Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 16
16 D FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Húseigendafélagið í sóknarham Gefur út f ræðslurit um fjöleignarhús og fundargerðabók fyrir húsfélög HÚSEIGENDAFÉLAGIÐ á sér langa hefð hér á landi. Það var stofnað árið 1923 og hefur starfað óslitið síðan. Félagið er hagsmunafélag allra hús- og íbúð- areigénda á landinu og eru félags- menn nú á sjöunda þúsund tals- ins, en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Starfsemi félagsins er tvíþætt; annars vegar almenn hagsmuna- gæzla og hins vegar ráðgjöf og þjónusta við einstaka félagsmenn, einkum lögfræðileg aðstoð og upp- lýsingamiðlun. Félagið hafði frum- kvæði að fjöleignarhúsalögum og húsaleigulögum, sem gengu í gildi í ársbyijun 1995. Voru lögin ekki hvað sízt byggð á reynslu félags- ins. — Fjöleignarhúsalögin hafa nú Húseigendafélagið lætur mikið að sér kveða um þessar mundir með öflugri útgáfustarfsemi. Hér ræðir Magnús Sigurðsson við Sig- urð Helga Guðjóns- son hrl, formann' félagsins. gilt í rúmt ár og ég leyfi mér að fullyrða, að þau hafa reynzt sú réttarbót, sem að var stefnt, segir Sigurður Helgi Guðjónsson hrl. og formaður Húseigendafélagsins, en hann er höfundur laganna. — Flest í lagaframkvæmdinni hefur gengið eftir eins og vonazt var til og það virðist ríkja almenn ánægja með lögin. Nokkra hnökra reyndist þó nauðsynlegt að lag- færa og var það gert með sérstök- um lögum. Annars vegar var þar um fyrirmæli um eignaskiptayfír- lýsingar að ræða og hins vegar reglur viðvíkjandi ráðstöfun bíl- skúra í eigu utanaðkomandi aðila. — Ein réttarbótin héfur farið fram úr björtustu vonum, en það er Kærunefnd ijöleignarhúsamála, segir Sigurður Helgi ennfremur. FASTEIGN ER FRAMTID_ FASTEIGNA Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, fax 568 7072 MSIMI 568 77 68 MIÐLUN Sverrir Kristjánsson löaa. fasteianasali fax 568 7072 lögg. fasteignasali Þór Þorgeirsson, sölum. Kristín Benediktsdóttir, ritari Kristjana Lind, ritari Opið: Mán.—fös. 9—18. Laugardag kl. 11—14, sunnudaga kl. 13—14. Stærri eignir Þrastalundur 12 — Gbæ — laust. Wljög gott raðh. raðh. á einni hæð m. innb. bílsk. 4 svefnherb., fallegar stofur, stór blómastofa. Fallegur, lítill suðurgaröur. Mikið útsýni.' Laust nú þegar, iykiil á skrifst. Sæbólsbraut — raðh. Nýtt í sölu mjög vandað 240 fm gott raðh. sem er kj., hæð og rishæð. Innb. 36 fm bílsk. Húsið skiptist þannig: í kj. eru 2 herb. o.fl. Á hæðinni er forst., hol, stofa, boröstofa, vandað eldh. og snyrting. Uppi er sjónvarps- hol, 2 stór og 1 miölungs og 1 lítið svefn- herb., stórt og mjög vandaö flísal. bað m. sturtu, kerlaug og góöri innr. Parket á flest- um gólfum. Fallegur, lítill suöurgarður fyrir sóldýrkandann. Þetta er eign fyrir vand- láta. Skipti á litlu raöh. eða einb. koma til greina. Góð áhv. lán. Verð 14,5 millj. Verð 10-12 millj. Njarðarholt — Mos. — einb. 124 fm einb. á einni hæð ásamt 30 fm garð- skála og 44 fm bílsk. Húsið er m.a. stofa, borðst., 3-4 svefnherb., rúmg. eldh. og bað. V. 10,7 m. Áhv. 1,2 m. Dalsel — endafb. Mjög björt og rúmg. 152 fm íb. á 1. hæð og í kj. .rnögul. ð aukafb., ásamt 31 fm stæði i nýl. bíl- skýli. íb. er m.a. stofa, sjónvhol, 5 svefn- herb. o.fl. Þvhús i íb. Húsið nýviðg. að utan. Brekkusel. Seljahverfi, i einkasölu ca 240 fm raöhús á 3 hæöum. 