Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR NÆTURGANGA eftir Magnús Kjartansson. Píslarsögumyndir Magnúsar Kjartanssonar LISTASAFN Hallgrímskirkju hefur boðið Magnúsi Kjartans- syni myndlistarmanni að sýna málverk í kirkjunni núna á föst- unni og verða verkin til sýnis þar frá og með sunnudeginum 17. mars næstkomandi og fram yfir páska. Sýnd verða tvö gríðarstór mál- verk, sem Magnús málaði á árun- um 1992-1993 og tengjast píslar- sögu Krists. „Myndimar nefnast „Nætur- ganga“ og „Kirkjusandur" og em einskonar „allegóríur", eða tákn- myndir um þjáninguna. Baksvið píslargöngu Krists í þessum myndum er hús á Kirkjusandi í nánasta umhverfi málarans. Þetta stóra skrifstofuhús með turnspím ogtómum gluggum er hér orðið að tákni sem vísar til mannlegrar firringar í borgara- samféiagi nútímans," segir í kynningu. Myndimar sýndi Magnús fyrst á Kjarvalsstöðum i ársbyrjun 1994 og síðan í Madrid og Barcel- ona á Spáni og vöktu myndirnar hvarvetna mikla athygli. „Því er það sljórn Listvinafé- lagsins og Listasafns Hallgríms- kirkju mikið kappsmál að kynna þessi verk kirkjugestum nú á föstunni og vekja um leið hugleið- ingar meðal áhorfenda um gildi nútíma myndlistar og erindi myndlistarinnar við kirkjugesti og allan almenning," segir enn- fremur. Frumdrög verkanna verða einnig sýnd í Hallgrímskirkju. • HLJÓÐBÓKAKL ÚBBURINN hefur gefið út Bandamarma sögu í flutningi Jakobs Þórs Einarsson- ar leikara. Til eru tvær gerðir af sögunni og varð sú lengri fyrir val- inu, en hún er varðveitt í Möðru- vallabók. Með útgáfu þessari er Hljóðbókaklúhb urinn að auka við það safn af íslend- ingasögum sem þegar eru til í hljóðútgáfu, en það eru Brennu-Njáls saga, Egils saga Skalla-Grímsson- ar, Grettis saga, _____ Laxdæla saga o g Jakob Þór Gísla saga SÚrs- Einarsson sonar. Leikgerð Sveins Einarssonar á Bandamanna sögu var sýnd fyrir tveimur árum bæði hér á landi og á Norðurlöndum. Jakob Þór Ein- arsson tók þátt í þeirri uppfærslu. Bandamannasaga er á tveimur snældum l'h klst. Hljóðritun og framleiðslu annaðist Hljóðbókagerð Blindrafélagsins. Þórhildur Elín hannaði kápu. Bandamanna saga er fyrst um sinn aðeins seld félögum í Hljóðbókaklúbbnum og kostar 1.475 kr. Hamsuná norrænum kvikmynda- dögum NORSKI rithöfundurinn Knut Hamsun verður í brennidepli á Nor- rænum kvikmyndadögum í Lúbeck í Þýskalandi 7.-10. nóvember. Kvikmyndir hafa verið gerðar eftir fimmtán skáldsögum Knuts Hamsuns. Gróður jarðar var kvik- mynduð 1917, sama ár og bókin kom fyrst út. Kvikmynd Dan- ans Hennings Carlsens sem hann gerði eftir Sulti, frumsmíð Hamsuns frá Knut 1898, jók mjög Hamsun hróður hans. Carlsen gerði einnig kvikmynd eftir Pan fyrir nokkrum árum. Ævi Knuts Hamsuns hefur verið sífelld uppspretta deilna, einkum vegna tengsla rithöfundarins við þjóðernissósíalista á stríðsárunum. Sænski kvikmyndastjórinn Jan Tro- ell hefur gert kvikmynd um þetta efni og leikur Max von Sydow Hamsun. Nýjar bækur KYIKMYNDIR Freistarinn á ferð sem vegur þungt er myndir eru metnar til stórmynda. Þetta má að mestu leyti kenna leikstjórn James Keach, sem gert hefur allnokkrar, frambærilegar sjónvarpsmyndir (gjarnan með sinni fríðleikskonu, Jane Seymour), hvíta tjaldið vex honum í augum. Hún hefur þó ýmislegt til síns ágætis, ekki síst Rpbert Duvall, sem hér fer með aðalhlutverk olíuleitarmannsins Cox. Stjömuskin gerist á kreppuár- unum í Texas, hinn ísmeygilegi svartagullgrafari reynir að lokka bændur sem auðjöfra til að taka þátt í sínu endalausa fjárhættu- spili, olíuboruninni. Svo er að sjá sem gæfan hafí endanlega yfírgefíð Cox er hann kemur til Henrietta, smábæjar í mikilli niðurníðslu. Þar leggur hann snörur sínar fyrir óbrotið sveitafólk, hjónin Don (Aid- an Quinn) og Köru (Francis Fisher). Það verður að gefa Steach stjörnu fyrir magnaðar olíuleitar- tökur og góða stjórn á vel völdum leikhópi. Myndin fer rólega af stað en sækir smám saman í sig veðrið. Handrit Philips Railback fjallar um glötun eða gróða, aðstæður og umhverfí þar sem menn leggja allt undir í eymdarástandi fjórða ára- tugarins. Það á fína spretti sem gefa leikurunum