Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 B 25 ATVINNUA UGL YSINGA R Starfsfólk óskast til útkeyrslu Þarf að hafa bíl til umráða. Um er að ræða 100% starf og hlutastarf. Uppl. á afgreiðslustöðum Domino’s á Grens- ásvegi 11 og Höfðabakka 1, Garðatorgi 7. Félagsráðgjafar Félagsmálastofnun Selfoss óskar eftir fé- lagsráðgjafa til starfa. Félagsráðgjafi sér um málefni aldraðra, vinn- ur að barnaverndarmálum, fjárhagsaðstoð og ráðgjöf ásamt öðrum tilfallandi störfum. Allar nánari upplýsingar um stöðuna, launa- kjör og annað veitir undirrituð í síma 482 1408. Umsóknir skulu hafa borist Félagsmálastofn- un Selfoss, Eyrarvegi 8, 800 Selfossi í síðasta lagi þann 1. apríl næstkomandi. Félagsmálastjórinn á Selfossi, Ólöf Thorarensen. VEGAGERÐIN EFTIRLITSMAÐUR Staða eftirlitsmanns hjáframkvæmdadeild Vegagerðarinnar í Norðurlandskjördæmi vestra með aðsetur á Sauðárkróki er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins (SFR) Starfssvið Starfið felst m.a. í eftirliti með framkvæmdum í umdæminu, aðstoð við gerð útboðsgagna, gerð framkvæmdaskýrslna og hafa með höndum skráningu upplýsinga um vegakerfið. Starfið er unnið í samráði við og undir stjórn yfirmanns framkvæmdadeildar. Hæfniskröfur • Iðnmenntun, stúdentspróf eða sambærileg menntun. • Reynsla af verkeftirliti. • Tölvukunnátta. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl 9-12 í síma 5331800. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs á eyðu- blöðum er þar liggja frammi merktar: “Vegageröin - eftirlit” fyrir 30. mars nk. Ath. Hægt er að fá send umsóknareyðublöð RÁÐGARÐUR hf STIÓRNUNAROGREKSIRARRÁÐGJŒ FURUGERBI 5 tQ8 REYKJAVlK SlMI 533-1800 natfang: radgard«Un.ls Lausar kennarastöður við Vopnafjarðarskóla Vopnafjarðarskóli er einsetinn með 135 nem- endur frá 1.-10. bekk. Samkennsla er í 3.-4. bekk og 5.-6. bekk. Okkur vantar kennara í eftirtaldar greinar næsta skólaár: Sérkennsla, raungreinar, mynd- og hand- mennt, tungumál, kennsla yngri barna og almenn kennsla. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 473 1256 og-473 1108 (heima) og aðstoðarskólastjóri í síma 473 1556 og 473 1345 (heima). Sölufólk Óskum eftir fólki til útbreiðslu og sölu á bókum og ritum. Til þarf lipurð í almannatengslum og hæfni til sjálfstæðra vinnubragða. Gert er ráð fyrir hlutastarfi í byrjun við aðlögun. Listafólk sem hefur áhuga á myndgerð og skreytingu bóka með þjóðsagnakenndu efni er beðið að hafa samband við útgáfuna. Upplýsingar í síma 533 3322. Njörvasund 15a, 104 Reykjavík. (■(tmnii 6RI11III&I lll 'KÍlElllllll leiiiiiiKi Háskóli Islands Starf skrifstof ustjóra við raunvísindadeild Starf skrifstofustjóra raunvísindadeiidar Háskóla íslands er laust til umsóknar. Fyrir áhugasaman mann er hér í boði viðamikið og skemmtilegt starf á lifandi vinnustað og við þokkalegar aðstæður. Við hiið hans starf- ar skrifstofustjóri verkfræðideildar á sameig- inlegri skrifstofu deildanna og skipta þeir með sér verkum eins og best þykir henta á hverjum tíma. Ábyrgð á fjármálum og stýring þeirra færist nú í vaxandi mæli til deildarinn- ar og þarf hinn nýi starfsmaður að geta lagt þar mikið af mörkum. Háskólamenntun er nauðsynleg í starfinu og auk þess er óskað eftir umsækjendum er hafi bæði nokkra starfsreynslu og geti