Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 B 7 DAGLEGT LÍF Allt gert til að milda áhrif virkjananna HÁKON Aðalsteinsson hjá Orku- stofnun og Helgi Bjarnason hjá Landsvirkjun segja að nú sé mest rætt um virkjun Jökulsár á Brú með Hálslóni, og einnig Eyjabakkalón undir Snæfelli. Forsendan sé annað- hvort stóriðja eða útflutningur raf- orku með sæstreng. Aðalrökin fyrir virkjuninni felast í þörfinni fyrir vatnsaflsorku og að hægt sé að velja kosti sem hafi lítil áhrif á umhverfið. Þeir segja að starfað sé í anda Ríóráðstefnunnar um umhverfis- og þróunarmál, en þar var því beint til ríkisstjóma að auka notkun nýrra og endurnýjanlegra orkugjafa sem valda lítilli sem engri mengun. Einnig markmiðinu að samræma orkuáætl- anir svo að auka megi notkun end- umýjanlegra orkugjafa og draga með því úr notkun óæskilegra orkugjafa. Sjónmengun virkjana í lágmarki Hákon segir að stefnan sé að framleiða umhverfisvæna orku, þótt að vísu verði að fórna gróðurlendi. Hann segir það vega þyngra að geta nýtt hagkvæma orku með neðanjarð- argöngum og einu ásýndina bundna við lónin sem myndast. „Sjónmengun verður i lágmarki samkvæmt áætlun- um um virkjun Jöklusár á Brú og á Pjöllum." Hann telur hagkvæmara að breyta um farveg Jökulsár á Fjöllum því það valdi meiri umhverfisröskun ef hún er í eigin farvegi við Lambafjöll og Dettifoss. Þrepavirkjanir í farvegi Jökulsár á Brú yrði til dæmis um þriðjungi dýrari og myndi skerða KORT sem sýnir helstu virkjunarkosti; Eyjabakkalón, Hálsión og Arnardalslón. EYJABAKKAR, línan sýnir hluta af svæðinu sem fer undir lón, en það er stærsta athvarf heiðagæsa í sárum í heiminum. gróðurlendi meðfram ánni og röskun verða á búskap í Jökuldal. Hag- kvæmara er að finna pláss fyrir vatn- ið sem hægt væri að miðla þannig að áhrifin á umhverfið verði sem minnst. „Arnardalslón yrði miðlunar- staður fyrir Jökulsá á Fjöllum, en Fagradal yrði hlíft.“ Um áhrif á hreindýrastofninn vegna miðlunarlóns við Háls segir hann að hlíðarslakkinn við ána sé mikilvægur fyrir þann hluta hrein- dýra sem leiti á Vesturöræfi til að bera á snjóþungum vorum. Hins veg- ar sé þetta lítill hluti eða innan við fimmtungur þeirra dýra sem gangi þar yfir sumarið. Hálslón sé ekki sérlega afdrifaríkt fyrir afkomu hreindýrastofnsins, og bendir á að leitast sé við að fækka í stofninum. Um athvarf heiðagæsa í sárum á Eyjabakka, segir hann að heiða- gæsastofninn sé í sögulegu hámarki og að meira en 4 af hverjum 5 heiða- gæsahreiðrum séu við Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Dal. Áætlað sé að 10% setinna hreiðra við Jök- ulsá á Fjöllum fari undir vatn og um 20% við Jökulsá á Dal. Höfða mætti til annars hóps ferðamanna „Ferðamönnum mun ef til vill' fækka á þessu svæði vegna þess að þar verður manngert umhverfi. Ein- hveija mun ekki fýsa að koma. En bætt aðgengi á þessu svæði gæti hugsanlega laðað annan hóp ferða- manna að,“ segir hann. „Osnortin náttúra höfðar til ákveðinna erlendra ferðamanna en þeir eru kannski ekki nema um 5%. En hvað eru hinir ferðamennirnir að gera? ímynd Is- lands sem ósnortins lands er í sjálfu sér falsímynd." „Áhrif svona framkvæmda á ferðaþjónustuna er flókið mál, og erlendis frá er ekki mikla reynslu að fá. Helst frá Noregi, sem sýnir að ferðamennskan breytist og flyst annað. Hér á landi er ferðaþjónustan fyrst og fremst sumaratvinnuvegur fyrir skólafólk," segir Hákon. „Einnig má nefna að ferða- mennskan krefst mikillar orku á tak- markaðri auðlind sem er olía og bens- ín sem valda mengun.“ Siðferðisspurningar vegna virkjunar hálendisins „Spurningin er hvaða rétt dýrateg- undin maður hafi til að gera eitthvað á kostnað annarra lífvera," segir Hákon. „Spurningin er líka hvaða aðili grös merkurinnar eða dauð nátt- úra sé að þessari spurningu. Vandinn snýst líka um lífsskilyrði afkomenda okkar og hversu nærri náttúrunnii við erum að ganga. En siðferðis- spurningar hafa bara ekki verið neitt í umræðunni og þess vegna erfitt að svara þeim núna.