Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FLYTJENDUR laga og aðstandendur Lagakeppni Harmóníkufélags Héraðsbúa. Lagakeppni Harmóníku- félags Héraðsbúa Egilsstöðum - Harmóníkufélag Héraðsbúa stendur fyrir laga- keppni, sem verður haldin í tengslum við árshátíð félagsins 13. apríl nk. í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Félagið heldur slíka keppni í fjórða sinn. í fyrstu tvö skiptin voru það einungis félagsmenn sem höfðu rétt til að taka þátt í keppninni, í þriðja skiptið var allt Austurland með en nú er öllum innan harmóníkufélaga um allt land velkomið að taka þátt í keppninni. Að þessu sinni bárust 26 lög til keppninnar víða að en sérstök dómnefnd hefur valið 12 lag- anna til úrslitakeppni sem hald- in verður á árshátíð félagsins. Sú nýbreytni verður að gestir í sal munu sjá um að velja bestu lögin óháð stigagjöf frá dóm- nefnd eins og áður hefur verið. Gert er ráð fyrir að gestir geti fylgst með talningu atkvæða á breiðtjaldi á sviði. Um flutning laganna sér hljómsveitin XD3 en hana skipa, Jónas Þór Jóhannsson, Jón Kristófer Arnarson og Ragnar Þorsteinsson. Finnski harmón- íkusnillingurinn Tatu Kan- tomaa mun einnig koma fram en hann er orðinn vel þekktur á íslandi eftir að hafa dvalið hér á landi í fyrravetur. Söngv- ararnir Ragnhildur Rós Indr- iðadóttir og Björn Sveinsson munu sjá um söng. Formaður Harmónikufélags Héraðsbúa er Guttormur Sig- fússon en verkefnisstjóri með keppninni er Hreinn Halldórs- son. Patreksvikan stendur sem hæst Á HVERJU ári halda Patreksfirð- ingar upp á sinn eigin þjóðhátíðar- dag sem er 17. mars, Patreksdag- urinn. í ár þótti ekki nóg að halda einn dag hátíðlegan heldur var ákveðið að hafa heila viku þar sem Patreksfirðingar gera sér og öðr- um dagamun í skammdeginu. Ýmsar uppákomur Verslanir og þjónustufyrirtæki á Patreksfirði hafa verið og verða alla vikuna með ýmsar uppákom- ur, tilboð og kynningar og má þar nefna að bakaríið mun að venju bjóða upp á sína frægu Patreks- tertu og snúðar og vínarbrauð eru með grænum glassúr. Handverkshúsið á staðnum er með opið hús og er m.a. boðið upp á fjallagrasamjólk, vestfirskar hveitikökur, jurtakremin hennar Rannveigar kynnt ásamt munum handverksfólksins. Unga fólkið í félagsmiðstöðinni kynnir bæjarbúum starfsemi sína. í félagsmiðstöðinni er einnig diskótek fyrir unglingana og dansiball fyrir þau allra yngstu. Kvikmyndasýning verður á Uppsveifla er komin í fasteignamarkaðinn á Isafirði Stærri ísafirði - Fasteignamarkaðurinn á ísafirði hefur verið í þó nokk- urri uppsveiflu að undanförnu og virðist sem loforð og samningar um uppkaup húseigna á snjófióða- hættusvæðum í Hnífsdal hafi haft þar nokkur áhrif á. Meira er spurt um stærri eignir nú en áður en sala á stærri eignum hefur verið í mikilli lægð undanfarin misseri. „Það er uppsveifla á fasteigna- markaðnum um þessar mundir. Fyrir um tveimur til þremur vikum síðan fór eftirspurn að aukast og síðan þá hefur þetta verið smám saman að aukast. Hreyfingin er mikil um þessar mundir en svo eigrnr nu eftirsóttar hefur ekki verið síðan í fyrra- haust. Það er meira spurt