Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 56
<DD AS/400 er... PS> ...þar sem grafísk notendaskil eru í fyrirrúmi <o> NÝHERJI OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 y\p\/ec MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fornminjar í Bakka- gerðiskirkju Fiskafliim mun meiri en á sama tíma í fyrra FUNDIST hefur hluti af altaris- grindum úr gömlu kirkjunni á Desjamýri á Borgarfirði eystra, nánar tiltekið tveir pílárar og brot af altarisriði, en sú kirkja var aflögð fyrir seinustu aldamót. Þessar fornminjar fundust á milli klæðninga í turni Bakka- gerðiskirkju sem er illa farin vegna fúa. Þórey Guðmundsdóttir sóknarprestur kveðst telja víst að hlutirnir séu að minnsta kosti 150-200 ára gamlir. í ljós hefur komið að núverandi pílárar í Bakkagerðiskirkju eru að líkind- um úr gömlu kirkjunni, því þeir eru eins og hinir sem fundust. Húsfriðunarnefnd samþykkti á fundi sínum í fyrradag að ganga til viðgerða á Bakkagerðiskirkju Morgunblaðið/Þórey og hljóðar bráðabirgðaáætlun upp á um 6-7 milljónir króna. Þórey segir söfnuðinn ekki ráða við þennan kostnað. ■ Kostnaður nemur/4 FISKAFLINN í febrúar varð alls um 452.000 tonn, sem er um 170.000 tonnum meira en í sama mánuði í fyrra. Loðnuafli varð alls um 406.000 tonn, en í febrúar í fyrra öfluðust 235.000 tonn af loðnu. Botnfiskafli varð alls um 38.400 tonn í febrúar, sem er litlu minna en í sama mánuði í fyrra. Þorskafli nú varð 17.400 tonn á móti 16.500 í fyrra. Það sem af er ári, er fiskaflinn orðinn 553.400 tonn samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Á sama tíma í fyrra var aflinn 321.000 tonn og er munurinn því um 230.000 tonn. Loðnan gerir gæfumuninn, því nú hafa veiðzt Loðnuaflinn í febrúar alls 406.000 tonn 445.000 tonn á móti 236.000 tonn- um í fyrra. 35.000 tonn af þorski Þorskafli nú er rúmlega 35.000 tonn, sem er tæplega 5.000 tonn- um meira en í fyrra. Botnfiskafli alls er nú 71.200 tonn, en var 69.400 tonn í fyrra. Nú veiddust 11.400 tonn af úthafsrækju, sem er meira en 5.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Þá veiddu íslenzk skip um 790 tonn af rækju á Flæmska hattinum. Veiði af inn- fjarðarrækju er einnig mun meiri en á sama tíma í fyrra. 925.000 tonn á fiskveiðiárinu Það sem af er þessu fiskveiði- ári, er aflinn orðinn 925.000 tonn, sem er nærri 300.000 tonnum meira en í fyrra. Þar gerir loðnan að vanda gæfumuninn, en nú hafa 535.500 tonn borizt á land. Þorsk-. afli nú er 91.000 tonn, sem er tæplega^ 10.000 tonnum meir en í fyrra. Úthafsrækjuaflinn var um síðustu mánaðamót orðinn 38.300 tonn, sem er nærri 9.000 tonnum meira en í fyrra. Lögregla sækir —skuldara LÖGREGLAN í Reykjavík hefur tekið upp þá nýbreytni við kvaðn- ingar til þeirra sem skulda sektir, að einkennisklæddir lögreglumenn á vakt annast það að fylgja kvaðn- ingunum eftir og boða þá, sem þurfa að mæta hjá lögreglu og hafa ekki staðið skil á sektar- greiðslum. Lögreglan hefur heimild til að ná í skuldarann á heimili, vinnu- stað eða annars staðar sem hann heldur sig. Sinni viðkomandi ekki kvaðningu á hann því á hættu að verða handtekinn hvar sem til hans næst. Ómar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn segir að ekki sé verið að vinna eftir nýjum ákvæðum laga, heldur felist í þessu breyttar áherslur, með það fyrir augum að gera framkvæmd gagn- merkari og áhrifaríkari. Karmelsystur sækja um íslenskan ríkisborgararétt Morgunblaðið/Ásdís „HEIMIJR okkar er nú á íslandi,“ segja karmelsystur í Hafnarfirði sem sótt hafa um íslenskan ríkisborgararétt. Alit Lagastofnunar staðfestir álit Ríkisendurskoðunar Greiða ber erfða- fjárskatt af kvóta LANDSSAMBAND íslenskra út- vegsmanna hefur látið Lagastofnun vinna fyrir sig lögfræðiálit í fram- haldi af úrskurði Ríkisendurskoðun- ar í fyrra. Þar var sú niðurstaða Ríkisendurskoðunar að greiða skuli erfðafjárskatt af fiskikvóta staðfest. Álit Lagastofnunar styður þá niður- stöðu. „Þetta byggist allt á niðurstöðu Hæstaréttar í Guðbjargarmálinu," segir Kristján Ragnarsson, formaður LIU. „Þar er okkur gert skylt að eignfæra keypta veiðiheimild og heimilað að afskrifa hana á fimm árum. Við vildum hins vegar mega bókfæra hana sem kostnað á kaup- ári og eignfæra hana ekki.