Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 1
FYRIRTÆKI Hvers virði er mannauður? /4 KfOTVINNSLA Höfn-Þrí- hyrningur /6 TORGID Landsbankinn rumskar /8 lltagmiHiifeife VIDSKIPn/AIVINNUIJF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 BLAÐ B Hlutabréf Mikil viðskipti áttu sér stað með hlutabréf í Flugleiðum á Verð- bréfaþingi í gær. Alls skiptu hluta- bréf að nafnvirði rúmar 18 millj- ónir um eigendur og var meðal- gengi viðskiptanna rúmlega 2,65. Söluvirði bréfanna var því rúmar 48 milljónir. Þá hækkuðu hluta- bréf í Sæplasti um rúm 10% í verði á hlutabréfamarkaði í gær og var gengi þeirra skráð 4,85 við lokun. Verslun Heildarvelta í verslun jókst um 10% frá janúar-desember á síð- asta ári samanborið við sama tímabil árið þar á undan. Mest varð aukningin í sölu í bílum og bílavörum, 24,5% en einnig varð mikil aukning í fiskverslun og sölu snyrti- og hreinlætisvara. Einungis varð samdráttur í sölu byggingavara og skófatnaðar á milli ára. Flugleiðir Bílaleiga Flugleiða og Brimborg hafa skrifað undir samning sem kveður á um kaup á 26 bílum af Daihatsu Feroza gerð. Þetta er í þriðja sinn sem Flugleiðir kaupa Daihatsu Feroza til nota fyrir bílaleiguna. Bílarnir verða af- hentir í vor og sumar. SÖLUGENGi DOLLARS Kr. Síðustu fjórar vikur 69,00------------------------------------------ 68,50——-------------............................ 68,00--------- ....................------- 67,50------------------------------------------ 67,00 — 66,50" 66,00 65,50 65,00 64,50 66,46 64,001- -f- 14.feb. 21. 28. -\-----—I 6. mar. 13. Haraldur Böðvarsson hf. Úr reikningum 1995 . teÉttí Rekstrarreikníngur Miiijónir krðna I 1995 I 1994 I Breyt. Rekstrartekjur Rekstrargjöld Hagnaður fyrir afskriftir Afskriftir Fjármagnsgjöld umtram tekjur Hagnaður al reglulegri starfsemi Hagnaður ársins 2.186,3 1.775,8 410,5 218,8 61,9 139,8 124,3 2.188,5 1.750,7 437,8 -0,1% +1,4% ¦6,3% 207,1 159,3 87,3 +5,6% -61,2% +60.1% 103,0 1 +20,7% Efnahagsreikningur 31.des.: 1995 1994 t Breyt. | Bignirí] Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir alls | Skuldir og eigið fé: Skammtímaskuldir Langtímaskuldir Eigið fé Skuldir og eiglð f é alls Milljónir króna Milljónir króna 559,1 2.363,9 ! 488,3 (2.223,9 l +14,5% f +6,3% 2.923,0 J2.712.2 +7,8% 373,1 1.616,7 933,2 I 303,2 11.709,4 699,6 \+23,0% : -5,4% +33,4% 2.923^0 /2.712,2 +7,8% Sjóðstreymi 1995 ; 1994 Breyt. Handbært fé frá rekstri Millj.krónal 303,6 f 246,8 J +23,0% Aðalfundur Flugleiða í dag Allir stjórnar- menn íkjöri REIKNAÐ er með því að allir níu stjórnarmenn Flugleiða hf. gefi kost á sér til endurkjörs á aðalfundi fé- lagsins í dag. Kosið var til eins árs á aðalfundi félagsins í fyrra í fyrsta sinn samkvæmt nýjum hlutafélaga- lögum en áður var einungis kosið um fjögur eða fimm sæti á hverjum aðalfundi til tveggja ára í senn. I stjórn félagsins hafa verið þeir Hörður Sigurgestsson, formaður, Grétar Br. Kristjánsson, Árni Vil- hjálmsson, Benedikt Sveinsson, Halldór Þór Halldórsson, Haukur Alfreðsson, Indriði Pálsson, Ólafur Ó. Johnson og Páll Þorsteinsson. í varastjórn eru Þorgeir Eyjólfsson, Björn Theódórsson og Jón