Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Samþykktin er lögleg LEIFUR Hallgrímsson, oddviti Skútustaðahrepps, segir álit fé- lagsmálaráðuneytis um samþykkt hreppsnefndar Skútustaðahrepps staðfestingu á að samþykktin sé lögleg. „Það kemur hvergi fram í þessu áliti að samþykktin sé ólög- leg, þannig að hún hlýtur að vera lögleg,“ segir Leifur. Óeðlileg skilyrði Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti í lok janúar að styrkveit- ing til einkaskóla að Skútustöðum væri háð skilyrði um að meirihluti foreldra bama við skólann undirrit- aði yfirlýsingu um að ekki yrði sótt um rekstrarstyrk fyrir einka- skólann að liðnu þessu skólaári. Hjörleifur Sigurðarson, sem sæti á í sveitarstjóm, óskaði álits ráðu- neytis á því hvort þessi samþykkt stæðist lög. í áliti ráðuneytis kem- ur m.a. fram sú skoðun að skilyrði hreppsnefndar um að foreldrar undirriti yfirlýsingu sé óeðlileg. Afstaðan breytist varla Leifur vísaði til 56. greinar grunnskólalaga þar sem segir að einkaskólar eigi ekki kröfu á styrk af almannafé sem þýddi að ef einkaskólum væri veittur styrkur af almannafé væri hægt að skil- yrð.a hann. Oddviti sagði að ekki hefði verið rætt um álit félags- málaráðuneytis á vettvangi sveit- arstjórnar en honum þætti ólík- legt að afstaða meirihluta sveitar- stjórnar breyttist. Einn skóli í sveitinni „Ástæðan fyrir því að við setjum þetta skilyrði er einfaldlega sú að við viljum fría sveitarstjórn við því að taka þátt í rekstri einkaskóla á Skútustöðum. Við höfum marg- ítrekað að við ætlum að reka einn grunnskóla í sveitinni. Færum við að greiða einkaskólanum rekstrar- styrki í framtíðinni gætum við eins rekið þar skólasel. Það eru engar þær forsendur uppi sem gera það nauðsynlegt að mati sveitarstjórn- ar og fræðsluyfirvalda að reka einkaskóla á Skútustöðum,“ sagði Leifur. Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri frumsýnir fjóra einþáttunga í kvöld íþróttahús í Reykjahlíð Sigurður J. Sigurðsson um sameiningu RA og RARIK Málum blandið í Eyjafirði LEIKFÉLAG Verkmenntaskólans á Akureyri frumsýnir í kvöld, fimmtudagskvöldið 14. mars, ein- þáttungana Málum blandið eftir Alan Ayckbourn. Á milli þátta leikur hljómsveitin Glampar. Verkið er staðfært og látið ger- ast á Hrafnagili i Eyjafirði og á Hótel KEA. Leikhúsgestir sitja við borð og gefst kostur á að kaupa sér veitingar meðan á sýn- ingu stendur. Einþáttungarnir eru fjórir og leikur hljómsveitin á milli þeirra. Leikstjóri er Valdimar Orn Flygenring. Karl Olgeirsson sér um tónlist ásamt hljómsveitinni Glömpum. Alls taka 15 leikarar þátt í sýningunni en fjöldi ann- arra leggur hönd á plóg. Sýningarnar verða sjö talsins og frumsýningin sem fyrr segir í kvöld en siðan verða sýningar á laugardag og sunnudag. Allar sýningarnar hefjast kl. 20.30. Oddviti Skútustaðahrepps um skóladeiluna í sveitarfélaginu Tilboðin öll yfir kostn- aðaráætlun Morgunblaðið/Kristján LEIKFÉLAG Verkmenntaskólans á Akureyri frumsýnir einþáttungana Málum blandið í kvöld. ÞRJÚ tilboð bárust í byggingu íþróttahúss í Reykjahlíð í Mývatns- sveit og voru þau öll yfir kostnaðar- áætlun. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 47.351 þúsund. Tilboð Helga Vig- fússonar og Pálma Þorsteinssonar á Húsavík var hæst, 62.692 þúsund krónur, þá tilboð SS-Byggis á Akur- eyri sem var upp á 49.923 þúsund krónur en Sniðill hf. í Mývatnssveit átti lægsta tilboðið í verkið, 48.973 þúsund en það er 3,4% yfir áætluð- um kostnaði. Byggja á íþróttahúsið við sund- laugina og verður það um 700 fer- metrar að stærð með anddyri. Það verður notað undir íþróttakennslu grunnskólanema í sveitinni og bæt- ir aðstöðu þeirra, en auk þess munu aðrir áhugamenn um íþróttir njóta góðs af. Gert er ráð fyrir að byrjað verði á verkinu í sumar en því á að fullu að vera