Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Skemmtun fyrir eldra fólk FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 29. mars nk. verður haldin skemmtun fyrir eldra fólk á vegum Ferðaskrifstof- unnar Úrval-Útsýn í Hreyfílshúsinu við Grensásveg. Forsala aðgöngumiða hefst mánudaginn 18. mars á skrifstofu Úrvals-Útsýnar í Lágmúla og stendur til föstudagsins 22. mars. Verð aðgöngumiða er 1.950 krón- ur. Innifalin er þríréttuð sælkera- máltíð og skemmtiatriði, söngur, happdrætti og dans. ■ Breyttur opn- unartími hjá Fræðasetrinu FRÆÐASETRIÐ í Sandgerði er framvegis opið almenningi á föstu- dögum, laugardögum og sunnudög- um frá klukkan eitt til ftmm eftir hádegi. í Fræðasetrinu er skemmti- legt safn dýra úr umhverfi safnsins og margskonar sýningar í gangi sem tengjast bæði náttúrufræði og mannlífí í útgerðarþorpi. í fréttatilkynningu frá Fræða- setrinu segir að þessi nýi og óvenju- legi staður sé þegar orðinn vinsæll áfangastaður ýmissa ferðahópa. Leyndardómar Þýskalands ÚT er komin ný ferðahandbók, Exploring Germany. í bókinni, sem er sérstaklega ætluð yngri ferða- löngum er ferðast um Bundeslöndin 16, frá norðri til suðurs. Sérstakur kafli er um stærstu borgím- ar, Berlín, Ham- borg og Munc- hen, þar sem bent er á áhugaferða staði og mögu- leika til inn- kaupa. Hjá Hinu húsinu getur fólk feng- ið ókeypis eintök af bökinni. Þeim, sem hafa aðgang að alnetinu, er bent á að fletta upp á heimasíðuna http://www.germanyfun-svm.her- mes.de. MAÐUR og hundur dorga við Mývatn. Göngufólk eflist í píslargöngu norðan heiða Páskar á Mývatni SKIPULÖGÐ útivist við Mývatn verður í apríl og stendur frá skír- degi til annars í páskum. Dag- skráin er skipulögð áf Snæbirni Pétursyni og verður meðal annars gengið í kringum Mývatn og far- ið að Kröfluvirkjun. Dagskráin er ætluð fólki sem vill ganga sér til hressingar um páskahátíðina. Á föstudaginn langa verður gengið eftir þjóð- veginum umhverfis Mývatn og hefur sú ganga fengið nafnið píslarganga. Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri á .Hótel Reynihlíð segir að hann hafi" gengið kringum Mývatn í nokkur ár um páska og langað að bjóða gestum á hótelinu að ganga með sér. „Þessi göngudagskrá var í fyrsta sinn skipulögð í fyrra og heitið píslarganga er bæði tilvísun og líka vegna þess að vegalengd- in er 36 km. Hún getur tekið tíu tíma. Hinsvegar verður að sjálf- sögðu gert hlé á göngunni gerist menn göngumóðir, og bifreið eltir göngufólk," segir hann og tekur fram að ekki er um skíðagöngu að ræða. Virkja líkamann við Kröflu og skoða fuglasafn Á laugardeginum verður farið að Kröfluvirkjun í rútubifreið og farið þaðan á skíðum og komið við í fjallakofa Snæbjörns. Hraustir menn ganga svo um Leirhnúkshraun og Hlíðarhæðir aftur til baka. Aðrir fara í bifreið- inni. Nótc í Snæbjarnarhýði kem- ur til greina ef viðlegubúnaður er við hendina. Á Páskadag verður gengið um Reykjahlíðarheiði á skíðum og alla leið umhverfis Gæsafjöll ef því er að skipta. Pétur segir að ef skíðafærið bregðist sé lítið mál að ganga um Hveríjali, Lúdent, Dimmuborgir og Höfða. Annan í páskum er ætlunin að ganga yfir ísilagt Mývatnið, staldra við í Ytri-Neslöndum og skoða fuglasafn Sigurgeirs Stef- ánssonar. Herbergi með hárþurrku og kaldir fjallakofar Pétur Snæbjörnsson segir að Hótel Reynihlíð bjóði fullt fæði fyrir hópinn sem komi á Mývatn á páskum, og herbergi með baði, síma, útvarpi og hárþurrku. Spurður um hárþurrkuna segir hann hana vera handhægan blás- ara. Göngufólkið þarf vitanlega að vera vel búið til vetrarveru, því á Mývatni er mögulegt, ef aðstæður leyfa, að gera vök og dorga að þingeyskum hætti. Einnig segist Pétur hafa kalda fjallakofa til ráðstöfunar, sæki einhveijir í ís- lensk ævintýri. ■ \ . w ■ ST % m & I \ vi i Nýr rekstaraðili Hótels Flúða Jeppaferd á Breiöamerkurjökul FERÐASKRIFSTOFA Íslands/Hótel Edda hefur tekið við rekstri Hótels Flúða frá 1. mars sl. Hótelstjóri hef- ur verið ráðinn Sigmar Pétursson sem hefur starfað sem hótelstjóri á Hótel Eddu Hallormsstað og Húna- völlum. Hótelið á Flúðum er opið allt árið. Yfir veturinn eru til útleigu 24 rúm- góð tveggja manna herbergi með baði sem öll hafa lítinn heitan pott fyrir utan. Yfir sumartímann bætast við 19 herbergi með handlaug í grunnskólanum. Veitingasala fer öll fram í félags- heimilinu þar sem í boði eru léttir réttir, ódýrir máisverðir, sértilboð fyrir börnin eða veislumálsverðir, að vali hvers