Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 C 3 FERÐALÖG Þverrandi aðdráttarafl austurrískra og svissneskra skíðabrekka Alparnir bráöna í augum skíöafólks í GARÐI Edison er svokallaður Vináttustíg’ur. Þar eru hellur sem nöfn vina Edison hafa ver- ið steypt í og er stígurinn eins og gestabók. og í því dvöldust þau hjónin svo til hvern einasta vetur allt til ársins 1931 en þá um haustið kvaddi þessi merki maður þennan heim. Þrír frægir vinir Edison kom sér upp góðri tilrauna- stofu í Fort Myers þar sem hann vann meðal annars að því að finna gúmmí sem myndi henta í hjólbarða. Það verkefni var honum hugleikið vegna náins vinskapar við Henry Ford, sem var brautryðjandi í fram- leiðslu bifreiða. Það var hins vegar Harvey Firestone, góður vinur þeirra félaganna, sem fann rétta hráefnið í hjólbarðana. Edison og Ford voru raunar svo góðir vinir að sá síðarnefndi fór að dæmi þess fyrrnefnda og keypti sér einnig vetrarhús á Fort Myers, við hliðina á Edisonhúsinu. Það var því stutt fyrir þá að fara þegar þeir vildu hittast og ræða saman um hugðarefni sín og áhugamál. Myndarlegt safn Eftir að Edison féll frá gaf ekkjan hans borgaryfirvöld- um í Fort Myers húsið þeirra hjóna. Þar er nú myndarlegt safn þar sem heimili Edison- hjónanna er varðveitt eins og það var meðan þau bjuggu þar. Safnið er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og íbúar Fort Myers eru stoltir af að svo mikill maður skuli hafi búið þar. Allt í kringum íbúðarhúsið og húsið við hliðina, sem þau hjónin keyptu einnig og notuðu fyrir gestahús, er verönd með bam- bushúsgögnum. Lengi vel voru hús- göngin þau hin sömu og Edison hjón- in áttu en fyrir nokkrum árum komu óboðnir gestir og tóku þau trausta- taki í skjóli nætur. Húsgögnin sem nú eru á veröndinni eru því eftirlík- ing af upprunalegu húsgögnunum. Af veröndinni framan við húsið sér vestur yfir Caloosahatchee ána og væntanlega hefur Edison setið í stuttu máli ►Fort Myers er í suðvestur Flórída, við Mexíkóflóa. Borgin er mjög vin- sæl á veturna meðal íbúa norður- ríkjanna en á sumrin eru gestir hennar fyrst og fremst frá Evrópu. ► Borgin er einn af áfangastöðum Úrvals-Útsýnar í sumar. Flogið er í beinu áætlunarflugi með Flugleið- um til Fort Lauderdale eða Orlando og er flugtími 7 til 8 klst. Tveggja klst. akstur er til Fort Myers frá Fort Lauderdale en 3 'A klst. akstur frá Orlando. Ferðaskrifstofan býður upp á fjögur hótel sem öll eru vel staðsett við eða rétt hjá drifhvítri ströndinni. ►í borginni og í næsta nágrenni hennar eru 34 golfvellir, bæði al- menningsvellir og einkavellir. Einn- ig eru þar fjölmargir tennisvellir. Hægt er að leigja sér reiðhjól, bát, sjóskíði og seglbretti auk þess sem hægt er að stunda sjóstangaveiði. ►Söluskattur í Flórída er 6% og er hann yfirleitt ekki innifalinn í vöruverði. ►Þjónustugjald er ekki innifalið í verði á matseðlum veitingastaða. Venjulega er gefið þjórfé sem svar- ar til 15% af verði þess sem maður kaupir en ef þjónustan er afburða góð er við hæfi að hækka það í 20%. Ef þjónustan er ekki sem skyldi er nóg að gefa um einn ti- unda af verðinu í þjórfé. ►Edison húsið er við 2350 McGregor Boulevard. í Fort Myers en við þá götu var 200 konungleg- um pálmatijám sem Edison flutti inn frá Kúbu og gaf borginni árið 1907 plantað. Nú eru pálmatrén meðfram götunni orðin 1800 talsins á 22 kílómetra löngum kafla. Fort Myers er gjarnan kölluð Borg pál- manna vegna þessara pálmatrjáa. Fordheimilið hefur einnig verið gert að safni en það við hliðina á Edison húsinu. ■ Sá hlutur sem Edison hafði hvað minnsta þolinmæði gagnvart var klukkan. Honum fannst armar hennar hreyfast allt of hratt ÞRÍR frægir vinir í garðinum hjá Edison. Edison er í miðj- unni, Ford honum á hægri hönd en Firestone á þá vinstri. þar