Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + -i- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 B 17 MYNDIRNAR eiga að fá að tala sínu máli, en samt sem áður verður ekki hjá því komist að segja örlítið frá hinni sérkennilegu og mögnuðu hátíð Mardi Gras, upp- runa hennar, þró- un og hvernig gest- ir upplifa hana. Vissir áberandi þættir Mardi Gras eiga sér um 200 ára gamla sögu og tengjast svörtum þrælum sem fluttir voru nauðugir til Bandaríkjanna frá heimahögum sín- um í Afríku. A sunnudögum streymdu þeir á Congo Square, al- menningsgarð í New Orleans, börðu þar bumbur og stigu þjóðlega dansa af svo villt- um móð að hvítu mennirnir fylltust bæði ótta og æs- ingi. Er hátíðar- hald þróaðist í New Orleans varð tónlistarflutningur hinna svörtu fyrir- ferðarmikill og ekki minkaði vægi tónlistarinnar er borgin varð vagga djasstónlistar. Eftir þrælastríð- ið hirtu blökku- menn og sikileyskir innflytjendur hljóðfæri sem Suður- og Norður- ríkjaherimir höfðu kastað á rusla- hauga, lúðra, trommur o.fl. Þeir fóru að leika evrópska lúðrasveit- artónlist, en gerðu gott betur, bættu við áleitinni sveiflunni frá Congótorgi. Gamla katólska hefðin um kjöt- kveðjuhátíð hefst í New Orleans á þrettándanum, 6. janúar og er borgin undirlögð vikum saman. Hápunktur hátíðanna er Mardi Gras og þar sem fór saman mögnuð tónlistin og yfirdrifin hátíðarhöld kjötkveðjunnar hlaut útkoman að laða að sér forvitna. Smám saman jókst Mardi Gras að umfangi og nú til dags sækja á fjórða hundrað þúsund ferðamenn borgina heim á Mardi Gras og þátttakendur alls með heimamönn- um á fjórðu millj- ón. Mardi Gras er hátíð öfga. Heims- fræg Creole-mat- argerðin nýtur sín og áfengi er drukk- ið sleitulaust. A hverju kvöldi eru ótrúlegar skraut- skrúðgöngur sér- stakra leynifélaga, sem ganga undir nafninu „Krewes“. íburður og óhóf í litum og skarti er aðall þessara sýn- inga. Alls staðar svífur djassinn yfir vötnunum. Sam- hliða jafn miklum mannsafnaði, áfengisneyslu og almennum létt- leika tekur ástin oft völdin og frá upphafi vega hefur Mardi Gras verið vertíð gleðikvenna. Skírskotun í það er sérkennilegur sið- ur sem gestir á Mardi Gras munu sjá á hverju strái, er konur sýna ber- an barminn og fá að launum festi um hálsinn. Eftir síðustu skrúðgönguna, á síðasta kvöldi, er öllu lokið. Þá kemur fyrst lögreglubifreið akandi hægt eftir aðalgötunni og rödd brýnir raustina í kalltæki: „Mardi Gras er lokið. Allir heim!“ I humátt kemur röð lögreglumanna á hest- baki og í kjölfar þeirra stórir tank- bílar með háþrýstivatnskrönum. Ekki þó til að dreifa folkinu. Það er búið að fá nóg er hér er komið sögu. Tankbílarnir spúla strætin. Ræsin standa opin og taka við, og ósóminn á endanum sekkur allur í sæ. Borg- in er jú að sökkva og er nú að mestu komin undir- sjávarmál. Þetta minnir dálítið á dansinn í Hruna, eða hvað? ÝMSAR hefðbundn- ar árstíðarhátíðir eru frægari en aðr- ar, til dæmis kjöt- kveðjuhátíðin í Rio og bjórhátíð Bæjara í Suður-Þýskalandi. Ein sem ekki er minni í sniðum eða byggð á aumari grunni, en samt síð- ur þekkt norður í höfum er Mardi Gras hátíðin í New Orleans. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari Morg- unblaðsins hafði len- gi ætlað sér að líta á Mardi Gras og lét verða af því á dög- unum. Hér getur að líta það sem fyrir augu hans og linsur bar. Smám saman jókst Mardi Gras að umfangi og nú til dags sækja á fjórða hundrað þúsund ferðamenn borgina heim. O' ANDI og umhverfi Mardi Gras hátíðarinn- ar endurspeglast í þessari mynd. Mannhaf- ið í hinni frægu Burbone Street að því er virðist óendanlegt, glös á lofti og ástin blómstrar. Stúlk- an með skrauthattinn er hlaðin háisfestum, en snar þáttur í Mardi Gras er fólginn í því að þátttakendur, einkum karlkyns, hvetja konur óspart til að bera brjóstin eitt augnablik eða svo. Verði þær við hvatningunni hljóta þær að launum „perlufestar". Þetta er athöfn sem á rætur að rekja til uppruna Mardi Gras, er falar konur gengu um meðal karla og sýndu hvaða varning þær höfðu að bjóða. ©AÐALSKRAUTSÝNINGARNAR eru á kvöldin, en á hverju kvöldi á meðan hátíða- liöldin standa yfir fara glæsilegar skrúðgöngur um hátíðarsvæðið. Þær eru jafnan kenndar við ákveðna guði, þannig er ein sú íburðarmesta kennd við Bakkus. Sú á myndinni er hins vegar kennd við Olympíuguðinn gríska eins og sjá má af táknunum. Hátíðarsvæðið er á stærð við svæð- ið frá Kringlunni ofan í Kvos og þegar að því er gáð að þátttakendur eru alls um 4 milljónir geta menn ímyndað sér troðninginn þó svo að aðeins brot af fjöldanum skemmti sér í einu. Enda líkti Þorkell ljósmyndari ástandinu við vígvöll. ©FYRIR inargan bandarískan karlinn er þessi athöfn há markið, ung „brjóstgóð" stúlka hefur orðið við áeggjan karla og sýnir barminn við mikinn fögnuð. Hún er ákaflega skreytt festum og má af því ráða að hún hafi verið ófeimin við að sýna sig. OUM allt hátíðarsvæðið eru „hermenn almættisins" sem þruma í hátalara að hátíð- ar gestir séu fordæmdir á helvegi, en enn sé möguleiki á því að snúa frá villu síns vegar. Tniarofstækismenn hafa allar götur verið snar þáttur í Mardi Gras og gera hátíðina þannig að samkomu tvennra öfga. í raun órjúfanlegri baráttu góðs og ills. ©DAGRENNING, fáir komnir á kreik utan lögreglan. Tónlistin er þó farin að fiæða og þær geta ekki á sér setið lögreglukonurnar og grípa tækifærið. Eftir tvær til þijár klukkustund- ir eru svefngrannir hátíðargestir risnir úr rekkju og þá hafa verðir laganna öðrum hnöppum, og mörgum, að hncppa. OPERLUFESTI kemur svífandi ofan af svölum og hönd stúlku, sem er nýbúin að vinna fyrir góssinu, bíður átekta. Trúarofstækis- mennirnir eru fijótir að likja þessu við að verið sé að kasta perlum fyrir svín. Hvað sem því h'ður er þetta dæmigerð mynd fyrir hátíðina. OMENN geta hæglega fengið á tilfinninguna að sögusagnir um að Elvis lifi séu á rökum reistar. Að minnsta kosti hitta menn hann á hverju strái á Mardi Gras. Svo sem sjá má ber hann skotsilfrið um hálsinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.