Morgunblaðið - 17.03.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 17.03.1996, Síða 4
4 D SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Carina E hljóðlátur á hraóbrautum CARINA E með svonefndri ^ hreinbrunavél eða hrein- blönduvél hefur nú verið kynntur hjá Toyota-umboð- inu, P. Samúelssyni, en þessi ^ nýja kynslóð Carinu hefur nú 2 fengið nokkra andlitslyftingu. Fram- og afturendar eru 2 breyttir, nýtt útlit er að fmna innan dyra og nýja klæðningu J5J og hljóðeinangrun hefur verið “■ aukin verulega. Carina E með handskiptingu er nú boðinn á hag- stæðu verði eða kr. 1.590 þúsund með 1,8 lítra vél og talsverðum búnaði og skapar Toyta sér með þessum bíl allgóða samkeppnis- stöðu í þessum flokki millistærðar en Carina E er framdrifinn fímm manna fjölskyldubíll. Hann er einn- ig fáanlegur með tveggja lítra vél, stallbakur eða langbakur. í dag verður litið nánar á þessa nýjustu útgáfu Carina E sem smíðuð er í verksmiðjum Toyota í Englandi. Nýi Carina E bfllinn hefur svo sem ekki tekið stórkostlegum breyt- ingum hið ytra en bæði eru fram- og afturendar orðnir fínlegri og allt með enn ávalara yfírbragði en var. Er bíllinn allur fremur kúptur og með bogadregnum línum sem einkenna allt útlitið sem er ágæt- lega smekklegt. Hliðarlisti er neðar- lega milli hjóla og eru bæði hliðar- speglar og handföng svört og fín- lega gerð. Að innan getur að líta nýtt yfir- bragð á innréttingum og nýjar klæðningar. Aðaleinkenni Carina E halda sér en það er ágætt innan- rými og gildir það bæði um fram- og aftursætin. Á bíl með sóllúgu er þó ekki langt í að meðalmenn stijúkist upp undir í framsætunum og er það eini galli bflsins og á ekki við um þá bfla sem ekki hafa sóllúguna. Yfírbragð og frágangur á mælaborði er með ágætum, mæl- ar skýrir og rofum komið eðlilega fyrir að flestu leyti á hefðbundnum stöðum. Hólf eru í hurðum og milli framsæta. Ökumannssæti er með stillanlegri setu og veitir ágætan hliðar- og bakstuðning. Þá er út- sýni ágætt og í farangursými ætti að vera nóg pláss því það er ágæt- lega djúpt og tekur eina 545 lítra. Hreinni blanda en sú hefðbundna Carina E er í boði með 1,8 lítra Staðal- búnaður Hljóðlát vól Farangurs- rýnti hreinbrunavél eins og umboðið nefnir hana eða hreinblönduvél eins og væri kannski réttara að segja en lýsa má eftir hugmyndum á ís- lenskun á enska heitinu lean bum engine, sem reyndar er varla hægt að segja að sé hreinn. Þessi vél skilar 107 hestöflum við 5.600 snúninga á mínútu. Þetta er hljóðl- át vél og þýðgeng og ágætlega öflug en bæði var reyndur lítiilega bíll með handskiptingu og með sjálfskiptingu. Gafst kostur á að aka rúmlega tvö þúsund km á sjálf- skipta bílnum á ferð um Þýskaland og Sviss á dögunum. Eftir þessa viðkynningu er hægt að staðhæfa að Carina E er skemmtilega lipur sem borgarbfll, vinnur vel, er rösk- ur í viðbragði og ekki þreytir hann bílstjóra eða farþega í langkeyrslu þótt stíft sé haldið áfram. Með hreinblöndunni er átt við að eldsneytisblandan sé þynnri en hefðbundið er sem þýðir bæði spar- neytni og minni mengun. Kjör- blanda er talin vera 14,5 hlutar af eldsneyti á móti einum af lofti en Toyota blandar 24 hlutum á móti einum af bensíni í hreinni blönd- unni. Tölvan sem stýrir brunanum notar tvö forrit. Annars vegar fyrir hreinblönduna og hins vegar venju- legt hlutfall lofts og eldsneytis. Við snögga hröðun eða annað mikið álag skiptir tölvan af hreinbruna yfír á venjulegan bruna sem skilar meiri afköstum en þegar álaginu léttir skiptir hún aftur á hreinblönd- una. Getur ökumaður fylgst með því á hvorri blöndunni vélin vinnur með sérstöku ljósi í