Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Gott tækifæri! Lítill iðnaður ásamt góðri verslun. Frábær staðsetning. Lág húsaleiga. Ótal möguleikar og gott verð. Hóll - fyrirtækjasala, Skipholti 50B, sími 551 9400. Saltfisk ævintýri á Hótel Sögu vikuna 14. - 21. mars. Hótel Saga og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum standa saman að saltfiskævintýri í Skrúði á Hótel Sögu vikuna 14.-21. mars. Ná er tækifærið til að njóta fjölbreytilegra saltfiskrétta sem matreiddir eru á suðræna vísu til dæmis paella með saltfiski og kjúklingum auk eftirrétta frá Spáni eins og Perur Oriola frænku í rauðvíni. Spænsk gæðavín verða á boðstólum. Sigurður Hall og matreiðslumeistarar Hótel Sögu fara á kostum í eldhúsinu. Gítarleikararnir Símon ívarsson og Rúnar Þórisson sjá um stemninguna. FRÉTTIR Landlæknir kynnir áhrif langs gæsluvarðhalds á fundi náðunarnefndarí dómsmálaráðuneytinu Einangrun óráðleg lengur en 3-4 vikur NIÐURSTÖÐUR nýrra rannsókna leiða í ljós að einangrun fanga leng- ur en þijár til fjórar vikur er óráð- leg vegna hættu á heilsuvanda og í mörgum tilfellum, vemlegum geð- rænum erfiðleikum. Ólafur Ólafs- son landlæknir kynnti niðurstöðurn- ar á fundi náðunarnefndar í dóms- málaráðuneytinu fyrir skömmu. Hefur landlæknir skrifað grein um niðurstöður rannsóknanna sem birtast eiga í Úlfljóti, tímariti Orat- ors, félags laganema. Deilt hefur verið um áhrif einangrunar á fanga en niðurstöður rannsóknanna, sem Ólafur vísar til og birtar hafa verið í erlendum vísindaritum um geð- sjúkdóma, leiða í ljós verulegar geðsveiflur og truflanir. Komist er að þeirri niðurstöðu að gæsluvistarföngum er mun hættara við vistun á geðsjúkrahús- um síðar meir, en föngum sem ekki hafa setið í einangrun. Einnig er bent á aukna hættu á sjálfsvígum. Til dæmis leiddi rannsókn á 63 norskum föngum, sem setið höfðu í einangrun mislengi, í ljós svefn- leysi, þunglyndi, skerta hæfni til einbeitingar, kvíða og depurð. Föngum með líkamlega kvilla eða sálarlega fyrir gæsluvarðhald, versnaði meðan á því stóð. Enn- SVIPMYND úr Síðumúlafangelsi. fremur voru bomir saman 2T gæsluvarðhaldsfangar í strangri einangrun sem hvorki fengu bréf né heimsóknir og jafnmargir sem ekki voru í ströngu gæsluvarðhaldi. Fangarnir sátu að meðaltali 7-8 vikur í gæsluvarðhaldi, styst tvær vikur og lengst tuttugu, og voru skoðaðir aðra hveija viku. Ellefu föngum sem þjáðust af geðsjúk- dómum og stríddu við vímuefna- vanda og fangelsiskvíða var sleppt við rannsókn. Leiddi samanburður- inn í ljós marktækan mun á heilsu- fari hópanna. í þeim fyrri var langt- um meira um skerta einbeitingar- hæfni, þunglyndi, lyfjaneyslu, höf- uðverk, svefntruflanir, verk í brjósti, óþægindi frá maga og trufl- anir á skynjun. Alvarlegt þunglyndi Þeir sem lengst voru einangraðir, í 14 vikur að meðaltali, sýndu fyrr- greind einkenni í ríkara mæli, og alvarlegs þunglyndis varð vart hjá sjö þeirra. Kvörtuðu margir undan vaxandi truflunum á skynjun. Segir loks í grein landlæknis að áþekkar rannsóknir frá Bandaríkjunum og Danmörku hafi leitt í ljós svipaðar niðurstöður. Ólafur Ieggur til í ljósi niður- staðnanna að einangrun vari ekki lengur en þijár til fjórar vikur. „Það var mikið rætt fyrir __ nokkru að gæsluvarðhaldsvist á íslandi gæti orðið ansi löng. Þetta hefur þó færst til betri vegar á undanförnum árum. Markmiðið er hins vegar það að meira tillit verði tekið til heilsufars- sjónarmiða en áður, þótt það hafí vissulega verið gert til þessa að einhveiju leyti,“ segir Ólafur. Formaður Sjálfsbjargar um vinnu við reglugerð vegna læknishjálpar og lyfjakostnaðar Reglugerðarsmíðin út af fyrir sig góð REGLUGERÐARSMÍÐ í tengslum