Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 8
JNwgiintHfefrfö KNATTSPYRNA Aston Villa í undanúrslit bikarkeppninnar í fyrsta sinn síðan 1960 Villa eygir annan leik á Wembley Aston Villa tryggði sér sæti í undanúrslitum ensku bikar- keppninnar þegar liðið vann Nott- ingham Forest 1:0 í gærkvöldi. Miðherjinn Franz Carr, sem áður lék með Forest, skoraði með skoti af um 20 metra færi um miðjan fyrri hálfleik og markið nægði Villa til að leika í undanúrslitum í fyrsta sinn síðan 1960. Liðið lék síðast til úrslita 1957 og vann þá Manchest- er United 2:1 en félagið hefur sjö sinnum orðið bikarmeistari. Villa mætir Leeds í úrslitum deild- arbikarkeppninnar 24. mars, en fær Leeds eða Liverpool í heimsókn í undanúrslitum bikarkeppninnar. Liverpool tapaði stigum Liverpool og Wimbledon mætt- ust í úrvalsdeildarleik á Anfield og gerðu 2:2 jafntefli en þrjú mörk voru dæmd af heimamönnum. Steve McManaman skoraði fyrir Liverpool 10 mínútum fyrir hlé en Wimbledon svaraði með tveimur mörkum á sex mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik. Efan Ekoku jafnaði á 54. mínútu og Dean Holdsworth bætti síðan öðru marki við. Þar með hefur hann gert 15 mörk á tímabilinu og á inni Ferrari- bifreið ef Sam Hammam, eigandi Wimbledon, stendur við loforð sem hann gaf fyrir tímabilið næði Holdsworth fyrrnefndu marki. Stan Collymore jafnaði skömmu síðar en þó Liverpool hafi leikið 18 leiki í röð án taps tapaði liðið dýr- mætum stigum í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Wimble- don er með 27 stig eins og Cov- entry og Manchester City en South- ampton er í þriðja neðsta sæti með 25 stig. Meistarar Blackburn unnu Leeds 1:0. Varamaðurinn Graham Fenton gerði eina mark leiksins í byijun seinni hálfleiks og var þetta fyrsta mark hans fyrir félagið en hann var keyptur frá Aston Villa í nóvember sem leið. MIÐHERJINN Franz Carr, sem áður lék með Forest, skoraði fyrir Aston Villa og tryggði liðinu sæti í undanúrslitum. KORFUKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA GóðvömKR var grunnur ad sigri á UMFG KR stúlkur fengu óskabyrjun í Grindavík í gærkvöldi þegar þær lögðu Grindvíkinga að velli 77:63 í fyrsta leik liðanna. Góður varn- arleikur lagði grunninn að sigrin- um meðan Grinda- náði sér ekki á strik í Frímann Ólafsson skrifar frá Grindavík víkurliðið leiknum. KR-stúlkur voru alltaf skrefinu á undan og voru komnar með góða stöðu um miðjan fyrri hálfleik. Þær spiluðu varnarleikinn mjög vel svo að Grindvíkingar komust í vand- ræði hvað eftir annað, og nýttu síð- an sóknirnar vel með Majenicu Rupe mjög sterka undir körfunni. Grindvíkingar náðu góðum enda- spretti fyrir hálfleik en slök byijun í seinni hálfleik gerði út um vonir þeirra um sigur í leiknum. Þær náðu sér einfaldlega aldrei á strik og Stefanía Jónsdóttir hreinlega hélt þeim á' floti í leiknum. Penni Peppas komst aldrei í gang og skor- aði 9 af 20 stigum sínum í leiknum á síðustu þremur mínútunum. KR stúlkurnar spiluðu vel í leikn- um og voru vel að sigrinum komn- ar. Majenica Rupe var mjög góð og hæð hennar nýttist vel í leiknum. Guðbjörg Norðíjörð , Helga Þor- valdsdóttir og María spiluðu einnig vel og Kristín Jónsdóttir hrökk í gang í seinni hálfleik þegar hún var komin með 4 villur. „Við hittum hræðilega illa í leikn- um og okkur vantaði karakter til að rífa okkur upp í séinni hálfleik eins og við gerðum í þeim fyrri. Seinni hálfleikurinn byijaði illa hjá okkur en ég trúi ekki að við getum spilað svona illa aftur. Við ætlum svo sannarlega ekki að tapa fyrir þeim aftur og erum staðráðnar að koma hingað aftur á sunnudaginn og ljúka þessu,“ sagði Stefanía Jónsdóttir fyrirliði Grindvíkinga í leikslok. Óskar Kristjánsson þjálfari KR stjórnaði stelpunum sínum af mikill röggsemi. „Það er víst óhætt að vera ánægður með leikinn. Stelpum- ar voru mjög tilbúnar í hann og við fengum óskaliðið okkar í úrslitunum. Við komum mjög vel undirbúin und- ir leikinn, höfum skoðað leik Grinda- víkurliðsins og erum vonanandi að toppa á réttum tíma. Okkur finnst óþarfi að vera að koma hingað aft- ur,“ sagði hann eftir leikinn. Öruggt hjá Kefl- víkingum gegn meisturunum