Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 C LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 NÝLOKIÐ er 28. alþjóðlegu bókasýningunni í Kairó sem er sú næststærsta í heimi. Á sýning- unni munu hafa verið um 3,5 millj- ónir titla. Er skemmst frá því að segja að bókasýningin þótti mis- heppnast að flestu leyti. Áðsókn var dræm nema á föstudögum, sala var sáralítil og skipulag almennt í mol- um. Sýningarbásar voru illa merkt- ir og sums staðar alls ekkert, öllu ægði saman og einstaklega óað- gengilegt að skoða sig um að nokkru gagni. Fyrirlesarar mættu ekki Alls konar menningarviðburðir sem höfðu verið boðaðir í tengslum við sýninguna fóru meira og minna út um þúfur. Fyrirlesarar komu ekki og boðuð skáld sem áttu að lesa úr verkum sínum komu stund- um og stundum ekki. Þá voru aðrir fengnir í staðinn og vakti ekki allt- af ánægju hvernig valið var, eða fyrirlestrum var aflýst án skýringa. Samtalsfundir með ýmsum ráða- mönnum s.s. menntamálaráðherra og upplýsingaráðherra voru að vísu haldnir og skyldi hinn almenni gest- ur fá fágætt tækifæri til að spytja viðkomandi spjörunum úr. En þess- ir fundir voru kunngerðir með nær engum fýrirvara og vakti það gremju margra. Þá var sagt að Mubarak forseti hefði afráðið að sleppa að mæta á svona fund. Það var gagnrýnt hástöfum og Múbarak kom á fund sem fáir vissu af og lítið tækifæri var gefið á að spyija forsetann, sem notaði mest allan þann stutta tíma sem umræðufund- urinn átti að vera, til að ræða um að þetta væri merkileg sýning og að hann væri hlynntur menningar- málum. Margir fóru úfnir af þessum fundi. Trúarleg rit og tölvubækur eftirsóknarverðust Sýningin var á Alþjóða sýningar- svæði borgarinnar, sem er á mörk- um Heliopolis og Nasserbæjar. Sýningarsvæðið nær yfir mikið flæmi og margar byggingar. Aðal- byggingar sem eru þijár hýstu bróðurpart bókanna. Ýmsir gestir sem ég gaf mig á tal við í þau þijú skipti sem ég fór á sýninguna, kvörtuðu undan því að þrátt fyrir bókafjöldann væri úrvalið ekki fýsilegt. „Ég fann ekk- ert sem mig langaði að kaupa,“ sagði Hala, nemandi við Kairóhá- UTIMARKAÐUR með bækur Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir Bókasýningin í Kairó þótti misheppnuð Alls konar menningarviðburðir sem höfðu verið boðaðir í tengslum við alþjóðlegu bóka- sýningunni í Kairó fóru meira og minna út um þúfur. Jóhanna Kristjónsdóttir segir að fyrirlesarar hafi ekki komið og boðuð skáld sem áttu að lesa úr verkum sínum hafi stundum komið og stundum ekki. skóla. „Það vantar ekki bókastafla út um allt en margar eru þær sömu og í fyrra, fátt nýtt. Ef maður hef- ur hvorki áhuga á trúarlegum ritum né tölvubókum, er fátt sem mann langar í. Stundum hef ég verið hér heilu dagana að gramsa, t.d. í fyrra og hittifyrra. En í ár þykir mér fátt spennandi hér.