Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 B 27 RADAUGl YSINGAR ÓSKAST KEYPT Kaupi gamla muni s.s. skrautmuni, bækur, bókasöfn, myndir, málverk, silfur, silfurborðbúnað, jólaskeiðar, Ijósakrónur, bollastell, gömul póstkort, íslensk spil og húsgögn, stór og smá. Upplýsingar í síma 567 1989. Geymið auglýsinguna. Námsvist í Rússlandi skólaárið 1996-1997 Rússnesk stjórnvöid munu væntanlega veita einum íslendingi skólavist og styrk til há- skólanáms í Rússlandi námsárið 1996-97. Umsóknum skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyr- ir 12. apríl nk. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit próf- skírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið, 15. mars 1996. LÝÐVELDISSJÓÐUR Lýðveldissjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til minni háttar verkefna á sviði vist- fræði sjávar og til eflingar íslenskri tungu. Styrkir geta verið til eins eða til þriggja ára. Alls nema styrkirnir ár hvert 5 millj. kr. á hvoru sviði. Umsóknum skal fylgja ýtarleg greinargerð þar sem fram komi afmörkun verkefnis, verk- lýsing og verkáætlun og annar rökstuðningur sem máli skiptir. Sérstaklega skal gerð grein fyrir gildi verkefnisins, hagnýtu og/eða fræði- legu, tengslum þess við önnur verkefni og nýmælum ef þeim er að skipta. Ef sótt er um fé til kaupa á tækjabúnaði þarf að skil- greina hann eins nákvæmlega og kosturer. Með umsóknum skal fylgja yfirlit yfir fyrri störf og ritverk umsækjenda sem máli skipta fyrir þau verkefni sem um ræðir. Þeir sem hlutu styrki úr sjóðnum á fyrra ári verða að endurnýja umsókn sína ef þeir vilja koma til greina við úthlutun þessa árs, en þurfa ekki að senda á ný greinargerðir eða gögn um verkefnið enda hafi sjóðsstjórn þá borist framvinduskýrsla fyrir árið 1995. Sjóðsstjórn mun senda umsóknirtil umsagn- ar sérfræðinga á því sviði sem um ræðir eftir því sem þurfa þykir. Við mat á umsóknum mun sjóðsstjórn m.a. taka tillit til eftirfarandi atriða: 1. Vísindalegs og hagnýts gildis fyrirhugaðs verkefnis. 2. Að verkefni sér skýrt afmarkað, markmið skýr og vel rökstudd. 3. Að gerð sé grein fyrir stöðu þekkingar á umræddu sviði og hvernig verkefnið teng- ist fyrri rannsóknum ef við á. 4. Þekkingar og færni umsækjanda. 5. Að verkáætlun sé traust og trúverðug og rækileg kostnaðaráætlun sé í samræmi við markmið. 6. Að verkefnið feli í sér mikilsvert framlag á sínu sviði eða í því felist nýmæli. Umsóknir skal senda til Lýðveldissjóðs, Skrifstofu Alþingis, 150 Reykjavík, eigi síðar en 1. maí 1996. Úthlutun styrkja mun fara fram 17. júní nk. ■agi Norræna Plkim|fé|agið Norræna húsið mLsOM Reykjavík - ísland Sænskunámskeið í Framnás í Svíþjóð Norræna félagið á íslandi, í samvinnu við Norræna félagið í Norrbotten í Norður-Sví- þjóð, gefur 15 íslendingum kost á 2ja vikna sænskunámi í Framnás folkhögskola dagana 22. júlí-2. ágúst nk. Kennt verður 6 stundir á dag og auk þess fer fram kynning á lífi og starfi fólks á Norður- kollu. Eftir námskeiðið gefst kostur á þriggja daga kynnisferð um Lappland. Námskeiðið kostar 78.000 krónur. Innifalið er ferðir báðar leiðir, kennsla og dvalarkostnaður í tvær vikur. Umsækjendum skal bent á að kanna hvort viðkomandi stéttarfélög veiti styrk til farar- innar (sk. fræðslustyrki). Umsóknarfrestur er til 12. apríl 1996. Umsóknir skal senda til skrifstofu Norræna félagsins, Norræna húsinu, á sérstöku eyðu- blaði sem þar fæst. Opið mánundag-föstu- daga kl. 9-16. Kjörið tækifæri til að sameina sumarleyfi og sænskunám. