Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 5
4 C LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 HINN ÓSLITNIÞRÁÐUR Spegill veruleikans Bandaríkjunum; fornminjar frá Karíbaeyjum; útskorna jaða frá hendi Olmec- og Maya-þjóðflokka; Andesfjallavefnað og -gull og margskonar listaverk eftir núlifandi indíána víðsvegar um Ameríku. Safnið tekur meðal annars til listmuna sem hafa ekki einvörð- ungu menningarlega, sagn- fræðilega og listfræði- lega þýðingu, heldur jafnframt trúar- legt gildi. Slíkir munir eru á hinn bóginn ekki dregnir fram í dagsljósið nema með samþykki þjóðflokksins sem þeir tilheyra. Sýningar og fræðsla Þjóðarsafn ameríska indíánans í New York eða the George Heye Center of the National Museum of the Am- erican Indian, eins og það nefnist á frummálinu, sinnir í senn fræðslu- og sýningarhlutverki. Er þar jöfnum hönd- um boðið upp á var- anlegar og tíma- bundnar listsýning- ar, auk fjölbreyttrar dagskrár fyrir al- menning. Má í því samhengi nefna ión- list, dans, myndbönd og málþing, sem ætlað er að varpa ljósi á frumbyggja Ameríku og hinn óslitna þráð menningar þeirra frá örófi alda til dagsins í dag. Safninu er í stórum dráttum skipt í þrennt: Creation’s Journey, þar sem sýndir eru munir sem hafa gildi í listfræðilegu og/eða sagnfræði- legu samhengi og eru upprunnir á óteljandi menningarsvæðum hvar- vetna um Ameríku á síðustu fimm árþúsundum; All Roads Are Good, sem hefur að geyma listmuni valda af 23 samtímalistamönnum og The Path We Travel, sem er samsýning 15 núlifandi listamanna sem jafn- framt eru indíánar. Bandarísk söfn hafa löngum sýnt frumbyggjalist í röngu samhengi, það er á forsendum listfræðinga og fornleifafræðinga en ekki lista- mannanna sjálfra. Creation’s Journey býður upp á nýtt innlegg í umræðuna - rödd indíána, iífs og liðinna. Orð þeirra setja listina í heimspekilegt samhengi samfélaga sem setja listsköpunarferlið skör ofar en listaverkið sjálft. Sam- HÖFUÐFAT sem eitthvert stórmenni úr ættbálki Haida hefur skartað á liðinni öld. ; JOSÉ Montano, einn þátttak- enda í samsýningunni This Path We Travel, treður upp á einum áningarstað listamann- anna, Hawai’i. TEIKNING úr bók Lakota-mannsins Red Dog frá þvi seint á síðustu öld. ÞESSI kjóll var gerður um miðbik síðustu aldar af óþekktum hönnuði úr röðum Lakota-indíána. kvæmt hefðinni litu lista- menn úr röðum índíána á efniviðinn sem þeir notuðu sem gjöf Skaparans en list- sköpunin var jafnframt hluti hins daglega lífs í Ameríku - þannig staðfesti fólk til- veru sína, játaði trú sína og lagði línurnar fyrir komandi kyn- slóðir. Til forna voru indíánar, allt frá barnæsku, umkringdir munum sem endurspegluðu heimsmynd þeirra. Sérhver hlutur í hinu nánasta um- hverfi renndi stoðum undir sam- kennd einstaklingsins og skyldur hans við fjölskylduna, ættbálkinn, samfélagið og hinn andlega- og efn- islega heim. Vöggur voru prýddar táknum fyrir fjölskylduvernd og kærleika og leikföng voru smækkaðar útgáfur af verkfær- í Danmörku og vera græn- lenskt skáld sem skrifar á græn- lensku. Honum geðjaðist vel að unga fólkinu. Brotinn blýantur í New York hefur veríð opnaður fyrsti áfangí HEIMSSÝN ameríska indíánans mótast af fornum félagslegum gildum. Þannig er list lífsstíll sem byggist ekki einvörðungu á reynslu heldur jafnframt trú, draumum