um stærri eignir í dag en verið hefur og þar hafa Hnífsdælingarnir áhrif, þeir eru yfírleitt að leita að sérbýli, en þær eignir hafa verið í lítilli hreyfíngu undanfarin miss- eri,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, lögmaður og fasteignasali á ísafírði I samtali við blaðið. Tryggvi sagði engin sérstök hverfí vinsælli en önnur og um- ræða um snjóflóðahættu hafði engin áhrif á eftirspurnina. Hann sagði erfítt að segja til um verð á fasteignum en ljóst væri að bilið á milli fasteigna á ísafirði og í Reykjavík hefði verið að minnka að undanförnu. „íbúðarverð á ísafírði hefur staðið í stað en svo virðist sem íbúðarverð í Reykjavík hafi farið lækkandi að undan- förnu. Það er langt síðan munur- inn hefur verið svo lítill á milli þessara staða,“ sagði Tryggvi. gömlum myndum frá Patreksfírði. Leikfélagið verður með kvöld- vöku þar sem þemað verður Púk- arnir frá Patró. Fluttir verða stutt- ir leikþættir, upplestur o.fl. allt tengt skemmtilegum bernskubrek- um og uppátækjum frá því fyrir „tölvur og videó“. Frítt í bíó í félagsheimilinu verður írsk kráarstemming um helgina og væntanlega mikið sungið eins og undanfarin ár en 17. mars er þjóð- hátíðardagur íra. Öllum börnum bæjarins er boðið frítt í bíó. Og þann 17. mars á Patreks- daginn sjálfan verður hin hefð- bundna kvöldvaka í Félagsheimil- inu þar sem flutt verða ijölbreytt skemmtatriði. Má nefna t.d. vand- aða tískusýningu undir stjórn Hel- enu Jónsdóttur, frá verslunum á staðnum, samkór með breskri stjórnun og söngflokk með harm- oniku innanborðs. Inn í dagskrána verður fléttað íslensk-írskum fróð- leiksmolum, ljóðum o.fl. Félags- heimilið verður skreytt með lista- verkum eftir Patreksfirðinga. Ertu að velta fyrir þérframtíðinni? Ætlarðu aá efla fyrirtaekið með nýju upplýsingakerfi? Ráðstefnukynn ing á helstu bókhalds- oq qaqnaqrunnskerfum íslenskra huqbönaðarfyrirtapkja á Grand hótel föstudaginn ZZ. mars kl. 13.30 -17.00. Opin kerfl hf., umboðsaðili Hewlett-Packard á íslandi, boða til ráðstefnukynningar þar sem fulltrúar Opinna kerfa hf. og íslenskra hugbúnaðarframleiðenda kynna hið allra nýjasta á sviði hugbúnaðar á íslandi. Fyrirlesarar frá einstökum fyrirtækjum kynna hugbúnaðinn og að lokum verða hringborðsumræður. Bókhdldskerfi: Gaqnaqmnnskeifi: Fjölnir frá Streng. Oracle frá Teymi. Concord frá Hug. Informix frá Streng. ÓpusAllt Adabase frá Software AG. frá íslenskri forritaþróun. Frelsi til að velja Leitaðu lausna í samvinnu við Opin kerfl hf. Við höfum ávallt lagt áherslu á að selja vandaðan vélbúnað og - í samvinnu við flest stærstu hugbúnaðarfyrirtæki landsins - að gefa stjómendum fyrirtækja kost á að velja hugbúnað sem hentar þörfum þeirra best. Ráðstefnukynning Opinna kerfa hf. er einstakt tækifæri til að fræðast á einum stað um kosti einstakra bókhalds- og gagnagrunnskerfa og notkunargildi þeirra fyrir fyrirtækið. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 567 1000. Fjöldi ráðstefnugesta er bundinn við tiltekið hámark. OPIN KERFIHF HEWLETT PACKARD Höfðabakka 9, Sími: 567 1000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.