Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær móðir mín og tengdamóðir, MARÍA JÓNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu 12. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Sverrir Georgsson, Unnur Georgsson. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVI GUÐMUNDSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis i Álftamýri 40, Reykjavik, lést þriðjudaginn 12. mars. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, GRETTIR LÁRUSSON bifvélavirki, Súlunesi 20, Garðabæ, lést á heimili sínu þriðjudaginn 12. mars. Ólafía Þórðardóttir, Kristín Grettisdóttir, Þórður Grettisson, Lára Grettisdóttir, Áslaug H. Grettisdóttir Hansen, Jenný K. Grettisdóttir, tengdabörn, barnabörn og systkini. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNVEIG JÓNA GUNNLAUGSDÓTTIR, lést 6. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Börn hinnar látnu. t GUÐRÚN S. JÓNASDÓTTIR frá Hornstöðum, verður jarðsungin frá Hjarðarholtskirkju laugardaginn 16. mars kl. 14.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á björgunarsveitina Ósk í Dalabyggð. Sætaferðir frá BSÍ kl. 9.00. Ása Gísladóttir og börn. + Bróðir, minn, fósturbróðir og frændi okkar, HALLGRÍMUR PÁLSSON, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, sem lést 6. mars, verður jarðsunginn frá Breiðabólstaðarkirkju, Fljótshlíð, laugardaginn 16. mars kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Breiðabólstaðarkirkju. Ingibjörg Pálsdóttir og fjölskylda, Kolbrún Valdimarsdóttir og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FANNEY G. MAGNÚSDÓTTIR, Fossheiði 48, Selfossi, sem lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 10. mars sl., verður jarðsungin frá Sel- fosskirkju föstudaginn 15. mars kl. 16.30. Jóhanna Guðjónsdóttir, Bjarni Olesen, Guðlaug Guðjónsdóttir, Þór Valdimarsson, Magnús I. Guðjónsson, Ásdís Styrmisdóttir, Birgitta Guðjónsdóttir, Hafsteinn Jakobsson, barnabörn og barnabarnabarn. HANS SIGURBERG DANELÍUSSON + Hans Sigxir- berg Danelíus- son var fæddur á Hellissandi 19. ág- úst 1918. Hann lést á heimili sínu, Sunnubraut 12, Keflavík, 5. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Danelíus Sigurðs- son, f. 14.6. 1895, d. 24.10. 1961, og kona hans, Svein- dís Ingigerður Hansdóttir, f. 28.2. 1897, d. 13.9. 1982. Kona Hans Sigurbergs er Sól- veig Björndís Guðmundsdótt- ir, f. 29.7. 1923. Böm Hans og Sólveigar vom ellefu: Stúlku- bam, f. 5.4. 1941, d. 5.4. 1941, Sveindís Hansdóttir, f. 18.3. 1942, unnusti Ómar Sigtryggs- son, Brynjar, f. 12.6. 1943, giftur Rut Lámsdóttur, Sumarrós, f. 27.10. 1947, Einar, f. 17.2. 1949, d. 30.5. 1949, Vigdís, f. 11.9. 1950, Sigur- hans, f. 26.8. 1952, d. 11.11. 1952, Bára, f. 12.10. 1954, gift Guð- mundi Péturssyni, Ingveldur, f. 1.7. 1961, d. 29.8. 1962, Danelíus, f. 5.7. 1964, Sævar, f. 11.7. 1966, d. 30.5. 1967. Útför Hans Sigurbergs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Vertu sæll vinur, góður Guð þig geymi. Lokið er starfi þínu í þessum heimi. Allir sem kynntust þér nú þakka hljóðir þín verður minnst - og saknað kæri bróðir. (Vilhj. Siguijónss.) Nú þegar kær bróðir okkar hef- ur kvatt þetta líf langar okkur systkinin að minnast hans með fáeinum kveðjuorðum. Hansi fæddist á Hellissandi 19. ágúst 1918. Annar í röðinni af átta böm- um hjónanna Sveindísar Hansdótt- ur og Danelíusar Sigurðssonar, og það þriðja sem kveður þetta jarð- líf. Eins og tíðkaðist