og umfram allt hinni persónulegu sýn listamannsins. Allt er þó í heiminum hverfult og indíánalist hefur í aldanna rás tekið umtalsverðum breytingum. Sagt hefur verið að hún sé einkum af tvennum toga: Annars vegar hefðbundin list, sem sprottin sé úr horfnum eða breyttum samfélögum og því illskiljanleg á forsendum nútímans og hins vegar samtíma- list, sem runnin sé undan rifjum listamanna sem tilheyri minnihluta- hópi en deili engu að síður flestum menningarlegum gildum með al- menningi. Árið 1989 ákvað Fulltrúadeild Bandaríkjaþings að koma á fót Þjóð- arsafni ameríska indíánans - fimmtánda safni Smithsonian- stofnunarinnar og fyrsta þjóðar- safninu sem tileinkað yrði frum- byggjum 'álfunnar. Var markmiðið að varðveita, sýna og rannsaka líf þeirra, sögu, listir og menningu, viðhalda hefðum og trú, hvetja til listsköpunar og láta rödd indíána heyrast. Ein milljón muna Fulltrúar frumbyggja hafa lagt gjörva hönd á plóginn við undirbún- ing safnsins, sem skipt verður í þrennt: í Washington DC verður í upphafi næstu aldar reist nýtt og glæsilegt safn, steinsnar frá Þing- húsinu; í New York var minna en jafn mikilvægt safn opnað í október 1994 og í Suitland, Maryland, verð- ur sett á laggirnar menningarmið- stöð, þar sem rannsóknir og fræði- störf verða í fyrirrúmi, auk þess sem bóka- og skjalasafn og munir, sem ekki rúmast í sýningarsölunum í New York og Washington, verða varðveitt. Safnið hefur þegar yfir að ráða einni milljón muna. Tilheyra 70% þeirra menningarsvæðum í Banda- ríkjunum og Kanada en 30% menn- ingarsvæðum í Mexíkó og Suður- Ameríku. Flestir eru munirnir sóttir í safn sem bandaríski auðmaðurinn George Gustav Heye (1874-1957) setti á stofn en hefur nú verið lagt niður. Kennir þar margra grasa og nægir að nefna útskurðarverk í tré, horn og stein frá norðvesturströnd Norður-Ameríku; máluð skinn og klæði frá sléttum Norður-Ameríku; leirmuni og tágavörur frá suðvestur Þjóðarsafns ameríska indíánans. Er þar að fínna muni sem endurspegla list og menningu frum- byggja Ameríku undanfamar aldir. Orrí Páll Ormarsson gekk um sali safnsins á dögunum. í dag kl. 16 verða grænlenskar bókmenntir í sviðsljósi í Norræna húsinu. Kirsten Thisted bókmenntafræðingur fjallar um grænienskar bækur sem gefnar hafa verið út á dönsku og Ole Komeliussen rithöfundur kynnir eigin verk. Jóhann Hjálmarsson hitti Komelius- sen sem er um fímmtugt og á ættir að rekja til Islands. Samfélagsmál eru honum þó hugleiknari en ættfræði. OLE Kornel- iussen situr í veitingabúð Norræna hússins yfir bolla af svörtu kaffi og reykir sígarettu. Það rignir og Ole segist hafa komið nokkrum sinnum til íslands en aldrei verið svo heppinn að sjá til sólar. Veðrið hafi alltaf verið svona segir hann og bendir út í þungbúinn daginn. Ole er þó ánægður með lífið. Hann er nýkominn frá heimsókn í skóla þar sem hann las upp og sagði nemendum hvernig það væri að búa „Ég skrifa um samtíð mína, ekki fortíðina," segir Ole Korneliussen. Hann sækir þó tilvitnun til hins liðna og birtir á titilsíðu ljóðabókar sinnar, Glamhuller (1993). í þeirri bók eru 50 ljóð á dönsku úr grænlenskum ljóðabókum skáldsins: Putoq (1973) og Putoq Nutaaq (1991). Þýðingarn- ar hefur hann gert í samvinnu við Vagn Steen. I tilvitnuninni segir frá stjörnufólk- inu og hungrinu og í framhaldi skrif- ar skáldið: „Ég vildi gjaman skrifa en blýanturinn minn var brotinn.