Morgunblaðið - 17.03.1996, Page 3

Morgunblaðið - 17.03.1996, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 D 3 fiat eykur söluna FIAT segir að salan á bílum fyrir- tækisins hafi aukist um 38% í febr- úar í Evrópu. Heildarbílasalan í Evrópu jókst hins vegar um 11%. Fyrstu tvo mánuði ársins var markaðshlutdeild Fiat í Evrópu 13,1% en var 12,5% fyrstu tvo mánuði 1995. Sala Fiat jókst um 25,7% í Þýskalandi þar sem hlut- deildin var 5,2%, 70,5% í Frakk- landi, um 45,3% á Spáni og 23,1% í Bretlandi. Umboðsaðilar hafa pantað 220 þúsund Bravo og Brava bíla sem hafa verið á mark- aði síðastliðna fímm mánuði. Sintra í nóvember OPEL Sintra fjölnotabíllinn sem Opel frumkynnti á bílasýningunni í Genf var hannaður í hönnun- armiðstöð Opel í Russelsheim í Þýskalandi. Sintra verður sett á markað í Þýskalandi í nóvember. Undirvagninn er hins vegar fram- leiddur í Doraville í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Bíllinn er með rennihurð á báðum hliðum og rými fyrir allt að átta manns. Hægt verður að velja milli 2,2 lítra fjög- urra strokka véla með 141 hest- afli eða 3ja lítra V8 vél með 201 hestafli. ' 1 Blue lí’om m >• Bliviíora! j jý ý-iPj * Blue Coral bílasnyrti- vörur SKEUUNGUR hefur hafið sölu á nýrri gerð bílabóns frá Blue Coral sem nefnist AutoFom Fomblin. Bónið inniheldur m.a. sérstakt þéttsameinda flúorefni sem mynd- ar sterka yfirborðsvörn auk þess sem efnið afrafmagnar flötinn. Afrafmögnunin gerir það að verk- um að ryk og óhreinindi tolla ekki á lakkhjúpnum. Auk bónsins er komið á markað frá sama fram- leiðanda felguhreinsir, dekkja- hreinsir og vinylhreinsir. ■ Sportbílar tíl brúks og kynningar KIA verksmiðjurnar í Suð- ur-Kóreu sýndu sportbílinn KMSII sem er tveggja manna, búinn 140 hestafla vél og þyngdin er 1.060 kg. í DAG lýkur bílasýningunni í Genf sem árlega dregur til sín um 700 þúsund gesti, erlenda sem inn- lenda. Þeir sópast þangað til að líta yfir það sem framleiðendur bíla, fylgihluta og margs konar búnaðar tefla fram í samkeppni sinni um athygli gesta tii að ná sölu. Þar fyrir utan hafa hátt í þúsund bílablaðamenn víða að sótt þessa sýningu reglulega og getið um það sem þeim finnst markvert og ástæða til eins og gert hefur verið hér í blaðinu síðustu árin. Genfarsýningin á sér áratuga hefð. Segja má að bílaframleiðend- ur skiptist á að frumsýna nýjung- ar sínar í Genf og á haustsýning- unum sem haldnar eru til skiptis í Frankfurt og París. Þeim þykir ekki síst hentugt varðandi Genf að hún er hlutlaust svæði því eng- ir bílar eru framleiddir í Sviss og þar getur í raun enginn stolið sen- unni - nema sá sem breiðir mest úr sér í sýningarsölum með stærsta básnum eða flottustu framsetningunni ef ekki á framúr- stefnubílum þá með skrautlegum sýningarstúlkum! En hér eru allir útlendingar í þessu alþjóðlega umhverfi og allir fá sömu með- ferð. Og sýningarhöldurum hefur tekist að kenna framleiðendum að ætli þeir sér að selja bíla í Evrópu sé eins gott að sýna þá í Genf. Og þótt sýningarbásar séu vissu- lega misstórir þá má segja að enginn breiði verulega úr sér og kaffæri aðra en stærstir í sniðum hafa jafnan verið Volkwagen-fyr- irtækið, Mercedes Benz, GM og Ford og af þeim japönsku Honda og Mitsubishi. Eins konar rauður þráður hefur oft gengið gegnum sýningarnar og þótt hann hafi ekki verið áber- andi í ár voru það framúrstefnu- sportbílar. Má þar nefna Alfa Romeo Issima, DeTomaso Bigua, BMW Roadster Z3 bíllinn vakti athygli í Genf en hann var frumsýndur í Detroit í byrjun árs og er framleiddur í Bandaríkjunum. Hann byggir á grunni 3 línunnar. VIPER frá Chrysler er hér kominn í sportklæðin en framleið- endur sendu hann í Le Mans kappaksturinn. Ford Lynx og Zagato Z1 30. Við þennan flokk má síðan bæta við bílum sem fara á markað, svo sem BMW Z3 og er óhætt að segja að hann hafi vakið verðuga athygli. Hann verður framleiddur í Suður- Karólínu í Bandaríkjunum en þetta er tveggja manna, fjögurra metra langur blæjubíll, með 1,8 eða 1,9 1115 eða 140 hestafla vélum, með hefðbundnu BMW útliti á fram- enda en einkanlega sportlegur bíll. Eyðslan er tæpir 8 1 og hámarks- hraðinn nærri 200 km á klst. í fyrra skáru fjölnotabílarnir sig úr og þar áður voru rafbílar mikið áberandi en samtök rafbílamanna eru sterk í Sviss og reyna þau jafnan að vekja athygli á kostum rafbíla og beijast fyrir endurbót- um. Enda eru til þeir bæir í Sviss sem beinlínis vilja ekki a.ðra bíla hafa. ft ■ Bíliðnafélagið er fagfélag bifreiðasmiða, bílamálara og bifvélavírkja Á bifreiðaverkstæðum þar sem félagsmenn okkar starfa eru þeir klæddir sérstökum vinnufatnaði með merki Bíliðnafélagsins Merkið tryggir þér traustan fagmann sem kann vel til verka og hefur aðgang að endurmenntun á sínu sérsviði Láttu ekki bílinn þinn í hendurnar á hverjum sem er, það gæti orðið þér dýrt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.