23 fm bilskúr. Verð 12,9 millj. Áhv. 5,2 millj. Skipti. Verð 8-10 millj. Skólagerði — sérh. Nýtt í söiu mjög góð og mikið endurn. ca 113 fm 2. hæð (sérhæð). 3-4 svefnherb., stofa o.fl. Gott hús. Áhv. 3,6 millj. m. 4,9% vöxtum og skv. samklagi 1,5 millj. m. 5% vöxtum. Verð 8,9 millj. Þarna þarftu ekki að fara f greiðslumat. Seljahverfi — laus. Vorum að fá í sölu glæsil. 5 herb. endaíb. á 1. hæð (4 svefnherb.). Fallegt eldh. og bað. Yfirb. sval- ir. Bílskýli. Gott verð. Laus fljótt. Skipti á 2ja-3ja herb. íb. koma til greina. Álftahólar 8. 4 herb. ca. 93 fm íb. á 3. hæð í fjölb. 27 fm innb. bílskúr. íb. er m.a. stofa m. suövestursv. Nýtt eldhús. Mikiö útsýni. Húsið nýviög. utan. Verð að- eins 7,9 millj. Þú þarft ekki að fara f greiðslumat v. húsbréfa. Áhv. 4,6 millj. Selvogsgata — Hf. 5 herb. 112 fm efri sérh. auk rislofts í þríb. ásamt 35 fm innb. bílskúr. íb. er m.a. 2 stofur og 3 svefn- herb. Verð 8 millj. Áhv. 1,1 millj. byggsj. Verð 6-8 millj. Melabraut. Stór og góð 3ja herb. ib. á 2. hæð í þríb. Parket og flísar. Áhv. 4,5 m. Kjarrhólmi — laus.Falleg 4ra herb. ib. á 2. hæð. Verð 7,3 millj. Áhv. 1,3 millj. byggsj. Ýmis skipti skoðuð. Austurbær — skipti á bifreiö. Einkasala. 4ra herb. íb. á 2. hæð í þribýli. íb. er m.a. tvær saml. stofur og 2 svefn- herb. Suðursv. Skipti mögul. á bifreið. Áhv. 4,9 millj. húsbr. Verð 7,9 millj. Ljósheimar - 4ra herb. 86 fm íb. á 2. hæð. Ib. þarfn. standsetn. V. 6,2 m. Bóistaðarhllð. Góð 105 fm íb. á 3. hæð Verð 7,8 millj. Laus 1. júlí nk. Álfheimar. Ca 106 fm mjög heilleg og stílhrein íb. á 3. hæð. 3 svefnherb. og góð stofa. Aukaherb. i kj. Nýtt gler. Suð- ursv. Verð 7,5 millj. Laus strax. Skoðaðu vel þetta verð! Flyðrugrandi. Góð 2ja herb. 65 fm (b. á jarðh. í fjölb. íb. er m.a. stofa, flísal. bað. Góðar innr. Parket. Gufubað. Sérsuöur- garður. Áhv. 3,8 millj. húsbr. og veðd. Vallarás. Falleg 3ja herb. 83 fm ib. á 3. hæð í lyftuh. íb. er m.a. stofa, stórar suðursv., fallegt eldh., flísal. bað. Áhv. 1,7 millj. byggsj. og 1,9 mlllj. lífeyrissj. Verð 6,6 millj. Dúfnahólar — laus. 4ra herb. ca 103 fm Ib. á 6. hæð í lyftuh. Stofa með rúmg. yfirb. suöursv. útaf. 3 svefnh., rúmg. eldh. og bað. Parket. Gott útsýni. V. 7,6 m. Kriuhólar. 111 fm íb. á 2. hæð. 3 svefnh. og stór stofa. íb. er laus. Verð 6,8 m. Sólheimar. 85 fm góð 3ja herb. íb. á 4. hæð. Suðursv. Verð 6,3 millj. Áhv. 3,5 millj. byggsj. Verð 2-6 millj. Bergþórugata. Góð 48 fm íb. á jarðh. í steinh. íb. er að miklu leyti nýstand- sett. Áhv. 1.850 þús. Verð 4,5 millj. Sólheimar. 44 fm góð séríb. á jarðh. Laus strax. Miðholt 3 — Mos. Glæsil. 54 fm 2ja herb. Ný íb. með mjög fallegum innr. Beyki-parket. Flísar. Geymsla á hæðinni. Verð 4,9 millj. Hofteigur. Nýl. góð ca 80 fm íb. í kj. Allt sér. Verð 6,2 millj. Rofabær — laus. Góð 56 fm íb. á 2. hæð. Stofa, suöursv., svefnherb., eldh. og flísal. bað. Verð 4,9 millj. Áhv. 2,3 millj. veðd. Góð íb. f vinsælu hverfi. Skipti á bifreið. Snorrabraut 42. Góö íb. á 2. hæð miðsv. Verð 3,9 millj. Áhv. 2,5 millj. Ásbraut — Kóp. — laus. 2ja herb. íb. á 3. hæð í fjölb. Áhv. 700 þús. byggsj. Verð 3,3 millj. Hrafnhólar — laus. 3ja herb. íb. á l. hæð í þriggja hæða fjölb. íb. er stofa m. góðum svölum útaf, rúmg. eldh. parket. Húsið nýviðg. að utan. Stutt í alla þjón. Áhv. 2,2 millj. Verð 6,2 millj. j smíðum Bjartahlíð 1-7 — raðh. Fallegt ca 160 fm raðh. í byggingu m. innb. bílsk. Húsið afh. fullb. að utan, fokh. að innan. Verð 7,5 millj. Atvinnuhúsnæði - Skútuvogur 13 nqq ffffgr fffi f ‘| 1 r .