“ Það kemur fljótlega í ljós að Korn- eliussen er gagnrýninn og ádeilu er að finna í bókum hans, einkum smá- sögunum. Ljóðin eru ekki eins afger- MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 C 5 ++ um fullorðinna en með þessum hætti voru börnin búin undir að leggja sitt af mörkum í samfélaginu. Nýir markaðir Þar sem frumbyggjalistin er sam- ofin samfélaginu endurspeglar hún vitaskuld breytingar á lífsháttum. Samskipti - ættbálka frumbyggja innbyrðis og frumbyggja og evr- ópskra landnámsmanna - leiddu til nýjunga í tækni, stíl og efnisvali. Nýir markaðir opnuðust fyrir indí- ánalist. Nú á dögum byggist íjár- hagsleg afkoma fjölmargra indíána- fjölskyldna á listum og handiðn, sem stuðlar um leið að varðveislu kunn- áttu og listrænnar tjáningar. 23 indíánar - sagnaþulir, lista- menn, fræðimenn og öldungar - hvaðanaæva af vesturhveli jarðar voru fengnir til að velja muni í þann hluta Þjóðarsafns ameríska indíán- ans í New York sem ber yfirskrift- ina All Roads Are Good. Var þeim jafnframt falið að gera grein fyrir vali sínu. Þar óma hinar Ijölmörgu raddir frumbyggjanna eða eins og framkvæmdastjóri safnsins segir: „Hér greinum við frá fortíðinni sem verið hefur leiðbeinandi afl í lífi okkar og menningu í árhundruð, Ijöllum á opinskáan hátt um menn- ingu okkar í nútíð og veltum upp vonum okkar og þrám fyrir framtíð- ina.“ Er þar margt að sjá, svo sem vefnað, leirmuni, tágavörur, fatnað, skartgripi og skildi en afkomendur listamannanna lesa nú í fyrsta sinn í þessa muni opinberlega. Munu félagarnir 23 hafa lagt sig í líma við að gera sýninguna sem eftir- minnilegasta en valið mun hafa lað- að fram ýmsar tilfinningalegar kenndir og minningar. Fágæt samsýning This Path We Travel kallast fágæt samsýning fimmtán núlif- andi listamanna úr röðum indíána með misjafnan menningarlegan og Iistrænan bakgrunn. Hafði safnið frumkvæði að sýningunni L og bauð umræddum listamönnum | að starfa saman að verkefninu. m Hittust þeir annað veifið í þijú :#■ ár víðsvegar um Norður-Amer- ® íku og tóku á hveijum stað um h sig þátt í sýningum og athöfnum a. heimamanna. Við þau tækifæri H§i urðu verkin á sýningunni til. |p This Path We Travel er ný- K stárleg sýning, bæði með tilliti §f ti! framsetningar og stíls, en for- jKÍ svarsmenn safnsins segja að hún ®*sé í senn byggð á tilraunum og reynslu. Mynd- og hljóðverkum er ásamt efni á myndböndum steypt saman í eina heild, nokkurskonar umhverfi, sem stytta á sýningar- gestum leiðina að sál ameríska indí- ánans. Þjóðarsafn ameríska indíánans segir merka sögu fólks sem varð- veitt hefur hefðir sinar og sérkenni þrátt fyrir óheyrilegt mótlæti. List þess, amerísk frumbyggjalist, er samofin þessari sögu og þrátt fyrir að hún byggist á eðlislægri tilfinn- ingu, skynjun og kunnáttu verður i hún ekki einungis skilin fyrir at- | beina mannfræðilegs eða félags- fræðilegs innsæis - allt sem þarf er opið hugarfar. GRAFSKRIFT TÓNLIST Borgarlcikhúsið SAMSPIL Þátttakendur: Sverrir Guðjónsson, söngur og slagverk, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó, Ludvig Kári Fossberg, slagverk, Ólöf Ingólfsdóttir, hreyfing, Elín Edda Arnardóttir, út- lit, Páll Guðmundsson, höggmynd. Þriðjudagur 12. mars. HVAÐ skal segja? Ekki er því að neita að