“ Þótt Hala hefði hvorki áhuga á tölvufræðum né ritum um trúarleg efni, sýndist mér þó sýningarbásar með bækur þessara efna vera þeir sem flestir stöldruðu við í. Forsvars- SLÆÐINGUR gesta skoðar sig um menn sem ég spurði staðfestu síð- an að bækur um kenningar Kór- ansins og þess háttar, hefðu selst Michael Jón Clarke og Richard Simm flytja Ástir skáldsins Marga listamenn dreymir um að flytja þetta verk Morgunblaðið/Kristján MICHAEL Jón Clarke og Richard J. Simm flytja Ástir skáldsins eftir Robert Schumann við ljóð Heine á tónleikum í Borgarnesi og Reylyavík um helgina. MICHAEL Jón Clarke baritón- söngvari og Richard J. Simm píanóleikari koma fram á tónleikum í Borgameskirkju í dag, laugardaginn 16. mars kl. 17 og á morgun, sunnudag, kl. 17 í Gerðu- bergi í Reykjavík. í gærkvöld efndu þeir til tónleika í safnaðarheimili Landakirkju í Vestmannaeyjum. Áður hafa þeir flutt sömu dagskrá á tónleikum á Akureyri en þeir kenna báðir við Tónlistarskólann á Akureyri. Á fyrri hluta efnisskrárinnar er ljóðaflokkurinn Ástir skáldsins eftir Robert Schumann við Ijóð Heine. „Þetta er heilmikill ljóðaflokkur, alls 16 lög,“ sagði Michael en hann hefur lengi dreymt um að flytja þetta verk hér á landi. „Þetta er verk sem marga listamenn dreymir um að flytja. Við Richard höfum í rauninni verið að æfa það í hugan- um allt frá því við kynntumst fyrst fyrir um fjórum, fimm árum.“ Michael sagði að hann hafi verið að leita sér að undirleikara frá því Soffía Guðmundsdóttir flutti burt frá Akureyri fyrir allmörgum árum. „Þetta verkefni reynir mjög á píanó- leikarann, Schumann var píanisti og undirleikurinn er mun meira en bara hljómur undir lagi. Það er allt frá því að vera samleikur upp í að píanóið er í aðalhlutverki, er sjálf- stæð rödd. Þetta er feikierfitt verk,“ sagði Michael, „en afskaplega gam- an að takast á við það og sérstak- Iega af því mig hefur svo lengi lang- að til að flytja það.“ Það eru ekki allir söngvarar sem fást við ljóðasöng og í raun afar fáir sem stunda hann eingöngu, að sögn Michaels. Listformið þróaðist í þýskumælandi löndum og á upp- runa sinn í þjóðlögum. „Sumir telja ljóðasönginn æðri óperusöng, en hann er yfirleitt ætlaður til fiutn- ings í minni tónleikasölum. Góður ljóðasöngvari þarf að hafa mikið vald á litbrigðum söngsins, þvi iðu- lega krefst hann erfiðra tæknilegra hluta; að stökkva langt á milli tóna, eða flytja háa veika tóna. Þetta er erfitt listform, söngvarinn þarf oft að fara yfir stóran tilfinningaskala á stuttum tíma, sýna ör skapbrigði." Ljóðaflokkurinn verður fluttur á frummálinu, þýsku, en í dagskrá er prentuð þýðing Daníels Daníels- sonar. Michael sagði venjuna að flytja ljóðaflokka á frummáli, ákveðnir hljómar komi fram í orðum sem ekki náist fram í þýðingu. „Það fara saman blær málsins og tónarn- ir. Það er hlutverk söngvarans að túlka þannig að textinn skiljist," sagði Michael en bætti við að þýð- ing Daníels væri afar góð og ætti það skilið að verða flutt á íslensku. Þeir félagar kenna báðir við Tón- listarskólann auk þess að taka þátt í fjölbreyttu tónlistarstarfi öðru, kórstjórn og fleiru. „Vissulega er þetta nokkuð mikið álag, sérstak- lega fyrir fjölskyldur okkar," sagði Michael, „en okkur finnst við hafa skyldur gagnvart listinni og það gefur manni mikið að ráðast í svona bitastæð verkefni." Framhald verður á samvinnu þeirra Michaels og Richards, því þeir eru byijaðir að ræða flutning á Vetrarferðinni eftir Schubert sem er mun viðameiri Ijóðaflokkur en Ástir skáldsins. Þeir tónleikar