■il— n i ii~i in i iittrri i L.ö.q r öSÖ iS ö.ö D M 11 I einkasölu 1.800 fm vel hannað verslunar-, skrifstofu eða iðnaðarhusnæði i bygg- ingu. Staðsett rétt v. Bónus og Húsasmiðjuna. Stórar innkdyr. Til greina kemur að selja húsið skipt. Húsið afh. að mestu fullg. eða eftir nánara samklagi. Mjög góð lán geta fylgt. Skoðaðu þessa eign vel. Petta er staðsetning sem vert er að líta á. E< þú ert fljótur að ákv. þig getur þú haft áhrif á endanl. frágang hússins. Traustur byggingaraðili. Iðnaðarhúsnæði Rólegt hverfi - fallegt útsýni Til sölu 840 fm bjart og gott iðnaöar- og skrifstofuhúsnæði. Malbikað sérplan. Stór- ar innkeyrsludyr. Verö per fm 36 þús. Einnig 100 fm kjallari. Verð per fm 20 þús. Góð áhv. lán. Mögul. að taka minna atvhúsnæði uppí eða íbúöir. Hálsahverfi - verslun - skrifstofa Til leigu eða sölu í nýju núsi ca 190 fm jarðhæð og ca 360 fm súlulaus efri hæð m. miklu útsýni og góöu aðgengi m.a. að miklum bílastæðum. Hæöin er einn salur m. máluðum útveggjum og gefur því mögul. á margs konar innr. Auövelt er að tengja milli hæða. Góð' lán geta fylgt og ýmsir skiptamöguleikar veröa skoðaðir. Funahöfði 17 Til sölu ca 160 fm á 2. hæö í fallegu nýju húsi v. hliðina á Ármannsfelli. Verð 7,2 millj. Áhv. 5,4 millj. góð lén. Ýmis skipti skoðuð m.a. bíll, skúta eða bátur. Smiðshöfði - Stórhöfðamegin Til sölu ca 190 fm gott iönaöarpláss á jarðhæð. Verð 6,1 millj. Góðar innkdyr. Laust strax. SIGURÐUR Helgi Guðjónsson hrl., formaður Húseigendafélagsins. Þessi nefnd hefur skilað afar góðu starfí og afgreitt mörg mál með skilvirkum og vönduðum hætti. Það hefur greinilega komið í ljós, að mikil þörf var á slíkum opinber- um álitsgjafa á þessu sviði. Deiluaðilar hafa í langflestum tilvikum unað niðurstöðum nefnd- arinnar og því hefur dómsmálum fækkað og friðvænlegar orðið í viðkomandi húsum eftir að þræt- um þar lauk fyrir nefndinni. Það hefur líka tekizt einstaklega vel til með skipun nefndarinnar, en hana skipa mjög hæfir og ötulir menn. Auk þess hafa nefndinni verið búin góð starfsskilyrði hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Umfangsmikil upplýsingastarfsemi Húseigendafélagið hefur lagt mikið kapp á að kynna fjöleignar- húsalögin og haldið uppi fræðslu og upplýsingamiðlun í því skyni. í gær kom út sérstakt fræðslurit á vegum félagsins, sem er sérstak- lega helgað íjöleignarhúsum og löggjöf um slík hús. Fræðsluritið er mjög efnismikið og vandað, enda hefur það að geyma margvís- legan fróðleik eftir marga sérfróða höfundá'. Það er gefið út í 17.000 eintökum og verður dreift ókeypis í hús. Þar er fjallað um fjöleignar- húsalögin, hugtakið hús, valdsvið húsfélaga og gervihnattasjónvarp, sameign og séreign, húsfundi,- húsfélagaþjónustu banka og spari- sjóða, eignaskiptayfirlýsingar frá sjónarhóli þinglýsingar og frá sjónarhóli bygggingarfulltrúa, bíl- skúra og ráðstöfun þeirra, bóta- ábyrgð og tryggingar, húsreglur, dýrahald í fjölbýli, úrræði vegna brota eigenda, kærunefnd fjö- leignarhúsamála, viðhaldsfram- kvæmdir, eigendaskipti, rekstur, fjármál