Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ - „Mig fór að dreyma fólk um nætur...“ Einar Kárason er í hópi þekktustu rithöfunda þjóðarinnar. Hann er kunnur skáldsagnahöfundur og bækur hans hafa verið þýddar á erlend tungumál. Þessa dagana standa yfír tökur á kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar þar sem sögu- sviðið er úr bókum Einars, Djöflaeyjunni og Gulleyjunni. Einar Kárason skrifar kvik- myndahandritið. Olafur Ormsson ræddi við Einar um kvikmyndagerð og ýmislegt fleira og leitar álits kvikmyndaleikstjóra og rithöf- undar á ferli Einars. EINAR Kárason er rétt rúmlega fertugur. Hann hefur haft ritstörf að at- vinnu um árabil og varð þjóðkunnur er skáldsaga hans, Þar sem djöflaeyjan rís, kom út hjá Máli og menningu árið 1983. Þessa dagana er verið að vinna að gerð kvikmyndar þar sem sögusviðið er úr bókum Einars Kárasonar, Djöfla- eyjunni og Gulleyjunni. Á Seltjamamesi hefur risið þyrp- ing bárujárnsklæddra bragga og umhverfið minnir ekki lítið á Camp Knox hverfið frá fimmta og sjötta áratug aldarinnar sem stóð um- hverfis Grímsstaðaholtið og teygði anga sína allt vestur að húsakynn- um Bæjarútgerðar Reykjavíkur við Grandaveg. Þama á Seltjarnames- inu verður á næstu vikum og mán- uðum reynt að kalla fram á filmu andrúmsloft liðina tíma, og litríkum persónum úr bókum Einars Kára- sonar bregður fyrir , t.d. Badda, Danna, Dollí, Karólínu spákonu, Tomma kaupmanni og Hreggviði kúluvarpara. Friðrik Þór Friðriksson leikstýrir og er framleiðandi myndarinnar. Hann hefur þegar öðlast alþjóðlega viðurkenningu á fj'ölda kvikmynda- hátíða víða um heim og var tilnefnd- ur til Óskarsverðlauna í Hollywood fyrir örfáum ámm. Óneitanlega ríkir eftirvænting og beinlínis tilhlökkun hjá kvik- myndaáhugamönnum þegar Einar Kárason og Friðrik Þór Friðriksson hefja samstarf og samvinnu um gerð kvikmyndar. Mér er kunnugt um kvikmyndaáhugamann sem býr á Seltjarnarnesinu og er aðdáandi Einars og Friðriks og hefur allt frá því um áramót, er hann vissi að hvetju stefndi, talið dagana fram að kvikmyndatöku og komið á bíl sínum tvisvar í viku að bragga- hverfinu og gefið sig á tal vlð að- ila, sem þar hafa unnið að undirbún- ingi, til að forvitnast um framvindu mála. í tilefni þess að kvikmyndatökur eru hafnar er tilvalið að hitta Einar Kárason að máli og spyijast fyrir um sitthvað á ferli hans sem rithöf- undar. Við hittumst á heimili hans i byijun marsmánaðar. Það var vorveður og hópur þrasta í garðin- um fyrir framan stóra tignarlega steinhúsið við Flókagötu 63 sem sungu dýrðaróð þegar ég gekk upp tröppurnar við húsið. Ekki er ég viss um að óðurinn hafi verið til Djöflaeyjunnar eða kvikmyndatök- unnar vestur á Nesi. Það skyldi þó ekki vera? Eg hringdi dyrabjöllu og Einar kom til dyra og þegar við gengum til stofu á. annarri hæð í þriggja hæða húsi gerði hann grein fyrir sögu hússins sem er óvenju glæsilegt með stórum svölum og byggingarstíl sem minnir á villumar vestur á Ægisíðu enda teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkitekt og athafnamanni sem teiknaði mörg glæsileg hús á fimmta og sjötta áratug aldarinnar. Húsið var byggt á árunum 1957-58 af Helgu Mar- teinsdóttur veitingakonu á Röðli og í Vetrargarðinum. Einar festi kaup á íbúð í húsinu fyrir um það bil þremur árum og býr þar ásamt fjöl- skyldu sinni, eiginkonu Hildi Bald- ursdóttur bókasafnsfræðingi og fjórum dætrum þeirra og dökk- gráum ketti af persnesku kyni sem er ættaður frá landi Persakeisara og Ajatola Khomeini trúarleiðtoga írana. íbúðin ber þess merki að þar býr listamaður. Málverk eru í stofu eft- ir Tolla, vatnslitamynd af Thule- kampinum og vatnslitamynd í ramma eftir Guðjón Ketilsson, kápumynd á skáldsögu Einars, Djöflaeyjunni og þar er einnig á veggjum fjölskyldumynd eftir Frið- rik Þór, gjöf til Einars á þrítugsaf- mæli hans, og þijár myndir eftir myndlistarkonuna Sigurborgu Stef- ánsdóttur og málverk eftir systur Einars, Guðrúnu Eddu. Kötturinn hringsólaði í kringum okkur og virti fyrir sér upptökutæk- ið á borði sem