Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ -F FERÐALÖG Morgunblaðið/María Hrönn í ÞESSU húsi, sem heitir Seminole Lodge, bjó Edison á veturna þegar veður var kalt í West Orange í New York ríki, þar sem fjölskyldan bjó á sumrin. Hann fann upp Ijósaperuna og grammófóninn Þegar uppfinningamaðurinn Tómas Alva Edison var 38 ára að aldri kom hann fyrst til Fort Myers á suðvest- urströnd Flórída. Svo fór að hann lét reisa sér þar hús þar sem hann dvaldist á veturna nokkurn veginn sleitu- laust til dauðadags. María Hrönn GunnarsdóHir átti leið til Fort Myers, Borgar pálmanna, fyrir skömmu og skoðaði þá heimili, tilraunastofu og fjölskrúðugan garð þessa merka manns en þar er nú starfrækt myndarlegt safn í minningu hans. ÞEIR eru varla margir sem geta hugsað sér líf án rafhlaða og ljósa- pera og einhvetjir eru þeir sem ekki vildu vera án grammófóns. Þetta og svo miklu fleira fann Tómas Alva Edison upp en á 84 ára langri ævi sinni fékk hann hvorki fleiri né færri en 1.093 einkaleyfi á uppgötvunum sínum. Sjálfur var hann ánægðastur með grammófóninn en taldi þó að rafhlaðan væri sín besta uppgötvun því hún hefði bjargað mörgum náma- manninum frá dauða. Þekktastur er hann fyrir að hafa fundið upp hljóð- nemann og hljóðritann auk ljósaper- unnar. Þá kom hann upp fyrstu raf- veitunni í heimi í London í Englandi árið 1882 og stuttu síðar í New York borg þar sem nú er Wall Street. Líf Edison einkenndist af leitinni að því sem heimurinn þarfnaðist og tilraunum hans til að búa það til svo veröldin yrði betri og þægilegri að lifa í. Til þess setti hann upp fyrstu iðnaðarrannsóknarstofuna í heimin- um, þar sem hann, ásamt aðstoðar- mönnum sínum, vann baki brotnu að hugðarefnum sínum. Hann var ótæmandi hugmyndabanki enda sagði hann eitt sinn: „Ég vildi gjam- an lifa í þrjú hundruð ár. Ég held ég eigi nógu margar hugmyndir til að halda mér uppteknum svo lengi." Og hann sagði líka að sá hlutur sem hann hefði hvað minnsta þolinmæði gagnvart væri klukkan. Armar henn- ar 'hreyfðust allt of hratt. Heyrnarleysi uppspretta margar uppfinninga Edison fæddist í Ohioríki í Banda- ríkjunum 11. febrúar árið 1847. Hann var sjöunda og yngsta barn foreldra sinna en það fjórða sem komst á legg. Þegar hann var barn að aldri skaddaðist heyrn hans, lík- lega vegna svokallaðrar klettbólgu í eyrum. Heyrnarleysið hafði mikil áhrif á líf hans og starf og varð uppspretta margra af uppfinningum hans. Skólagangan varð ekki löng á okkar tíma mælikvarða en var ekki óvenjuleg á hans tímum þegar hún var að jafnaði einungis um 434 dag- ar. Edison fór að vinna fyrir sér sem Iestardrengur þegar hann var tólf ára gamall. Þar komst hann í kynni við ritsímann og gerðist fljótlega rit- símalærlingur. Hann var spurull og hugmyndaríkur og þegar ritsíma- kapallinn rofnaði einn veturinn vegna ísstíflu í á flutti hann boðin yfir ána með því að nota eimreiðarfiautu. Þá var hann 15 ára gamall. Enginn áhugi á rafknúnum atkvæðateljara Á þessum tíma voru skilaboð um ritsímann táknuð með punktum og strikum en þegar þau fóru að berast með hljóðtáknum vandaðist málið fyrir Edison. Upp úr því fór hann að reyna að betrumbæta ritsímann og þegar hann hafði þróað aðferð til að breyta rafboðum í bókstafi snéri hann sér alfarið að uppfinningum í janúar árið 1869, þá búsettur í New York borg. Um sex mánuðum síðar fékk hann fyrstu einkaleyfisskrán- inguna. Það var á rafknúnum at- kvæðateljara en þingmenn sýndu honum engan áhuga. Edison ákvað þá að þaðan í frá skyldi hann ekki finna neitt upp sem ekki væri hægt að selja enda hafði hann ágætt við- skiptavit þó honum héldist ekki vel á peningum. Ungur ekkill með þrjú börn Edison kvæntist árið 1871 fyrri konu sinni, Mary Stilwell, sem þá var aðeins 16 ára gömul. Sama ár hann