur hins vegar ekkert kom- ið fram sem bendir til annars en að þessar vélar séu mjög traustar. Þessi flugvélagerð hefur óvenju góða öryggis- sögu,“ sagði Einar Sigurðs- son, blaðafulltrúi Flugleiða aðspurður um hvort Flugleiðir hefðu áhyggjur af tíðum vélarbilunum í þotum þessum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.