Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 29
28 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 29 flt**gisiiÞIfifetto STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. YIÐVÖRUN THATCHERS FYRIR hálfri öld, við upphaf kalda stríðsins, hélt Winston Churchill fræga ræðu í Westminster College í bænum Fulton í Missouri-ríki. í ræðunni varaði hann Vesturlönd við þeirri hættu er þeim stafaði af stefnu Sovétríkjanna og gerði hugtakið um járntjaldið, er væri að falla milli austurs og vesturs, ódauðlegt. Margaret Thatcher, einnig fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hélt um síðustu helgi ræðu í Fulton þar sem hún fjallaði um áþekkt þema, þá ógn er Vesturlönd standa frammi fyrir að kalda stríðinu loknu. í ræðu sinni sagði Thatcher m.a.: „Heimurinn er enn mjög hættulegur, reyndar vofa yfir honum flóknari hættur en fyr- ir áratug. En þar sem hættan á algjörri kjarnorkugereyðingu er úr sögunni höfum við Vesturlandabúar gerst sekir um varasaman sjálfsbirging hvað varðar þær hættur, sem enn eru fyrir hendi ... Við höfum dregið úr varnarmætti okkar. Við höfum í auknum mæli treyst á að alþjóðlegar stofnanir standi vörð um framtíð okkar. En alþjóðlegu stofnanirnar hafa yfirleitt staðið sig illa.“ Thatcher benti á þá spá fyrrverandi öryggisráðgjafa Banda- ríkjaforseta að fyrir aldamótin myndu rúmlega tuttugu ríki ráða yfir langdrægum eldflaugum. Níu ríki myndu eiga kjarn- orkuvopn, tíu ríki sýklavopn og allt að þrjátíu efnavopn. Thatcher er í raun ekki sú fyrsta er bendir á þessa ógn, rétt eins og Churchill var ekki sá fyrsti er gerði sér grein fyrir hættunni af útþenslustefnu Stalíns. Því miður er hins vegar hætta á að hrakspár hennar gætu ræst ekki síður en Churchills. Nýlegir atburðir í ísrael og á Bretlandseyjum sýna að fá- mennir en harðskeyttir hópar hermdarverkamanna geta vald- ið miklum usla. Tortímingarvopn í höndum hryðjuverkahópa eða siðlauss einræðisherra gætu reynst Vesturlöndum hættu- legri en kjarnorkuvopnabúr Sovétríkjanna á sínum tíma. Að öllum líkindum er einungis tímaspurning hvenær sú ógn verður að raunveruleika. Þrátt fyrir það hefur takmörk- uð umræða farið fram um þessar breyttu aðstæður og hvern- ig beri að bregðast við þeim. Vissulega má deila um hver séu hin réttu viðbrögð. Thatcher bendir réttilega á að ekki sé ráðlegt að treysta á alþjóðastofnanir á borð við Samein- uðu þjóðirnar og að Vesturlönd hafi verið of upptekin við innri naflaskoðun til að gefa þessu vandamáli tilhlýðilegan gaum. Ræða Churchills svipti á sínum tíma hulunni frá augum margra. Vonanai hafa varnaðarorð Thatchers einhver áhrif. FÚNANDISKIPSFLÖK * ISERBLAÐI Morgunblaðsins um sjávarútveg, „Ur verinu“, birtist í gær fréttaskýring um „fúnandi skipsflök, sem víða liggja eins og hráviði um fjörur landsins“. Þessi umfjöll- un var meira en tímabær. Ónýtir skipsskrokkar, sem liggja í hirðuleysi árum og áratugum saman, eru hvimleið sjón - óprýði í umhverfi. Þeir eru talandi tákn um hirðuleysi og slóðaskap, á sama hátt og ónýtar og ryðgaðar vinnuvélar við sum bændabýli og illa þefjandi ruslahaugar við stöku þéttbýli. Af náttúruverndarlögum má ráða að eigendum sé skylt að fjarlægja úr fjörum skipsflök, sem valdi lýtum eða spjöll- um