Morgunblaðið - 17.03.1996, Page 2

Morgunblaðið - 17.03.1996, Page 2
2 D SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLNOTABÍLL frá Mercedes Benz er í nokkuð hefðbundnum stíl en vel búinn. FRÁ Mercedes Benz mátti einnig sjá iangbaksútgáfur í E og C-línunum ALÞJOÐLEGA BILASYNINGIN I GENF V-línan er velbúinn f jöl- notnbíll frú Mercedes Benz sendibíll. Hann er 4,65 m langur, 15,7 cm styttri en E-línu langbak- urinn sem einnig var sýndur í Genf en hann er 7,1 cm breiðari. Hjólhafið er 3 metrar. í útliti má segja að V-línan sé nokkuð lík öðrum fjölnotabílum en þó hefur þar hver sinn svip og er til dæmis framendinn nokkuð sömu ættar og Sprinter sendibíllinn frá Merce- des Benz sem kynntur var á síð- asta ári. Rúður eru stórar og stað- hæfa má að hann er rúmgóður og þægilegur í umgengni, svona í það minnsta þegar sniglast er um hann á sýningarbás. Rennihurð er á annarri hlið bílsins. Þrjár útgáfur V-línan verður boðin í þremur útgáfum og hefur grunngerðin allgóðan staðalbúnað. Má þar nefna vökvastýri, rafdrifnar rúður að framan, íjarstýrðar samlæs- NÝJA V-línan, fjölnotabíllinn frá Mercedes Benz, er fýrsti bíllinn sem verksmiðjumar bjóða með framdrifi. Þetta er sjö manna bill, fáanlegur með 2,3 lítra og 143 hestafla bensínvél eða 2,3 1 og 98 hestafla dísilvél. Sala hefst almenn í Evrópu með haustinu og ef marka má áhugann sem menn sýndu bílnum þama í básn- um ætti framleiðandinn að geta búist við góðum viðtökum mark- aðarins - í það minnsta ef verðið verður þolanlegt. Fjölbreytni var höfuðmarkmið hönnuða og tæknimanna Mercedes Benz þegar V-línan var í undirbún- ingi. Þessi sjö manna bíll þar sem allir sitja í þægilegum stólum hef- ur einnig 581 1 farangursrými og sýndu talsmenn verksmiðjanna þama í básnum hvemig átta ferða- töskur komast þar fyrir. V-línu bíllinn er samt hvorki smárúta né Morgunblaðið/jt KOMA má þessum átta töskum í farangursrýmið en það er 581 lítri að stærð. ingar, tvo líknarbelgi, hemlalæsi- vörn og rafstillanlega hliðar- spegla. I hinum gerðunum tveim- ur er síðan enn bætt við bæði ýmsu fyrir augað og búnaði, til dæmis regnhlíf í sérstökum standi, ísskáp og leikjum fyrir börnin eða aðra sem gerast óþolin- móðir á langleiðum. Bæði bensín- og dísilvélarnar eru 2,3 lítrar og fjögurra strokka og hefur þessi 143 hestafla bensínvél þegar verið notuð með góðum árangri í E-lín- unni. Um mitt næsta ár verður einnig fáanleg 2,8 lítra bensínvél sem á ættir að rekja til Volkswag- en verksmiðjanna. Þá er V-línan fáanleg bæði með 5 gíra hand- skiptingu eða fjögurra þrepa sjálf- skiptingu með þremur stillingar- möguleikum. Meðaleyðsla bensín- vélarinnar er 11,4 1 en dísilvélin er talin eyða 8,8 lítrum. Hámarks- hraðinn er 168 og 155 km og veg- ur bensínbíllinn 1.930 kg og dísil- bíllinn 1.945 kg. í lokin má nefna að V-iínan er eini bíllinn frá Merce- des Benz sem byggður er utan Þýskalands, í verksmiðjum fyrir- tækisins á Spáni. Með V-línunni bætast verksmiðjurnar í hóp þeirra bílaframleiðenda sem bjóða nú fjöl- notabíla sem á síðustu 5-6 árum hafa selst í mjög auknum mæli í Evrópu. Voru á sl. ári seldir um 235 þúsund slíkir bílar og er gert ráð fyrir að sala þeirra nemi um 450 þúsund bílum um aldamót. Hlutfall þeirra á Þýskalandsmark- aði er aðeins 