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofunni. Fatasaumskeppni Burda og Eymundssonar Aenne Burda verðlaunin verða veitt í Baden Baden í Þýskalandi 12. október nk. og taka íslenskir fulltrúar nú þátt í keppninni í annað sinn. Keppt verður um best hönnuðu og saumuðu sumarfötin sem saumuð eru af áhugafólki. Fagfólk hefur ekki rétt til þátt- töku. Keppt er í tveimur flokkum: a) fyrir þá sem hafa saumað í 2 ár eða skem- ur. b) fyrir lengra komna. Fulltrúar íslands verða valdir í Reykjavík þann 27. maí nk. Þeir sem vilja taka þátt í undankeppninni sendi inn tvær myndir, teknar frá mismund- andi sjónarhorni, af sér í fötum sem þeir hafa saumað, ásamt upplýsingum um fullt nafn, heimilisfang, kennitölu, símanúmer og í hvorum flokki viðkomandi hyggst keppa. Fotin mega mest samanstanda af 3 sam- stæðum flíkum (t.d. draktir og jakkaföt telj- ast ein flík). Nota má öll efni í fötin nema loðfeld. Kepp- endur eru hvattir til að nota sem fjölbreytt- ust efni og getur t.d. roð, plast og pappi alveg eins náð hylli dómenda og hefðbundin efni. Þeir sem lenda í 1., 2. og 3. sæti í hvorum flokki um sig fá vegleg verðlaun en meðal verðlauna eru saumavélar, tímaritaáskriftir, efnisúttektir o.fl. Sigurvegarar í hvorum flokki fyrir sig taka þátt í lokakeppni í Baden Baden í haust. Keppendur verða að sýna föt sín sjálfir og mega ekki fá aðra tii þess. Það sem dómnefnd metur er: 1. Heildarsvipur. 2. Fall fötin að sumartískunni 1996? 3. Frumleiki. 4. Fara flíkurnar vel og er frágangur vandaður. 5. Fylgihlutir, s.s. veski, hanskar, hattar, skart o.s.frv. Lokaskráningardagur og skilafrestur á mun um er til föstudags 3. maí og póstsendist hvort tveggja merkt: Fatasaumskeppni Burda og Eymundssonar, Sigríður Pétursdóttir, Hringbraut 44, 107 Reykjavík. Tollkvótar vegna innflutnings á blómum Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu með lögum nr. 87/1995 og með vísan til reglugerðar nr. 679/1995 og breytingar á reglugerð nr. 679/1995 frá 15. mars 1996, er hér með auglýst eftir umsókn- um um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutning: Vara Tfmabil Vörumagn Verðtollur Magntollur kg % kr./kg Tollnúmer: 0603.1009 Annars- 15.03.04. 1.500 30 0 (afskorin blóm) Skriflegar umsóknir skulu sendar bréfleiðis eða með símbréfi til landbúnaðarráðuneytis- ins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 19. mars 1996. Landbúnaðarráðuneytið, 15. mars 1996. Mosfellsbær - deiliskipulag Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í lagningu bundinna slitlaga sumarið 1996. Helstu magntölur eru: Yfirlögn malbiks 7.300 fm Nýlögn malbiks 1.300 fm Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Mos- fellsbæjar, Hlégarði, frá og með þriðjudegin- um 19. mars 1996 gegn 5.000,- kr. skila- tryggingu., Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 11.00 þriðjudaginn 26. mars 1996. Tæknifræðingur Mosfellsbæjar. Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu Styrkirtil framhaldsnáms í dönsku Danska menntamálaráðuneytið veitir á skólaárinu 1996-97 íslenskum dönskukenn- urum þrjá styrki til framhaldsnáms eða rann- sókna við háskóla í Danmörku. Styrkirnir verða veittir: 1. Starfandi dönskukennurum í grunn- og framhaldsskólum, sem lokið hafa að minnsta kosti BA prófi í dönsku eða BEd prófi með dönsku sem valgrein. 2. Háskóiastúdentum, er lokið hafa því námi sem tilgreint er í lið 1. hér að framan og vilja búa sig undir dönskukennslu með frekara námi. Styrkþegar þurfa sjálfir að afla sér skólavist- ar í háskólastofnunum í Danmörku, en danska menntamálaráðuneytið mun að ein- hverju leyti geta haft milligöngu um að út- vega styrkþegum skólavist. Hver styrkur er að upphæð 50.000 danskar krónur og skal notaður til að greiða ferða- kostnað, uppihald og annan kostnað í Dan- mörku. Umsóknir um styrkina fyrir skólaárið 1996-97 sendist fyrir 15. apríl til: Dansk-islandsk Fond, Skt. Annæplads 5, DK-1250 Kobenhavn K. Umsóknunum skulu fylgja upplýsingar um fyrra nám og störf umsækjenda. Jafnframt skal gerð grein fyrir fyrirhuguðu námi eða rannsóknum. Nánari upplýsingar veitir formaður Dansk- islandsk Fond: Professor Hans Bekker-Nielsen, Vibækvej 22, Brændekilde, 5250 Odense SV, sími 0045 6596 3087.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.