á náttúru. Skelli viðkomendur skollaeyrum við þeirri kvöð getur sveitarstjórn látið fjarlægja flakið á kostnað eig- enda. í mengunarvarnareglugerð er og kveðið á um, hvern veg heilbrigðisnefndir geti tekið á málum af þessu tagi. En í greinargerð umhverfisráðuneytisins segir að það sé að öllu jöfnu hlutverk náttúruverndarnefnda, m.a. með ábendingum til sveitarstjórna, að sjá um að náttúruverndarlögum sé fram- fylgt. Davíð Egilson, hjá Hollustuvernd ríkisins, segir í tilvitn- aðri fréttaskýringu í „Úr verinu“, að mikið umstang hafi verið í kringum afskráningu skipa. Hann telur að gera verði úrbætur hið fyrsta í þeim málum, skerpa lagasetningu og/eða setja skýrari reglur um inngripsrétt og hvernig fara skuli með afskráð skip. í sumum tilfellum er óljóst, hverjir bera ábyrgð á flökum í fjörum. Minni sveitarfélög hafa og sum hver ekki fjárhags- lega burði til að standa í stórræðum af þessu tagi. Það er óhjákvæmilegt, eins og allt er í pottinn búið, að setja skýr- ari lög og reglur um málið. Einn aðili, hugsanlega Siglinga- málastofnun, þarf að samræma eða stýra eftirliti og fram- kvæmdum og bera ábyrgð. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Breytíngar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Gildandi lög Frum varpið Rök fjármálaráðherra Rök opinberra starfsm. Gildissvið laganna Ná eingöngu til starfsmanna sem em félagsmenn í samtökum opinberra starfsmanna. Gert er ráð fyrir að lögin nái til allra rikisstarfsmanna, einnig þeirra sem eru í ASÍ. Þau ná hins vegar ekki til starfsmanna hlutafélaga þótt þau séu að öllu leyti í eigu ríkisins. Hefur í för með sér bætt réttindi starfsmanna ríkisins sem ekki hafa fallið undir lögin. Gildissvið laganna er þrengt með 2. gr. Þau ná ekki til starfsmanna í ríkisfyrirtækjum. Auglýsingar starfa Lögin gera ráð fyrir að lausar stöð- ur séu auglýstar í Lögbirtingarblaði með 4 vikna fyrirvara, en misbrest- ur er á að eftir þessu sé farið. Laus embætti skal auglýsa í Lög- birtingarblaði með 2 vikna fyrirvara. Önnur störf skal auglýsa samkvæmt reglum sem fjármálaráðherra setur. Óveruleg breyting í raun. Öll sér- hæfð störf auglýst, en önnur eftir reglum sem fjármálaráðherra eða forstöðumenn stofnana setja. Ekki lengur skylt að auglýsa störf önnur en embætti. Yfirborganir Ekkert ákvæði í gildandi lögum. Forstöðumenn mega greiða ein- stökum starfsmönnum launaauka vegna hæfni eða árangurs þeirra í starfi. Hefur í för með sér kjaralegan ávinning fyrir starfsmenn og ætti að leiða til betri þjónustu fyrir almenning. Frumvarpið þýðir að hægt verður að segja umsaminni yfirborgun upp án þess að starfsmaður losni sjálfkrafa úr starfi. Eftirágreiðsla launa Laungreidd ríi / fyrirfram.///7 Laun greidd eftir á. Gert til samræmis við almenna vinnumarkaðinn. Gildir eingöngu um nýráðna starfsmenn. Yfir- vinnugreiðslur breytast ekki. Skerðing á réttindum. Veikindaréttur og fæðingarorlof Veikindaréttur og fæðingarorlof ákvarðast af reglugerð. Veikindaréttur og fæðingarorlof ákvarðist af lögum og kjarasamningum. Óbreytt réttindi. Skylt er að leysa embættismann frá störfum sé hann frá störfum vegna sjúkdóma eða slysa (eitt ár á þriggja ára tímabili eða ef hann er samfellt frá vinnu í 6 mánuði. Ráðningarkjör Hluti