1,7%, 0,8% á Ítalíu og 4,4% í Sviss. í Bandaríkjunum hefur hlutfall þðirra verið 14% í meira en áratug. • FIFTIE heitir þessi skondni tveggja manna sportbíll frá Renault. FIFTIE heitir nýi hugmyndabíll- inn frá Renault sem sýndur var i Frankfurt og halda verksmiðjurn- ar upp á fimmtíu ára afmæli C V 4 bílsins sem hinir eldri ættu að þekkja. Fiftie er tveggja manna sportbill með litlu farangurshólfi og er eiginlega nokkuð fyndinn útlits. Renault Fiftie er sérstakur bíll, ávalur, bogadreginn og með skemmtileg brot og línur. Eigin- legir stuðarar eru ekki fyrir hendi, Iuktirnar eru litlar týrur, hringlaga að framan en með óskil- Afmælisbíll frá Renault greindu lagi að aftan og virðast fremur vera eitthvert skraut en eru raunverulegar luktir þegar betur er að gáð. Fiftie tekur sjálf- an sig ekki alvarlega sögðu full- trúar framleiðenda á básnum en bíllinn er kynntur til skemmti- brúks og minnti umfjöllun manna örlítið á hvernig Twingo hefur stundum verið kynntur. Fiftie er blæjubíll. Vélin er 1149 rúmsentimetrar, fjögurra strokka, átta ventla og 60 hestöfl. Meðaleyðslan er talin vera rúmir 6 lítrar í blönduðum akstri. Tilgangur Renault með Fiftie er að sýna sköpunargáfuna og frumleikann og hvernig hugs- anlega megi færa þetta tvennt nær hefðbundinni bílaframleiðslu. Ekki létu menn uppi neinar áætl- anir um hugsanlega fjöldafram- leiðslu. ■ Umboðsmaður álfa til Vegagerðarinnar? í GREIN í Framkvæmdafréttum, sem Vegagerðin gefur út, er vitnað til greinar sem birtist í 6. tölublað Vísbendingar, vikurits um viðskipti i og efnahagsmál. Þar er fullyrt að Vegagerðin sólundi fé skattborg- ara vegna hjátrúar og hindur- vitna. I Vísbendingu segir m.a.: „Hins vegar fer gamanið að káma þegar hjátrú þessi er far-^ in að stjórn aðgerðum opin- berra stofnana. Vegagerð rík- isins segist taka sérstakt til- lit til álfa og huldufólks við vegarlagningu og tekur fremur á sig dýra króka en að spilla álfabyggðum". Síðar í greininni segir: „Tröll þykja of barnaleg nú á dögum til þess að frásagnir af þeim skelfi ‘|m| menn. Að minnsta kosti taldi Landsvirkjun óhætt að virkja að Búrfelli þrátt fyrir skessuna sem þar var forðum. Það var eins gott að Vegagerðin sá ekki um þær fram- kvæmdir". í svari Vegagerðarinnar kemur m.a. fram að því sé ekki að neita að einstöku sinnum sé trúin á hið yfirskilvitlega ástæðan fyrir athuga- semdum heimafólks og sé hlustað á þær raddir eins og aðrar. Því sé held- ur ekki að neita að sögur af álfum og álagablettum hafi vakið athygli fjölmiðla heima og erlendis. „Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa svarað spurningum um þessi efni og ekki farið undan í flæm- ingi. Hins vegar hefur Vegagerð- in ekki hvatt til þessarar um- ræðu né haft frumkvæði að henni enda gæti slíkt vakið upp nýja „vætti“. Fjölm- iðlaumfjöllunin hefur hins veg- ar ekki verið á neikvæðum nótum, þessu hefur verið lýst sem sérkennilega skemmtilegu einkenni þjóðarinnar og þannig % jafnvel stuðlað að landkynningu. Það gæti þannig jafnvel verið pening- anna virði að halda þessu lifandi. Það væri kannski snjallt að Vega- gerðin réði til sín sérstakan umboðs- mann álfa og er það sjálfsagt ekki verri hugmynd en margar aðrar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.