Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 B 5 heimabókasafninu og sóttum þang- að stafla af bókum. Seinna kynnt- umst við mörgu góðu fólki sem þarna bjó og hefur alltaf litið á sig sem Vogamenn, Einari Má, Friðriki Þór, Örnólfi Thorssyni, Stefáni Jóni Hafstein, Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur og fleirum. Mamma hélt mikið upp á Haildór Laxness og gerir enn. Eg man að Halldór Laxness las Brekkukotsannál í útvarpi um 1960. Það var mikil helgistund. Foreldrar mínir fylgdust með og þótti þetta mikill viðburður og þá fór ég að hlusta. Ég man hvernig Laxness sagði: - Litla fröken Gúð- mundsen. Þetta þýddi það að maður beið bara eftir því að verða nógu mikill bógur fyrir landi til að getað lesið upp á sínar eigin spýtur. Pabbi átti t.d. frumútgáfuna af Góða dát- anum Svejk, tveggja binda verk sem hann hélt mikið upp á og ég fór að lesa bókina og varð mikið hrifinn og kunni hana nánast utan að. Þá var ein bók til heima sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur systkin- unum, Grænn varstu dalur eftir velska rithöfundinn Richard L. Llewellyn í þýðingu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, stór og mikill doðr- antur sem fjallar um líf námuverka- manna í Wales með öllu sem prýðir góða bók, góðum mannlýsingum og rómantík og verkalýðsbaráttu. Maður gat lesið bókina aftur og aftur. Barnabókahöfundurinn Enid Blyton var einnig höfundur sem maður las mikið.“ Einar hafði verið fremur alvöru- gefinn, það var einna líkast því að kötturinn væri eitthvað að pirra hann en þá var kötturinn allt í einu horfinn úr stofunni og Iagstur fyrir á úlpunni minni sem var á borði í ganginum í íbúðinni og svaf þar svefni hinna réttlátu.’ Það færðist bros yfir andlitið þegar Einar minntist menntaskólaáranna: „Á menntaskólaárum mínum vat' mikill áhugi á bókmenntum og póli- tík í skólanum. Maður komst ekki hjá því að verða mikill aðdáandi allra þessara miklu rithöfunda og var róttækur eins og þeir. Þessi kynslóð yar öll meira eða minna róttæk. Ég kom úr barnaskóla tíu, tólf ára, uppfullur af fordómum í garð Dana og fokvondur yfir því að þeir skyldu skipa Skúla Magnús- syni að vigta rétt. Maður var stút- fullur af einhvers konar þjóðernis- belgingi. Þetta var bara námsefni barnaskólans. Pólitískar hetjur manns voru foringjar sjálfstæðis- baráttunnar, Jón Sigurðsson og Fjölnismenn. Síðan yfirfærist það hratt yfir á andstöðu við hersetuna og herinn og í huga manns tóku Kanarnir við hlutverki Dana. Land- helgisstríðið við Breta byijaði þarna um 1972 og það var partur af því sama. Maður lagði að jöfnu undir- ritun Natósamningsins og herstöðv- arsamningsins og Gamla sáttmála og Kópavogsfundinn 1662. Það sem ég átti við að stríða sem róttæklingur í menntaskóla var að- allega það að ég var fyrst og fremst áhugamaður um bókmenntir. Ég komst ekki í verra og leiðinlegra torf heldur en þessi pólitísku skrif. Ég var kominn með svima eftir hálfa blaðsíðu af Marx og Engels. Mér fannst þetta svo flókið og óá- hugavert á allan hátt. Það sem menn voru að hugsa í þá daga, 1971-78, var svo sem gott og bless- að. Þetta er tími Víetnamstríðsins, herstöðvarmálsins og landhelgis- stríðsins. Menn voru að leita að betri veröld, veröld jafnréttis og bræðralags." Að gerast rithöfundur Síminn hringdi á forstofugangin- um og Einar spratt upp úr hæginda- stólnum og gekk yfir að símanum. Það var verið að boða hann á fót- boltaæfingu og af því sem greina mátti af símtalinu er hann í framlín- unni og sókndjarfur leikmaður, sem markverðir óttast og bera jafnframt virðingu fyrir. Þetta var stutt sím- tal. Einar var þar kominn í upprifj- un sinni frá skólaárum að hann lýkur stúdentsprófi árið 1975 og er næstu þijú árin viðloðandi bók- menntanám í Háskólanum