Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Ásdís GLÆSILEG tískusýning var haldin tvisvar báða dagana, laugardag og sunnudag. Brúðarkjólarnir voru frá Brúðarkjólaleigu Katrinar og Djásni og grænum skógum. BRÚÐARTERTUR af öllum stærðum og gerðum voru til sýnis. Þessi er frá veislu- þjónustunni Skútunni. OHEFÐBUNDINN klæðnaður , hannaður af Guðbjörgu Antonsdóttur, fatahönnuði. HÁRGREIÐSLUSTOFAN Prima Donna sá um hár tískusýningarfóiksins og Make up listamenn um förðun. Boðið til brúðkaups FLEST það sem þarf til þess að gera brúðkaup og brúðkaupsveislur sem best úr garði mátti finna í Perlunni um síð- ustu helgi. Þar stóð nefnilega yfir glæsi- leg sýning; Brúðkaup ’96 sem Kolbrún Aðalsteinsdóttir hjá skóla John Casa- blanca hafði umsjón með. Margir lögðu hönd á plóginn, meðal annarra þrefaldur Noregsmeistari i blómaskreytingum, Ingun Haukobu, sem blómabúðin Blómið fékk til landsins. Sjón er sögu ríkari og á meðfylgjandi myndum má sjá sýnis- horn af því sem bar fyrir augu þeirra fjölmörgu gesta sem lögðu leið sína á sýninguna. ■ Sængur- fataverslun- in Verið var með skemmtileg- an bás þar sem rúm- fatnaður ýmis konar var í aðal- hlutverki. Veikindafrí má næla sér í á einn eða annan hátt ÞEGAR timburmenn, vinnuleiði eða bara al- menn leti gera að verkum að það er hrein- lega ómögulegt að mæta í vinnuna er eins gott að vera með aðferðina við að næla í veikindafrí alveg á hreinu og vel pússaða. Annars pípir lygamælir yfirmannsins. Erfiður endajaxl Frídagar: 1 til 3. Undirbúningur: Kvartaðu hástöfum undan tann-, eyrna- og höfuðverk. Passaðu þig á því að neyta bara fijótandi fæðis með eymdar- svip. Símatækni: „Það losnaði óvænt pláss hjá lækninum." Eftirmeðferð: Notaðu smávegis augnháralit fyrir neðan augnlokin til þess að fá sannfær- andi útlit. Baðmullarhnoðrar innan í hvora kinn hjálpa líka. Neikvæðar hliðar: Hinir raunverulegu endajaxlar gætu látið á sér kræla nokkrum dögum eftir að þú ert búinn að láta „fjar- lægja þá.“ Baðmullarhnoðrarnir gætu líka dottið út úr þér á meðan þú borðar hádegis- verð með yfirmanninum. Bólgnir hálskirtlar Frídagar: 2 til 5. Undirbúninur: Kvartaðu undan sárum hálsi og hættu að taka þátt í samræðum þar sem það er of sárt að tala. Ræsktu þig oft og t. skolaðu hálsinn með látum upp úr saltvatni. t Símatækni: Nældu þér í hása rödd með því jjí. að vaka alla nóttina og reykja og drekka. 'i Segðu svo að eftir áralanga þjáningu hafir þú loks ákveðið að láta fjarlægj'a litlu djöflana. Eftirmeðferð: Borðaðu varlega með tilheyr- andi þjáningarsvip. Neikvæðar hliðar: Bólgnir kirtlar gætu í framtíðinni leitt til óþægilegra spurninga. Mígreni Frídagar: 1 til 3. Undirbúningur: I sjálfu sér enginn þar sem mígreni herjar iðulega á fólk án viðvörunnar. Símatækni: Fáðu einhvern annan til að hringja og segja að þú liggir fyrir í dimmu, hljóðlátu herbergi eftir að hafa verið með uppköst alla nóttina. Eftirmeðferð: Nuddaðu andlitið upp