á þeim tím- um, fór hann mjög snemma að vinna og létta undir með heimil- inu. Fyrst í sveit á sumrin fram að fermingu og síðan til sjós. Var hann þá ætíð í skiprúmi hjá föður okkar og lengi sem vélstjóri. Hansi bróðir okkar var einstakur maður, fullur af gleði, hlýju, og æðruleysi og kom það kannski best fram hjá honum og þeim hjónum báðum því þau urðu oft fyrir þungri reynslu og sorg á lífsleiðinni. Af ellefu bömum misstu þau fimm. Og einn- ig misstu þau eitt bamabarn sitt. Við eigum margar góðar minn- ingar, bæði fyrr og síðar. Þegar komið var saman á góðri stund, og bræðumir tóku lagið á munn- hörpurnar sínar. Þá var oft glatt á hjalla, okkur fannst eins og heil hljómsveit væri að verki. Hansi var ungur að árum þegar hann kynntist Veigu, sinni góðu og traustu konu. Þau byijuðu bú- skap á Hellissandi og áttu þar heima um árabil. En í kringum 1950 fiuttu þau suður til Keflavík- ur og áttu þar heima síðan. Þar hélt hann áfram að stunda sjóinn, enn um stund. En eftir að hann kom í land, fór hann að vinna hjá ísl. aðalverktökum á Keflavíkur- fiugvelli, og vann þar, uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann þótti mjög duglegur og sam- viskusamur hvar sem hann starf- aði. Hansi bar mikla ást og tryggð til æskustöðvanna. Fjallahringur- inn með djásnið okkar Snæfells- jökul trónandi yfír litlu byggðinni okkar á Sandi og hafið þar sem sést út á opinn Breiðafjörðinn. Og sjórinn, stundum úfinn og ægileg- ur. En stundum sléttur og lygn. Þetta þótti honum með því feg- ursta, sem mannlegt auga sér á jörðu hér. Hann naut þess að fara vestur þegar hann gat því við kom- ið. Það var alltaf jafnánægjulegt að koma til Veigu og Hansa á þeirra fallega heimili. Gestrisni og hlýja var þar í fyrirrúmi. Hansi ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 var alla tíð heilsuhraustur og kom því andlát hans mjög á óvart. En hann varð bráðkvaddur þann 5. mars sl. Það ríkir mikill söknuður hjá hans góðu konu, og stóru og sam- hentu fjölskyldu, sem honum þótti svo vænt um. Við vottum þeim okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að blessa þeim minninguna um góðan dreng. Við kveðjum okkar kæra bróð- ur, með bæninni sem við systkinin lærðum öll í æsku, hjá foreldrum okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (SJ.) Systkinin. í dag er borinn til grafar elsku- legur tengdafaðir minn, Hans S. Danelíusson. Hann var mikill sómamaður og mátti hvergi vamm sitt vita. Reglusemin var honum í blóð borin og allir hlutir höfðu sinn ákveðna stað. Hann stundaði sjó- mennsku frá unga aldri, fyrstu árin með föður sínum. Um sextugt hóf hann störf hjá íslenskum aðal- verktökum og vann þar til 72 ára aldurs. Hann vann öll sin störf af dugnaði og ósérhlífni, hvort sem það var til sjós eða lands. Hann var mikið hraustmenni og hafði góða heilsu allt til síðasta dags. Að lokinni starfsævi tóku við áhugamálin. Hann stundaði göng- ur daglega og var virkur félagi í Púttklúbbi Suðumesja og vann þar mörg verðlaun. Honum þótti mjög gaman að ferðast og sérstaklega vestur á Snæfellsnes á æskustöðv- arnar. Þar var haldið ættarmót síðastliðið sumar í 100 ára minn- ingu Danelíusar föður hans. Þar brugðu þeir á leik hann og Cýrus bróðir hans og spiluðu saman á munnhörpur við mikinn fögnuð ættmenna. Minningarnar leita á hugann, Hansi og Veiga við eldhúsborðið hlaðið kökum, umkringd bömum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Heimili