form það sem valið var á þriðjudagskvöldið til að umvefja frá- bær ljóð um dauða og eilífð, er sjálf- sagt ekki óheppilegra en hvað annað til að skila innihaldi og stemmningu kveðskaparins. Víst er að flutnings- mátinn var á óvenjulegri nótunum. Söngvarinn sem flutti -söng- ljóðin er kontratenór og trúi ég að „venju- legum“ söngvara, tenór, baríton eða bassa hefði ekki verið trúandi fyrir nótum kvöldsins, hugsanlega alt- rödd með góða leikhæfileika og lit- auðuga túlkun. Kontratenórinn hent- aði einhvern veginn ljóðunum vel og þótt ég ekki vilji líkja þessari radd- gerð við englasöng þá hefur hún samt yfir sér einhvern óráðinn eilífð- arlit sem skapaði sérstæða stemmn- ingu, eða var það bara sú staðreynd að Sverrir er ágætur listamaður? Sverrir hóf tónleikana með því þekkta þjóðlagi Grafskrift, um Sæ- mund Klemenzson, sem hann áður hefur gert óvenjubundin og skemmti- leg skil. Við kvæði Steingerðar Guð- mundsdóttur, „Hið dulda“, hafði Olí- ver Kentish gert tónlist og tileinkað Sverri. Steinunn Birna kom út úr dimmunni, settist við píanóið og hér heyrðum við minervalisma í tónlist þar sem píanóið leikur nokkurn veg- inn á sömu nótunum, með sömu tón- bili allan tímann. Svona hluti er erf- itt að gera án þess að þeir verði lang- dregnir og leiðigjarnir. Steinunn Birna „fílaði“ auðheyri- lega þennan einfaldleik og tókst að gera hvern endurtekinn hljóm lif- andi frá byijun til enda. Tónlist Olívers við næstu ljóð, „Kvöldbæn" eftir Sigurð Jónsson frá Brún, „Löng nótt“ eftir Sigríði Einars frá Munaðarnesi, „Síðasti valsinn“ eftir Jóhannes úr Kötlum og „Hvíld“ eft- ir Stein Steinarr, var nokkuð á sömu nótunum og hélt sig við fyrrnefndan einfaldleik. Hreyfingar og ljós hjálp- uðu Sverri til að halda út einfaldleik- ann en miklu lengra hefði atriðið ekki mátt verða. Misráðið held ég að hafi verið að afhenda ekki efnis- skrá fyrr en að tónleikunum loknum, því þrátt fyrir mjög skýran texta Sverris náði maður ekki alltaf að fylgja innihaldi kvæðanna, sem hefði þó verið nauðsynlegt til að skilja betur ferðalög Sverris um sviðið, en stemmningunni héldu þau Steinunn og Sverrir. Leifur Þórarinsson átti næst Int- ermezzo fyrir píanó í líkum stíl og það sem á undan var gengið, ágæt- lega unnið verk, sem Steinunn flutti af þessari sömu næmni fyrir þessu tónlistarformi. Við „Rauðan þráð“ og „Vöku“ eftir Hrafn Andrés Harð- arson semur Gunnar Reynir tónlist í minningu systur og í minningu sonar. Hér fór Gunnar inn á brautir sem ég ekki áður hef heyrt frá hans hendi - voru forvitnilegar og mætti maður fá meira að heyra, of sjaldan heyrist Gunnar. To Axion Esti. „Lof- að veri ljósið og fyrsta bæn manns- ins meitluð í stein, lífsorka sem leið- ir sólina jurtin sem dillaði tónum svo dagur reis.“ Þannig þýðir Sigurður A. Magnússon úr grísku og hér kvað við annan tón. Áskell Másson átti síðustu tónana á þessum óvenjulegu tónleikum og vitanlega stenst Áskell ekki að grípa til ásláttarhljóðfæranna sem eins geta verið vatnsglös eins og hvað annað og kom þetta verk eins og vekjandi andblær inn á annars mjög vel heppnaða tónleika, sem voru hlut- aðeigendum til mikils sóma. Ragnar Björnsson Þrír listamenn sýna í Hafnarborg ÞRÍR listamenn opna sýningar i Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, í dag, laugardag, kl. 14; Beatriz Ezban