Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sextán börn og kennslukona þeirra myrt í Dunblane á Skotlandi Smábær harmi sleginn eftir skelfilegt ódæðisverk Dunblane, Skotlandi. Reuter. BRETAR eru sem lamaðir eftir að maður vopnaður fjórum skamm- byssum gekk berserksgang í grunnskóia í bænum Dunblane á Skotlandi í gær, skaut 16 böm á aldrinum fimm og sex ára til bana ásamt kennara þeirra og framdi sjálfmorð. í Dunblane ríkti mikil harmur í gær. Foreldrar söfnuðust saman fyrir utan grunnskólann þar sem Thomas Hamilton, 43 ára gamall einfari, lét til skarar skríða snemma í gærmorgun, til að reyna að komast að því hvort börn þeirra hefðu verið meðal fórnarlamba morðingjans. Hermt var að Hamilton, sem er frá þessum slóðum, hefði í upphafi reynt að taka börn í gíslingu. Hann virðist síðan hafa gengið kerfis- bundið til verks og skotið nánast öll börnin áður, en hann skaut sjálfan sig. Ellefu ára drengur lýsti því þeg- ar maðurinn kom út úr leikfimi- salnum og hleypti af í allar áttir svo rúður brotnuðu í skólastofum. „Kom í áttina til mín“ „Hann kom í áttina til mín og þegar hann sneri sér og skaut að okkur stakk ég mér undir borð,“ sagði drengurinn, sem ekki var nafngreindur. „Það var skotið ótt og títt eins og barið væri hratt með hamri. Svo kom nokkurra sekúndna hlé og þá byijaði hann aftur.“ Reuter LÖGREGLUÞJÓNN í bænum Dunblane á Skotlandi fylgir ætt- ingjum eins af börnunum sextán, sem byssumaður skaut til bana í gær, til hinna látnu. Lögregla girti skólann af. Harmi slegnum foreldrum var vísað til húss eins og nöfn þeirra borin sam- an við nöfn barnanna, sem létu lífið. Þeir foreldrar, sem misstu börn sín, voru leiddir að skólanum, til að bera kennsl á þau. Mörg hundruð bæjarbúar söfnuðust saman við skólann. Náið samfélag niðurbrotið „Bærinn er eyðilagður," sagði Richard Castillo, eigandi Stirling Arms-hótelsins í Dunblane. „Við- skiptavinir hafa komið hér og þeir vita ekki sitt ijúkandi ráð og eru niðurbrotnir. Þetta er náið samfé- lag og ekki staður, þar sem búast má við að nokkuð þessu líkt ger- ist.“ „Við erum öll harmi slegin og huggum hvert annað, höldumst í hendur og reynum að styðja hvort annað,“ sagði Brian Owen, sem á tvö börn í skólanum. „Maður getur ekki verið viss fyrr en maður hefur heimt barnið sitt aftur.“ Örvingluð kona heyrðist hrópa „Viktoría, Viktoría!“ á götu skammt frá skólanum. 720 böm á aldinum þriggja til 12 ára ganga í skólann, sem er annar tveggja grunnskóla í Dun- blane. 7.300 manns búa í bænum Dunblane, sem er kyrrlátur bær og sennilega þekktastur fyrir að vera síðasti viðkomustaður áður en komið er inn á skoska hálendið. íbúar Dunblane vinna margir í Stirling, sem er í sex km fjarlægð, eða Edinborg, næst stærstu borg Skotlands. „Þetta er síðasti staður á jarð- ríki, sem búast má við að verði fyrir harmleik af þessu tagi,“ sagði Mihael Forsyth Skotlandsmálaráð- herra á blaðamannafundi í gær. Byssulög eru ströng á Bretlandi og fátítt að byssumenn gangi ber- serksgang. Arið 1987 myrti og særði Michael Ryan 16 manns í bænum Hungerford og framdi því næst sjálfsvíg. Fyrir tveimur árum braust grímuklæddur maður inn í skóla í Middlesbrough á Norður- Englandi og stakk þijár stúlkur á táningsaldri með þeim afleiðingum að ein þeirra beið bana. Mesta íjöldamorð á Bretlandi var framið árið 1981 þegar John Tompson myrti 37 manns með bensín- sprengju í miðri London. Umræða um öryggi í skólum Þetta óhæfuverk hefur vakið umræðu á Bretlandi um það hvern- ig sé hægt að vernda bresk börn án þess að breyta skólum í virki. Víða hefur öryggi verið hert í skól- um eftir árásina í Middlesbrough og atvik í desember þegar Philip Lawrence, skólastjóri í London, var stunginn þegar hann reyndi að stöðva slagsmál fyrir utan skóla. Sums staðar hefur verið komið fyrir sjónvarpskerfí til eftirlits. Aðrir hafa sett upp sérstakar girð- ingar eða leigt öryggisverði. Breska stjórnin tilkynnti í síð- ustu viku að lögreglu yrði veitt vald til að fara inn í skóla og