ríkisstarfsmanna er æviráðinn. Þetta á t.d. við um embættismenn og kennara, en yfirleitt ekki aðra. Starfsmenn aðrir en embættismenn verða ráðnir með þriggja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Til samræmis við almenna vinnu- markaðinn. Þeir sem nú eru æviráðn- ir verða það áfram út starfsævina. Starfsmenn hafa greitt fyrir ráðningarfestu með lakari launakjörum. Ekki eðlilegt að geðþóttaákvarðanir verði teknar upp. Ráðningarkjör embættismanna Ráðnir ævilangt nema þeir brjóti af sér í starfi. Ráðnir til fimm ára í senn. Embættismenn hafa betri ráðn- ingarréttindi en almennir starfs- menn vegna þess að þeir hafa ekki samnings- eða verkfallsrétt. Þýðir að stórir hópar missa samnings- og verkfallsrétt, t.d. lögreglumenn, fangaverðir, tollþjónar o.fl. Árangur í starfi Starfsmaður skal rækja starf sitt með alúð og samviskusemi. Vanræksia, óhlýðni og óstundvísi geta leitt til tímabundinnar lausnar frá starfi. Áður ber að áminna hann. Til viðbótar; nái starfsmaður ekki full- nægjandi árangri í starfi geturfor- stöðumaður veitt honum áminningu, en áður skal að jafnaði gefa honum kost á að tala máli sínu. Nái viðkom- andi ekki fullnægjandi árangri má veita honum lausn um stundarsakir. Gert til að veita starfsmönnum meira aðhald í starfi og bæta þjónustu. Heimildirforstöðumanna til að veita starfsmönnum lausn rýmkaðar verulega. Aflögð verður sú skylda að áminna starfsmann og gefa honum þannig tækifæri til að bæta sig og sömuleiðis réttur starfsmanns til að tjá sig um slíka ákvörðun. Biðlaunaréttur Sé staða lögð niður á starfsmaður rétt á 6-12 mánaða launum, enda hafi hann þá ekki hafnað annarri sambærilegri stöðu á vegum ríkisins. Fái hann önnur laun frá ríkinu dragast þau frá biðlaunum. Ef embætti er lagt niður skal em- bættismaður fá föst laun í 6-12 mánuði enda hafi hann ekki hafnað öðru sambærilegu starfi, óháð því hvort það er á vegum ríkisins eða annars aðila. Fái hann önnur laun frá ríkinu eða öðrum aðila drkgast þau frá biðlaunum. Samræmist ekki nútímaviðhorfum að starfsmaðurfái biðlaun ofan á venjuleg laun við það eitt að ríkis- stofnun er gerð að hlutafélagi eða starf fært frá ríki til sveitarfélaga. Biðlaunaréttur annarra en embættismanna afnuminn og biðlaunaréttur embættismanna í raun stórlega skertur án þess að gert sé ráð fyrir að starfsmönnum sé þetta bætt með öðrum hætti. Skyldur og ábyrgð forstöðu- manna Starfsmanni er skylt að hlýða lög- legum fyrirskipunum yfirmanna um starf sitt. Ráðherra setur sérhverjum forstöðu- manni erindisbréf. Forstöðumaður ber ábyrgð á rekstri stofnunarinnar og að rekstur hennar sé í samræmi við fjárlög. Ráðherra getur áminnt forstöðumann og veitt honum lausn fyrir vanrækslu í starfi. Tilgangurinn er að færa vald frá ráðuneytum til stofnana og gera stjórnendur þeirra ábyrga fyrir rekstri. Forstöðumenn fá aukið vald og meiri ábyrgð. Ráðningarfesta starfsmanna skert og völd forstöðumanna aukin gagnvart starfsmönnum. Lögfest að heimilt sé að víkja forstöðumönnum sem fara út fyrir ramma fjárlaga eða uppfylla ekki kröfur ráðherra um rekstur eða þjónustu. Hópuppsagnir Ef til hópuppsagna kemur og til auðnar horfir í starfsgrein getur stjórnvald lengt uppsagnarfrest í allt að 6 mánuði. Ef til