og bókhald húsfélaga, Húseigendafélagið og stjórn hús- félaga. Félagið er ennfremur að ljúka við fundargerðabók, sem verður sérsniðin að þörfum húsfélaga. Bókin mun því hafa að geyma aðgengilegar og hagnýtar upplýs- ingar og leiðbeiningar um allt, sem lýtur að fundum húsfélaga eins og hvernig fundi skuli boða og halda, hvernig að atkvæðagreiðslu og ákvarðanatöku skuli staðið, hvemig eigi að stýra fundum og rita fundargerðir o.fl. Að sögn Sigurðar Helga hefur verið nokkur losarabragur á fundahaldi húsfélaga og það oft haft afdrifaríkar afleiðingar, því að ákvarðanir teknar á slíkum fundum geta verið ólögmætar og óskuldbindandi fyrir eigendur. — Sum húsfélög hafa logað í deilum og orðið fyrir skakkaföllum af þessum sökum, segir hann. — Þessi sérhæfða fundargerðabók verður bráðnauðsynleg öllum hús- félögum, en hún á að tryggja að rétt sé að öllu staðið. Bók þessi verður vönduð og vegleg og er miðað við að hún komi út í lok marz og verður hún boðin félags- mönnum Húseigendafélagsins á sérstökum kjörum. — Húseigendafélagið hefur einnig fjallað mikið um tryggingar húseigenda og við höfum af því áhyggjur, hversu stór hluti húseig- enda er vantryggður, heldur Sig- urður Helgi áfram. — Félagið hyggst á næstunni heija átak í tryggingarmálum húseigenda, bæði með útgáfustarfsemi og fræðslu- og námskeiðahaldi og standa vonir til þess, að samvinna takist við tryggingarfélögin í því efni. Hér er um mikið hagsmuna- mál fyrir húseigendur að ræða ekki sízt, ef félaginu tekst að knýja á um lækkun á tryggingariðgjöld- um félagsmanna, en að því verður unnið með einum eða öðrum hætti. Þörf á löggjöf um fasteignakaup og nábýli Réttarbætur á þeim sviðum, er snerta fasteignir og eigendur þeirra, hafa alltaf verið mjög ofar- lega á baugi í starfsemi Húseig- endafélagsins. — Félagið hefur nú hafíð baráttu fyrir setningu laga, annars vegar um fasteignavið- skipti og hins vegar um grennd og nábýli, segir Sigurður Helgi. — Á þessum sviðum skortir mjög bagalega skráðar réttarreglur og byggist réttarstaða manna á ýms- um ólögfestum meginreglum og dómafordæmum, sem eru óljósar, og ótraustar réttarheimildir og sem fáir kunna skil á. Það vantar lög, sem kveða skýrt á um það, hvernig slík kaup skuli gerast og hver séu réttindi og skyldur aðila. Það vantar einnig skilgreiningu á vanefndum og hveiju þær varði. Eftirmál og ágreiningsefni eru því mjög tíð í fasteignaviðskiptum. Með skýrri og ítarlegri löggjöf um fasteignakaup má gera þessi viðskipti öruggari og fækka mjög ágreiningsefnum og eftirmálum og dómsmálum, sem réttaróvissan á þessu sviði leiðir af sér. Það eru til mörg sorgleg dæmi um veruleg fjárhagsleg skakkaföll aðila, þegar slík mál hafa farið fyrir dómstóla og gildir þá oft einu hvort menn “vinna“ eða tapa máli. Hagsmunaárekstrar í samskipt- um milli eigenda aðliggjandi eða nærliggjandi húseigna eru einnig tíðir og oft er leitað til Húseig- endafélagsins með slík mál. — Við úrlausn þeirra mála gegnir sama máli og um fasteignakaup, að þá er beitt ýmsum ólögfestum reglum og sjónarmiðum og réttarstaða eigenda byggist ekki sízt á dóma- fordæmum, segir Sigurður Helgi. Um grennd og nábýli skortir því löggjöf, sem kveða skýrt á um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.