Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 1
nrgawMalíi^ Hinn óslitni þráður/4 Spegill veruleikans/4 Glæpir gegn menningunni/8 MENNING LISTIR C PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 BLAÐ1 Amlóða saga íBorgar- leikhúsinu LEIKHÓPURINN Bandamenn f rumsýnir Amlóða sögu í Borgar- leikhúsinu í kvöld. Leikurinn, sem' Sveinn Einarsson og leikhópurinn hafa útbúið í sameiningu, var frumfluttur á Helsingjaeyri 3. mars og var fyrsta sýning í röð sýninga sem tengjast Hamlet- þemanu og nefnist Hamlet-sumar. Síðan voru haldnar þrjár sýningar í Café-leikhúsinu í Kaupmanna- höfn og var þeim tekið mjög vel. Gagnrýnandi Morgenavisen Jyl- landsposten sagði meðal annars: „Þetta er mjög skynræn, sjónræn og munúðleg sýning sjö tjáningar- ríkra leikara. Hér er hrópað og sungið, þeyst um og glímt í röð fagurra uppstillinga, sem minna á myndlistarverk, en um leið jafn- stutt í bæði skellihlátur og dýrsleg lujóð." Gagnrýnandi Berlingske Tidende sagði aðþað hafi verið „áhugavert að fylgjast með sterkri líkamlegri tjáningu leikaranna sem hafi borið merki spuna. Orku- streymið hafi óneitanlega verið ójafnt en íýmsum risum sýningar- innar... hafi hinar nýstárlegu tjáningaraðferðir varpað nýju og spennandi hliðarljósi á Hamlet- þemað." Uppruni Amlóða I sýningunni heldur leikhópur- inn áfram að þróa leikaðferðir sem hann tamdi sér í Banda- mannasögu og sækir sem fyrr efni í gamlar heimildir og nýjar f ján- ingaraðferðir leikhússins. Hér er þvi alls ekki um Hamlet-sýningu að ræða; herjan er 400 árum eldri en persóna Shakespeares og á sér rætur víða, meðal annars í íslensk- um heimildum. Einna fyrst er Amlóða getið í vísu eftir íslenskt skáld, Snæbjörn, sem uppi var á 10. öld. Nafnið táknar þar það sama og nú; ættleri, ódugnaðar- maður eða f ífl. Þá er Amlóði he^ja í ýmsum öðrum íslenskum heim- ildum sem einnig eru nýttar í leiknum; Ambáles rímum, Amlóða sögu og þjóðsögunni Brjáns sögu en víðar er þó leitað fanga í leikn- um. Þar koma fyrir vikivakar og finngálkn, rímur og seiður, En sagan er með ýnisuni skírskotun- um og tekur mið af nútímanum á ýmsan veg. Bandamenn eru átta talsins; Sveinn Einarsson, Guðni Franz- son, Þórunn Magnea Magnúsdótt- ir, Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Borgar Garðarsson, Jakob Þór Einarsson, Felix Bergsson og Stef- án Sturla Sigurjónsson. Sveinn hefur einkum haft veg og vanda af textanum og leikstjórninni en Guðni samið tónlistina. Búninga hannaði EHn Edda Arnadóttir, Ijós David Walters, finngálkn og grím- '" ur Helga Steffensen og veggspjald og kynningarbækling Guðjón Ket- ilsson. Til aðstoðar um hreyfingar var Nahna Ólafsdóttir en tækni- maður sýningarinnar er Ólafur Örn Thoroddsen. Sýningar verða á litla sviði Borgarleikhússins enda er Am- lóða saga eitt af samstarfsverk- efnum Leikfélags Reykjavíkur í ár. Sýningar verða 10. I SÝNINGUNNI sækir leikhópurinn Bandamenn sem fyrr efni í gamlar heimildir og nýjar tjáningaraðferðir leikhússins. Islensk ópera í London Það er ekki á hverjum degi sem óperur eftir íslensk tónskáld eru settar á svið í heimsborginni London. Þessa dagana er þó verið að flytja óperuna „I have seen someone" (Mann hef ég séð) eftir Karólínu Eiríksdóttur í Riverside Studios, menningarmiðstöð í vesturhluta borgarinna. Ólafur Elíasson var viðstaddur frumsýninguna í fyrrakvöld. ÞESSI uppfærsla er liður í kynn- ingarátaki á norrænni tónlist á Bretlandseyjum sem ber heitið: Nordic Season 95-97. í þessu kynningarátaki, sem er samnor- rænt verkefni, er farin sú leið að í stað þess að norrænir