hópuppsagna kemur og til auðnar horfir hjá stofnun um starf- rækslu er forstöðumanni heimilt að lengja uppsagnarfrest í allt að 6 mánuði. Gert í samræmi við stefnu frum- varpsins um að auka sjálfstæði stofnana og auka ábyrgð forstöðumanna. Eykur einhliða uppsagnarrétt vinnuveitenda. Launajafnrétti kynjanna Ekkert er vikið að launajafnrétti í gildandi lögum. Karlar og konur skulu eiga sömu möguleika á viðbótarlaunum. Starfs- menn skulu eiga rétt á sveigjanlegum vinnutíma samkvæmt ákvörðun for- stöðumanns. Ákvæðið er fallið til að draga úr launamun kynjanna. Marklaust ákvæði. Ákvæði um jöfn laun karla og kvenna er í jafnréttis- lögum. Ágreiningur um frumvarpið um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna Hverju er ver- ið að breyta og til hvers? í umfjöllun Egils Ólafssonar um frumvarpið um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er leitast við að draga fram fyrirhugaðar breytingar og athugasemdir samtaka opin- berra starfsmanna við þær. FRUMVARP fjármálaráð- herra um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins hefur vakið hörð við- brögð samtaka opinberra starfs- manna. Formaður BSRB hefur sagt að í frumvarpinu felist árás á rétt- indi ríkisstarfsmanna og verið sé að færa réttindastöðu þeirra aftur á 19. öld. Fjármálaráðherra hefur aftur á móti fullyrt að um nauðsyn- lega breytingu sé að ræða. Lögin séu orðin 40 ára gömul og fyrir löngu úrelt. Lögin um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna voru sett árið 1954. Þá voru starfsmenn rík- isins 8% af vinnuafli, en í dag er þetta hlutfall komið upp í 20%. Ríkið greiðir tæplega 40 milljarða í laun til um 25 þúsund ríkisstarfs- manna. Við þessa starfsmenn gerir ríkið 140 kjarasamning sem eru í 175 mismunandi stéttarfélögum. Með lögunum fengu opinberir starfsmenn meiri réttindi en al- mennir launþegar. Þetta var gert m.a. með þeim rökum að opinberir starfsmenn hefðu hvorki samnings- eða verkfallsrétt. Þeir gætu því ekki sótt eða varið réttindi sín með samningum eða verkfalli. Nú hefur þorri opinberra starfsmanna fengið bæði samnings- og verkfallsrétt og með þeim rökum telur fjármálaráðuneytið að ekki sé ástæða til að viðhalda þeim mismun sem er á réttindum opinberra starfsmanna almennra launþega. Það gerir því tillögu um að úr hon- um sé dregið, en ekki að hann sé afnuminn. Samtök opinberra starfsmanna hafa viðurkennt að þörf sé á að endurskoða lögin um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og lýst sig reiðubúin til að taka þátt í end- urskoðun þeirra. Þau hafa hins veg- ar aðrar hugmyndir um hvernig lögin eigi að vera og eins segja þau að lítið samráð hafi verið við þau haft við endurskoðun laganna. Samtök opinberra starfsmanna segja að félagsmenn þeirra séu verr launaðir en almennir launþegar vegna þess að réttindi þeirra séu betri en gerist á almennum vinnu- markaði. Opinberir starfsmenn leggja því megináherslu á að ef réttindi þeirra verði skert verði launakjör þeirra bætt á móti með öðrum hætti. Með öðrum orðum vilja þeir selja sum þessara réttinda fyrir hærri laun. Þetta á ekki síst við um æviráðninguna. Það sjónarmið heyrist úr fjár- málaráðuneytinu, að því beri engin skylda til að kaupa þessi réttindi. Þessi réttindi séu m.a. til