við sátum við og var við glugga. Hann sperrti eyrun þeg- ar upptökutækið var sett í gang og Einar hóf að segja frá uppruna sín- um og æskuárum. Uppruni, mótunarár „Ég er alinn upp í Úthlíð 10 hér í næstu götu og þar eru mínar æskuslóðir. Að vísu fæddist ég vest- ur á Fálkagötu þar sem foreldrar mínir bjuggu í húsi sem Jón nokkur Eyjólfsson átti. Hann var bróðir Jósefínu spákonu og það frétti ég löngu síðar. Foreldrar mínir fluttu síðan árið 1956 í Úthlíðina og þar er minn uppruni. Ég á engar rætur á Grímsstaðaholtinu og nánast til- viljun ein að ég skuli vera fæddur þar. Báðir foreldrar mínir eru ísfirð- ingar að uppruna. Pabbi flutti mjög ungur suður og ólst upp hjá frænd- fólki sínu sem átti kaffibrennsluna Rydenskaffi. Móðir mín flytur suður rúmlega tvítug. Ég er þriðji í röð- inni af systkinunum, á tvær eldri systur og eina yngri. Pabbi var leigubílstjóri. Lengst af keyrði hann hér í borginni. Ég var í skóla hér í hverfinu, ísaksskóla. Árið 1965 fluttum við inn á Háaleitisbraut og þar fór ég í Álftamýrarskóla og þessa venjulegu leið í skólakerfinu. Þaðan lá leiðin inn í Voga þár sem ég lauk landsprófi og síðan í Menntaskólann við Tjörnina. Það voru heilmikil mótunarár. Þetta eru árin 1971-75. Mér er það minnis- stætt þegar ég var kominn í Menntaskólann að fyrsta ballið sem þar var haldið var einmitt í Glaumbæ og það var jafnframt síð- asta ballið í Glaumbæ því húsið brann seint á árinu 1971.“ Rithöfundurinn var klæddur grænköflóttri skyrtu, vesti og dökk- bláum buxum, rúmlega meðalmað- ur á hæð, dökkskolhærður, grann- vaxinn og stæltur og stundar reglu- lega fótboltaæfingar og segir að- spurður að rithöfundar þurfi að vera í góðu líkamlegu formi til að takast á við starf sem krefst and- legs og líkamlegs atgervis. Hann minnir á kraftlyftingamann og er töffari eins og Bubbi Morthens orð- aði það í viðtali í Morgunblaðinu í janúarmánuði. Einar er afkastamik- ill rithöfundur og ekki kæmi mér á óvart að hann stundaði fjölbragða- glímu líkt og starfsbróðir hans Thor Vilhjálmsson. Auk kvikmyndahand- ritsins hefur Einar nýlega lokið við að skrifa nýtt leikrit ásamt Kjartani Ragnarssyni sem heitir Nanna syst- ir og verður frumsýnt hjá Leikfé- lagi Akureyrar í lok marsmánaðar. „Það er stundum verið að hólfa niður og búa til flokka af rithöfund- um. Það er vinsælt að tína til það sem þeir eiga sameiginlegt. Við sátum einu sinni saman flórir koll- egar og áttuðum okkur á því að það þyrfti að koma til einhver gáfaður bókmenntafræðingur og setja okkur saman í flokk sem eru bílstjórabörnin. Faðir Einars Más og feður Ólafs Gunnarssonar og Steinunnar Sigurðardóttur voru bíl- stjórar. Þetta er bílstjórakynslóðin. Ég veit ekki hversu mikið mark það hefur sett á skrif okkar. Hins vegar er mér alveg ógleymanlegt tilsvar Einars Más þegar fyrsta skáldsaga hans kom út og hann hafði gefið út þijár ljóðabækur áður. Hann er spurður að því hvernig standi á því að ljóðskáld fari allt í einu að skrifa skáldsögu og þá sagði hann: - Ætli það sé ekki svipað og þegar strætó- bílstjóri fer að keyra leigubíl. Ég hafði nu alltaf mikinn áhuga á að gerast leigubílstjóri. Ég held ég hefði kunnað vel við það starf." - Hvenær vaknar fyrst áhugi þinn á bókum? „Ég hafði áhuga á bókum alveg frá því ég var krakki. Það var mik- ill bókmennntaáhugi á mínu æsku- heimili. Foreldrar mínir og systur lásu mikið bækur og svo stundaði maður bókasafnið. Þegar ég var í landsprófi 1970-71 þá var ég flutt- ur úr hverfinu þar sem skólinn var og inn í Voga. Þar var maður tölu- verður einfari og þá kynntist ég þar öðrum einfara. Við vorum þann vetur báðir slitnir upp með rótum, nýfluttir í hverfi þar sem við þekkt- um engan. Það var Halldór Guð- mundsson útgáfustjóri Máls og menningar. Hann var líka af bók- menntaheimili og við urðum bekkj- arfélagar og góðir vinir. Báðir ný- lega orðnir fimmtán ára, lágvaxnir og svipaðir á margan hátt. Það tví- efldist bókmenntaáhuginn hjá okk- ur báðum og við dvöldum oft í Sól-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.