kost á að sýna hvað í þeim býr. Dennehy er ábúð- armikill að vanda sem auðkýfingur sem Cox reynir að tæla út í olíu- leit. Francis Fisher, sem Clint Eastwood hóf til vegsemdar neð góðu hlutverki í Unforgiven - og síðan enn betra i raunveruleikanum, er trúverðug sem staðföst, jarð- bundin bændakona og Aidan Quinn hefur ekki í aðra tíð verið betri en Don bóndi, sem leggur allt undir. Bestur allra er vitaskuld Robert Duvall, leikur hans í hinu krassandi hlutverki freistarans Cox er einn þess virði að sjá þessa forvitnilegu smámynd. Sæbjörn Valdimarsson Eining er sereignarsjoður 1 vörslu Kaupþings hf. Sjóðurinn sýndi bestu ávöxtun séreignarsjóða á síðasta ári 8,8% nafnávöxtun eða 7,0% raunávöxtun 400 manns gengu í Finingu a siðasta ari Sjóðurinn er ávaxtaðar örugglega, að mestu í ríkisverðbréfum Treystu ekki hverjum sem er fyrir þinni framtíð Hafðu samband við ráðgjafa í síma 5151500 KAUPÞING HF -clstu og stícrsta verðbréfufyrirUvki lundsins Bíóborgin-Gullmolar Kvikmyndahátíð Sambíóanna STJÖRNUSKIN („The Stars Fall on Henrietta") ★ ★ Vi Leikstjóri James Keach. Handrits- höfundur Philip Railsback. Kvik- myndatökustjóri Bruce Surtees. Aðalleikendur Robert Duvall, Aid- an Quinn, Brian Dennehy, Frances Fisher, Paul Lazar. Bandarísk. Warner Brothers 1995. ÞAÐ VANTAR herslumuninn að Stjörnuskin búi yfir þeim mikilleik Muhammar Kaddafi - metsöluhöfundur Kairo. Morgunblaðid. VERIÐ getur að Kaddafi Líbýuleiðtogi sé ekki við allra skap en í Egyptalandi er aðdá- endaskari hans þvílíkur að þessar vikumar er hann óum- deildur metsöluhöfundur í Egyptalandi og bók hans, sem í eru barnasögur, rennur út eins og heitar luinmur og sagt að hún hafí nú selst í 100 þúsund eintökum á fáeinum vikum. Meðalupplag bóka hér í þessu fjölmenna landi er ekki nema milli 1 og 2 þúsund svo Kaddafí hlýtur að geta unað vel við þessar móttökur. Titlar sagnanna er mér sagt að séu til dæmis „Þorpið er þorpið og landið er landið" og „Sjálfsmorð geimverunnar" og óhætt að segja að bókin hefur hlotið bæði lof og last hjá mönnum hér. Ritstjóri eins helsta kvennatímaritsins hér, Iqbal Baraka, skrifaði mjög lof- samlega um bókina. í símtali við mig sagði hún að það væri fátítt að lesa jafnaðgengilega og skemmti- lega bók. Hún fjallaði um hætt- una af sjávarmengun, hún væri viðvörun og hvatning til barna í senn um að gæta að um- hverfí sínu og láta jafnan sína eigin dómgreind ráða og ekki annarra misviturra manna. Hún sagði að augljóst væri að Kaddafi bæri mikla virðingu fyrir bömum. Hún bætti við að þetta væri alls ekki í neinum predikunartóni: Allt væri þetta sett fram í léttum og ævintýra- legum stfl. „Ég hef ekki vitað til að arabískur stjómmálaleið- togi hafi breytt sér í frábæran rithöfund. Stfll hans er sér- stæður og heillandi," sagði hún. Einnig sá ég mjög góða umsögn um bókina í A1 Ahram og það mun hafa birt nokkrar af sögunum fyrr í vetur. Aðrir eru ekki eins hrifnir og sumir vijla líta á þetta sem brandara. Gaber Karmouti, sem skrif- ar um menningarmál að staðaldri í A1 Hay- at, sagðist ekki hafa lesið bókina og ætl- aði sér það ekki. „Mér fínnst þetta vera meira grín en alvara. Það getur ekki verið að við tökum þessa vit- leysu hátíðlega," sagði hann við mig þegar ég leitaði álits hans. Hann staðhæfði að frétt- ir um mikla sölu þyrftu ekki að koma á óvart. Bókin vaðri seld á eitt pund og auðvitað þætti mönnum þetta afskap- lega fyndið og keyptu bókina að gamni sínu. Bókin kom út í Líbýu á sl. ári og það er sú útgáfa sem er verið að selja hér. Aftur á móti hefur egypskt bókaforlag nú tryggt sér útgáfuréttinn og mér skilst að hún sé væntanleg innan tíðar. Sem er líka eins gott því hún er uppseld hvar- vetna og sagt að hún sé farin að ganga kaupum og sölum á allt að tuttugu földu verði. Og svo bíða menn náttúru- lega spenntir eftir næsta bók- menntaverki Kaddafís Líbýu- leiðtoga. Verst að vera ekki orðin nógu snjöll í arabísku til að geta lesið hana og skrifað ritdóm handa áhugasömum ís- lenskum útgefendum. JK Kairóbúar gleypa í sig barnabók Líbýuleiðtoga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.