myndlistarmaður frá Mexíkó sýn- ir í aðalsal, Helgi Ásmundsson sýnir í Sverrissal og Noriko Owada sýnir í kaffistofu. Beatriz Ezban Beatriz er fædd í Mexíkó 1955, hún hóf nám í heimspeki og bók- menntum áður en hún snéri sér að myndlistinni. Hún stundaði myndlistarnám við UCLA í Banda- rikjunum og einnig í Mexíkó. Hún hefur haldið einkasýningar í Mex- íkó og tekið þátt í fjölda samsýn- inga þar og annarsstaðar. Beatriz hefur farið í námsferðir um Evr- ópu og verk hennar eru í eigu opinberra stofnana í Mexíkó og Bandaríkjunum. Fyrsta einkasýning hennar var hér á íslandi í júlí 1994, eftir dvöl í Listamiðstöðinni Straumi. Nú er hún komin aftur með sýningu sem á eftir að fara víða um Evrópu, en menntamálaráðuneyti Mexíkó stendur fyrir þessari sýningar- ferð. Sýningunni fylgir sýningar- skrá á spænsku og ensku, en út- dráttur á íslensku liggur frammi fyrir sýningargesti. Á sýningunni eru tíu stór mál- verk og einnig nokkur smærri verk. Beatriz dvelur á gistivinnu- stofu Hafnarborgar. Sýningin stendur til 1. apríl. VERK eftir Beatriz Ezban. Helgi Ásmundsson Helgi stundaði nám við Lista- akademíuna í Kaupmannahöfn á árunum 1976-1982, fyrst á sviði sjónrænna tjáskipta og síðan við höggmyndadeildina undir leið- sögn prófessors Hein Heinesen. Leiðbeinandi Helga var einnig Jón Gunnar Árnason. Helgi hefur haidið sýningar á verkum sínum, einkasýningar í Nýlistasafninu 1987 ogíListhús- inu í Laugardal 1993, en einnig tók hann þátt í samsýningum, í Jónshúsi i Kaupmannhöfn árið 1977, í Djúpinu 1982, N. Art í Borgarskála 1986 og á Óháðri listahátið í Iðnó 1995. Hann hefur unnið sviðsmyndir fyrir sjónvarp og leikhús, bæði hér heima og í Danmörku. Einnig hefur hann unnið umhverfisverk og gjörninga á fyrrnefndum stöð- um. Á sýningunni í Hafnarborg nú er ein höggmynd sem unnin er í stein og ein teikning í sérsmíð- uðum stálramma. Sýningin stendur til 1. apríl. Noriko Owada Noriko er fædd í Fukushima í Japan 1959. Hún stundaði mynd- listarnám við Bunka Gakkuin listaskólann i Japan og var einnig við listnám í Bandaríkjunum. No- rika hefur haldið fjölda einkasýn- inga í Japan og tekið þátt í sam- sýningum. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir verk sín. í byijun ferils síns málaði hún aðallega olíumálverk en hefur nú snúið sér að því að vinna verk þar sem hún blandar saman ýmsum efnum og notar meðal annars spegla. Verkin sem hún sýnir í Hafnarborg eru unnin á þann veg. Hún hefur undanfarna mánuði dvalið í Listamiðstöðinni Straumi og hefur unnið þar að þeim verk- um sem hún sýnir nú. Sýningin stendur til 26. mars. Opnunartími sýningarsala er kl. 12-18 alla daga nema þriðju- daga. Sýningar í kaffistofu eru opnar virka daga frá kl. 9-18 en kl. 11-18 um helgar. ann og spegilinn góða eða nauðsyn- lega og vitnar í það sem Hemingway sagði að maður ætti að skrifa veru- leikann til þess að gera söguna betri en veruleikann. Með öðrum orðum bæta heiminn. Ljóð skáldsins eru mjög mótuð af samfélaginu og umræðunni og tala beint til lesandans án krókaleiða. Þannig er líka að spjalla við skáldið. Ég spurði hvort hann hefði verið nýlega á Grænlandi og hann sagðist hafa verið á þingi með grænlenskum rithöfundum í fyrrasumar. Hann leggur áherslu á að þótt hann sé Grænlendingur yrki liann ekki og skrifi einungis um Grænland. Hann er til dæmis með