leita að hnífum og öðrum vopnum á börnum. Árásarmenn eiga hins vegar auðvelt með að komast inn í breska skóla og varnir eru litlar sem eng- ar í samanburði við skóla í Banda- ríkjunum. Sænska þingið Afsala sér neit- unar- valdi MEIRIHLUTI sænska þings- ins hefur í kyrrþey ákveðið að afsala sér neitunarvaldi Svía í atkvæðagreiðslum um utan- ríkis- og öryggismál á vett- vangi Evrópusambandsins. Blaðið Svenska Dagbladet greindi frá þessu í gær. Sænska ríkisstjórnin gaf síðast í nóvember út yfirlýs- ingu um að ekki kæmi til greina að falla frá réttinum til að beita neitunarvaldi. í mesta lagi kæmi til greina að draga örlítið úr honum. Neitunarvaldi aðeins beitt í undantekningartilfellum I áliti sem utanríkismála- nefnd þingsins gekk frá síðast- liðinn fímmtudag vegna ríkja- ráðstefnu ESB kemur hins vegar fram að Svíar muni ein- ungis vilja beita neitunarvaldi í örfáum undantekningartil- vikum. Neitunarvald skiptimynt Álit nefndarinnar verður borið upp til atkvæða í þinginu þann 28. mars og verði það samþykkt fær ríkisstjórnin mjög mikið svigrúm á ríkjaráð- stefnunni til að nota neitun- arvaldið sem skiptimynt í samningaviðræðum. NÚ SITJA tuttugu menn í framkvæmdastjórn ESB. Frakkar vilja fækka þeim í tíu. Frakkar vilja tíu manna framkvæmdastj órn París. Reuter. FRAKKAR vilja að á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins, sem hefst í lok mánaðarins, verði ákveðið að fækka fulltrúum í framkvæmdastjórninni um nær helming þannig að þeir verði tíu talsins. Kom þetta fram í ræðu hjá Michel Barnier Evrópu- ráðherra Frakka. Barnier sagði að breyting af þessu tagi myndi gera starfsemi framkvæmdastjómarinnar skilvirk- ari og því yrði þessi tillaga lögð fram af hálfu Frakka á ríkjaráð- stefnunni. Háttsettur franskur embættis- maður sagði að samkvæmt tillögum Frakka myndu leiðtogar Evrópu- sambandsríkjanna áfram kjósa for- seta framkvæmdastjórnarinnar en hann myndi síðan velja níu fulltrúa sér við hlið, óháð þjóðerni þeirra. Tók hann fram að þetta gæti vel þýtt að áhrifamikið ríki á borð við Frakkland fengi engan fulltrúa í framkvæmdastjórninni. Nú eiga tíu aðildarríki ESB einn fulltrúa en þau fímm stærstu, Þýskaland, Bretland, Frakkland, Spánn og Ítalía, tvo. Tólf ríki í Mið-Evrópu og við Miðjarðarhafið hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu og telja flestir að framkvæmdastjórnin yrði óstarfhæf ef hvert ríki fengi einn til tvo fulltrúa í sinn hlut. Aftur til upphafsins Hugmyndir Frakka eru í raun i samræmi við upprunalegar hug- myndir stofnenda Evrópusam- bandsins um samsetningu og hlut- verk framkvæmdastjórnarinnar. Þeir Jean Monnet og Robert Schu- man, sem oft eru kallaðir feður Evrópuhugsjónarinnar, vildu fá- menna framkvæmdastjórn, skipaða úrvalsfólki, sem hefði fyrst og fremst hagsmuni bandalagsins í huga og væri allsendis óháð aðildar- ríkjunum. Flugfélög á svartan lista? Brussel. Reuter. AUKNAR líkur eru á að Evr- ópusambandið (ESB) taki upp þann sið að skrá á svartan lista þau ríki sem ekki uppfylla al- þjóðakröfur um flugöryggi, að sögn Matthias Wissmanns, samgönguráðherra Þýska- lands. Þjóðverjar fóru þess á leit við ESB, að sambandið beitti sér fyrir auknu flugöryggi í framhaldi af því að leiguflug- vél full af þýskum ferðamönn- um fórst við strendur Dóminík- anska lýðveldisins í febrúar- byrjun. Wissmann sagði eftir fund samgönguráðherranna í gær, að málaleitanin hefði hlotið góðar viðtökur og talsmaður Neil Kinnocks, sem fer með samgöngumál í framkvæmda- stjórn ESB, sagði að ýmsir valkostir yrðu skoðaðir fyrir næsta fund ráðherranna, sem ráðgerður væri í júni. Þjóðverjar leggja til, að tví- hliða öryggisáætlun verði hrint í framkvæmd af hálfu ESB. Annars vegar yrði búinn til svartur listi yfir ríki þar sem loftferðaeftirlit þætti ekki fullnægja kröfum um flugöryggi. Hins vegar yrði gefin út evrópsk öryggisviður- kenning til handa flugfélögum sem þættu standast flug- öryggiskröfur ESB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.