lokið 31. desember næstkomandi. Dapurt ef menn hafa gefist upp SVAVAR Ottesen, formaður stjómar veitustofnana, segist fylgjandi því að fram fari hlutlaus könnum á því hvort fjárhagslega hagkvæmt sé að sameina veitu- stofnanir bæjarins. Jakob Bjöms- son bæjarstjóri sagði í blaðinu í gær að hugmyndir um sameiningu Rafveitu Akureyrar og Rafmagns- veitu ríkisins, svo og um flutning höfuðstöðva RARIK til Akureyrar væri ekki lengur uppi á borðinu. Því væri komið að því að skoða í fullri alvöm sameiningu veitu- stofnana bæjarins. Mikil hagræðing af sam- einingu hita- og vatnsveitu Sigurður J. Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var formaður stjórnar veitustofnana á síðasta kjörtímabili, eða á þeim tíma sem fyrst var rætt um sam- einingu RA og RARIK. Hann seg- ir dapurt til þess að vita ef menn hafa gefist upp við að reyna sam- eininguna, því það hafi sannarlega Formaður veitu- stofnana fylgj- andi könnun á hagkvæmni sam- einingar verið skynsamlegur kostur. „Á síðasta kjörtímabili var tekin ákvörðun um að sameina hita- og vatnsveitu. Hugsanleg sameining rafveitunnar við hita- og vatns- veitu var þá látin bíða enda var verið að skoða möguleika á sam- einingu Rafveitunnar og RARIK og sú vinna var enn í gangi þegar við fórum frá,“ segir Sigurður. Hann segist þó fylgjandi því að möguleikar á sameiningu veitu- stofnana verði skoðaðir. Við sam- einingu hita - og vatnsveitu á sínum tíma hafi orðið gríðarleg hagræð- ing að mati Sigurðar en það vakni fleiri spurningar varðandi samruna rafveitu við hinar tvær. Bærinn leysi til sín húseign RA Svavar Ottesen segir að komi í ljós við athugun að því fylgi mikil hagræðing að sameina veiturnar hljóti það að verða skoðað. „Verði sameining niðurstaðan og rafveitan flytti að Rangárvöllum, verður bær- inn að leysa til sín 'húseign rafveit- unnar við Þórsstíg. Einnig þyrfti þá að byggja yfír rafveituna að Rangárvöllum," segir Svavar. Fjárhagsstaða rafveitunnar er mjög góð og er hún skuldlaus. Eign- ir RA eru metnar á um 2 milljarða króna og á síðasta ári var rekstrar- hagnaðurinn um 32 milljónir króna. Rekstrarhagnaður hita- og vatns- veitu var um 64 milljónir króna á síðasta ári. Saman eru þessar veitu- stofnanir bæjarins að velta rétt rúmum 1 milljarði króna á ári, á sama tíma og bæjarsjóður er að velta um 1,5 milljarði króna á ári. Sala á bílum í eigu Rafveitu Akureyrar A 12987 Fíat Uno, árgerð 1987. A 11664 Subaru Justy JIO, árgerð 1987. Bílarnir eru til sýnis á verkstæði Rafveitu Akureyrar, Þórustíg 4. Upplýsingar veitir Jóhannes Ófeigsson. Óskað er eftir verðtilboðum í viðkomandi bíla, þar sem gerð er grein fyrir tilboðsupphæð og greiðslufyrirkomulagi. Tilboðin skulu hafa borist skrifstofu Rafveitu Akureyrar fyrir kl. 10.00 miðvikudaginn 27. mars 1996 og verða opnuð þar aó viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Heimilt er að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tæknifulltrúi Rafveitu Akureyrar. Golfarar í Grímsey ÁHUGASAMIR golfarar brugðu á leik í vorstemmn- ingunni sem ríkt hefur í Grímsey síðustu daga. Þar fer fremstur í flokki Garðar Óla- son og nokkrir ungir drengir fylgdu honum út á tún þar sem æfingin fór fram. Vissu- lega eru aðstæður til að iðkað þessa íþróttagrein ekki eins og best verður á kosið hér í eyjunni en menn gera sér þær að góðu. ' Morgunblaðið/Hólmfriður Úrslit í ís- knattleik FYRSTI leikur í úrslitum Emmessísdeildarinnar í ís- knattleik verður á skauta- svellinu á Akureyri í kvöld, fimmtudagskvöldið 14. mars, kl. 20. í úrslitum eru Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur en vinna þarf tvo leiki af þremur til að sigra. Annar leikur verður á dagskrá á laugardaginn í Reykjavík og sá þriðji ef með þarf á Akureyri 23. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.