yrðu á næsta ári, þegar 200 ár verða liðin frá fæðingu tónskáldsins. mjög mkið og einnig væri margt ungt fólk sólgið í upplýsingar og kennslubækur um tölvur og fjar- skipti. En í flestum sýningarbásum var hljóðið frekar dauft í mönnum og ýmsir sögðu að salan væri varla helmingur af því sem venjulega væri. Kvartað var undan því að ungt fólk og fjölskyldur með börn hefðu naumast sést miðað við fyrri ár. Samir Sattan, forstöðumaður og aðalskipuleggjandi, var þó kok- hraustur þegar ég talaði vð hann og veifaði með einni handahreyf- ingu allri gagnrýni á bug. „Hér eru bækur sem sganna allan skalann," sagði hann. „Ég veit ekki hvað fólk vill hafa það betra. Það getur verið að aðsókn sé minni og ekki hafi jafnmikið selst og í fyrra, en það eru bara eðlilegar sveiflur." Mest fjör á útimarkaði og við matstaðina Auk bókanna í aðalsýningar- byggingunum var þarna gríðarmik- ill útimarkaður. Þar ægði öllu sam- an, gömlum vasabrotsbókum, tíma- ritum, myndum og myntum. í öll skiptin var langmest fjör þarna og salan gekk prýðilega og sumir rog- uðust þaðan með marga bókapoka og verðið var frá nokkrum aurum og upp i 30 - 40 krónur. í einu horni sýningarsvæðisins voru svo ótal matstaðir og þar vant- aði heldur ekki gesti. Allir að sötra te, sporðrenna samlokum eða ham- borgurum ellegar maula poppkorn. Einn poppkornssalinn sagðist vera þarna með sölutrun í 28. skipti og hann sagðist aldrei hafa séð jafn- fátt fólk á bókasýningum og enn færri væru þeir sem virtust kaupa mikið. „Ég er líka hræddur um að koma út með tapi núna,“ sagði hann. „Ég borga næstum LE 1.250 ■(35 þúsund Ikr) í leigu fyrir þessa aðstöðu og enn vantar mig mikið til að ná inn bara fyrir því. Það hefur aldrei gerst áður. í fyrra gat ég farið til Húrgada í vikufrí með konunni minni fyrir gróðann.“ Þó svo sagt hafi veri í opinberum málgögnum og fjölmiðlum að sýn- ingin hafi verið til fyrirmyndar, sýnist mér augljóst að sú ákvörðun að færa hana frá 4. janúar til 21. febrúar hafi átt dijúgan þátt í hve aðsókn var iítil, eins og skýrt var í fyrri grein. Á hinn bóginn skýrir það svosem ekki skipulagsleysi í uppsetningu og slakt bókaval nú. Kynningar- dagar í Tónlistar- skóla Hafn- arfjarðar ÞESSA dagana standa yfir kynningardagar í Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar, en til- gangur þeirra er að vekja at- hygli bæjarbúa og annarra á því mikla starfi sem fram fer í skólanum. í upphafi kynningarinnar fóru félagar í blásarakvintett skólans_ og léku fyrir starfs- menn Álversins í Straumsvík. Þeir félagar vöktu athygli, enda kvintettinn skipaður efni- legum blásurum. í vikunni fóru nemendur forskólans í heimsókn í nokkra leikskóla bæjarins. Á miðviku- daginn heimsótti stór hópur nemenda Tónlistarskólans fé- laga sína í grunnskólum bæj- arins og kynnti hljóðfæri sín og lék fyrir þá. í dag kl. 21 ætlar Kammer- sveit skólans, sem í eru um 45 nemendur, að spila í Miðbæ í Hafnarfirði nokkra valda kafla úr Carmen eftir G. Bizet. Á næstu dögum geta bæj- arbúar átt von á frekari tón- listarflutningi á fleiri stöðum í bænum á þessum kynningar- dögum Tónlistarskólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.