“ Það hefur verið metið svo af skattayfirvöldum að þetta form sé svo fast í sessi að greiða beri erfða- fjárskatt í hæsta þrepi af notkunar- heimildinni, að sögn Kristjáns. Hann segir að það eigi þó eingöngu við ef um einkarekstur er að ræða, en ekki ef reksturinn er í formi hlutafé- lags eða samvinnufélags. „Með hliðsjón af þessu virðist einkarekstur vera óhagstætt rekstr- arform í sjávarútvegi," segir hann og bætir við að það sýni einnig að ríkið sé fingralangt og verði sér úti um skatttekjur hvar sem það geti. „Við vildum leita álits um það og fá staðfestingu á því að Lagastofnun teldi þessa afstöðu rétta, en það getur verið að sá einstakiingur sem í hlut eigi telji sig ekki bundinn af þessari niðurstöðu og við teljum okkur ekki heldur bundna af henni,“ segir Kristján. Hann segir að það komi fram í álitinu að þótt greiddur sé erfðafjár- skattur af veiðiheimildum, breyti það ekki því að einungis sé um afnota- rétt að ræða, en kvótinn sé eftir sem áður eign þjóðarinnar. Hann er síður en svo sáttur við þessa niðurstöðu: „Við teljum kvótann vera fiskstjórn- unartæki, en ekki skattalegt eða eignafærslukerfi." Lagaprófessorarnir Sigurður Líndal og Þorgeir Örlygsson unnu álitið fyrir LÍU og vildu þeir ekki tjá sig um álitið þegar leitað var til þeirra í gær, þar sem það væri trún- aðarmál við umbjóðanda þeirra. Viljum biðja fyrir íslend- ingum sem Islendingar KARMELSYSTURNAR ellefu í Hafnarfirði hafa sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Móðir Viktima príorinna segir að systurnar, sem eru pólskar, séu nú allar sammála um að vilja vera íslendingar. Eng- in svör hafa enn borist vegna umsókna systranna, en þær eiga von á niðurstöðu í maí. „Okkar köllun er að biðja sér- staklega fyrir íslandi og teljum við að þá gæti verið gott fyrir okkur að vera íslendingar," segir móðir Viktima. „I staðinn fyrir að vera ellefu pólskar nunnur, viljum við vera ellefu íslenskar nunnur. Það er gott að vera á íslandi. Við vonum að það muni leiða gott eitt af sér fyrir íslendinga ef við fáum að vera íslenskar nunnur. Svo vonum við auðvitað að íslenskar stúlkur fái köllun frá Guði, eins og við fengum, og gerist nunnur hjá okkur í klaustrinu." Óverðtryggð rík- isbréf til fimm ára Avöxtun lækkar um 0,4% ÁVÖXTUN óverðtryggðra ríkisbréfa til fimm ára lækk- aði um 0,4% í útboði Lána- sýslu ríkisins í gær og var að meðaltali 9,93% í sam- þykktum tilboðum. Þá lækk- aði meðalávöxtun sam- þykktra tilboða í ríkisbréf til þriggja ára úr um 9,13% í 8,93%. Staðfestir þróun að undanförnu í útboðinu í gær barst alls 41 gilt tilboð í ríkisbréf að ijárhæð 1.320 milljónir en tekið var tilboðum í bréf fyrir alls 650 milljónir. Niðurstöður útboðsins staðfesta þá þróun sem orðið hefur á eftirmarkaði með rík- isbréf að undanförnu. Frá 21. febrúar sl. hafa vextir 3ja og 5 ára ríkisbréfa lækkað um 0,2-0,4% og ávöxtun ríkis- víxla um 0,05-0,1% á sama tíma. Frá því í október hefur ávöxtun þessara bréfa lækk- að um 0,6-0,7%. Aukin trú á stöðugleika í efnahagslífinu Pétur Kristinsson, fram- kvæmdastjóri hjá Lánasýslu ríkisins, segir að þessi lækkun sé mikilvægur áfangi fyrir Lánasýsluná í ljósi þess hversu mikið vextir þessara bréfa hafa lækkað frá því að útgáfa þeirra hófst í október. „Það er greinilegt að trú manna á efnahagslegum stöðugleika hefur vaxið sem lýsir sér í því að ávöxtunar- krafa bréfanna hefur farið lækkandi. Þá verðum við einnig varir við vaxandi áhuga fjárfesta á óverð- tryggðum langtímabréfum og virðist sem þeir séu að kaupa bréfín til að tryggja sér geng- ishagnað síðar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.