komin vegna þess að ríkisstarfsmenn höfðu ekki samnings- eða verkfalls- rétt, sem nú hafi þeir fengið líkt og aðrir launþegar. Á það hefur verið bent að æviráðning hafi verið tekin af stærstum hluta ríkisstarfs- manna árið 1974 án þess að við- komandi starfsstéttum hafi verið bætt það í launum. SOVÉSKUR kafbátur strandar í sænska skerjagarðinum árið 1981. Þótt Svíar fylgi hlutleysisstefnu hefur viðbúnaður þeirra einkum miðast við hugsanlegar ógnanir úr austri. s VÍÞJÓÐ hefur löngum beint sjónum sínum til voldugra nágranna í austurátt og frei- stað þess að fylgjast með þróun mála þar. Um leið hefur landið rekið kröftuga utanríkisstefnu og lát- ið meira til sín taka heldur en höfða- talan gefur tilefni til. Hluti af þessu viðhorfi er að rannsóknir í utanríkis- málum og alþjóðastjórnmálum hafa verið stundaðar af krafti í Svíþjóð. Yfirmaður sænsku Utanríkismála- stofnunarinnar í Stokkhólmi, Utrikes- politiska institutet, heitir Bo Huldt en hann var áður stjórnandi Internati- onal Institute for Strategic Studies í London, sem er einhver virtasta stofnun heims á sínu sviði. Sænska stofnunin stendur fyrir fyrirlestrum og útgáfustarfsemi og gefur árlega út árbók, sem nú orðið kemur út á ensku. Flóknari aðstæður Síðasta árbók utanríkismálastofn- unarinnar fjallar um nýja strauma og stefnur í alþjóðasamskiptum og þar ijallar Huldt um öryggis- og varnarumræður í Svíþjóð. Huldt hefur víðan sjóndeildarhring og fellst fús- lega á að gera grein fyrir þeim við- sjám sem blasi við Norðurlöndum í kjölfar upplausnar Sovétveldisins. „ógnanir á dögum Sovétríkjanna voru auðgreindar. Þær fólust í hernaðar- mætti þeirra og viðbrögðin voru að fylgjast með styrk þeirra. Nú eru hótanirnar hins vegar öllu óáþreifan- legri, en þeim má skipta í þrennt. í fyrsta lagi er um hernaðarlegar hót- anir vegna rússnesks herafla, í öðru lagi vegna kjarnorkuvopna og í þriðja lagi vegna stjórnmálalegs óstöðug- leika. Hvað varðar ógnun við varnir vegna rússnesks herafla, þá er rúss- neskur herbúnaður mun betri en á tímum kalda stríðsins, en hins vegar er ástandið bágt meðal hermannanna. Þess vegna virkar hernaðarkerfið ekki, þrátt fyrir góðan búnað, svo að geta Rússa til að bregðast við er í lágmarki og vart trúlegt að það breyt- ist á næstu fimm árum. Rússar ráða eftir sem áður yfir kjarnorkuvígbúnaði. Þegar START I og II samningarnir um fækkun lang- drægra gereyðingarvopna fara að hafa áhrif og kjarnorkuvopnafli verð- ur skorinn niður munu kjarnorkukaf- bátarnir öðlast aukið mikilvægi og þar sem miðstöðvar þeirra eru á norðurslóðum mun áhugi Bandaríkjamanna á þeim slóðum væntanlega aukast. Stjórnmálalegur óstöð- ugleiki í Austur-Evrópu getur haft viðsjár í för með sér fyrir nágranna- löndin, en þá ber að hafa í huga að líkur á hernaðarátökum vegna þessa hafa minnkað. Það hafa þrátt fyrir allt orðið breytingar í átt-til stöðug- leika í þessum löndum svo nálgast kraftaverk. Stríð í Póllandi, Tékk- landi, Ungverjalandi eða Slóvakíu er ekki líklegt. Þróunin í Eistlandi hefur verið í rétta átt og glæpaaldan þar gengur vonandi yfir. Miðað við allt og allt er óstöðugleiki þar síður senni- legur nú en í fyrra og í fyrra var síður líklegt að hann yrði einkenn- andi en árið þar á undan. Þá er Rússland aðeins eftir.sem stóra spurningarmerkið. Hvað það varðar má líta svo á að nú sé Rúss- Nýjar aðstæð- ur eru sögn- leg áskorun Yfirmaður Utrikespolitisk institutí Stokk- hólmi heitir Bo Huldt en hann var áður forstöðumaður Intemational Institute for Strategic Studies. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við hann á dögunum um stöðu Norður- landa, hemaðarlegt mikilvægi íslands og af- stöðu Rússa til Evrópu. IMorðurlönd ættu að finna til ábyrgðar land aftur orðið það sem það var einu sinni; evr- ópskt stórveldi sem á við mikla erfiðleika og óvissu að etja. Það væri rangt að líta allt í einu á Rússland sem ógnun, því nú er það orðið eins og það á að sér, meðan að ástandið þar undanfarin ár hefur verið með öllu óvenjulegt. Rússland sem evrópskt og ekki austur-evrópskt stórveldi er uppteknara af nor- rænu grannsvæðunum en áður, þegar öll athygl- in beindist að Bandaríkj- unum. Þessi áhugi á grannsvæðunum er alvarlegur fyrir land, sem hefur aðeins takmarkaðan aðgang að Eyst- rasalti. Þessar nýju aðstæður eru ekki nauðsynlega erfiðari en áður, en þær eru tvímælalaust flóknari og engar skýrar línur. Um leið fela þær í sér sögulega áskorun um langtímastefnu til að treysta samband Rússlands og Eystrasaltsríkjanna annars vegar og Rússlands, Norð- urlanda og Vestur-Evrópu hins vegar. Hér geta Norðurlöndin gegnt gagn- legu hlutverki og þá ekki síst Svíþjóð í skjóli stærðar sinnar. Norðurlönd ættu að finna til ábyrgðar sinnar við að byggja brýr milli þess- ara landa. Þjóðverjar hafa tii dæmis ekki mótað neina Eystrasaltsstefnu, því þeir eru uppteknir af sameiningu þýsku ríkjanna, en horfa til Svía sem félaga í þeim efnum. Frakkar og aðr- ar Suður-Evrópuþjóðir eru um of uppteknar af Miðjarðarhafinu til að láta sig Eystrasalt einhverju varða. Aðstaða Norðurlanda er öll önnur nú en á fjórða áratugnum, þegar þau voru aðeins áhorfendur að atburðun- um í Eystrasaltslöndunum. Nú hafa Norðurlöndin í raun stuðning Þýska- lands, Frakklands og Bretlands til að taka á málefnum landanna við Eystrasalt." Geturðu útskýrt hvað þú átt við með að Norð- urlöndin geti myndað brú milli Evrópu og Rússlands? „í Evrópu er litið á tengsl Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna sem vísbendingu um samband Rússlands við Vestur-Evrópu. Rússar eru á höttunum eftir ein- hveiju, sem gæti komið í staðinn fyrir aðild að Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu. Bo Huldt Svæðasamstarf á þess- um slóðum gæti orðið einhver slík uppbót. Rússland getur ekki orðið aðili að þessum tveimur samtökum, en það getur heldur ekki komið í veg fyrir stækkun þeirra. Með samstarfinu á Eystrasaltssvæð- inu erum við komin aftur að stefnu Péturs mikla á 18. öld, þegar hann talaði um glugga í vestur. Hvað varðar rússneska minnihlut- ann í Eystrasaltslöndunum þremur þá geta Norðurlönd einnig gegnt mikilvægu hlutverki varðandi fráhvarf rúss- neskra hermanna þaðan og þá ekki síst til að þrýsta á Eystrasaltslöndin um að “ sýna Rússum sanngimi og gefa góð ráð. Hvað íslendinga varðar þá eru þeir nú með í Eystrasaltsráðinu og sem hluti af norræna hópnum þar hafa þeir áhrif. Því meira sem Norð- urlönd tala einni tungu þar því meiri er styrkur þeirra. íslendingar