tilbúið handrit að fyrstu skáldsögu sinni og viðfangs- efnið er að hans sögn einstaklingur- inn. Söguhetjan býr i borg sem gæti verið Kaupmannahöfn, en alveg eins Reykjavík eða New York. Hann er líka búinn að skila handriti að stóru andi og sögurnar, en hrærast engu að síður í samtímanum. „Hlutverk bókmenntanna er að vera spegill veruleikans," segir Korn- eliussen. Hann vill ekki að bækur sínar séu til að deyfa fólk og fá það til að þegja. Sum verka hans hafa ekki þótt góð og æskileg kynning á Grænlandi og Grænlendingum og því vakið gremju, en hann segir að ungt fólk kunni að meta þau. Bækur hans seljast í 1.500 eintökum og eru upp- seldar. Eitt ljóða hans hneykslaði kirkjunnar menn. Það heitir Látum oss biðja og er erfitt að greina það hneykslanlega í því. í kirkjunni heyr- ir skáldið aftur um hið ilia sem það hefur játað sem synd sína. Viðkvæmt efni Ein smásagna Ole Korneliussens fjallar um sjálfsmorð, viðkvæmt efni á Grænlandi. Hann þýddi sögu eftir danskan höfund sem hann man ekki! 4-L Morgunblaðið/Ásdís BÆKUR Ole Korneliussen þykja ekki allar æskilegar kynningar á Grænlandi nútímans. nafnið á í svipinn. Sá sami fargaði sér, en það var ekki út af þýðingu minni, fullyrðir Korneliussen. Hann er aftur farinn að tala um veruleik- Morgunblaðið/Árni Sæberg MAGNUS Kjartansson myndlistarmaður. Kannski er best að hætta í myndlist og fara að rækta blóm MAGNÚS Kjartansson sýnir ásamt fjórum öðrum norræn- um listamönnum á sýningu sem heit- ir „Um hið andlega í listinni“. Hún var sett upp í Aþenu í Grikklandi þar sem henni er nýlokið og verður næst opnuð í Norrænu Listamiðstöðinnií Sveaborg 25. apríl og stendur til 2. júní. Magnús sýnir einnig tvær mynd- ir í Hallgrímskirkju yfir föstuna í boði Listasafns Hallgrímskirkju. „Sýningarstjóri þessarar samnor- rænu sýningar er nokkuð þekktur og ég er að vona að ég fái einhveija kynningu og athygli í kjölfar hennar. Mér var mjög vel tekið á Spáni þegar ég sýndi þar í fyrra og boltinn heldur vonandi áfram að rúlla. Fóik hér á iandi er ekki nógu sátt við það sem ég er að gera vegna þess að ég fylgi ekki straumnum en myndirnar fengu einmitt athygli út á það erlendis," sagði Magnús. Listin er hvati Hann talar um smæð landsins og einangrun. „Þetta er svo ungt þjóð- félag. Það er eiginlega ekki vit í að vera í neinu nema fiski hér á landi. Erlendis er listin svo mikill hvati í aðrar greinar þjóðlífsins og atvinnu- lífsins og því þurfa þeir miklu meira á henni að halda en við. Þú sérð það erlendis að þegar kemur eitthvað af- gerandi nýtt í myndlistinnni þá er það strax komið út í arkitektúr, húsgögn, föt o.fl. Við, aftur á móti, flytjum allt okkar dót inn og framleiðum lítið sjálf.“ Af hveriu ertu að fjalla um trúarleg málefni? „Ég hef aldrei aðgreint hið trúar- lega frá daglegu lífi. Maður reynir bara að vera heiðariegur. Mig langaði einfaldlega að glíma við gömul mynd- efni og finna hvort þau hefðu eitthvað gildi fyrir mig. Ég hef aldrei getað fylgt neinni einni línu í listinni og gert það sama og allur hópurinn." Magnús sagði að sér hefði komið á óvart hve mikla athygli verk hans hlutu á sýningu hans á Kjarvalsstöð- um fyrir tveimur árum. „Þetta mynd- efni hefur legið lengi í dvala. Það er alltaf verið að jarðsetja ákveðna þætti í listinni en ef einhver hefur ánægju af einhverju þá lifir það. Maður verð- ur bara að elska það svolítið mikið." Hvað er á döfinni hjá þér? „Ætli það sé ekki næsta mál að leggja niður vinnustofuna. Veistu um einhvern sem vill leigja hana? Ég þarf að skera alls staðar niður. Ég er búinn að vera einna harðastur í gegnum árin í að lifa alveg af mynd- listinni og hef málað minni myndir sem ég sel í galleríum. Ég vil frekar gera það en að kenna, það tekur svo mikinn mátt frá mér.