Ingvars- son. Ekki er vitað um önnur fram- boð á fundinum. HBmeðl24 milljóna hagn- aðífyrra Fjármagnskostnaður umfram gjöld lækkaði um nær 100 milljónir milli ára HARALDUR Böðvarsson hf. á Akranesi skilaði alls um 124,3 milljóna króna hagnaði á árinu 1995, sem er um fimmtungi meiri hagnaður en árið áður. Heildar- velta félagsins var alls um 2.748 milljónir og hafði aukist um 3%. Haraldur Böðvarsson rékur frystitogara, tvo ísfisktogara, tvö loðnuskip, frystihús, fískimjöls- verksmiðju og fiskverkun auk stoð- deilda. Á árinu 1995 var lokið við uppsetningu nýrrar vinnslulínu í frystihúsi fyrirtækisins og reistir voru mjölblöndunartankar við fiskimjölsverksmiðjuna, segir í frétt. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með afkomu fyrirtækisins á síðasta ári. „Þetta er um 25% meiri hagnaður en við áætluðum fyrir einu ári. Það er ánægjulegt að geta staðið við áætlanir og gert aðeins betur. Styrkleiki okkar felst í því hversu starfsemi fyrirtækisins er dreifð. Loðnuveiðar og -vinnsla gengu vel á árinu og sömu sögu er að segja um rekstur frystiskipsins. Þá hefur uppbygging í frystihúsinu skilað góðum árangri en þar er sífellt lögð áhersla á fullvinnslu sjávaraf- urða í neytendapakkningar." Aðspurður um reksturinn á þessu ári sagði Haraldur að ágæt- ur gangur hefði verið fyrstu mán- uðina og betri nýting náðst á loðnuverksmiðjunni en á sama tíma í fyrra. Eins og sést á meðfylgjandi yfír- liti lækkuðu fjármagnsgjöld um- fram fjármagnstekjur um nálægt 100 milljónir milli áranna 1994 og 1995. Haraldur sagði að gripið hefði verið til ýmissa ráðstafana á síðustu misserum til að draga úr fjármagnskostnaði. „Við fórum í hlutafjárútboð í lok árs 1994 sem m.a. styrkti veltufjárhlutfallið. Síð- an höfum við boðið út skuldabréf og greitt niður eldri og óhagstæð- ari lán." Að meðaltali voru um 300 starfsmenn hjá fyrirtækinu og námu launagreiðslur til þeirra alls um 772 milljónum. í árslok 1995 var eigið fé Har- aldar Böðvarsson hf. 933 milljónir samanborið við 700 milljónir í árs- lok 1994. Þessi aukning skýrist að hluta til af sölu nýrra hluta- bréfa fyrir 120 milljónir. Eiginfjár- hlutfall var 32% og hafði hækkað úr 26%. Aðalfundur Haraldar Böðvars- sonar verður haldinn fimmtudag- inn 28. mars kl. 17 á Akranesi. Þar verður lögð fram tillaga um að greiddur verði 8% arður og að hlutafé verði aukið um 10% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. ISLANDSBREF m LANDSBREFHE /ffa>> <ýtv - ^ttstH, Áifvtu ^^y Löggilt verðbréfafyrirtæki. Adili að Verðbréfaþingi íslands. Traust fjárfesting íslandsbréf hafa gefið 6,84% raunávöxtun (10,03% nafnávöxtun) á ári s.l. 5 ár (1991 - 1995). Þetta er besta raunávöxtun sambærilegra verðbréfasjóða á þessu tímabili. Hagstæð innlausnarkjör gera íslandsbréfin að ákjósanlegum kosti fyrir þá sem vilja geta leyst verðbréf út með skömmum fyrirvara án kostnaðar. Kynntu þér kosti íslandsbréfa og berðu saman við sambærileg veröbréf. Landsbréf hf. og umboðsmenn í Landsbankanum um allt land. SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 588 9200, BRÉFASÍMI 588 859

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.