og Norðmenn þykja einnig sérlega trú- verðugir á þessum vettvangi, því þeir eiga engra beinna hagsmuna að gæta við Eystrasalt." Hernaðarlegt mikilvægi íslands Hvað augum iítur þú hernaðarlegt mikilvægi Isiands? „Hernaðarlegt mikilvægi landsins hefur farið minnkandi, en meðan það eru kjarnavopn á norðurslóðum er landið hernaðarlega mikilvægt. Það þarf ekki að taka Rússa nema 5-10 ár að byggja upp herafla á norður- slóðum meðan að horfumar á upp- byggingu alþjóðlegs herafla þeirra eru mun lengri." Það eru skiptar skoðanir á áhuga Bandaríkjamanna á Evrópu og af- skiptum þeirra þar. Hvernig metur þú samband Bandaríkjanna við Evr- ópu? „Hugmyndin um að bandarískur herafli sé á fömm frá Evrópu á ekki við rök að styðjast, þó að þeir drágfi úr herafla sínum þar í takt við afvopn- un almennt. Bandaríkjamenn hafa virka stefnu í málefnum Miðjarðar- hafsins og meðan svo er hafa þeir líka augun á Evrópu. Hins vegar búast þeir við að Evrópa deili með þeim kostnaðinum. Afskipti þeirra af Bosníudeilunni em heldur ekki merki um vaxandi áhuga þeirra eða vilja, heldur stafa þau fyrst og fremst af bandarískum innanríkismálum. Bandaríkin hafa áhuga á Eystra- saltssvæðinu, því margir Bandaríkjj^. menn eru ættaðir þaðan og eins má ekki gleyma að Bandaríkin viður- kenndu aldrei rétt Sovétríkjanna til að leggja Eystrasaltsríkin þijú undir sig. Svo hafa Bandaríkjamenn viðvar- andi áhuga á Eystrasalti vegna ná- grennisins við Kólaskaga og kjarn- orkuvopnin þar. Eins og Johan Jörgen Holst heitinn, fyrram utanríkisráð- herra Noregs, sagði eitt sinn um svæðið, þá er það hættulegt, en um leið öruggt. Það hvíla mörg augu á því.“ Rússar vonuðust eftir meiru Hvernig sérðu fyrir þér þróun Atl- antshafsbandalagsins? „Sú leið sem valin hefur verið er að lýsa því yfir að fyrst verði Mið-Evr- ópulöndunum veitt aðild, en að það verði gert hægt og sígandi. Svíar höfðu áhyggjur af skyndilegri stækk- un, því aðild Ungveijalands veldur Rússum hemaðarlegum erfíðleikum og um leið verða Eystrasaltslöndin ótryggari. Það er viturlegt að þróa friðarsamstarf NATO frekar. Það er fróðlegt að líta á stækkun NATO og útvíkkun ESB um leið. í ESB hefði verið heppilegt að opna snarlega fyrir pólitískt samstarf við Mið-Evrópulönd- in, en láta efnahagslega aðild eiga sér langan aðdraganda, rétt eins og gert var varðandi aðild Portúg- als á sínum tíma. Þetta hefði verið mögulegt 1994, eftir að Evrópubandalagið varð að Evrópusambandinu í nóvember 1993. Andrej Kozyrev og Boris Kafbátarnir öðlast aukið mikilvægi Þegar Jeltsín hófu að reka rússneska utan- ríkisstefnu í sameiningu held ég að í byijun hafi þeir alið með sér stórar vonir um að Rússland fengi eitthvað meira en friðarsamstarf við NATO og óræð tengsl við ESB. Á Vínarfund- inum 1815 vora Frakkar með, þó að þeir hefðu tapað, því hið liðna var látið vera liðið. Eg held að Rússar hafi vonast eftir sömu viðtökum í vestri og að óvinaímyndin yrði gleymd og grafín. Ef Rússar ólu með sér þess- ar vonir og höfðu þessa afstöðu þá skildu Vesturlönd það ekki. Vísast geta sagnfræðingar seinna meir talað um að Vesturlöndin hafí glatað tæki- færinu til að aðlaga Rússland að þeim meðan þeir voru meyrir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.