Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA BORÐTENNIS 1996 FÖSTUDAGUR 15. MARZ BLAD KORFUKNATTLEIKUR Óvænt í undanúrslitum Morgunblaðið/Einar Falur GRINDVÍKINGAR gerðu sér lítið fyrir og sigruðu blkarmeistara Hauka í fyrsta lelk llðanna í undanúrslitum íslandsmótslns í körfuknattlelk en viðureignln fór fram í íþróttahúsinu vlð Strandgötu í Hafnarfirði. Keflvíking- ar létu sitt heldur ekki eftir llggja þegar þeir heimsóttu íslandsmeistarana í Njarðvík og fögnuðu glæstum slgri. Keflvíkingarnir Falur Harðarson og Albert Óskarsson féllust í faðma þegar flautað var til lelksloka en þeir eiga næst heimaleik á sunnudag. Óvæntlr útisigrar í fyrstu umferð undanúrslita/C2. STYRKIR íþróttafélög í Reykjavík fengu 4,3 milljónir króna Stjórn Afreks- og styrktarsjóðs Reykja- víkur, sem skipuð er fulltrúum frá íþrótta- og tómstundaráði og fþróttabanda- lagi Reykjavíkur, úthlutaði í gær 4,3 millj- ónum króna til íþróttafélaga í borginni. Handknattleiksdeild Fram fékk 400.000 krónur vegna meistaraflokks kvenna. Blakdeild Víkings fékk 300.000 kr. vegna meistaraflokks kvenna og fyrir öflugt starf í kvennaflokkum. Tennisdeild Þróttar fékk 200.000 kr. fyr- ir góðan árangur í barna- og unglingastarfi. Borðtennisdeild Víkings fékk 200.000 kr. fyrir öflugt barna- og unglingastarf og góðan árangur á árinu 1995. Skylmingafélag Reykjavíkur fékk 100.000 kr. vegna Kára Freys Bjömssonar sem varð Norðurlandameistari með höggs- verði. Knattspyrnudeild KR fékk 400.000 kr. vegna meistaraflokks karla. Taflfélag Reykjavíkur fékk. 150.000 kr. vegna Helga Ass Grétarssonar sem varð heimsmeistari unglinga, Arnars Gunnars- sonar sem varð Norðurlandameistari og árangurs sveita félagsins. Knattspymudeild Vals fékk 400.000 kr. fyrir öflugt bama-, unglinga- og kvenna- starf og vegna meistaraflokks kvenna og 2. flokks karla. Listskautadeild Skautafélags Reykjavíkur fékk 200.000 kr. til eflingar listskauta- hlaupi. Skíðadeild ÍR fékk 200.000 kr. fyrir bama- og unglingastarf. Karatefélagið Þórshamar fékk 150.000 kr. vegna Hjalta Ólafssonar. Knattspyrnudeild Víkings fékk 200.000 kr. til eflingar barna- og unglingastarfi. Keiludeild KR fékk 150.000 kr. vegna íslands- og bikarmeistara deildarinnar. Tennisdeild Fjölnis fékk 200.000 kr. vegna Hrafnhildar Hannesdóttur. Körfuknattleiksdeild KR fékk 200.000 kr. fyrir barna- og unglingastarf og fjölda Islands- og bikarmeistara. Glímudeild KR fékk 150.000 kr. fyrir barna- og unglingastarf. íþróttafélagið Osp fékk 150.000 kr. fyrir barna- og unglingastarf. Körfuknattleiksdeild Leiknis fékk 150.000 kr. fyrir bama- og unglingastarf og áður var handknattleiksdeild Vals út- hlutað 400.000 kr. vegna íslandsmeistara karla 1995. Víkingur íslandsmeistari A lið Víkings varð íslandsmeistari í borðtennis annað árið í röð, vann KR 6-11 síðustu umferð. Liðiðsigraði í öllum leikjum sínum og hlaut 20 stig. Á myndinni eru meistararnir frá vinstri: Björn Jónsson, Guðmundur E. Stephensen, Peter Nilsson, þjálfari, og Hilmar Konráðsson. Fyrsti landsleikur- inn gegn Ástralíu FYRSTI landsleikur íslands gegn Ástralíu í handknattleik fer fram í Japan í næsta mánuði en landsliðið tekur þar þátt í átta þjóða móti 9.-14. apríl. íslenska landsliðið er í riðli með Ástraliu, Bandaríkjunum og Japan, en i hinum riðlinum eru Hvíta-Rússland, Noregur, Suður- Kórea og Kina. Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komast í undanúrslit. VerðurJason markakóngur? JASON Ólafsson, sem leikur með Brixen í ít- ölsku deildinni, hefur að loknum 19 umferðum skorað 150 mörk fyrir lið sitt, eða 7,9 mörk að meðaltali i leik. Einungis einn leikmaður er markahærri en Jason, Rússinn Valeri Gopin, sem hefur gert 152 mörk. Jason hefur verið iðinn við kolann upp á síðkastið, skoraði 10 mörk i síðasta leik og 11 í leiknum þar á undan. Ef fer sem horfir á hann góða möguleika á marka- kóngstitlinum í vetur. Brixen er nú í 4. sæti deildarinnar og hefur nánast tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, sem er með sama sniði og hér á landi. Rautt spjald fýrir að slá ökumann EKIÐ var á leikmann i Brasiliu i leik i 1. um- ferð keppni Suður-Ameríku i gær. Leikmaðurinn féll við en stóð strax upp aftur, sló til ökumanns- ins og var vikið af velli fyrir vikið. Atvikið átti sér stað i leik Espoli á útívelli gegn Barcelona. Heimamenn skoruðu og breyttu stöðunni í 3:2 sér í hag á 80. mínútu. Gestimir mótmæltu og sögðu að um rangstöðu hefði ver- ið að ræða en dómarinn var ekki á sama máli. Á siðustu minútu meiddist leikmaður heimaliðs- ins og „sjúkrabíl“, eins og byijað var að nota í HM í Bandarikjunum 1994, var ekið inná völlinn tíl að ná í manninn. Á leiðinni rakst hann á fyrr- nefndan leikmann gestanna sem sættí sig ekki við að vera „keyrður“ niður en blóðhiti hans kostaði rautt spjald. Heimsmeistari sér fram á lífstíðarbann RÚSSINN Alexei Petrov, sem sigraði í öllum þremur greinunum í 91 kg flokki á heimsmeist- aramótínu í lyftíngnm i Kína, á yfir höfði sér lífstíðarbann. Niðurstöður úr lyfjaprófí, sem Pedrov fór í á HM í nóvember sem leið, voru birtar í gær og gaf fyrra sýnið tíl kynna að hann hefði neytt stera, en þeir eru á bannlista. Framkvæmdasljóri Alþjóða lyftingasambands- ins sagði að beðið væri eftír ósk um annað sýni en reyndist það einnig jákvætt væri ljóst að Pedrov færi þegar í lífstiðarbann. GUÐRIÐUR GUÐJONSDOTTIRIÞROTTAMAÐUR REYKJAVIKUR1995 / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.