mælaborðinu en eftir nokkra notkun fær hann þetta síðan meira eða minna á til- finninguna. Það gerðist t.d. í hraðbrauta- akstrinum erlendis. Hægt er að aka á hreinu blöndunni og allt uppí 160 km hraða á um 3.500 snúningum og er þá notaður yfirgír á sjálfskipt- ingunni. Við framúrakstur þegar yfirgír hefur verið tekinn af eða ef stigið er hraustlega á bensíngjöf skiptir vélin yfír á hefðbundna blöndu en þegar jöfnum hraða er náð á ný kviknar aftur á græna skiltinu í mælaborðinu og um leið finnst ofurlítill kippur eins konar hik og þannig fær ökumaður smám saman á tilfínninguna hvemig þessi skipting milli blöndunnar virkar. Um eyðsluna er það að segja að Toyota gefur upp 4,9 1 á hveija 100 km á 90 km akstri og 8,11 í blönd- uðum akstri. Á hraðbrautaskriðinu þar sem iðulega var ekið langtím- um saman á 120 til 160 km hraða og þunn eða in fóra annars NÝJA hreinblönduvélin er sparneytin. SKOTTRYMI er ríflegt og tekur 545 lítra. ALLUR aðbúnaður hið innra er þægilegur og rými gott. vegar 46,95 lítrar á tankinn eftir 532 km akstur og 51 lítri eftir 641 km akstur. Þetta þýðir 8,82 lítra og 7,95 lítra eyðslu en Toyota gef- ur upp 6,5 1 á jöfnum 120 km hraða ekki þarf að halda stífri áætlun. Þegar verið er að aka á langleiðum milli borga eða landa verður það meira og minna ósjálfrátt að menn aka nokkuð greitt á góðum hrað- brautum við góð skilyrði eins og þama var. Enda ekki amalegt fýrir Islendinginn að notfæra sér erlend- is það sem ekki má heima - í þess- um efnum. Ekki fínnst mikið fyrir hraða í Carina E. Auðvelt er að halda uppi samræðum eða hlusta á útvarp á allt að 140 km hraða en þegar hann verður mikið meiri fer vega- dynur að gerast nokkur en fer þó alveg eftir því hversu gott yfírborð hraðbrautarinnar er. Eitt af því sem endurbætt hefur verið í Carina E er einmitt einangran sem orðin er mun þykkri en var. Á það má líka benda að ökumaður ætti ekki að eyða mikilli athygli í samræður á 160-180 km hraða - þá verður hann að einbeita sér að akstrinum. Gott verð Verðið er það sem Carina E get- ur státað óhikað af en það er 1.590 þúsund krónur fyrir handskipta bíl- inn og 1.750 þúsund fyrir sjálfskipt- an. Með þeim búnaði sem fylgir er ljóst að ekki komast margir upp að hlið Carina hvað þennan saman- burð áhrærir og ekki spillir að hér er á ferðinni fallegur bíll og hæfí- lega stór sem fjölskyldubíll. Sjálf- skipta útgáfan er vissulega skemmtilegri og má hiklaust ráð- leggja mönnum að þaulkanna hvort þeir eiga að sleppa þeim möguleika jafnvel þótt þeir þurfi að bæta við 160 þúsund krónum. Menn munu ekki sjá eftir því. ■ Jóhannes Tómasson og má áreiðanlega ná því ef mönn- um tekst að halda sig stíft við hrein- blönduna. Það er vissulega raun- hæft en það myndi ökumaður vart tíðka nema í sumarleyfísferð þegar Toyota Carina E XLi í hnotskurn Vél: 1,8 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar, 107 hestöfl. Framdrifínn - fímm manna. Vökvastýri - veltistýri. Sjálfskipting með yfírgír og stillimöguleikum. Samlæsingar. Rafdrifnar rúður að framan. Rafstiilanlegir speglar. Stillanleg bflstjóraseta. Útvarp, segulband, 4 hátalar- ar. Hæðarstilling á framluktum. Skott og bensínlok opnanlegt innan frá. Lengd: 4,53 m. Breidd: 1,69 m. Hæð: 1,41 m. Hjólhaf: 2,58 m. Beygjuþvermál: 10,2 m. Hjólbarðastærð: 185/65R 14 þumlunga felgur. Stærð bensíntanks: 60 lítrar. Farangursrými 545 lítrar. Þyngd: 1.135 kg. Staðgreiðsluverð kr.: 1.750.000. Umboð: P. Samúelsson hf., Kópavogi. Höfuðrými íbn með sóllúgu Morgunblaðið/jt CARINA E hefur fengið nýtt útlit á fram- og afturenda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.