þar til hann flytur af landi brott árið 1979 og sest að í Kaupmannahöfn. Hundrað prósent höfundur SKÁLDBRÓÐIRINN Ólafur Gunnarsson hefur lengi fylgst með Einari Kárasyni og segir um kynni sín af honum: „Eg man fyrst eftir Einari Kárasyni þegar hann kom á Kollegiet Solbakken í Kaup- mannahöfn ogbauð mér ljóða- bók til kaups. Eg lét hann fá * Milljón prósent menn í skiptum og síðan höfum við verið vinir. A þessum árum var skáldið að byrja að fikra sig inn í sagna- gerð. Hann hitaði sig upp með „Þetta eru asnar Guðjón" áður en hann stormaði inn i íslenskar bókmenntir með eyjabókunum, Gulleyjunni og Djöflaeyjunni, þetta eru fágæt listaverk enda hefur hróður þeirra farið víða um lönd. Einar er allur rithöf- undur. Til þess að útskýra hvað ég á við þá verð ég að segja um sjálfan mig að ég er „fiftý fiftý“ kaþólikki og „fiftý fiftý“ skáld. Einar er hins vegar hundrað prósent höfundur og slíkir menn eru ódrepandi. Öll íslenska pressan gæti helgað sig því að skrifa illa um bann. Kárason myndir bara brosa út í annað, rétta að þeim nýja skáldsögu og spyrja: Get ég gert eitthvað fleira fyrir ykkur, herrar mínir? Svo fengju menn magakveisu þegar hann gerði nýtt og glæsilegt strandhögg í útlöndum. Og nú á að fara að kvikmynda sjálft meistaraverk- ið, eyjabálkinn mikla. Eg bíð spenntur og ég veit að svo er um fleiri. Mér skilst að skáldið sjálft hafi skrifað handritið. Ekki kæmi mér á óvart þótt það yrði Kárason en ekki Friðrik Þór sem í þetta sinn vinkaði mönnum á leiðinni í Óskarinn." Bragga- bræðra- lagið ÆSKUVINIRNIR úr Vogunum Friðrik Þór Friðriksson og Ein- ar Kárason hafa brallað margt saman um dagana — og þeir eru enn að: „Við Einar Kárason kynnt- umst í menntaskólanum við Tjörnina 1972. Það var tíu árum seinna að við ákváðum að vinna saman að gerð kvikmynda- handrits fyrir „Skytturnar". Til að fá hann til þess varð ég þó að lofa honum að kvikmynda skáldsögu sem hann var með í smiðum sem átti að heita „Þar sem djöflaeyjan rís“. Þegar hún kom út gerði ég kápuna og fékk gamla frænku mína til að leika spákonu í sjónvarpsauglýsingu og spá fyrir metsölu sem gekk heldur betur eftir. Fannst mér ég þá vera búinn að standa við minn hlut. Aldrei óraði mig fyrir því að ég gæti aurað sam- an pcningum til að byggja heilt braggahverfi og fimmhæða blokk. En nú fjórtán árum síðar mæti ég í góðum holdum í vinn- una með persónum Einars holdiklæddum." „Ég flutti til Kaupmannahafnar 1979 og þar komst ég ekki hjá því að gerast krati. Það hafa líklega ekki verið búin til mikið húmanísk- ari samfélög en þessi kratísku, evr- ópsku samfélög. Hér heima hefur aldrei verið til stór krataflokkur sem ég tel tímabært að koma á laggirn- ar. Hins vegar fengu þessir nor- rænu krataflokkar, stóru og sterku, sem réðu ríkisvaldinu og verkalýðs- hreyfingunni á sig heldur leiðinleg- an brag sem spilltir valdaflokkar. Fyrir vikið flykktust í þá bitlinga- sjúk ungmenni sem vissu að þessir menn höfðu völdin. Heimdellingar Norðurlanda fóru í krataflokkanna meðan Heimdellingar hérlendis fóru bara í Heimdall.“ - Hvenær byijar þú að fást við ritstörf? „Ég byrja að fikta við að skrifa tólf, þrettán ára. í menntaskóla fór ég að birta eftir mig efni í skólablöð- um, ljóð og sögur og það voru hæg heimatökin. Ég var ritstjóri ein tvö ár og það var mikill bókmenntaá- hugi í Menntaskólanum við Tjörn- ina. Þar voru ýmis skóiaskáld, Stef- án Jón Hafstein, Einar Már sem að vísu orti eitthvað lítið í skólablöð- in, Örnólfur Thorsson sem mig minnir að hafi ort undir dulnefninu „Hallfröður leiðindaskáld", Sigurð- . ur Valgeirsson Dagsljóssritstjóri og fleiri." - Er það í framhaldi af því að þú innritast í bókmenntanám í Há- skólann að þú ákveður að gerast rithöfundur? „Já, já. Það var aldrei annað sem