Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 C 7 Steinninn kallar á úrvinnslu SÓLVEIG Baldursdóttir mynd- höggvari opnar sýningu á verk- um sínum í Gerðarsafni í dag kl. 16. Hún er myndhöggvari í orðs- ins fyllstu merkingu því hún heggur i hvítan og rauðan marm- ara og einnig í blágrýti og gran- ít. Þetta er fyrsta einkasýning hennar hér á landi. Sólveig bjó í Carrara á Italíu í fjögur ár ásamtfjölskyldu sinni en flutti heim til íslands árið 1994. „Carrara er Mekka mynd- höggvara. Þangað koma mynd- höggvarar hvaðanæva úr heim- inum til að vinna. Það er mikil marmaravinnsla í fjöllunum fyrir ofan borgina og marmarinn það- an er mjög frægur. Það er búið að reikna það út að það sé nógur marmari eftir í fjöllunum til að vinna úr næstu 5000 árin,“ sagði Sólveig. Það liggur mikil vinna að baki verkum hennar. „Eg fæ efnið í stórum blokkum sem eru mörg tonn að þyngd og það vinn ég niður með slipirokkum, meitlum, sandpappír og vatni.“ Tímaskekkja „Hvert verk hefur sinn eigin heim. I mörgum verkanna eru litlir stigar sem ég hef höggvið Lára Long sýnir í Hans Petersen NÚ stendur yfir fyrsta einka- sýning Láru Long ljósmynd- ara í verslun Hans Petersen við Háaleitisbraut. Þar eru til sýnis myndir teknar á þessu og síðasta ári, sem sýna fjölbreytta starfsemi ljósmyndastofu á íslandi í dag, bæði í lit og svart/hvítu. Lára Iauk stúdentsprófi frá MR 1989 og starfaði eitt ár í Svíþjóð, en hóf síðan nám í ljósmyndun hjá föður sín- um, Jóhannesi Long ljós- myndara, og tók sveinspróf í faginu 1993. Lára hefur fylgst með nýjungum í ljós- myndafaginu og hefur farið á námskeið innanlands og utan. Hún rekur nú Ljós- myndarann í Mjóddinni, sem er „portrett“ ljósmyndastofa. Sýningin er opin á af- greiðslutíma verslana í Aust- urveri við Háaleitisbraut til 12. apríl næstkomandi. Meistaraverk Schumanns og íslensk sönglög MICHAEL Jón Clarke og Ric- hard Simm halda ljóðasöngs- tónleika í Borgarneskirkju í dag laugardag kl. 17 og í Gerðubergi á morgun sunnu- dag kl. 17. Aðaluppistaða tónleika þeirra félaga verður laga- flokkurinn Dichterliebe eða Ástir skáldsins eftir Robert Schumann. Michael og Richard, sem báðir eru af bresku bergi brotnir, starfa sem tónlistar- menn á Akureyri. Efnisskrá þessa fluttu þeir á tónleikum Tónlistarfélags Akureyrar 10. febrúar síðastliðinn. Auk lagaflokksins Dic- hterliebe flytja þeir íslenskar söngperlur á borð við Gígju Sigfúsar Einarssonar. út i steininn og niður hann geta t.d. konurnar sem eru uppi á stalli,“ segir hún og bendir á ófríska, bijóstamikla konu með fugl í hárinu og kuðung fyrir neðan sig, „farið ef þeim líkar ekki staðurinn sem þær eru á. Ég kynntist konunum á Carrara mjög vel.“ Hún hefur kynnt sér íslenskt berg og er hrifnust af blágrýti en segir marmarann vera sitt aðalefni. „Það er verst hve erfitt er að vinna á Islandi. Marmarinn er dýrt efni og ef meitill brotnar t.d. þarf að senda eftir honum til Ítalíu. Auk þess er lítil hefð fyrir svona vinnubrögðum hér á landi. Margir telja þessi verk sjálfsagt algjöra tímaskekkju,“ sagði Sólveig og hló. Hún segist leggja sál sína í verkin og þegar hún sé með óunninn stein í vinnustofunni kalli hann oft á eigin úrvinnslu. „Ég var t.d. byijuð að vinna einn steininn, og var með fullmótaða hugmynd um verk, en þá öskraði hann bara nei. Það verður að bera virðingu fyrir efninu og það er ekkert hægt að þvinga það til neins,“ sagði Sólveig Baldurs- dóttir. SÓLVEIG Baldursdóttir myndhöggvari. Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Sverrir TRIO Borealis ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur, á myndina vantar Hallfríði Ólafsdóttur. Sólrisutónleikar á ísafírði ÞRIÐJU áskriftartónleikar Tón- Iistarfélags ísafjarðar á þessu starfsári verða haldnir í sal Grunnskólans á ísafirði sunnu- daginn 17. mars kl. 17. Tónleikarnir eru haldnir í sam- vinnu við Sólrisuhátíð Framhalds- skóla Vestfjarða, en hátíðin hófst 3. mars siðastliðinn og hefur hver menningarviðburðurinn rekið annan. Á tónleikunum koma fram Sig- rún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleik- ari og Trio Borealis, sem skipað er Einari Jóhannessyni klari- nettuleikara. Richard Talkowsky sellóleikara og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Á efnisskránni eru þrjú verk: Fyrsta verkið, „Dúfan og fiskur- inn“, skemmtitónlist fyrir kvintett eftir Jónas Tómasson var frum- flutt í París fyrir réttu ári, en hefur ekki áður verið leikið á ís- landi. Næst á efnisskránni er „Vorsónata" fyrir fiðlu og píanó eftir Beethoven. Þriðja og siðasta verkið er eitt kunnasta kammer- tónverk allra tíma, „Kvartettinn um endalok tímans" eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen. Messiaen samdi verkið í fanga- búðum Þjóðverja árið 1944 og réðst hljóðfæraskipanin (klari- nett, fiðla, selló og píanó) af því hvaða hljóðfæraleikarar voru meðal samfanga hans. Skýringu á heiti verksins er að finna í Opin- berunarbók Jóhannesar. Framundan hjá Trio Borealis er ferð ásamt Sigrúnu Eðvalds- dóttur til Skandinavíu aðra helgi þar sem þau munu halda tónleika í Osló, Málmey og Kaupmanna- höfn. NOMUS Nordisk Musik) og Norræni mcnningarsjóðurinn styrkja þau til ferðarinnar. Áskriftarkort Tónlistarfélags- ins gilda á sólrisutónleikana á ísafirði, en einnig eru seldir stak- ir miðar við innganginn. Aðgangur er ókeypis fyrir alla skólanema 20 ára og yngri. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Rjarvalsstaðir Kjartan Ólason, Philippe Richard og | Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir. — Kjarvalssýning fram á vor. Listasafn íslands Norræn framtíðarsýn til 17. mars. Safn Ásgríms Jónssonar Sýn. á vatnslitam. Ásgríms út mars. Listasafn Sigurjóns Olafssonar Portrettsýning til 19. maí. Við Hamarinn Helgi Hjaltalin Eyjólfsson sýnir til 17. I mars og List í símbréfaformi til 3. apríl. j Listhús Ófeigs Ema G. Sigurðardóttir og Eva G. Sig- urðardóttir sýna til 16. mars. Hafnarborg Beatriz Ezban og Helgi Ásmundsson I sýna til 1. apríl. Noriko Owada sýnir | í kaffistofu til 26. mars. Gallerí Fold Soffía Sæmundsd. sýnir til 31. mars. Gallerí Greip Kristín Blöndal sýnir til 31. mars. Listhús 39 Sigríður Erla sýnir til 1. apríl. Gallerí Stöðlakot Einar Marinó sýnir til 24. mars. Gallerí Sævars Karls Kristín Arngrímsd. sýnir til 10. apr. Listasafn - Kópavogs Jón Óskar sýnir í vestursal og í austur- ] sal landslags- og portrettmyndir Sig- urðar Sigurðssonar til 8. apríl. Nýlistasafnið Nana Petzet og Ólafur S. Gísiason | sýna til 31. mars. Gallerí Hornið ívar Török og Magdalena M. Her-1 manns sýna. Gallerí Umbra Anna Snædís Sigmarsd. sýnirtil 3. apr. Myndás Einar Óli sýnir ljósm. til 22. mars. Slunkaríki, ísafirði Tumi Magnússon sýnir. Gallerí AUraHanda Fríða S. Kristinsdóttir sýnir veflist til | 22. mars. TONLIST Laugardagur 16. mars Kaffítónleikar í félagsh. Hvammstanga I kl. 14. Kammersveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar kl. 12. 