tónlistar- menn heimsæki Bretlandseyjar til flutnings á norrænni tónlist eru innlendir tónlistarmenn fengnir til að flytja verk þar eftir norræna höfunda. Riverside Studios er menning- armiðstöð með skemmtilega hráum innréttingum og er allt umhverfið hið látlausasta. Innan veggja mið- stöðvarinnar fer fram gróskumikil starfsemi, allt frá flutningi á tón- list og leiklist til kvikmyndasýn- inga. Staðurinn er vinsæll fyrir alls- kyns óhefðbundnar uppfærslur og einmitt vel hentugur vettvangur fyrir flutning á samtímatónlist. Flutningur óperunnar tókst vel og átti hún vel heima í þessu um- hverfi. Óperan fjallar í stuttu máli um tilfinningasamband elskenda þegar maðurinn veikist og deyr úr krabbameini og lýsir þeim andlegu hremmingum sem elskendurnir þurfa að takast á við. Verkinu var vel fagnað af áhorf- endum, sem hefðu gjarnan mátt vera fleiri að mati fréttaritara, en flutningurinn var í höndum þraut- reyndra fagmanna úr Lontano- hópnum, hópi tónlistarmanna sem hefur mikla reynslu af flutningi á samtímatónlist. Karólína Eiríksdóttir var við- stödd sýninguna og sagðist hún vera mjög ánægð með uppsetning- una. „Hljómsveitin var mjög góð qg söngvaramir hreint frábærir. Ég fylgdist með æfingum á óper- unni og fannst mikið til um hve Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson. Atriði úr Mann hef ég séð. hljóðfæraleikararnir voru fljótir að tileinka sér verkið. Sviðssetning var látlaus og kom vel út," segir höf- undur verksins. Þegar óperan var fyrst flutt árið 1988 í Vadstena i Svíþjóð segir Karólína að talsvert aðrar leiðir hafi verið farnar varðandi sviðs- setningu. Sviðssetningin þar hafi verið mun lýrískari og draum- kenndari en þessi uppsetning. Að þessu sinni hafi sviðssetningin ver- ið mun einfaldari í sniðum en þó talsvert hnitmiðari og hafí hún alls ekki verið áhrifaminni fyrir vikið. Odaline de la Martinez, stjórn- andi hljómsveitarinnar, sagði í stuttu spjalli við blaðamann að hún hefði tekið miklu ástfóstri við verk- ið. „Óperan er virkilega sterk tón- smíð, ákaflega innileg og falleg. Hún er einnig sérstaklega litrík og vel skrifuð, bæði fyrir hljómsveitina og söngvarana. Það er líka svolítið sérstakt við óperuna að hún er samin við texta sem býður ekki upp á mikla möguleika á hreyfmgu á sviðinu. Samt sem áður er mikil spenna og ókyrrð inn á milli í verk- inu. Miklar tilfinningasveiflur og ljóðræn kyrrð á víxl," segir Mart- inez. „Það sem hún hafi þó sérstakt dálæti á séu hinir kyrru hljómar inn á milli í verkinu þar sem næstum ekkert er sungið. „Þeir minna mig á þá hugmynd sem ég hef um „kyrrð norðursins". Hugmynd sem erfitt er að lýsa með orðum." Martinez tekur fram að verkið sé þó fyrst og fremst ákaflega ein- læg tónsmíð. Tónskáidið túlki af einlægni tilfinningar manneskju sem hefur misst ástvin sinn og það hvernig sá ástvinur er alltaf nálæg- ur þótt horfinn sé á braut. Mark Olfield, baritón, sem syng- ur annað aðalhlutverkið í óper- unni, tekur undir það hversu litríkt verkið sé og minnir á dramatíska þáttinn, hann sé mjög áhrifamikill. Hinn mikli djúpi tilfinningaþungi, sem í verkinu búi, hafi reyndar komið honum nokkuð á óvart. Verkið bjóði upp á miklar tilfinn- ingasveiflur og sé í raun ákaflega blóðheit tónsmíð. Nokkuð sem hann hafí einhvern veginn ekki átt von á frá íslensku tónskáldi. Verk- ið búi samt sem áður yfir mikilli vídd og telur hann ekki ólíklegt að þar séu áhrif frá íslenskri náttúru á ferðinni. Hann brosir út í annað og viðurkennir að hann hafi aldrei komið til íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.