Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 4
 4 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fimm halkuslys verða að jafnaði hvem dag ÞRÁTT fyrir mildan vetur höfðu 400 einstaklingar leitað á slysa- og sjúkravakt Sjúkrahúss Reykja- víkur vegna hálkuslysa frá 1. nóv- ember 1995 til 17. febrúar 1996. Miðað við fjölda hálkudaga má gera ráð fyrir fimm hálkuslysum að jafnaði á dag. Þetta kemur fram í rannsókn Sjúkrahúss Reykjavík- ur á hálkuslysum sem stendur til 30. apríl næstkomandi. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna algengi hálkuslysa, eðli þeirra og kostnað fyrir einstakling og þjóðfélagið. Rannsóknin nær til allra sem koma á slysa- og sjúkravakt Sjúkrahúss Reykjavík- ur frá 1. nóvember 1995 til 30. apríl vegna áverka sem orsakast af hálku. Skráning er framkvæmd við komu á slysa- og sjúkravakt og líðan könnuð símleiðis þremur mánuðum eftir slys. Langflestir fótgangandi Af þeim 400 sem höfðu komið á slysa- og sjúkravakt voru 227 konur og 169 karlar. Meðalaldur slasaðra er 40 ár. Yfirgnæfandi meirihluta slasaðra er fótgang- andi, eða 355, þar af 14% hlaup- andi, þegar slysið bar að höndum. Umferðarslys sem eingöngu má rekja til hálku voru 29 og hjól- reiðaslys voru 11. Helmingur slys- anna, eða 198, urðu á bílastæðum eða gangstéttum við heimahús og fyrirtæki en eingöngu 93 slys urðu á umferðargötum og gangstígum við umferðargötur. Algengast var að slysin yrðu á milli kl. 12 og 14 á daginn en fæst urðu þau á milli kl. 18 og 21. 140 þeirra sem slösuðust greindust með brot, 122 með togn- anir, 89 með mar, 40 með sár og 8 með liðhlaup. í 27 tilvikum voru áverkar annarrar tegundar. Flestir áverkar greindust á höfði, eða 84, en þar næst á framhandlegg, alls 66, 49 á hendi-og 36 á upphand- legg. Handleggsáverkar urðu því samtals í 38% tilfella. Af slösuðum í nóvember töldu 28 sig hafa náð fullum bata, 8 bata að mestu og 9 töldu sig ekki hafa náð bata að fullu. Helmingur þeirra sem ekki telja sig hafa náð bata eru ellilífeyrisþegar. Flest slysin virðast hafa gerst við aðstæður þar sem fólk er óvið- búið hálku og hefur þannig ekki sett sig í varnarstellingar. Ljósmynd/Marteinn Heiðarsson Langholtskirkjudeilan Úrskurður á þriðjudag BOLLI Gústavsson vígslubiskup segir að úrskurður í Langholts- kirkjumálinu verði að öllum líkind- um kveðinn upp nk. þriðjudag. Hann hefur undanfama daga rætt við málsaðila og kynnt sér gögn málsins. Fjölmennur fundur sóknarbama í Langholtssókn, sem haldinn var sl. þriðjudag, samþykkti ályktun þar sem beint er þeim eindregnu tilmælum til sr. Bolla Gústavssonar vígslubiskups, að hann felli sem fyrst úrskurð í deilu safnaðarins og sóknarprestsins eins og komist er að orði, „þannig að eðlilegt safnað- arstarf verði endurreist í Langholts- kirkju.“ Stjóm kórs Langholtskirkju sendi í gær frá sér ályktun þar sem tekið er undir ósk fundar sóknar- bama í Langholtssókn. Krapi á há- lendinu FREKAR snjólétt hefur verið á hálendinu í vetur, en krapi hef- ur hinsvegar verið mikill. Myndin sýnir þijá jeppa á ferðalagi við Þóristungu fyrir skömmu, er þeir voru á leiðinni frá Setrinu, skála 4x4 klúbbs- ins við Hofsjökul, niður að Sig- öldu. Húsfriðunarnefnd vill láta gera við Bakkagerðiskirkju Morgunblaðið/Þórey TALIÐ er að það muni kosta 6-7 milljónir króna að gera við skemmdir á Bakkagerðiskirkju. Kostnaður nemur 6-7 milljónum HÚ SFRIÐUNARNEFND sam- þykkti á fundi á þriðjudag að ganga til viðgerða á Bakkagerðiskirkju og hefur verið gerð bráðabirgðakostn- aðaráætlun sem hljóðar upp á 6-7 milljónir króna. Séra Þórey Guð- mundsdóttir sóknarprestur á Borg- arfírði eystra segir að engin leið sé fyrir söfnuðinn að greiða viðgerðina að óbreyttu. Húsfriðunarnefnd mun í apríl ákveða hugsanlega fjárveitingu en ljóst er að slík fjárveiting mun hrökkva skammt miðað við umfang viðgerða. Sóknamefnd hefur stofn- að söfnunarreikning i Landsbank- anum á Egilsstöðum, nr. 78080, í því skyni að reyna að afla fjár. Hefur þýðingu fyrir marga Almennur safnaðarfundur í Desjamýrarsókn á eftir að funda um kirkjuna og hvort ráðist verði í viðgerð á henni eða annað tekið til bragðs, og er reiknað með að ákvörðun verði fyrst tekin þegar allar upplýsingar liggja fyrir, bæði frá Húsfriðunarsjóði og bygginga- og listanefnd Þjóðkirkjunnar. Þórey kveðst vona að almenning- ur sjái sér fært að leggja söfnun- inni lið, þar sem augljóst sé að Borgfírðingar þurfi bæði guðshús og umgjörð utan um þá þjóðarger- semi sem altaristafla Jóhannesar Kjarvals er. „Tæp átta þúsund manns skrif- uðu nöfn sín í gestabók Bakkagerð- iskirkju