Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 B 5 VIÐSKIPTI vinnulíf þá ættu þessi vandamál ekki að eiga við hér. „Fyrirtæki líta í vaxandi mæli á starfsfólk sitt sem auðlind, þ.e.a.s. sem mikilvægan þátt í sínum rekstri ekkert síður en vélar og tæki eða ij'ármagn. Það leiðir því af sjálfu sér að stjómendur hugsa meira um starfsfólk sitt, ánægju þess í starfi og þjálfun til þess að sem mestur árangur verði af störfum þess. Starfsfólk býr í vaxandi mæli yfir þekkingu og hugviti, en er ekki tæki með sama hætti og var fyrir nokkrum áratugum.“ Þorkell segir að hjá Eimskip sé nú varið mun meiri tíma og fjár- magni en áður í námskeiðahald, al- mennt fræðslustarf og að þróa starfsfólk áfram í starfi sínu. „Þetta sést nú kannski einna best í nafni þeirrar deildar sem sinnir starfs- mannamálum. Áður hét deildin starfsmannahald en heitir í dag starfsþróunardeild. Það er litið svo á að það sé hlutverk hennar að þroska fólk í starfi. Velta fyrir sér hvernig hægt sé að efla starfsmanninn til nýrra hluta, láta hann hreyfa sig til í starfi en festast ekki í sama farinu. Það er því verið að fjárfesta meira í hveijum starfskrafti og áhersla lögð á nýta hann sem best í starfi, báðum aðilum til hagsbóta." Stökkbreytingar í rekstrar- umhverfi kalla á hagræðingu íslensk fyrirtæki þurfa í vaxandi mæli að standast alþjóðlegum keppi- Morgunblaðið/Kristinn Finnbogi Jónsson Valur Valsson I Geir ion Magnússon tækisins. Nú væri þetta hins vegar aðeins 9-5 vinna í hans augum. MiIIistéttin óafvitandi að grafa eigin gröf? Rót mikils niðurskurðar hjá bandarískum stórfyrirtækjum er tal- in vera á Wall Street. Aðhald hlut- hafa og auknar kröfur um arðsemi fyrirtækja valdi því að stjórnendur þeirra reyni að tálga reksturinn niður eins og unnt er. Þá er einnig bent á að stjórnendum fyrirtækja í dag sé gjarn- an umbunað fyrir vel unn- in störf með hlutabréf- um og því séu þeir ekki lengur aðeins stjórn- endur fyrir- tækis- ins heldur einnig hlut- hafar. | Um- bunin sé lítils virði ef bréfin hækki ekki í verði. í Bandaríkjunum hefur þó verið bent á að M millistéttin sé í raun að skjóta sig óafvitandi í fótinn. Aðild hennar að lífeyrissjóðum og verð- bréfasjóðum hefur aukist til muna á undanförnum árum og þessir sjóðir því vaxið mikið. Stjórnendur þessara sjóða líta eðlilega á hlutverk sitt sem það að ávaxta innistæður sjóðsfélaga sem best. Það hefur síðan haft það í för með sér að þrýstingurinn á hagkvæman rekstur bandarískra fyrirtækja kemur ekki hvað síst frá lífeyris- og verðbréfasjóðum. Þessir sjóðir hafi í mörgum tilfellum sett mikinn þrýsting á illa rekin fyrir- tæki og krafist hagræðingar sem oftar en ekki hefur haft talsverðar uppsagnir í för með sér. Hið harða arðsemissjónarmið í rekstri fyrirtækja hefur hins vegar verið varið dyggilega á Wall Street. Bent er á að fyrirtækin þurfi að standast alþjóð- lega sam- keppni og þurfi því að gera rekstur sinn sem hag- kvæmastan og hámarka hagnað. Bent er á að það sé ekki skylda fyrirtækja né hlutverk að skapa at- vinnu. Atvinnusköpunin sé þvert á móti aðeins afleiðing af vel heppn- aðri tilraun fjárfesta til að hagnast. Þá hafa sérfræðingar á Wall Street spurt, hvort menn te^ji betra að fyrir- tæki veiti 100 þúsund starfsmönnum vinnu í stað 120 þúsund áður, eða að fyrirtæki haldi starfsmannafjölda sínum óbreyttum og veiti brátt eng- um atvinnu. náutum' sínum snúning, hvort sem það er í tengslum við útflutning eða starfsemi á heimamarkaði. Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins hf., segir að þessi aukna samkeppni hljóti að leiða til þess að sömu lög- mál komi til með að gilda í rekstri fyrirtækja hér á landi og erlendis. „Það iifir hver sem hefur minnstan kostnað," segir Geir. Hann bendir á hversu miklum stakkaskiptum rekstrarumhverfi íslenskra fyrir- tækja Hafi tekið á undanförnum árum. Þannig hafi bankarnir ekki þar til fyrir fáum árum ráðið eigin vaxtastigi og olíufélögin hafi hvorki- stjórnað innkaupum sínum né sölu- verði heldur hafi þetta allt verið ákvarðað af miðstýrði ríksvaldi. „At- vinnulífið hefur verið að koma út úr mikilli miðstýringu og við slíkar að- stæður fara hlutir að gerast sem snúa að endurhæfingu fyrirtækj- anna. Maður sér fyrir sér að þetta muni koma inn á okkar svið í náinni framtíð." Geir segir að Olíufélagið standi m.a. frammi fyrir því að þurfa hugs- anlega að keppa við erlenda.aðila sem ekki búi við sömu fortíðarfjárfestingu og olíufélögin hér á landi. Sú fjárfest- ing hafi átt sér stað á meðan að kerfið hafi verið mjög miðstýrt -og þörf hafi verið fyrir mjög víðfemt dreifmgarkerfi. í dag sé raunveru- leikinn hins vegar allt annar. Vega- samgöngur séu mun betri, flutnings- tæki fullkomnari og því ekki lengur þörf fyrir birgðastöðvar í öllum byggðarlögum. „Það er ýmis hagræðing í pípunum hjá íslenskum fyrirtækjum og hag- ræðing hlýtur ávallt að hitta fólk. Eg er hins vegar ekki viss um að íslensk fyrirtæki hafí mótað sér stefnu í þessum málum á sama hátt og bandarísk fyrirtæki hafa verið að gera, t.d. með því að bjóða starfs- fólki að fara á eftirlaun fyrr. Þetta er hins vegar eflaust leið sem þörf er á að skoða hér á landi, meðal annars með hliðsjón af því hvernig hægt sé.að tryggja fólki sömu lífeyr- isréttindi þó svo að það hætti að vinna fyrr. Þetta var eflaust óhugs- andi fyrir nokkrum árum er lífeyris- sjóðakerfið stóð hvað verst en nú þegar staða þess hefur batnað má reikna með því að þetta geti orðið raunhæfur möguleiki." Fjöldauppsagnir engin regla í samruna Samruna stórfyrirtækja hefur gjarnan fylgt mikill óvissutími fyrir starfsfólk, enda einn helsti ávinning- ur samruna gjarnan talinn vera auk- ið hagræði, þ.m.t. fækkun starfs- fólks. Hér á landi hafa ýmis fyrir- tæki sameinast og má þar m.a. nefna mikinn samruna á tryggingamark- aðnum fyrir nokkrum árum, sem og stofnun íslandsbanka. Við samein- ingu Samvinnutrygginga og Bruna- bótafélagsins í Vátryggingafélag ís- lands var t.d. um flórðungi allra starfsmanna fyrirtækisins sagt upp störfum. Stjórnendur íslandsbanka stóðu á sínum tíma frammi fyrir þeirri spum- ingu hvort ráðast ætti í fjöldaupp- sagnir í tengslum við sameiningu Iðn- aðar-, Verelunar-, Alþýðu- og Utvegs- banka í íslandsbanka. Þá var valin sú leið að segja ekki upp starfsfólki heldur reyna þess í stað að láta fækk- un starfsmanna skila sér smám sam- an við það að fólk héldi til annarra starfa eða færi á eftirlaun. Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, segir að í raun hafi ekki önnur leið verið talin fær á sínum tíma, m.a. vegna þess hve flókin sameiningin hafí verið auk þess sem gæta hafí þurft hagsmuna viðskiptavina. Valur segir hagræðið af samein- ingunni hins vegar hafa skilað sér á fáeinum árum því að starfsfólki bankans hafi fækkað um 25% frá sameiningu og rekstrarkostnaður á föstu verðlagi hafi lækkað um þriðj- ung. „Þessi aðferð skilaði því ár- angri þó svo hún hafi tekið lengri tíma. Það getur hins vegar vel verið að við aðrar aðstæður þurfi menn að taka öðru vísi á svona málum og það verður eflaust að meta það í hverju tilfelli fyrir sig.