stóð til. Hún var frábær, bók- menntadeildin í Háskólanums í þá daga. Þau stjórnuðu henni Álfrún Gunnlaugsdóttir og Vésteinn Óla- son og voru með ýmsa góða kenn- ara á sínum snærum. Ég varð fyrir mestum áhrifum af að kynnast og sækja fyrirlestra hjá Kristjáni Árnasyni sem kenndi fornaldar- og miðaldabókmenntir, og svo var þarna kennari, Sigfús Daðason, sem kenndi enskar bókmenntir og nútímaljóðlist. Þetta var mikil and- leg uppljómun. Heima hafði ég að skyldulesningu að lesa Glæp og refsingu og Lé konung. Þetta var góð undirstaða fyrir það sem síðar kom. Ég lauk ekki bókmenntanámi við Háskólann. Ég byijaði að skrifa veturinn 1978 , skáldsögu sem aldr- ei kom út. Hún fór ofan í dýpstu skúffu eftir að Mál og menning hafnaði handritinu til útgáfu. Haustið 1979 kom út eftir mig ljóðabók hjá forlagi okkar Sigfúsar Bjartmarssonar sem mig minnir að hafi heitið Örbylgjuútgáfan. Það fyrsta sem ég birti eftir mig fyrir utan skólablöðin var í tímaritunum Lystræningjanum og Svart á hvítu.“ Þegar Einar Kárason er sestur að í Kaupmannahöfn við ritstörf og kominn með fjölskyldu kynnist hann Ólafi Gunnarssyni sem hafði dvalið þar úti um tíma og Einar hafði þá lesið Milljón prósent menn, skáldsögu Ólafs sem kom út hjá Iðunni um jólin 1978. „í Kaupmannahöfn kynntist ég fyrst Óla Gunn og hafði þá lesið bók hans Milljón prósent menn sem ég hef alltaf haldið mikið upp á. Ég man að við, sem gáfum út þess- ar litlu ljóðabækur, ég og Sigfús Bjartmarsson hvor sína bókina, mín hét Loftræsting, hans Út um lens- portið, ákváðum að bjóða þær til kaups í íslensku nýlendunni í Kaup- mannahöfn og bönkuðum uppá hjá löndum þar. Meðal annars komum við á Sólbakkann í Kaupmannahöfn og knúðum dyra þar sem stóð Elsa og Óli og þá kemur sjálfur meistar- inn til dyra og við fylltumst mikilli lotningu. Ég var þá byijaður á nýrri skáld- sögu sem heitir Þetta eru asnar, Guðjón. Óli skrapp til íslands haust- ið 1980 og hafði með í farteskinu handritið að skáldsögunni og kynnti fyrir forstjóra Iðunnar í þá daga, Jóhanni Páli. Jóhann Páll skrifaði mér bréf og sagði að sér hefði ekki fundist bókin slæm heldur þætti honum allnöturlegt mannlífið sem þar var lýst. Þá fór handritið til Máls og menningar og þar kom bókin út 1981. Ég er i Kaupmanna- höfn til 1983 og er þá nokkurn veginn búinn með nýja skáldsögu sem kom út þá um haustið, Þar sem djöflaeyjan rís.“ Hvernig Djöflaeyjan varð til Það er einmitt á þessum tíma- mótum að Einar Kárason er að hasla sér völl sem kunnur rithöfund- ur. Um tildrög þess að hann hóf að rita Djöflaeyjuna segir Einar: „Hugmyndina að Djöflaeyjunni fékk ég þannig að ég hitti úti í Danmörku gamlan skólabróður minn úr æfingadeildinni. Ég var íjögur ár í æfingadeild Kennara- skólans frá 9 til 12 ára aldurs, hann er kallaður Aggi. Við útskrif- uðumst ’68 úr tólf ára bekk. Fórum síðan hvor í sína áttina, hann vest- ur í bæ í Hagaskóla, ég í Álftamýr- arskólann og varla hægt að segja að við höfum sést næstu árin fyrr en tólf árum síðar í Danmörku þeg- ar hann er í Árósum og ég í Kaup- mannahöfn. Það kom á daginn að við áttum ýmislegt sameiginlegt. Báðir höfðum við gaman af að segja sögur. Hann sagði mér sögu af sínu fólki, langömmu sinni Jósefínu spá- konu frá Nauthóli og móðurbróður sínum sem var kallaður Bóbó á Holtinu. Nokkurn veginn um leið og hann sagði mér fra þessu fólki fannst mér að þetta væri rakið efni í skáld- sögu. Söguefnið var á þeim þraut- um sem ég var að leita að. Ég var kominn með grófar hugmyndir um hvar ég vildi bera niður næst eftir fyrstu skáldsöguna. Upp úr því þró- aðist það að ég fór að skrifa um spákonuna og töffarann. Mig fór að dreyma fólk um nætur. Þetta er sjötti áratugurinn, rokk og ról tímabilið. Það sem maður hafði áhuga á voru þessar miklu