“ Hvað gerir þú núna ef þú ert að fara að missa vinnustofuna? „Ég breyti kannski eitthvað til. Ég hef alltaf höggvið á það sem ég er að gera hveiju sinni. Kannski er best að hætta í myndlist og rækta blóm, ég hef mikinn áhuga á því. Eftir því sem ég umgengst þessar jurtir meira því líkari mönnunum finnst mér þær vera. Nú bíð ég bara eftir vorinu. Ég eyði miklum tíma í ræktunina, ég kaldrækta græðlingana eins og kallað er.“ Rubens og Spielberg Magnús sagði að hann hefði oft hugsað sérReykjavík sem hugmynda- ríka og fijóa borg með mikið af list á almannafæri. „Við þurfum að gera borgina líflega svo okkur leiðist ekki. Ég hugsa t.d. alltaf þegar í bíð á ljós- unum hjá Glæsibæ hvað það væri gaman ef það væri hægt að sýna ljóð eða eitthvað annað skemmtilegt fyrir borgarana á þeim vegg. Áður fyrr var listin að miklu leyti afþreying. Ég var að skoða gamla málara eins og Rubens og hann var með fullt af mönnum í vinnu við að mála og búa til stórar senur, alveg eins og Steven Spielberg er að gera í Hollywood. Svo framleiddi hann þessar myndir. Ég efast um að hann hafi vitað hvað orðið listamaður þýddi, allavega ekki með þessum nýju nútímaformerkjum enda skipti það engu máli,“ sagði Magnús og bætti við að kannski yrði í framtíðinni litið á málverkið og kvik- myndina sem sömu greinina og Ru- bens sem beinan undanfara Spiel- bergs. sagnaljóði á grænlensku. Það stend- ur nær upprunanum. Grænlenskur öndvegishöfundur Korneliussen er ekki hrifinn af nýjum dönskum skáldsagnahöfund- um. Hann hneigist frekar að eldri sagnameisturum eins og Martin A. Hansen og skáldum eins og Johann- es Jorgensen. Halldór Laxness hefur skipt hann máli og Knut Hamsun. Öndvegishöfundur Grænlendinga er að hans mati óumdeilanlega Frederik Nielsen sem lést fyrir nokkrum árum. „Hann skrifar á grænlensku og hugsar á dönsku og öfugt,“ segir Korneliussen. Grænlendingurinn Ole Korneliuss- en sem er líka með íslenskt og danskt blóð í æðum freistar þes að lifa á ritstörfum og hefur notið styrkja til þess. Hann telur það hafa háð sér að gleyma að yrkja lof um græn- lenska ráðamenn og virðist satt að segja ekki líklegur til slíkra hluta. Fyrirlestur um grænlenskar bókmenntir Kirsten Thisted sem þýtt hefur grænlenskar bækur á dönsku og rit- að mikið um grænlenskar bókmennt- ir mun sem fyrr segir fræða áheyr- endur í Norræna húsinu um græn- lenskar bókmenntir. Hún starfar við Norrænu fræðastofnunina í Hafnar- háskóla og hefur kennt við Háskól- ann í Grænlandi. Aðeins fáeinir grænlenskir höf- undar hafa verið tilnefndir til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs og veit Ole Korneliussen ekki ástæð- una, en lætur að því liggja að erfitt sé fyrir grænlenska rithöfunda að taka sjálfir ákvörðun um hvern skuli tilnefna. Frederik Nielsen var til- nefndur, en lést áður en dómnefndin hafði lokið störfum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.