þeirra er samastaður fjölskyldunnar allr- ar. Nú er skarð fyrir skildi og hans er sárt saknað. En við eigum öll svo góðar minningar til að hugga okkur við. Elsku tengdamamma, megi guð vera með þér og okkur öllum á þessari sorgarstundu. Rut Lárusdóttir. Látinn er faðir unnustu minnar Hans Sigurberg. Að mínu áliti er andlát hans ótímabært miðað við líkamlegt og andlegt þrek hans. Mín stuttu kynni af Hans og eiginkonu hans, Sólveigu, voru með afbrigðum góð og notaleg á allan hátt. Ekki er stætt á öðru en minn- ast gestrisni þeirra hjóna sem var sambærileg við það sem best gerð- ist á góðum íslenskum sveitaheim- ilum. Fjórtán ára gamall hóf Hans sjómennsku rneð föður sínum á iitlum bát, Ármanni, en síðar á Hadda og voru báðir gerðir út frá Krossavík á Hellissandi. Hans og Sólveig hófu búskap á Hellissandi 1941 og bjuggu þar til ársins 1950 er þau fluttu til Kefiavíkur og hafa búið þar síðan. Hans stundaði sjómennsku allt þar til hann hóf störf hjá íslensk- um aðalverktökum. Að starfslokum hóf hann lík- amsrækt með gönguferðum og pútti og hélt því reglulega við, var hann einmitt að koma úr einni slíkri er kallið kom. Hans og Sólveig eignuðust ell- efu börn en fímm þeirra misstu þau á unga aldri. Barnabörnin eru orðin 18 en eitt þeirra misstu þau. Barnabamabörnin eru 11. En þrátt fyrir missinn stóðu þau af sér alla lífsins storma. Síðastliðið sumar var haldið ættarmót en þá hefði faðir hans orðið eitthundrað ára. Mótið var haldið á Hellissandi og sýndi hann mér staðhætti þar og sagði mér lítillega frá sínum sjómannsferli. Mér er í fersku minni frásögn hans af björgun skipbrotsmanna af ensku skipi er þýskur kafbátur hafði grandað. Björgun af þessu tagi er talin mjög áhættusöm en tókst eigi að síður giftusamlega. Síðustu jól eru mér minnisstæð er við tókum okkur ferð á hendur til Reykjavíkur, þess erindis að færa barnabömum hans og mínum jólagjafír. Mér var þá ljóst hvílíkan hlýhug hann bar til mín og þá ekki síður til barnabama sinna. Ég vil að síðustu votta aðstand- endum samúð mína og jafnframt dást að kjarki og æðruleysi þínu, Sólveig mín. Ómar Sigtryggsson og fjölskylda. í dag kveðjum við elsku afa okkar, Hans Sigurberg Danelíus- son. Heimili afa og ömmu á Sunnubrautinni er samastaður fjölskyldunnar og emm við ávallt velkomin og tekið hlýlega á móti okkur. Þangað komum við oft á sunnudögum í kaffí eins og aðra daga og sátum við eldhúsborðið með afa og ömmu að spjalla sam- an um heima og geima. Alltaf var stutt í glens og grín hjá afa, sér- staklega þegar yngstu afa- og langafabömin brugðu á leik. Afi var ljúfur maður og vildi alltaf öllum vel. Hann var heilsuhraustur allt sitt líf, allt til síðasta dags. Afi fékk mikið út úr hreyfíngu og gekk alltaf á hveijum morgni ásamt því að hann fór allar sínar ferðir gangandi. Afí hafði mikinn áhuga á íþróttum og fylgdist vel með þeim í sjónvarpinu um helg- ar, þá sérstaklega enska fótboltan- um á laugardögum. Á sumrin fórum við og afi oft á fótboltaleiki en ef við náðum ekki að vera samferða honum þá gátum við alltaf fundið hann á sama stað með húfuna sína með dúsknum. Elsku afi okkar, við þökkum þér fyrir allar stundimar sem þú veittir okkur og við munum ávallt geyma þær í hjarta okkar. Elsku amma okkar, við vitum að þú munt sakna afa sárt en minningarnar lifa í hugum okkar allra. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) Barnabörnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.