þjóðfé- lagsbreytingar sem voru að verða og kristölluðust í því að við vorum með gamla spákonu, hálfgerða mið- aldamanneskju og svo hálfamerísk- an töffarara sem keýrði á kagga og hlustaði á Elvis. Ég sökkti mér niðui' í þetta og sat upp á Konung- lega bóksafni og skrifaði öllum stundum og hugsaði um þetta fólk. Ég sá snemma að þetta yrðu tvær bækur og fljótlega kom upp sú hugmynd að þær ættu að heita Djöflaeyjan og Gulleyjan. Þegar ég flutti heim var Djöflaeyjan langt komin og ég var farinn að skrifa Gulleyjuna. Djöflaeyjuna tileinkaði ég vini mínum Agga. Þær fengu báðar góðar undirtektir og seldust vel. Síðan var gerð leikgerð eftir bókunum í samvinnu við Kjartan Ragnarsson og leikritið sýnt í skemmu Leikfélagsins, þar sem Bæjarútgerðin hafði áður verið til húsa við Grandaveg, fyrir fullu ' húsi eina tvo vetur. Bækurnar eru mjög flarri því að vera ævisaga þessa fólks. Þarna er ég að skrifa um fólk sem ég þekkti ekkert og hitti aldrei. Hins vegar komst sá kvittur mjög á kreik að ég væri að skrifa um raunverulegt fólk og ýmsir fóru að sýna „fyrirmyndun- um“ áhuga, og það gekk út í öfgar þegar skyldmenni spákonunnar og töffarans voru farin að líða fyrir það að vera álitnar persónur í sög- unum. Þessi fyrirmyndaleit leið þó hjá sem betur fer eins og hver önn- ur dilla, en sögupersónurnar aftur á móti fyigja mér ennþá á einn eða annan hátt sem birtist t.d. í því að að_ nú er farið að gera kvikmynd eftir sögunum. Það er margt sem spilar inn í það að mér finnst þetta áhugaverð- ur tími. Það eru þessi ár þegar ís- lenskt nútímasamfélag er að verða til og þetta tímabil er feikilega áhugavert. Menn óttuðust um ís- lenskt þjóðerni og tungu í þessu gífurlega umróti. Ég lauk síðan við þennan heim með skáldsögunni Fyrirheitna landinu sem kom út 1989.“ - Síðan kemur þú með nýjan sagnabálk af nýju fólki „Já. Eftir þetta fór ég að fást við nýjan heim, nýtt fólk og það leitsvo dagsins ljós 1992 með bók- inni Heimskra manna ráð, fyrri hlutinn, og síðari hlutinn kom svo 1994, Kvikasilfur. Þetta eru sögur af Killianfjölskyldunni. Þær komu upp um það bil sem ég er að byija að skrifa 1976-77. Hugmyndirnar kviknuðu út frá raunverulegum fyr- irmyndum.“ Skáldsögur Einars hafa verið þýddar á erlend tungumál. Djöfla- eyjan og Gulleyjan á dönsku , sænsku, finnsku og færeysku. Síð- an hafa fleiri sögur hans verið þýdd- ar, t.d. Kvikasilfur og Heimskra manna ráð. Bækurnar hafa verið að koma út í Þýskalandi og Hol- landi, auk Norðurlandanna. Þá hef- ur verið gerð leikgerð eftir sögum Einars, Heimskra manna ráð og Kvikasilfri, í samvinnu við Kjartan Ragnarsson, sem nefnist íslenska mafían og er leikritið sýnt í Borgar- leikhúsinu um þessar mundir. Otal margt fleira kom fram í viðtalinu en hér verður að setja punkt að sinni. Lærðu til að verða naprapat - nútímalegt starf Naprapati er algengasta sérmeðferðin sem beitt er þegar reynt er að lækna óþægindi í hrygg, liðamótnm og vöðvum með höndum. Læknisfræöilega efnið: Líffærafræði, líftækni, Hfefnafræði, lifeðlisfræði, taugasjúkdómafræði, næringarfræði, meinatækni. Sjúkraþjálfun: Rafsegulfræði, liðamótafræði, nudd, teygjur. Lækning mcð liöndum (ntanuell medicin): Sjúkdómsgreining, tæknileg lífeðlisfræði, hagkvæm líffærafræði, losunar- og hreyfingatækni. íþróttalæknisfræði: íþróttalifeðlisfræöi, íþróttasálarfræði, „tejpning". í starfsliði kennara eru háskólakennarar, læknar og doktorar í naprapati. 4 ára heilsdagsnám. Eftir próf og starfsþjálfun er hægt að sækja um löggildingu hjá félagsmálaráðuneytinu sænska. * Naprapathögskolan Menntun sem leiðir til sjálfstæðs og faglegs starfs. Opservatoriegatan 19-21. 113 29 Stokkhólmi. Sínii 00 46 8 16 01 20. Bein lína 00 46 8 457 02 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.