Gísli Blöndal skrífar frá Keflavík Keflvíkingar sigruðu lið ís- landsmeistara Breiðabliks næsta auðveldlega, 84:67, í fyrsta leik liðanna í und- anúrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik í Keflavík í gær- kvöldi. Fyrri hálfleikurinn var jafn, Keflavíkurstúlkurnar þó yfir lengst af en munurinn varð aldr- ei mikill. Bæði lið léku vel en meistararnir úr Kópavogi voru betri á endasprettinum og kom- ust einu stigi yfir, 38:37. Heimamenn byrjuðu siðan af krafti eftir hlé, gerðu sjö fyrstu stigin og höfðu ætíð forystuna eftir það. Forystan varð fljótt örugg, Breiðablik tók svo tals- verðan kipp og minnkaði muninn i níu stig, 70:61, en heimamenn settu þá aftur á fulla ferð; gerðu níu stig í röð og komust í 79:61. Anna María Sveinsdóttir var lang best í Keflavíkurliðinu og gerði 34 stig. Veronica Cook fékk þrjár villur snemma í fyrri hálf- leik og lék því lítið með fram að leikhléi, en spilaði nær allan þann seinni og stóð sig vel. Betsy Harr- is og Birna Valgarðsdóttir voru lang bestar i liði meistara Breiða- bliks - gerðu öll stig liðsins nema 12, Betsy 35 og Birna 20. Breiðabliksstúlkur voru fálið- aðar, aðeins sjö voru á leik- skýrslu enda mikil forföll hjá lið- inu og greinilegt að Blikar sökn- uðu sárt þeirra sem voru fjarver- andi. Hanna Kjartansdóttir leikur ekki meira með vegna meiðsla, Erla Hendriksdóttir er í Portúgal með kvennalandsliðinu í knatt- spyrnu og sömu sögu er að segja af Olgu Færseth, sem var komin á fullt með liðinu eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í vetur. Kvennalandsliðið kemur heim á mánudaginn og ef þær Erla og Olga eiga að leika meira í vetur verður Breiðablik að sigra Kefla- vík á morgun, föstudag, en þá mætast liðin öðru sinni. Ef með þarf verður þriðji leikurinn á mánudagskvöld og þá verða þær stöllur komnar heim. ■ Leiklrnir í tölum / D4 Arsenal neitar að selja Wright STJÓRN Arsenal tilkynnti miðherjanum Ian Wright í gær að hún tæki ósk hans um sölu ekki til greina og hann yrði að standa við samninginn sem hann gerði í fyrra og gildir í fjögur ár. Wright, sem er 32 ára, gekk til liðs við Arsenal frá Cryst- al Palace 1991 en í liðinni viku óskaði hann eftir að verða seldur. Hann er metinn á þrjár milljónir punda og reyndi Chelsea að tryggja sér miðheijann þegar hann greindi frá óánægju sinni á Highbury. Stjórnarmaðurinn Ken Friar sagði að stjórnarmenn og Bruce Rioch knattspyrnu- stjóri hefðu verið á einu máli um að hafna ósk Wrights að svo stöddu og honum hefði verið tilkynnt sú ákvðrðun. „Ian hefur átt stóran þátt í glæstum ár- angri félagsins á undanförn- um árum og við erum vissir um að hann sem sannur at- vinnumaður á eftir að vera í ámóta hlutverki það sem eftir er samningsins. Það er ósk okkar allra að hann verði áfram hjá okkur.“ Glenn Hoddle, knatt- spymustjóri Chelsea, hafði núkin hug á að fá Wright til að styrkja liðið í baráttunni um Evrópusæti. Arsenal greiddi 2,5 miRj. punda fyrir miðheijann 1991 ogtveimur árum síðar lagði hann sitt af mörkum þegar félagið varð tvöfaldur bikarmeistari á Wembley. Á liðnu tímabili gerði liann 30 mörk, þar af níu mörk í Evrópukeppni bik- arhafa en hann skoraði i hverri umferð þar til kom að tapinu i framlengdum úrslita- leik á móti Real Zaragoza. Wright hefur ekki leikið með Arsenal í þremur siðustu leikjum. í tveimur þeirra tók hann út leikbann og var meiddur i einum leik en áður tók hann við fyrirliðastöð- unni af Tony Adams sem lék þá ekki með vegna meiðsla. Hollendingurinn Dennis Bergkamp, sem hefur leikið vel með Wright Iijá Arsenal í vetur, hvatti miðheijann opinberlega til að endur- skoða óskina um sölu en Wright sagðist vera óánægð- ur. „Ég er ekki lengur ánægður. Ýmislegt hefur gerst á timabilinu sem hefur sært mig,“ sagði Wright. Undanúr- slit úrvals- deildar að hefjast FYRSTU leikir undanúrslita úrvalsdeildar karla í körfu- knattleik eru á dagskrá i kvöld. íslandsmeistarar Njarðvíkinga taka þá á móti nágrönnum sínum úr Kefla- vík og í Hafnarfirði eigast við Haukar og Grindvikingar. Báðir leikimir hefjast, kl. 20. VIKINGALOTTO: 22 29 33 39 40 46 i 19 34 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.