útgjöld vegna læknishjálpar og lyfjakostnaðar var kynnt forystu- mönnum Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, í heilbrigðisráðu- neytinu á þriðjudaginn. Guðríður Ólafsdóttir, formaður Sjálfsbjarg- ar, segir að reglugerðarsmíðin sé útaf fyrir sig góð. Hins vegar standi eftir að með lækkun frekari uppbótar lækki heildarársterkjur hjá stórum hópi þegar aðrir hópar þjóðfélagsins séu heldur að potast upp á við í launum. Um hundrað félagar I Sjálfs- RÍKIÐ innheimtir hátt á fjórða hundrað milljónir króna árlega af einstaklingum og lögaðilum vegna fjárnáma og nauðungarsala og rúma 2,3 milljarða í þinglýsingar- og stimpilgjöld. Þetta kemur fram í skriflegu svari fjármálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Þjóðvaka, um gjaldtöku og skattlagningu skulda einstakl- inga. Fjármálaráðuneytið segir að ekki sé hægt að sundurliða þessar tekjur eftir því hvort greiðendur eru ein- staklingar eða fyrirtæki og því er um heildartölur að ræða. Sam- kvæmt þeim námu innheimtar tekj- ur ríkisins á gjöldum af fjárnámum og nauðungarsölum 378 milljónum björgu mótmæltu skerðingu frek- ari uppbótar í heilbrigðis- og tryggingaráðunejitinu í liðinni viku. Við sama tækifæri bauð Ingi- björg Pálmadóttir, heilbrigðisráð- herra, forystumönnum Sjálfsbjarg- ar, skoða drög að reglugerð vegna aukakostnaðar sjúklinga í ráðu- neytinu á þriðjudag. Guðríður sagði að reglugerðar- smíðin væri í tengslum við heildar- útgjöld vegna læknishjálpar og lyfjakostnaðar. Hingað til hefði verið miðað við að fjöskylda með lægri árstekjur en milljón með árið 1995, árið 1994 voru tekjumar 385 milljónir og 335 milljónir árið 1993. Innheimtar tekjur ríkisins af stimpilgjöldum námu rúmum 2,2 milljörðum króna árin 1995 og 1994 og rúmum 2 milljörðum árið 1993. Tekjur ríkisins af þinglýsingum námu 111 milljónum á síðasta ári, 107 milljónum árið 1994 og 98 milljónum árið 1993. Jóhanna Sigurðardóttir sagði í þingumræðu á mánudag, að til við- bótar þessu fengi ríkið virðisauka- skatt af gjaldtöku lögmanna sem innheimtu skuldi. Því væri ljóst að ríkið skattlegði skuldir almennings grimmilega og úr því þyrfti að draga, m.a. í tengslum við að Ieysa úr greiðsluerfiðleikum fólks. meira en 18.000 kr. lyfjakostnað á hálfu ári fengi allt að 90% af kostnaði umfram 18.000 kr. endur- greiddan. Hlutfallið breyttist svo í samræmi við tekjur. „Nú er ráð- herra að huga að því að lækka þessar viðmiðunartekjur niður í 700.000 kr og 700.000 kr. til 15.000.000 kr. í næsta flokki fyrir ofan. Endurgreiðslurnar eiga að fara fram á fjögurra mánaða fresti í stað hálfs árs áður,“ sagði Guð- ríður og tók fram að breytingin varðaði fyrst og fremst fjölskyldur með mikinn lyíja og iækniskostn- að. Enn stæði hins vegar stór hóp- ur frammi fyrir því að missa 10-20% tekna og allt að 32.000 kr. á ári með lækkun frekari upp- bótar 1. mars sl. Tveir fulltrúar fylgist með reglugerðarsmíðinni Guðríður sagðist áætla að eftir að dregin hefði verið frá endur- greiðsla vegna lyfjakostnaðar spar- aði lækkun frekari uppbótar ríkinu 25 til 30 milljónir. Sú upphæð væri dreginn úr vasa þeirra sem hefðu engar tekjur umfram bætur al- mannatrygginga. „Frekari uppbót er dæmd fólki í gegnum almanna- tryggingakerfíð sem almanna- tiyggingar telja að þurfí á þessum fjármunum að halda af því að þeir komust ekki af með annan lífeyri almannatrygginga," sagði hún. Hún sagði að heilbrigðisráð- herra hefði boðið fulltrúa frá Ör- yrkjabandalaginu og Landsam- bandi aldraðra að fylgjast með reglugerðarsmíðinni vegna læknis- hjálpar og lyfjakostnaðar og hefði því tilboði verði tekið. Há skuldagjöld tíl ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.