oft og horft á sólina setjast hin- um megin við ána. í garðinum eru óteljandi tré og plöntur. Eflaust hefur Edison eytt dijúgum tíma þar en jurtunum safn- aði hann meðal annars til að auð- velda sér leitina að réttu efnunum í uppfinningar sínar. Þar vaxa til dæmis hávaxin bambustré en bam- businn notaði uppfinningamaðurinn í glóðarþráð í ljósaperurnar sínar. Við innganginn í safnið er risastórt austur-indverskt fíkjutré, sem er þeirrar náttúru að það skýtur rótar- sprotum úr greinum sínum og vaxa þeir niður á við og mynda nýja stofna þannig að tréð vex fyrst og fremst á þverveginn. Ford gaf vini sínum tréð árið 1925 en þá var það einung- is tvær tommur í þvermál. Nú er ummál þess meira en 120 metrar enda er það þriðja stærsta tréð sinnar tegundar í heiminum. Afkastamikill á langri ævi Edison var afar afkastamikill maður svo sem sjá má meðal annars á því á hversu mörgum uppfinningum hann fékk einkaleyfi. Af 1.093 einkaleyf- um snérust 389 um raflýsingu og orkudreyfmgu, 195 um grammófóna, 150 um ritsíma, 141 um rafhlöður og 34 um talsíma. Einkaleyfin fékk hann á árunum 1869 til 1933, sem svarar til þess að hann hafi að meðaltali fengið rúm- lega sautján einkaleyfi á ári. Fjögur af einkaleyfunum voru samþykkt eftir að hann dó. Edison velti því aldrei fyrir sér hvort eitthvað væri mögulegt heldur einungis hvernig hægt væri að gera það. Þegar hann var 35 ára gamall var hann orðinn frægur fyrir upp- finningar sínar um gjörvöll Banda- ríkin og þegar hann lést var hann virtur og syrgður sem maðurinn sem framar öðrum mönnum hafi lagt grunninn að þeim tækni- og félags- legu breytingum sem urðu í kjölfar rafvæðingar. AÐ skíða niður brekkur Alpanna var draumur margra Evrópubúa, og þeir notuðu hvert tækifæri sem gafst til að láta hann rætast. Bret- ar, Þjóðveijar og Hollendingar sem hugðu á vetrarfrí, efldu sér þrek á sumrin með löngum göngutúr- um, þutu svo um víðáttur Alpanna að vetrum og komu endumærðir aftur heim. En nú er öld- in önnur. Það er að bráðna undan ferðaþjón- ustunni í Austurríki og Sviss. Nýting hótelherbergja hef- ur minnkað um helming frá 1992 í Austurríki og í Sviss fækkaði gisti- nóttum á hótelum um 1,2 milljónir veturinn 1994-95, miðað við góðar töl- ur frá 1989-90. Veturinn sem er að líða virðist ætla að hrella hóteleigend- ur enn meir. „Góðu árin eru liðin,“ segja forsvarsmenn ferðaskrifstofa í Austurríki. Golf í Flórída eða skíði í Ölpum? Ástæðan fyrir lé- legu brautargengi er ekki augljós, en slæm skíðaskilyrði fyrir byrjendur eru hluti af skýring- unni. Einnig að at- vinnuskíðamenn fá víst um 30% meira fyrir peningana sína í norður Italíu Austurríki. Þjóðveijar sem mynda stærsta og ríkasta ferðamannahópinn í heiminum hafa hægt á ferðinni og það hefur ekki lítil áhrif: „Þeir fara nú í styttri ferðalög og pen- ingaveskið situr fast í rassvasan- um,“ er haft eftir hóteleiganda í Austurríki. Hraust skíðafólk virðist enn- fremur hafa fallið fyrir freistandi tilboðum um að fljúga í sólina í Ameríku og við Miðjarðarhaf. Hóteleigendur í Ölpunum standa nú frammi fyrir því að viðskipta- vinir þeirra eru að leika golf á Flórída og skemmta sér í Disney- landi. Vantar stanslausa fjörið Breyttar þarfir yngra skíða- áhugafólks er ef til vill stærsta ástæðan fyrir minnkandi vinsæld- um Alpanna. Það vill koma á staðinn og skemmta sér strax. Vera á hót- eli sem býður ekki aðeins upp á heitt kakó heldur líka tennis, útreiðar, fjallaklifur, hjól- reiðar, bátsferðir, fegrunarmeðferð og barnabúðir, jafnvel námskeið í málara- og ritlist handa ferðafólki sem kann að þreyt- ast á endalausu brekkunum. Lítil Alpagisti- heimili í nánd við skíðalyftu höfða ekki lengur til fólks á aldrinum 20-40 ára og til að sinna þörfum þeirra gripu eig- endur Alparósar- innar, sem er