Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 35 AÐSENDAR GREINAR VEGGLJÓS „Dauðamaður nálgast“ Jóhanna K. Sigrún Ása Eyjólfsdóttir Markúsdóttir HÁSKÓLABÍÓ ætlar í samvinnu við Amnesty Internati- onal á Islandi að for- sýna kvikmyndina „Dauðamaður nálg- ast“ eða „Dead man walking" í kvöld, klukkan 21.00. Ágóði sýningarinnar rennur til styrktar Amnesty Intemational. Myndin hefur vakið mikla at- hygli og aðalleikarar hennar þau Susan Sarandon og Sean Penn em tilnefnd til Óskarsverðlauna. Dauðarefsingin er í brennidepli kvik- myndarinnar. Dauðadæmdur maður horfíst í augu við örlög sín með að- stoð hjálpfúsrar nunnu eftir að til- raunir til að fá dómnum áfrýjað mis- heppnast. Sagan endurspeglar í raun tilgangsleysi aftökunnar, sem hvorki slekkur hatrið né hefndarþorstann. Dauðarefsingin er tákn um ógn en jafnframt um veikleika. Afnám dauð- arefsingar er eitt þungvægasta bar- áttumál Amnesty International sam- takanna. Dauðarefsingar eru enn við lýði í 93 þjóðríkjum. Amnesty Intern- ational vita að 2.931 dauðadóm var fullnægt á síðasta ári. Aðferðimar em margar, fólk er hengt, skotið, kæft með gasi, sett í rafmagnsstóla, grýtt eða eitrað fyrir því samkvæmt fyrirskipun dómstóla og í samræmi við landslög. Dauðarefsing er rétt- lætt með ýmsu móti. Hún hindrar og refsar fyrir morð, stöðvar út- breiðslu fíkniefna, hefndaraðgerðir, I kvöld frumsýnir Amn- esty International í Há- skólabíói kvikmyndina „Dauðamaður nálgast“. Jóhanna K. Eyjólfs- dóttir og Sigrún Ása Markúsdóttir fjalla hér um efni myndarinnar. og spillingu. Oft er henni beitt til að koma stjómarandstæðingum fyrir kattamef. Rökin em þó ekki síður tilfinningalegs eðlis; að rétt sé að gjalda í sömu mynt fyrir glæp sem er framinn. Þessi rök grafa undan almennum mannréttindum. Mann- réttindi em óafsalanleg og þau vemda okkur öll. Fjöldi fólks er tekinn af lífi í þeirri trú að það fæli aðra frá að fremja glæpi. Aldrei hefur þó tekist að sanna að dauðarefsing sem slík stöðvi glæpi. Dauðarefsingin vekur spumingar um rangfærslur sem öll dómskerfi geta gerst sek um. Ekkert dómskerfi er eða getur verið fúllkom- lega óskeikult. Hvaða dómskerfi er fært um að ákveða hver skuli lifa og hver skuli deyja? Dauðarefsing virðist oftar háð þjóðfélagsstöðu hins ákærða en glæpnum sem er framinn og hún bitnar helst á fátæklingum, þeim sem minna mega sín, þeim sem tilheyra minnihlutahópum og þeim sem alræð- isstjómir telja hyggilegt að losa sig við. Markmið í baráttu Amnesty Int- emational er heimur án dauðarefs- inga. Aftaka er alltaf ofbeldisverkn- aður. Dauðadómur og framkvæmd hans er grimmileg öllum sem hlut eiga að máli. Jóhanna er framkvæmdastjóri Amnesty Intemational á Islandi og Sigrún Ása er formaður. DEMPARA DEMPARA- OG PUSTKERFAÞJONUSTA Við seljum demparana og setjum þá í á staðnum hagstætt verð Verslið hjá fagmanninum. Athugið SÉRSMÍÐUM PÚSTKERFI Bílavörubú&in FJÖÐRIN Skeifunni 2, verkstæ&i sími verslun sími 588-2550 Opið virka daga 10.00-18.30 - Laugardaga 10.00-16.00 - Matvöruverslun 10.00-23.00 Gefðu þér tfma, Ifttu inn nuna • Borgardagar miðvikudag • fimmtudag • föstudag • laugardag 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.