20 ára afmælis- tónleikar TÓNAL í Háskólabíói kl. 14. Tónlistarskóli Njarðvíkur og Tónskólinn | DO RE MI í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 17. Ljóðasöngstónleikar í Borgames- kirkju kl. 17. Nemendatónleikar Tón-1 skóla Eddu Borg í Breiðholtskirkju kl. | 14., 14., 16. og 17. Sunnudagur 17. mars Ljóðatónleikar í Safnaðarheimili Akra- neskirkju kl. 16. Sólrisutóneleikar á sal I grunnskólans á ísafirði kl. 17. Tónlist- arskóli Njarðvíkur og Tónskólinn DO | RE MI í Neskirkju kl. 17. Ljóðasöngs- | tónleikar í Gerðubergi kl. 17. Sigríður I Ella Magnúsdóttir og Gerrit Schuil I halda tónleika í Listasafni Kópavogs | kl. 20.30. Wolfgang Tretzsch orgelleik- ari leikur í Digraneskirkju kl. 16. Kaffitónleik- ar á Hvamms- tanga FIMMTU tónleikar Tónlistarfé- lags Vestur-Húnvetninga starfs- árið 1995-96 verða haldnir í Fé- lagsheimilinu á Hvammstanga í dag. Símon ívarsson og Michael Hillenstedt gítarleikarar leika. Þeir félagar, en þeir kalla sig Iston 42, byijuðu á því að heim- sækja Grunnskóla Hvammstanga og kynna nemendum klassískan gítar. í dag, laugardag, munu þeir flytja fjölbreytta efnisskrá frá mis- munandi tímabilum og ýmsum löndum. Mest áberandi eru verk frá Suður-Ameríku en auk þeirra eru m.a. verk eftir Debussy, F. Sor og Gunnar Reyni Sveinsson. „Verkefnin eru valin með það að leiðarljósi að þau séu fjöl- breytt, njóti sín vel á hljóðfærin og höfði til sem flestra. Einnig munu nokkrir ungir heimamenn taka að hluta þátt í tónleikunum,“ “ segir í kynningu. LEIKLIST Þjóðleikhúsið | Tröllakirkja lau. 16. mars, fim. Þrek og tár sun. 17. mars, fím, fös. Kardemommub. lau. 16. mars, sun. Leigjandinn lau. 16. mars, iau. Listdansskóli íslands, nemendasýn. | þri. 19. mars. Kirkjugarðsklúbburinn lau. 23. mars. Borgarleikhúsið Hið ljósa sun. 17. mars, fim. íslenska mafían lau. 23. mars. Amlóða saga frums. 16. mars, sun., fím. | BarPar lau. 16. mars, fos., lau. Konur skelfa mið. 20. mars, fös., lau. | Við borgum ekki, lau. 16. mars, fös. Lína langsokkur sun. 17. mars. Höfundasmiðja LR, Frátekið borð eftir | Jóninu Leósdóttur lau. 16. mars. HafnarQarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör 16. mars, fös., lau. | Kaffileikhúsið Sápa þijú og hálft lau. 16. mars, lau. Kennslustundin lau. 16. mars, lau. Grískt kvöld fös. 22. mars. Engillinn og hóran sun. 17. mars, mið. Möguleikhúsið Ekki Svona! mið. 20. mars. Ævintýrabókin lau. 16. mars., lau. Islenska óperan Oklahoma sun. 17. mars. KVIKMYNDIR MÍR „Orrustan um Stalingrad“ sun. 17. mars kl. 16. Norræna húsið Tukuma, dönsk mynd | fyrir böm: sun. kl. 14. LISTAKLUBBUR Iæikhúskjallarinn Matthías Jochumsson, skáldið og þýð-1 andinn, mán. kl. 20.30. Upplýsingar um listviðburði sem óskað I 1 er eftir að birtar verði í þessum dálki | verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgun- I blaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, | 103 Rvík. Myndsendir: 91-5691181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.