“ Edvard Guðnason hjá Lands- virkjun segir að ef af samningi við rafveitur á Norður-Skotlandi yrði, þyrfti hann að vera langtímasamn- ingur a.m.k. upp á 25-30 ár, en þann tíma þarf til að fyrirtækið gæti borg- að sig og líftími sæstrengs er 25-30 ár. ■ Maðurinn lagi sig að hamslausu hálendinu Úr bók Hjálmars R. Bárðarsonar: Fuglar íslands. HEÍÐAGÆS. KÁRI Kristjánsson, fyrr- verandi landvörður í Herðubreiðarlindum og fulltrúi Ferðamálaráðs í Náttúruverndarráði, tekur afstöðu gegn virkjunum norðan Vatnajökuls. „Rétt- urinn er náttúrunnar til að vera eins og hún er, og það þarf gild rök til að breyta gróður- og dýralífi á há- lendinu," segir hann. Hann teflir hugmyndum um ferðamennsku á há- lendinu gegn hugmyndinni um orkuver. „Það á að gera kröfu til að nýta hálendið fremur til að laða að ferða- menn en umbreyta því vegna tímabundinnar sölu á rafmagni til Evrópu.“ Líftíml virkjana skammur „Sala raforku gegnum sæstreng er ef til vill einungis arðbær í nokkra tugi ára, og virkjanirnar eru afskrifaðar á 80 árum. Spurn- ingin er á að fórna mikilfenglegri náttúru fyrir hagsmuni einnar kynslóðar? Ef það þarf að nýta hálendið, er miklu skynsamlegra að Ieggja það undir ferðamennsku, en þess ber að geta að erlendir ferðamenn sem þrá ósnortra náttúru óska ekki eftir malbikuðum vegum, brúm yfir ár, sjoppum og öðrum fylgifiskum nútimamannsins. Heldur slæma vegi sem fylgja landslaginu. Þeir eru nefnilega á flótta undan skipulagsáráttu mannsins og tilhneigingu að sveigja landið að sér. Það sem gerist við virkjanir norðan Vatnajökuls er að Jökuls- árnar fá nýjan farveg ákveðinn af mönnum, Eyjabökkum er sökkt og Dettifoss ásamt mörgum öðr- um fossum verður undir handar- krika mannsins. Stífla verð- ur við Kárahnúk og Dimmugljúfur tæmast. Þetta er brot af því sem ráðgert er og sem ég tel alvarlegast," segir Kári. Hann er ekki sammála þeim sem kalla vatnsorku- virkjanir á íslandi „græna orku“ vegna þess að fyrst þarf að „eyðileggja nátt- úruleg verðmæti, en um- rætt svæði er best gróna hálendið á landinu." Einnig telur hann að svara þurfi siðferðilegum spurningum eins og „Höfum við rétt til að sökkva þessu landi eins og Eyjabökkum 50 ferkíló- metra svæði á einubretti?" „Græn orka frá Islandi leysir engan vanda í Evr- ópu,“ segir hann, „Hún veg- ur svo lítið. Einnig má nefna að þótt virkjanir á hálendinu skapi mikla vinnu í nokkur ár, þarf ekki nema nokkra sérfræðinga til að starfa við virkjanirnar þegar þær eru fullbúnar. Hver græðir á virkjun? Einnig er óvíst hvað Austfirð- ingar græði mikið á fyrirtækinu, sérstaklega ef sæstrengsverk- smiðjan verður í Reykjavík en ekki til dæmis á Reyðarfirði," seg- ir Kári Kristjánsson að lokum. ■ GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN! Gingko biloba er ein elsta jurtategund jarðarinnar. Það hefur stundum verið nefnt musteristré af því að jurt- in, sem talin var löngu útdauð fannst lifandi í afskekktum musterisgarði í Kína. Á síðari árum hefur Gingko mikið verið rannsakað af vest- rænum vísindamönnum. Ótví- rætt kemur fram gagnsemi þess við ýmsum öldr- unareinkennum. Virkni Gingko virðist tengjast bættri blóðrás végna flavonoida m jurtin er auðug af. Úlfur Ragnarsson læknir segir: „Ég hefséð mjögjákvað áhrif Gingko biloba hjá mörgum sem ég hef ráðlagt að reyna það við minnisleysi, til að örva blóðrás, einkum í heila. Það lifnar oft yfir starfiemi heilans. Bestur árangur nast meðþví að nota það samfellt í lengri tíma. “ fðh eilsuhúsið Kringlunni & Skólavörðustíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.