á seinasta ári og er því ljóst að kirkjan hefur þýðingu fyrir fleiri en heimamenn," segir hún. Kranaeigendur Vilja kaupa tölvubún- að sam- eiginlega EIGENDUR krana hafa fengið frest í þrjá mánuði til þess að setja tölvubúnað í krana sína sem gefur til kynna ef kraninn er ofhlaðinn. Félag vinnuvéla- eigenda gekkst fyrir fundi með- al kranaeigenda í gær og þar var m.a. rætt um að standa sameiginlega að innkaupum á þessum búnaði. Kristín Sigurðardóttir hjá Félagi vinnuvélaeigenda sagði að reglugerðin hefði átt að taka gildi 1. apríl nk. en gildistök- unni var frestað til 1. júlí nk. Hún sagði að farið hefði verið fram á frestun vegna þess að búnaður þessi væri afar dýr og mikill samdráttur hefði verið í verkefnum hjá kranaeigendum síðustu misseri: Með ísetningu kostar þessi búnaður ekki undir einni millj. kr. Tölvunefnd setur Stígamótum skýrar reglur um skráningu persónuupplýsinga Stígamót brutu lög um meðferð per- sónuupplýsinga TÖLVUNEFND telur að Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, hafi brotið lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga með yfírlýsingum um að konur væru til meðferðar hjá Stígamótum vegna meintrar kynferðislegrar áreitni biskups íslands. Nefndin gerir þær kröfur til Stígamóta, að skrá eftirleiðis ekki nöfn meintra fremjenda kynferðislegs ofbeldis og gefa engar upplýs- ingar um nöfn þolenda né möitra fremjenda kynferðislegs ofbeldis. Tölvunefnd óskaði eftir upplýsingum frá Stígamótum um skráningu persónuupplýs- inga og meðferð þeirra eftir að Guðrún Jónsdóttir staðfesti við fjölmiðla, að þrjár konur hefðu leitað til Stígamóta vegna meintrar kynferðislegrar áreitni biskups íslands. Tölvunefnd óskaði á árinu 1993 eftir upplýsingum frá Stígamótum um skráningu persónuupplýsinga og taldi nefndin þá að skráningin og meðferð upp- lýsinganna væri í samræmi við lög. í bréfí Guðrúnar til Tölvunefndar frá 22. febrúar 1996 segir, að umræddar konur hafí óskað eftir að hún staðfesti við fjöl- miðla, að þær hefðu orðið fyrir áreitni bisk- ups Islands. Áður hafí formaður siðanefnd- ar Prestafélags íslands staðfest, að biskup sé sakaður um kynferðislega áreitni. í niðurstöðu Tölvunefndar segir að at- hugun nefndarinnar á skráningu persónu- upplýsinga leiði í ljós, að þar fari fram víð- tækari skráning upplýsinga um þolendur og meinta fremjendur refsiverðra brota, heldur en séð verði, að þörf sé á í þágu tölfræðilegra útdrátta svo sem til gerðar ársskýrslna. Sú afstaða nefndarinnar bygg- ist á því að skráningin sé að hluta til per- sónugreind eða persónugreinanleg í skiln- ingi laganna. Skráningin sé því víðtækari en Tölvunefnd mátti ætla af athugun sinni í nóvember 1993. Kerfisbundin skráning persónuupplýs- inga er óheimil samkvæmt lögum nema til þess standi sérstök lagaheimild. Frá þessu gildir sú undantekning að hinn skráði getur gefíð samþykki sitt til skráningar eða Tölvu- nefnd veiti slíkt leyfi. í niðurstöðu Tölvu- nefndar segir að fyrir liggi að hvorugt skil- yrði sé uppfyllt varðandi skráningu Stíga- móta á meintum fremjendum kynferðislegs ofbeldis. Stígamótum hafí því verið óheim- ilt að skrá biskup íslands með þeim hætti sem gert var. Óheimilt að skýra frá upplýsingum Tölvunefnd bendir einnig á í niðurstöðu sinni að óheimilt sé að skýra frá persónuleg- um upplýsingum sem skráðar eru sam- kvæmt ákvæðum laganna nema að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum. Þau hafi ekki verið uppfyllt í þessu tilviki. Stígamót hafi hvorki haft heimild biskups Islands né Tölvunefndar þegar upplýsingum um meint brot biskups var komið til fjölmiðla. Tölvu- nefnd telur að í þessu felist skýrt brot á lögum um skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra. Engu máli skipti í þessu sambandi þótt aðrir hafí áður miðlað opin- berlega upplýsingum um sama efni. Tölvunefnd leggur fyrir samtökin Stíga- mót, að við skráningu og meðferð persónu- upplýsinga í framtíðinni verði nöfn þolenda kynferðislegs ofbeldis ekki skráð nema með ótvíræðu samþykki þeirra. Nöfn og persónu- einkenni meintra fremjenda kynferðislegs ofbeldis verði ekki skráð. Stígamótum er óheimilt að miðla upplýsingum um nöfn þolenda og meintra fremjenda kynferðislegs ofbeldis til óviðkomandi aðila. Stígamótum er einnig óheimilt að upplýsa óviðkomandi um atvik einstakra mála, sem samtökin hafa afskipti af í starfsemi sinni. í ljósi þess hvernig málið er vaxið í heild telur Tölvunefnd ekki ástæðu til frekari aðgerða af sinni hálfu. t k- t \ I I I I I 1 I I ! i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.