úr talk- úmpúðri, notaðu sólgleraugu og forðastu skær ljós. Neikvæðar hliðar: Yfirþyrmandi samúð þjáningasystkina. í hvert skipti sem þú færð snert af höfuðverk heldur fólk að þú sért að fara yfir um. Bakverkur Frídagar: 1 til 365. Undirbúningur: Segðu þeim sem heyra vilja að þú hafi hjálpað kunningja þínum að flytja um helgina. Nefndu svo í leiðinni smá sárs- auka neðarlega í bakinu. Símatækni: „Ég ligg í rúminu og get ekki hreyft mig. Læknirinn heldur að þetta sé bijósklos og segir að ég verði bara að sýna þolinmæði." Eftirmeðferð: Hreyfðu þig varlega. Forð- astu að taka upp hluti. Keyptu skrítinn „ÉG er því miður veikur í dag.“ sænskan stól til að ktjúpa á og leggstu á gólfið í matartímanum. Neikvæðar hliðar: Þú færð orð á þig fyrir að vera ræfill. Inflúensa Frídagar: 3 til 8. Undirbúningur: Kvartaðu undan hita og beinverkjum. Hlauptu upp stigann og stattu við ofn smástund. Láttu svo einhvern þreifa á enninu á þér. Símatækni: Vertu með óráði. Hlæðu og segðu að skórnir þínir séu á rölti í herberg- inu, öskraðu og leggu á. Eftirmeðferð: Taktu tvo aukafrídaga. Segðu að þú sért með afbrigði af Hong Kong flens- unni og þurfir að vera í algerri einangrun. Neikvæðar hliðar: Þú verður blóraböggull þegar vinnufélagar þínir veikjast, sama hver veikindin verða. Hundabit Frídagar: 3 Undirbúningur: Segðu frá því að þú hafir nýlega keypt þér bolabít sem þú kallar Tyson. Símatækni: Spilaðu segulbandsspólu með hundsgelti, vertu í uppnámi, segðu að þú hafi verið bitinn í rassinn (til þess að koma í veg fyrir að vinnufélagarnir vilji sjá bitið) og að hundurinn þinn sé með froðu í munn- vikjum. Eftirmeðferð: Passaðu að setjast ekki niður í einn til tvo daga. Neikvæðar hliðar: Þú gætir lent í ástarævin- týri með vinnufélaga sem heimtaði að fá að sjá hið fræga ör. „Uppa“flensa Frídagar: Óendanlegir. Undirbúningur: Kvartaðu undan höfuðverk og almennum drunga og sinnuleysi samhliða svefnleysi. Símatækni: Segðu að læknirinn haldi að þú sért haldinn einhveijum einkennilegum nýj- um sjúkdómi, en „allir verða víst að deyja einhvern tímann." Eftirmeðferð: Mættu aftur í vinnuna með endurnýjaðan kraft og lífsgleði. Talaðu enda- laust um alls kyns meðferðir, nálastunguað- ferðir og Prozac. Neikvæðar hliðar: Það gæti farið svo að enginn tæki eftir sinnuleysi þínu og drunga í vinnunni þar sem það væri of líkt þínu al- menna ástandi. Pauðsfall í fjölskyldunni Frídagar: 1 til 3. Undirbúningur: Talaðu hátt og mikið um að uppáhaldsfrænka þín sé alvarlega veik. Vertu í uppnámi og láttu þig bresta í grát við hvert tækifæri. Símatækni: „Þessu er víst lokið. Ég býst við að jarðarförin verði látlaus og fámenn." Eftirmeðferð: Vertu í þungum þönkum eft- ir ,jarðarförina“ og láttu móðan mása um líf eftir dauðann og þess háttar. Neikvæðar hliðar: Ef einhver nákominn deyr er hætt við að stór hluti samúðarinnar sé uppurinn. ■ Þýtt úr FHM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.