Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ókeypis lögfræðiaðstoð í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, , félag laganema. TILBOÐ A FERMINGARVORUM Fermingarkerti - Kertahringir Fermingarservíettur frá 95 kr. pakkinn Sérprentum á servíettur Flóra í bláu húsunum við Faxafen, sími 588 5250 Opið mán.-fos. kl. 12-18 og Lau. kl. 10-14. HUSMÆPUR ATHUCIO: RAUTT EÐALGINSENG Skerpir athygli - eykur þol. Ný komlnn aftur gfycerodermini handáburðurinn i Mýkir, græðir og verndar þurrar, sprungnar hendur. Einnig tii fótakrem. heildsöludreifing S.G. Stephensen heildverslun, sími. 554 4025, fax 568 4429. I DAG SKAK IJmsjón Margcir Pétursson Svartur leikur og vinnur STAÐAN kom upp á Reykjavíkurskákmótinu. Björn Þorfinnsson (2.060) var með hvítt, en John C. Yoos (2.345) hafði svart og átti leik. Hvíttir hefur peð yfir en er veikur fyrir á hvítu reitunum. Hann lék síðast 29. Be3-d2? 29. - Hxb3! 30. Be3 (Eftir 30. axb3 — Dxb3 er hvítur óveijandi mát á c2 eða bl30. — Ha8 og hvítur gafst upp. Sveitakeppni grunnskóla í Reykja- vík fer fram nú um helgina. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad kerfi með 30 mínútna umhugsunar- tíma á skákina. Teflt verður föstudag frá kl. 19-22, laugardag kl. 14-17 og sunnudag frá 14-17. HÖGNIHREKKVÍSI VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Á einhver Kardimommu- bæinn? TVEGGJA ára drengur, sem búinn er að sjá leik- ritið Kardimommubæinn í Þjóðleikhúsinu, hefur mikla löngun til að eign- ast bókina um Kard- imommubæinn. Hún er alls staðar uppseld en ef einhver skyldi eiga bók- ina og vilja selja hana, vinsamlegast hafið sam- band við Helgu í síma 569 1230. Hundaskítur í Norðurbrún KONA í Kleppsholti hafði samband við Vel- vakanda og vildi koma eftirfarandi á framfæri. Hún sagðist oft versla í versluninni Norðurbrún 2, sem væri afbragðs verslun í alla staði en á plani fyrir utan verslun- ina væri alltaf hundaskít- ur, sem væri óþolandi fyrir eigendur verslunar- innar, sem þurfa að þrífa þennan óþrifnað. Einnig er mikið af gömlu fólki í þessu hverfi, sem er langþreytt orðið á að hafa hundaskít á skónum sínum. Mikið er af hundum á þessu svæði og margir ganga þeir lausir en þeir hundaeigendur sem þurfa í verslunina binda hunda sína á planið fyrir utan og þar gera þeir þarfir sínar. Konan biður hunda- eigendur að taka þessa athugasemd tii greina og vonar að þeir þrífi héðan í frá upp sjálfír eftir hunda sína. „Lág í loftinu“ aftur STÚLKA úr Keflavík hringdi til Velvakanda og sagði að til langs tíma hefði verið þáttur í bæjar- blaðinu sem hét „Lág í loftinu" í umsjón Evu Bjargar Gunnarsdóttur. Eftir eigendaskipti á blaðinu hefur þessi þáttur ekki birst, eða í u.þ.b. mánuð, og óskar stúlkan eftir að hann verði tekinn strax upp aftur. Farsi COSPER Víkveiji skrifar... AÐ vekur alltaf athygli Vík- verja hversu vanbúnir öku- menn virðast vera til að takast á við hálku, þegar snjóa tekur. Ekki verður sagt að vetur konungur hafi hrjáð okkur íbúa suðvesturhornsins að neinu marki nú í vetur, en svo þegar smáföl kemur á götur Reykjavíkur, er eins og umferðin hálflamist, helmingur höfuðborg- arbúa virðist leggja of seint af stað í vinnuna, hraðinn dettur niður í nánast ekki neitt, árekstrar verða tíðir og öryggisleysi virðist ein- kenna aksturslag allt of margra bílstjóra. Víkveiji veltir því fyrir sér hvort margir bílstjórar hafi í hinni góðu tíð upp á síðkastið, tekið þá ákvörðun að vetri væri lokið og skipt yfir á sumardekkin. xxx ANNAÐ sem pirrar Víkverja er tillitsleysi bílstjóra við gang- andi vegfarendur, við aðstæður eins og þær sem nú eru. Saltbílar Reykja- víkurborgar ausa saltinu óspart á götur borgarinnar, með þeim afleið- ingum að saltbleytan og drullan gusast um allt. Því finnst Víkveija það bera vott um mikið tillitsleysi, þegar gangandi vegfarendur eru á ferð alveg við götumar eða í götu- kantinum að bílstjórar skuli ekki hægja aðeins á bílum sínum á með- an þeir aka framhjá vegfarendum. Það er hreint ótrúlegt að vera hvað eftir annað ausinn þessari drullu. xxx NÆGJULEGT hefur verið að fylgjast með því undanfarna daga hversu vel átakið jafningja- fræðsla hefur farið af stað. Börn og unglingar virðast almennt hafa sýnt þessu átaki áhuga. Sjónvarps- þátturinn um fíkniefnaneyslu ungl- inga var afar áhrifaríkur að mati Víkverja. Enginn gat ósnortinn ver- ið þegar móðirin unga lýsti því hvernig sonur hennar var kominn á kaf í fíkniefnaneyslu, án þess að hún hefði um það hina minnstu hugmynd. Skólar hafa tekið vel við sér og hvatt til umræðu innan veggja skólans um vandamálið og beint því til heimilanna að slíkt hið sama væri gert inni á heimilunum. Því sýnist Víkveija sem umræðan sem orðið hefur í kjölfar sjónvarps- þáttarins í síðustu viku sé ákveðin vísbending um að hér á landi geti myndast víðtæk samstaða um að ráðast gegn þessum helsta óvini unga fólksins. xxx ÍKVERJI telur sig vera í hópi traustustu aðdáenda þeirra Spaugstofumanna, sem halda laug- ardagskvöld hvert úti þættinum Enn ein stöðin í Ríkissjónvarpinu. Sjaldan eða aldrei hefur þeim Stöðvarmönnum .tekist betur upp en sl. laugardagskvöld að mati Vík- veija, þar sem þeir félagar fóru á slíkum kostum, að með ólíkindum var. Það er frábært að þeim skuli takast hvað best upp í gríninu þeg- ar þeir sjálfir verða fyrir gagnrýni, eins og gerðist þegar þeir voru sak- aðir af Akureyringi nokkrum fyrir klámfengið efni. Ekkert er þeim heilagt, hvorki biskup, dómsmála- ráðherra né útvarpsstjóri. Það sýndu þeir með eftirminnilegum hætti á laugardaginn var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.