Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 17. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LAXINN gerir atlögu að maðkinum, glefsar í hann en sleppir. ÞOLINMÆÐI laxins á þrotum og nú skal kyngt. ENGIN undankoma. Of seint að sjá eftir öllu saman. Ákveðið var að kvikmynda- tökumaðurinn, Friðrik Guð- mundsson, færi út í ána með tæki sín og tól og freistaði þess að komast eins nærri laxinum og gerlegt væri. Síðan myndi Árni renna maðki að laxinum ofan af brúnni. Neðanvatnsbún- aðurinn er kvikmyndatökuvél sem komið er fyrir í sérsmíðuðu búri og slakað ofan í vatnið. í þáttunum sem til þessa hafa sést hefur þess verið freistað að sýna glímur við laxa og silunga jafnt frá sjónarhóli veiðimanna og fiska. UNDIRRITAÐUR hitti á förnum vegi Eggert Skúlason fréttamann, sem er þulur þátt- anna, handritshöfundur og um- sjónarmaður. Hann sagði að sumt af efninu væri þess eðlis að tæknimenn Davids Attenbor- oughs hefðu ekki getað gert betur. Börkur staðfesti ekki lík- inguna, en sagðist afar ánægður með hvernig sumt hefði heppn- ast, en síður með annað eins og gengur. Eitt þeirra atvika sem þeir félagar eru hvað ánægðast- ir með er hér í nokkurs konar myndafrásögn frá tveimur sjón- arhornum og atburðarásin mjög athyglisverð. Hópurinn var að taka upp þátt á bökkum Laxár í Dölum þar sem heita Dönustaðagrjót. í aðalhlut- verki var landsþekktur veiðimað- ur, Árni Baldursson, og beint undan brúnni sem þarna er yfir ána sáu þeir vænan lax við stein. Bráðin fælist... eða hvað? Þegar Friðrik óð að laxinum kom að sjálfsögðu styggð að þeim silfraða. Hopaði laxinn nið- ur ána og úr sjónmáli. Ákváðu félagarnir því að Friðrik skyldi bíða átekta við legustað laxins og sjá hvort hann leitaði ekki aftur á staðinn. Hafði hann búr- ið með tökuvélinni í vatninu og eftir nokkrar mínútur gerðust undrin. Laxinn kom aftur, hægt og rólega, og þrátt fyrir nær- veru búrsins og mannsins fór hann rakleitt í bælið sitt. Það hefur löngum verið talið að lax- inn þekki ekki manninn á bakk- anum, en hann fælist hreyfing- una sem honum fylgir. Ef menn fæla lax, en doka við grafkyrr- ir, er fátt líklegra en að laxinn komi aftur, sallarólegur, þrátt fyrir að óvinurinn blasi við. Síú var röðin komin að Árna, en hann ætlaði ekki að láta hafa sig í tilraunina. Hafði enga trú á því að laxinn tæki agnið við þessar kringumstæður. Hann Beitti þó fyrir fortölur og slak- aði agninu niður af brúnni, en inni í bíl til hliðar sátu Börkur og hans lið og fylgdust með lax- inum í svokölluðum „mónítor". Til að gera langa sögu stutta, þá gátu þeir fylgst með við- brögðum laxins er agnið nálgað- ist. Séð hvernig hann fór allur að iða, rauk síðan til og hremmdi agnið. „Þetta festum við allt á filmu og það var mjög spenn- andi,“ segir Börkur. Eggert hef- ur bætt við, að á þeirri stundu sem hann sá maðkinn koma sveimandi í vatninu, frá sjónar- hóli laxins, hafi hann loks skilið hvers vegna laxinn annaðhvort gleypi kvikindið eða forði sér. I það minnsta reyni að leiða það hjá sér. „Þetta er eins og kol- krabbi og það skein í gegn hvað fyrirbærið pirraði laxinn hrika- lega. Hann bókstaflega engdist sundur og saman og var ekki í rónni fyrr en hann hafði hreins- að það burt úr ánni, að vísu með afleiðingum sem hann reiknaði ekki með,“ segir Eggert. Börkur Bragi hefur framleitt „hundruð auglýsinga“ fyrir Stöð 2 á ferli sínum sem hófst þó ekki eins og sjónvarpsþátta- og auglýsingaframleiðandi ætti að hefja ferilinn. „Ætti“ á þó kannski ekki við, því hvergi er það skráð hvernig menn eigi að hefja feril af þessu tagi. Börkur Bragi byijaði sem húsvörður á Lynghálsinum, en „leiddist út í auglýsingagerð og síðar þátta- gerð“. Það er langur vegur frá húsvörslu til kvikmyndagerðar af því tagi sem hér um ræðir og Börkur segir svona i gríni og hugsanlega einhverri alvöru að hann hafi séð þann feril fyr- ir sér sem .jólabókina í ár“ ein- hvern tíma í framtíðinni! TÖKUMAÐURINN úti í á að mynda og Börkur fylgist með öllu saman á „mónítornum" inni í bíl. Viðureign og tökum lokið, Börkur t.v. og Arm með stöng og afla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.