fékk í fyrsta skipti greitt fyrir uppfinningu sem hann gerði. Þau hjónin bjuggu í New Jersey og eign- uðust þrjú börn en eftir þrettán ára hjónaband lést Mary, einungis 29 ára gömul. Edison kvæntist síðari konu sinni, Minu Miller tveimur árum síð- ar, árið 1886, og með henni eignaðist hann önnur þrjú börn. EDISON var frægur fyrir að leggja sig í nokkrar mínútur í herbergi við hliðina á tilrauna- stofunni og vakna síðan endur- nærður eins og eftir margra tíma svefn. í rannsóknastof- unni í Fort Myers er allt eins og Edison hafi skroppið frá til að fá sér lúr. Ári áður enn Edison giftist Minu Miller, hafði hann í fyrsta skipti kom- ið til Fort Myers og keypt þar 14 ekru land á árbakka Caloosahatchee árinnar. Þar lét hann byggja sér hús „VIÐSKIPTI með svikna varahluti í flugvélar halda áfram að ógna ör- yggi flugfarþega," segir Mary Schi- avo, yfireftirlitsmaður í samgöngu- ráðuneyti Bandaríkjanna. Hún álasar Flugmálastjórn Bandaríkjanna, sem nýverið hefur viðurkennt vandann, fyrir að hafa ekki gripið fyrr í taum- ana. f lok síðasta árs upplýsti Schiavo Lögfræðingafélag Bandaríkjanna um alvarlegar afleiðingar umfangs- mikillar glæpastarfsemi með svikna flugvélavarahluti. „Við höfum svipt hulunni af glæpnum en vanmáttur flugmálastjórnar til að taka á málinu sýnir að vandinn er stórlega vanmet- inn. Flugöryggi framtíðarinnar er í húfi verði ekki komið í veg fyrir versl- un með slíkar eftirlíkingar," segir Schiavo. Þrátt fyrir fjöldahandtökur að undanfömu eru verndarar laganna langt frá að útrýma vandanum. Frá árinu 1990, þegar yfireftirlitsmað- urinn hóf að rannsaka málið, hafa formlegar ákærur á hendur dreifi- aðilum verið 152 og 118 sakfellingar Talið er að í flugvélum um allan heim séu varahlutir sem uppfylli ekki lágmarks gæðastaðla Sviknir flugvélavarahlutir ógna Sryggi farþega auk þess sem fjöldi mála er til rannsóknar. Talið er að í flugvélum um allan heim sé að finna varahluti sem standast ekki lágmarks gæða- staðla og fengnir eru frá aðilum, sem þegar hafa fengið dóm fyrir að dreifa slíkum hlutum. Jafnvel for- seti Bandaríkjanna er ekki óhultur því fyrir skömmu kom í Ijós að hand- slökkvibúnaður um borð í Air Force One, flugvél forsetans, innihélt ólög- FALSAÐ skráningarnúmer. lega varahluti. Þeir sem ábyrgð báru á aðföngunum voru sakfelldir og bannað um aldur og ævi að vinna við flugvélaiðnað. Minniháttar vandamál Áður hafði Flugmála- stjórn Bandaríkjanna lýst yflr að verslun með ólög- lega flugvélahluta væri minniháttar vandamál og ekki væri hægt að rekja neitt meiriháttar flugslys til ósam- þykktra varahluta. Nýlega sagði einn talsmaður flugmálastjórn- ar í viðtali við tímaritið Condé Nast Traveller að afar lítið væri um svikna varahluti í umferð og yflrgnæfandi meirihluti mála væri byggður á mis- skilningi. Við yfirheyrslur í öldungaráðinu á síðasta ári sagði öldungadeildarþing- maðurinn Bill Cohen að rannsókn hefði leitt í ljós að flugmálastjórn hefði brugðist í eftirlitshlutverki sínu og ekki tekist að stemma stigu við notkun svikinna varahluta í flugvél- ar, en slíkir hlutir væru að ryðja sér til rúms í varahlutageymslum, við- gerðarstöðvum og flugvélum um land allt. „Við teljum að flugmálastjórn hafi ekki afhjúpað fyllilega umfang vandans og ekki sé nægilegri harð- fylgni beitt til að framfylgja núver- andi lögum," sagði Cohen og bætti við að ef til vill þyrfti stórslys að verða til að flugmálastjórn tæki loks við sér. Orð öldungadeildarþingmannsins máttu sín nokkurs því í kjölfarið skipaði flugmálastjórn sérstakan starfshóp til að rannsaka falsaða flugvélavarahluti. Starfsmönnum eftirlitsskrifstofu samgönguráðu- neytisins og stærri flugfélaganna fannst þó ekki nóg að gert og kröfð- 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.