og eins. Einnig eru gerð sértilboð fyrir hópa. Á Flúðum er góð aðstaða fyrir alls kyns funda- og námskeiðahald og hægt er að leigja sali sem taka allt frá 10-300 manns í sæti. ■ JEPPADEILD Útivistar efnir til ferðar austur að Breiðamerkur- jökli um næstu helgi til þess að skoðá nýfundinn íshelli í jöklinum. Þátttakendur þurfa ekki endilega að vera á jeppum, því lítið verður ekið utan alfaraleiðar. Öllum er frjáls þátttaka og pláss er fyrir bíllausa. Farið verður upp með Breiðá og yfir hana ef fært er, en mikið hefur rignt þar að undanförnu. Hugsan- legt er að nota stærstu jeppana til að selflytja göngúfólk yfir ána. Verði áih ófær, er hægt að kom- ast að íshellinum með því að ganga eftir jöklinum um tveggja kílómetra leið. Þá er viss- ara að fera vel búin, í vatns- og vindheldum hlífðarfatnaði og góð- um gönguskóm, helst með ísbrodd- um. Gott er að ganga með skíða- stafi. Ef fara þarf þessa leið má reikna með um 4 tíma göngu þann- ig að betra er að hafa nesti með í bakpokanum. Gist á Kirkju- bæjarklaustri Lagt verður af stað í ferðina á föstudagskvöld. Reiknað er með þátttakendur safnist saman á Hót- el Eddu á Kirkjubæjarklaustri, en þar verður gist í svefnpokaplássi. Klukkan 9 á laugardags- morgun verður lagt af stað austur að Breiða- merkuijökli og er áætlað að fólk komi til baka að Kirkjubæjarklaustri um kl. 17. A sunnudeginum verður ekið til baka með viðkomu á nokkrum stöðum. Þátttöku í ferðina þarf að til- kynna á skrifstofu Útivistar fyrir kl. 17 á miðvikudag 20. mars. Þeir sem ekki hafa bíl til umráða geta skráð sig í ferðina og verður leitast við að fylla öll laus sæti í bílum þátttakenda. ■ Vissara aö vera vel bú- inn í góöum gönguskóm Ferðafélag íslands SUNNUDAGINN 17. mars kl. 10.30 verður lagt af stað í skíða- göngu frá Þingvöllum til Hvalfjarð- ar. Þessi forna leið var fyrrum fjöl- farin og er hún mörkuð vörðubrot- um, víða heillegum. Gengið verður framhjá Svartagili í Þingvallasveit og vestur Öxarárdal og áfram sem leið liggur ofan í Botnsdal í Hval- firði. Kl. 13 á sunnudag verður farið í skíðagöngu á Mosfellsheiði, Glúf- rasteini. Önnur ferð verður líka kl. 13 á sunnudag þar sem Tröllafoss verður skoðaður í vetrarbúningi. Fossinn er í Leirvogsá í Kjós og rennur vestur með hlíðum Haukadalsfjalla. Til móts við Haukafjöll fellur áin niður í djúpt og hrikalegt klettaglúf- ur. Þar er Tröllafoss i ánni, hár og fagur, en ekki vatnsmikill. Lagt verður af stað í allar ferðir frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin og Mörkinni 6. Aðalfundur Ferðafélags íslands verður haldinn miðvikudagskvöldið 20. mars að Mörkinni 6. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. At- kvæðisrétt og kjörgengi hafa þeir sem hafa greitt félagsgjöld og gengu í félagið fyrir síðustu áramót. Útlvlst í FIMMTA áfanga Landsnámsleið- arinnar sem verður farin sunnudag- inn 17. mars, verður gengið þar sem fomleiðir lágu frá Hvaleyri til Víkur (Reykjarvíkur). Ekki er vitað ná- kvæmlega hvar landnámsmenn lögðu leið sína yfir Búrfellshraunið og því urðu fyrir valinu ákveðin fornleiðastæði sem eru að miklu leyti komin undir byggð í Hafnar- fírði og Kópavogi. Gengið er á milli fornleiðastæðanna og enn má sjá móta fyrir sumum þeirra á opnum svæðum í Garðabæ og Reykjavík. Lagt verður af stað frá Umferðar- miðstöðinni kl. 10.30 í rútu suður á Hvaleyrarholt með viðkomu á Kópavogshálsi og við Bitabæ í Garðabæ. Gangan hefst við golf- skálann á Hvaleyrarholti kl. 11. Henni lýkur við Víkurbæjarstæðið í Aðalstræti og býðst þá aftur akst- ur til Hafnarfjarðar. Hafnargönguhópurinn HAFNARGÖNGUHÓPURINN leggur áherslu á fornbýli í landi Reykjavikurborgar og Seltjarnar- nesbæjar í kvöldgönguferðum sín- um 18.-23. mars. Gengið verður þar sem fornleiðir lágu að þeim og rifj- uð upp saga þeirra í stuttu máli. Lagt verður af stað í gönguferðirn- ar kl. 20.00 og taka ferðirnar einn til einn og hálfan tíma. Á mánudagskvöld verður gengið frá Skeljanesi, birgðastöð Skeljungs og gengið að Skildinganesi. A þriðjudagskvöld verður gengið frá Bakkavör, húsi Björgunarsveit- arinnar Alberts og að Nesi. Á miðvikudagskvöld veður geng- ið frá Hafnarhúsinu við Miðbakka að þæjarstæði Víkur. Á fimmtudagskvöld verður geng- ið úr Sundahöfn, frá Sundakaffi að Laugarnesbæjarstæðinu. Á föstudagskvöld verður gengið frá Ártúnshöfða, húsi Ingvars Helgasonar að gamla Gufunesbæj- arstæðinu. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.