sýnt sjálfstæði og frum- kvæði í starfi. Reynsla af margbreytilegum skrifstofu- og stjórnunarstörfum með tölvum er æskileg. Þá er þess óskað að umsækj- andi hafi staðgóða þekkingu við að byggja upp kerfi til fjármálastýringar í tengslum við gæðastjórnun. Laun samkvæmt kjarasamningi Félags há- skólakennara og fjármálaráðherra. Líklegt er að þörf sé á nokkurri yfirvinnu í starfinu, samkvæmt samkomulagi. Æskilegt er að nýr starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 18. apríl 1996. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilegar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Sömuleiðis er þess óskað að umsækj- andi nefni 2-3 aðila sem eru reiðubúnir að veita umsagnir um störf hans fyrr og nú. Nánari upplýsingar veita Þálmi Jóhannesson skrifstofustjóri verkfræðideildar palmi- @rhi.hi.is, sími 525 4645 og Þorsteinn Vil- hjálmsson forseti raunvísindadeildar, thv@raunvis.hi.is, sími 525 4806. Umsóknir skulu sendar starfsmannasviði Háskóla íslands, aðalbyggingu háskólans við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Landvörður Landvörður í Hvannagil og víðar á Rangár- vallaafrétt óskast til starfa í sumar í u.þ.b. 8-10 vikur. Viðkomandi þarf að vera handlaginn, eiga auðvelt með að umgangast fólk, geta talað ensku og helst geta bjargað sér á einu Norð- urlandamáli. Þarf að hafa bifreið til umráða sem hentar fyrir þetta.svæði. í Hvannagili er tjaldstæði, gistiaðstaða í nýj- um gistiskála og í eldri gangnamannaskála, snyrtiaðstaða fyrir ferðafólk, heysala, rétt og gerði fyrir hesta. Hvannagil nýtur vaxandi vinsælda sem áningastaðurá „Laugaveginum“. Nánari upplýsingar veita Sigurgeir Guð- mundsson í síma 487 5441, Árni Þór Guð- mundsson í síma 487 5976 og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson í síma 487 5834 á skrif- stofu Rangárvallahrepps. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf og meðmælum, ef til eru, skal skila til Rangárvallahrepps, Laufskálum 2, 850 Hellu, í síðasta lagi 29. mars 1996. Rangárvallahreppur. SIMAVARSLA KAFFISTOFA HP - OPIN KERFI hf., sem er eitt af leiðandi tölvufyrirtækjum landsins, óskar eftir að ráða í neðangreint starf hjá fyrirtækinu. STARFIÐ felst í símavörslu og móttöku viðskiptavina ásamt léttum skrifstofustörfum. Jafnframt mun viðkomandi hafa umsjón með kaffístofu fyrirtækisins, s.s. gerð pantana og framreiðslu léttra rétta auk þess að annast frágang og annað tilfallandi. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu snyrtilegir, með fágaða framkomu og góða þjónustulund auk þess að eiga auðvelt með að vinna undir álagi. Kostur er að viðkomandi hafi grunnþekkingu eða reynslu af tölvunotkun auk þess að hafa góða kunnáttu í íslensku og talaðri ensku. UMSÓKNAREYÐUBLÖÐUM skal skilað eigi síðar en 20. mars n.k. Ráðning verður sem allra fyrst. í boði er nýtt starf hjá mjög traustu fyrirtæki með góðan liðsanda. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum vegna ofangreinds starfs verður eingöngu svarað hjá STRÁ Starfsráðningum ehf. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar eru frá kI.10-13. V ST RA Starfsráðningar ehf Mörkinni 3-108 Reykjavík Simi: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 Cuðný Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.