Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 17 MEYTEMPUR Níu hundruð svín á útsölu Aukið framboð á kjöti SVÍNAKJÖT verður á allt að 50% afslætti næstu daga. 900 svínum hefur verið slátrað og er búist við að birgðirnar klárist fyrir helgi. NEYTENDUM býðst nú að kaupa svínakjöt á lækkuðu verði eða með allt að 50% afslætti. Um 900 svínum hefur verið slátrað og er búist við að birgðirnar klárist um helgina. Kristinn Gylfi Jónsson formaður Svínaræktarfé- lags íslands segir, að framleiðendur hafi talið rétt að selja kjötið á lægra verði en venjulega sökum aukins framboðs. „Bænd- ur veita 30% kynningar- afslátt af kjötinu þessa vikuna en á síðustu vikum hafa þeir veitt 10-15% afslátt og vel hefur gengið að selja kjötið. Þetta tilboð á svínakjöti stendur eingöngu fram á helgina því við höfum frá áramótum verið með mjög hagstætt verð á kjötinu. Um er að ræða nýtt kjöt sem aldrei hefur verið fryst og þessa vikuna er á Suðurlandi verið að slátra þrefalt meira magni en undanfarn- ar vikur.“ Einar Jónsson hjá Nóatúni seg- ir að þeir séu með takmarkað magn af svínakjöti á tilboði. Kíló- ið af svínalæri er á 375 krónur en var á 485 krónur kílóið. Svína- kótiletturnar voru áður á 975 krónur kílóið en kosta núna 668 krónur kílóið. Einar segir að lækk- unin standi meðan- birgðir endast en hann býst við að það verði nú um helgina sem þær seljist upp. Hann segir að verð á unninni kjötvöru úr svínakjöti sé á niður- leið líka, verðið á beikoni og skinku lækkar hjá þeim fyrir helg- ina. Vinnsluvörurnar lækka líka Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónus segir að vinnsluvaran í svínakjöti hafi verið að lækka hjá þeim að undanförnu um allt að 15-20% og hann segist halda að verðið á vinnsluvörunni fari áfram lækkandi. Svínakótiletturnar hjá Bónus eru á 543 krónur kílóið á til- boðsverði. Árni Ingvarsson innkaupamaður hjá Hagkaup segir að um sé að ræða lækkun á bilinu 20-52% og mestur afsláttur er á svínarifjasteik með puru. Hún kostar núna 229 krónur kíló- ið en var á 479 krónur. Þá er mikil verðlækkun á fyrsta fiokks lærisneiðum. Þar nemur lækkunin um 43%, þær voru áður á 869 en kosta núna 498 krónur kílóið. „Lækkunin er vegna mikils framboðs og hagstæðra magn- kaupa hjá okkur og hún kemur til með að vara fram á helgi eða meðan birgðir endast." Árni segir svínakjötsverð hafa sveiflast mik- ið það sem af er árinu og býst frekar við að lækkunin vari að einhverju leyti þó hún verði ekki jafn mikil og þessi tímabundna lækkun. Kröftug og áhrifarík heilsuefni frá - Pharma Nord - Danmörku Heilsuefni sem allir geta treyst. Náttúruleg bætiefni. Framleidd með ströngu gæðaeftirliti. Bio-heilsuefnin frá Pharma Nord njóta mikilla vinsælda hér á landi vegna gæða og virkni þeirra. BiO-CHRÓM BiO-GLANDÍN-25 BiO-CAROTEN BiO-CALCfUM BiO-HVfTLAUKUR BiO-ZÍNK BiO-E-VfTAM.525 BiO-FÍBER BiO-MARÍN Bio-Sclen +Zink , A .'tiW"*' . CAMAMl , E.vtismAl*' C} Bio-Biloba bætir minni og einbeitingarhæfni Bio-Qinon Q10 eykur orku og úthald Bio-Selen+Zínk er áhrifaríkt alhliða andoxunar heilsuefni Búið ykkur undir veturinn með heilsuefnum sem virka. Bio-Selen nmboðið Sími: 557 6610 Bio-heilsuefnin fást í: Heilsubúðum, mörgum apótekum og matvöru-mörkuðum. Besta Q-10 efnið á markaðnum segja danskir læknar. Mest selda Q-10 efnið á Norðurlöndum. Þrýstimeðferð við svefnleysi LANDSBJÖRG, landsamband björgunarsveita, hefur hafíð inn- flutning á svokölluðum Isocones- hnúðum sem er ætlað að hjálpa þeim sem eiga í erfiðleikum með svefn. Hnúðarnir, sem eru úr gúmmíi, eru með áföstum plástri og festir á úlnliðinn, á stað sem kallast H7. Bletturinn H7 er á úlnliðnum innanverðum í holu fyrir neðan litla fingur innan á úlnliðsbeininu. Plasthnappurinn er límdur yfir staðinn á báðum úlnliðum rétt fyrir svefninn og hann á síðan að nudda punktinn yfir nóttina. Fyrstu sex næturnar eru hnúð- arnir notaði á hverri nóttu en næstu eina til þrjár vikurnar eru þeir notaðir aðra hveija nótt, allt eftir því hve alvarlegt svefnleysið er og hve lengi það hefur varað. Svefnleysisplástrarnir fást ein- göngu í apótekum víða um land. Þýsk hollustubrauð HAFINN er innflutningur á þýsk- um hollustubrauðum frá fyrirtæk- inu Delba. Brauðið er bakað úr grófu korni eftir sérstökum að- ferðum sem eiga að tryggja að sem mest af næringarefnum, vít- amínum og steinefnum haldist í brauðinu við bakstur. Engum rot- varnarefnum eða aukaefnum er bætt í framleiðsluna en vegna tækninýjunga í pakkningu geym- ist brauðið í 12 mánuði. Pakkn- ingarnar eru umhverfisvænar. Fimm gerðir af Delba brauði eru fáanlegar, heilkornabrauð, fjöl- kornabrauð, sólkjarnabrauð, rúg- brauð og brauðhringir. Brauðið fæst í Nóatúnsverslun- unum. komdu í f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.