“ Valur segir að samkeppnin sé sí- fellt að aukast og aukin samkeppni þrýsti mjög á verð sem hafi það í för með sér að fyrirtækin verði að halda mjög vel utan um kostnað. „Þetta hefur farið vaxandi og mun enn eiga eftir að aukast að mínu mati,“ segir Valur. „Þá hefur virkari hlutabréfamarkaður, þar sem fleiri og fleiri fyrirtæki skrá bréf sín á markaði og viðskipti með þau fara vaxandi, leitt til þess að fyrirtækin þurfi að horfa meira til hagnaðar en áður. Kröfurnar eru meiri, bæði hvað varðar samkeppnishæfni fyrirtækja og einnig munu kröfumar aukast um að fyrirtækin skili hluthöfum sínum meiri hagnaði.“ Valur segir ekki rétt að stilla upp hagsmunum hluthafa og hagsmun- um starfsfólks sem einhverjum and- stæðum. „Til þess að geta skilað hlut- höfum hagnaði ár eftir ár þurfa menn að hafa viðskiptavinahóp sem er ánægður og fær þá þjónustu sem hann er að sækjast eftir á því verði sem hann er að sækjast eftir. Til þess að geta veitt þessa þjónustu þurfa fyrirtækin að hafa í þjónustu sinni hæft og ánægt starfsfólk. Þetta fer því allt saman.“ Er ábyrgð „máttarstólpans“ enn meiri? Finnbogi Jónsson, framkvæmdá-' stjóri Síldarvinnslunnar hf. á Nes- kaupsstað er í nokkuð annarri stöðu en stjórnendur fyrirtækja á höfuð- borgarsvæðinu hvað þetta varðar því Síldarvinnslan er einn helsti máttar- stólpinn í atvinnulífi bæjarins. Hann segir að fyrirtækið hafí skyldum að gegna, bæði gagnvart hluthöfum sín- um og starfsmönnum, en í Ijósi þess hvaða stöðu fyrirtækið gegni innan síns bæjarfélags þá hafí það einnig talsverðar skyldur gagnvart því sam- félagi sem það sé hluti af. „í bæjarfé- lögum sem þessum eru tiltölulega fáir burðarásar í atvinnulífínu. Fólk hefur fjárfest í byggðarlaginu, t.d. í húsnæði, í trausti þess að þessi lykil- fyrirtæki haldi áfram starfsemi. í ljósi þessa tel ég að fyrirtækið hafi ákveðnar skyldur gagnvart samfé- laginu. Það getur til að mynda tæp- ast tekið einhliða ákvörðun um að flytja alla starfsemina annað óháð öllum öðrum hagsmunum en sínum eigin. Þá má ekki gleyma því að hér er ekki einungis um starfsfólk fyrir- tækisins að ræða heldur er einnig um þjónustuaðila fyrirtækisins. í svo litlu samfélagi sem þessu eru þeir talsvert háðir svo stóru fyrirtæki. Starfsemi okkar hefur því áhrif á allt umhverfi okkar." Reynt að forðast uppsagnir á erfiðleikatímum Finnbogi segir að hjá Síldarvinnsl- unni sé reynt að forðast það í lengstu lög að fækka starfsfólki þegar illa ári í rekstri fyrirtækisins. Til að mynda hafi starfsfólki loðnuverk- smiðjunnar ekki verið sagt upp yfír sumarmánuðina þrátt fyrir að starf- semi verksmiðjunnar sé mjög lítil á þeim tima. „Við getum ekki ætlast til þess að þeir komi einungis þegar við þurfum á að halda en séu síðan settir til hliðar á vorin.“ Hann segir hins vegar að í sumum tilfellum, t.d. síldar- og loðnufrystingu, sé fólk ein- ungis ráðið tímabundið enda sé þar um mjög stutt tímabil að ræða. „Eins ef að einhverjar grundvallar- breytingar eiga sér stað í rekstrinum, t.d. að einhveijar einingar fyrirtækis- ins standi ekki undir sér lengur, þá er óhjákvæmilegt að grípa til ein- hverra aðgerða. Það hefur hins vegar aðeins í undantekningartilvikum ver- ið gripið til slíkra aðgerða gagnvart fastráðnum starfsmönnum og þá aðeins mjög fáum.“ Þessi fylgja með öllum nýju glæsilegu fundarsölunum! Fljót í fórum ef kallað er eftir þjónustu Hefur mikið tœknivit Hefur stöðugt auga með_ öllu sem frarn fer Hlustar eftir öllu sem bettir má fara Snögg að hugsa \ Á Scandic Hótel Loftleiðum er glæsileg aðstaða til funda- og ráðstefnuhalds auk fyrsta flokks gistingar. Funda- og ráðstefnusalir eru 10 talsins allir nýuppgerðir og þeim fylgir fullkomnasti tækni- búnaður sem völ er á hvort sem um er að ræða mynd- eða talmál. Tæknistjóri sér til þess að allt gangi eðlilega fyrir sig og þingfreyjur eru reiðubúnar til aðstoðar hvenær sem er. SCANPÍC tOPTÞBIBIH Pantaðn sal t tíma og stma 50 50 160 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.