Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 B 15 Á ER lokið þriðja og síð- asta námskeiðinu sem ég hyggst taka í klassískri arabísku að sinni. Vitnisburður var fyrir ofan meðallag og í umsögn að ég væri á undan áætlun. Þau orð yljuðu hjartar- 'rótunum náttúrulega. Auðvitað hefði ég getað tekið eitt nám- skeið til viðbótar því vegna rama- dans og hinna ýmsu Eid-hátíða lýkur skólanum ekki fyrr en í apríllok. En í aðra röndina er ég fegin að geta nú einbeitt mér að egypsku arabískunni. Þar er allt á fleygiferð og Mona efndi meira að segja til hálfgildings miðsvetr- arprófs á dögunum, og það var eitt skriflegt próf og eitt munn- legt. Er ekki að orðlengja það að árangur minn var ákaflega viðsættanlegur. En sniðugast þótti mér að finna að ég var verulega upptek- in af einkunnunum. Hef stundum verið það í vetur, í fyrsta skipti í þijá áratugi að einkunnir hafa verið mér töluvert mál. I fyrra áskotnaðist mér lingva- fón-námskeið í líbanskri arabísku og upp á síðkastið - eftir að hafa verið á kafi í klassískri arab- ísku og egypskri arabísku - fannst mér þjóðráð að hlusta aftur á líbönsku arabískuna. Líbanska mállískan á að vísu margt sameiginlegt í fljótu bragði heyrt með þeirri egypsku, en samt er töluverður munur og ég er ekki frá því að hún sé ögn nær klassísku arabískunni. Ymis framburður á hljóðum sem dettur út í egypsku mállýskunni heldur sér í þeirri líbönsku. Og kannski öfugt; Eg er bara rétt að byija í þess- ari gagnmerku „samanburð- arfræði“ svo ég þori ekki að stað- hæfa of mikið. En óneitanlega er gaman að dunda við þennan samanburð. Þegar ég hef lokið frumathug- Dagbók frá Kairó „Samanburð- armállýsku- rannsóknir“ og hrekkja- lómar í fyrsta skipti í þrjá áratugi er Jóhanna Kristjónsdóttir að uppgötva að einkunnir eru farnaf að skipta hana töluverðu máli. unum á þessuætla ég að kanna hvort ekki eru fáanlegar í bóka- versluninni í AUC, American University of Cairo, einhveijar bækur um fleiri mállýskur. Jemenar og írakar stæra sig af því að þeir tali arabísku sem sé hvað næst þeirri klassísku. Mér fyndist ráð að kanna það. Eins hef ég alltaf heyrt að Túnis- ar og Marokkar tali afskaplega skrítna mállýsku. Þar sem fræði- mannsáhuginn er vakinn væri ekki úr vegi að líta á það við tækifæri. Ég velkist ekki í neinum vafa um að mér finnst klassíska arab- ískan langtum fallegri í fram- burði en egypska arabískan. Það er stundum skondið að hlusta á sjónvarpsfólk sem er greinilega að reyna að tala klassíska, t.d. í umræðuþáttum, en dettur svo alltaf annað veifið í mállýskuna egypsku. Segi ég og hljóma eins og ég viti alla skapaða hluti um arabísku. Samt er talið - hvað sem fræðimennskutilburðum mínum líður - veikasti hlekkurinn. En eitt merki þess að Eyjólfur og ég séum að hressast er að leigu- bílstjórar, sem eru upp til hópa miklir hrekkjalómar, eru hættir að reyna að þlata mig þegar ég splæsi á mig leigubílum. Ef þeir reyna það rífst ég hástöfum. Framan af vissi ég ósköp vel að þeir plötuðu mig í hvert skipti. Oftast borgaði ég án þess að segja múkk af því ég gat ekkert sagt eða þeir skildu ekki mína klassísku arabísku. Þetta er liðin tíð og leigubílstjórar sjá að ég er ekki túristi og það breytir býsna miklu. Þó eru sumir undra þrautseig- ir og um daginn keyrði einn mig heim úr miðbænum. Þetta er LE 6 punda leið en ég borgaði hon- um tíu pund af því þetta var að kvöldlagi. Hann var ekki ánægð- ur, sté út úr bílnum og ætlaði að varna mér að ganga burtu fyrr en ég hefði bætt við LE 5. Það er hreint okur og við vissum það bæði. Ég hvæsti bálill á sannfærandi egypskri arabísku: „Bass-emsi“. Það útleggst kurt- eislegar en á arabísku: „Nú er nóg komið. Ekki orð um það meir“. Hrekkjalómurinn hefur ábyggilega ekki átt von á þessum hvatlegu orðum frá tiltölulega prúðri konu á mínum aldri. Hann settist undir stýri og forðaði sér í skyndi. En ég er ekki viss um hann keyri mig aftur ef svo ólík- lega skyldi fara að égyrði aftur á vegi hans. Er ekki rétt að gefa ættingjunum frí? — gisting hjá okkur kostar enga fyrirhöfn og er mun ódýrari en þig gæti grunað! SCANDIC ksja -- kOFTkitem ‘Tilboð þetta er háð framboði á lausum herbergjum. Vildarkortshafar ávinna sér ekki punkta með nýta sér þetta tilboð en er bent á sérstakt tilboð þeim til handa. - kjarni málsins! TÖKUM VIRKAIM ÞÁTT í reyklausa deginum! Á reyklausa daginn irerdur tekið á mótí öskubökkum í öllum apótekum... ...einnig hjá Krabbameinsfélaginu í Reykjavík og á Akureyri og hjá íslenska útvarps- félaginu ab Lynghálsi 11. Spennandi verblaun í bobi. Allir geta verid med! Gangi ykkur veU TOBAKSVARNANEFND 12.350 kr. stgr. ---• Stóll: [9.975 kr. stgr. ? Nytsamleg gjöf ; við öll tækifæri! Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 557 3100 Fermin Langa geislad.standur (162 cm) Billy bókahilla (80x202 cm) í j ifi * i , , I , * '2tr J jíi IKEA Syjtemi B.V. 1996

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.