fjög- urra stjörnu hótel í Týrol, til þess( ráðs að reisa tveggja hæða heilsuhús í róm- verskum stíl fyrir 6 milljónir dollara eða tæpar 400 milljónir króna. Húsið er undir fjallsrótum og fel- ur meðal annars í sér gufubað, heilsuböð, heita potta inni og úti, æfingasal og nuddskála. Gulnandi Ijósmyndír af hvítum snjónum Samkeppnin í ferðaþjónustunni er mikil og ef Alparnir eiga að höfða til fólks í framtíðinni, telja frömuðir að hóteleigendur verði að auka fjölbreytnina, markaðs- setja brekkurnar upp á nýtt og síðast en ekki síst: Brenna auglýs- ingamyndirnar af sólbrúna skíða- manninum brunandi í hreinum snjónum. Byggt á Newsweek STOFAN á heimili Edison i Fort Myers. MYNDIR af sólbrúnu skíðafólki í hreinum snjó dugar ekki lengur til þess að lokka ferðamenn til svissnesku og austurrísku skíðasvæðanna í Olpunum. en í Sviss og L EFRA vottorðið er löglegt, hitt falsað. ust þess að flugmálastjórn hefði, auk þess að hafa umsjón með varahluta- framleiðendum og rekstrarstjór- um flugvélaverk- smiðja, jafnframt yfirumsjón með þeim sem miðluðu varahlutunum. Á eftirlitsskrifstofu samgönguráðu- neytisins vilja menn einnig setja strangar reglur um að gömlum flug- vélahlutum verði eytt til að hindra að þeir verði endurnýttir í aðrar flug- vélar. Betur heima á brotajárnshaugum Tímaritið Condé Nast Tmveller, sem þessi grein er byggð á, státar af að hafa verið fyrst til að vekja athygli á vandamálinu fyrir þremur árum, þegar blaðamenn komust á snoðir um að ósamþykktir flugvéla- varahlutir væru víða i notkun. Síðan hafa rannsóknarmenn á vegum rík- isins fundið slíka parta af öllum stærðum og gerðum, þar á meðal notaða, sem ættu betur heima á brotajárnshaugum. Fölsunin og eft- irlíking- arnar voru margvíslegar; gamlir varahlutir voru málaðir upp á nýtt, falsararnir bjuggu til nýja hluti, sem engan veg- inn stóðust gæðakröfur og bílavara- hlutir voru seldir sem flugvélapartar auk þess sem hverjum hlut fylgdi falsað vottorð frá flugmálastjórn. Siðastliðið sumar setti flugmála- stjórn flugbann á sex þúsund litlar skrúfuflugvélar og þyrlur eftir að grunsamlegir varahlutir fundust í tveimur vélum, þar á meðal af gerð- inni Cessna, sem þurfti að nauð- lenda þegar vélin bilaði. Starfs- menn bandaríska ráðsins, sem fer með öryggismál i sam- göngum, hafa oft fundið ósamþykkta flugvélaparta í litlum einkaflugvélum, sem lenda í slysum. Utan Bandaríkjanna hefur komið í ljós að einn slíkur olli slysi er norsk flugvél brotlenti árið 1989 og fimmtíu og fimm farþeg- ar fórust. Einstaka félög taka þátt i spillingunni Flest flugfélög sem hafa látið setja ósamþykkta eða svikna flugvélavara- hluti í vélar sínar eru grunlaus um að stykkin séu aðfínnsluverð og ólög- gild. Einstaka flugfélög taka þó þátt í spillingunni og krefjast þess að inn- kaupastjórar kaupi af partasölum sem bjóða lægsta verð. í mars síðastliðnum stöðvaði flug- málastjórn rekstur flugfélagsins ÞANNIG getur málning hulið gall- ana. Arrow Air um stundarsakir vegna þess að varahlutir félagsins stóðust ekki öryggiskröfur. Arrow Air hafði í reynd stolið 1.620 varahlutum úr flugvél frá Dóminíkanska lýðveldinu, þar sem hún stóð við skrifstofu flug- málastjórnar í Miami. Hluta þýfisins seldi félagið sem góða og gilda vara- hluti. Jafnvel flugmálastjóm hefur ekki getað komið í veg fyrir falsaða parta í eigin vélum. Árið 1993 leiddi skoð- un í ljós að 39% af flugvélavarahlut- unum voru ekki framleiddir af lög- gildum framleiðendum. En flugið er ekki eina samgöngu- leiðin sem orðið hefur fyrir barðinu á óprúttnum partasölum. Schiavo segir að ósam- þykktir vélahlutar hafí líka skotið upp kollinum í járnbrautalestum, strætisvögnum og bíl- Byggt á ferðatíma- ritinu Condé Nast Traveller/vþj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.