Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 4
4 E SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Það er sótt að börn- um úr mörgum áttum Séra Einar Eyjólfsson hefur verið safnaðarprestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í tólf ár. Flann kveðst telja að mikilvægi fermingar- innar hafi farið vaxandi á síðustu árum, ekki síst vegna þess að sótt er að börnum úr öllum áttum og margir sem reyna að hafa áhrif á þau og skapa þeim fyrirmyndir. Nærtækt dæmi sé það efni sem borið sé á borð fyrir börn í sjónvarpi og það verðmætamat sem þar er sett fram. Séra Einar Eyiólfsson EG HELD að foreldrar geri sér grein fyrir þessu og þess vegna kunni þeir að meta það til- boð kirkjunnar sem felst í ferming- arundirbúningi þar sem við erum að bjóða upp á ákveðna fyrir- mynd, Jesú Krist. Fermingin er svar við þessari spurningu: „Vilt þú leitast við að hafa Jesú Krist að leiðtoga lífs þíns?“. Fermingar- undirbúningurinn er því fræðsla um það hvað í þessu felst, að gera hann að leiðtoga sínum og fyrirmynd í lífinu. Þess vegna leggjum við mikið upp úr fræðslu um hinn siðferðilega boðskap Jesú Krists. Ég held að þarna meti for- eldrar þetta framlag í Ijósi alls þess sem er að gerast í okkar þjóðfélagi - allra þeirra áhrifa- valda sem sitja um börnin okkar, ef svo má að orði komast. Þess vegna held ég að mikilvægi ferm- ingarundirbúningsins hafi vaxið,“ segir Einar. Hvað er hetja? Einar segir að sér finnist mjög auðvelt að tala við börnin út frá þessari forsendu, þau geri sér grein fyrir því að margir reyni að hafa áhrif á þau. „Ég hef lagt fyrir bömin verk- efnið „Hvað er hetja". Svörin eru margvísleg. Nefndar eru til sög- unnar íþróttahetjur og popptón- listarmenn sem þau setja á stall. Við veltum því síðan fyrir okkur hvort þetta séu góðar fyrirmyndir eða ekki og skoðum málið í tengsl- um við Jesú Krist. Getur hann með sama hætti orðið hetja í okkar lífi? Við ferminguna erum við í raun að játa það að við viljum hafa hann sem fyrirmynd í lífinu og leit- umst við að læra af honum og fara eftir því sem hann kenndi okkur og boðaði," sagði Eínar. „Ég hef sagt við börnin að þau megi ekki líta á ferminguna sem próf, eins og stundum er nú kannski tilhneiging til. Þau eiga frekar að líta á ferminguna sem nokkurs konar áfanga í lífinu en það er hins vegar lífið sjálft sem er hið eiginlega próf þar sem þau prófa að fara eftir þessum boð- skap. Með lífi sínu svara þau því hvort þau eru kristnar manneskjur eða ekki,“ segir Einar. Er gjá milli hetjuímynda ungl- inga og þeirrar hetjuímyndar sem kirkjan vill halda að þeim? „Já, það getur verið, en þau sjá alveg muninn. Það skiptir líka máli að benda þeim á þetta. Þau geta sett ákveðinn [þróttamann á stall en það þýðir ekki að þau þurfi að taka allt upp eftir honum. Þess vegna skiptir miklu máli að þau hafi fyrir augum persónu eins og Jesú Krist sem skapaði fagurt fordæmi um þeirra daglegu sam- skipti. Ég tók dæmi um knatt- spymumanninn Eric Cantona í einum tíma, sem réðst upp í áhorf- endastúku og sparkaði í áhorf- anda. Ég sagði börnunum að Can- tona gæti verið fyrirmynd þeirra sem íþróttamaður úti á leikvangin- um og hægt væri að dást að snilli hans þar en hann væri engin hetja í Ijósi þess sem hann gerði gagn- vart þessum áhorfanda," sagði Einar. Fermingin er tilboð Hafa 14 ára gömul börn skilning til þess að meðtaka boðskapinn? „Ekki til fulls og það verður kannski ekkert okkar nokkurn tím- ann. Mjög stór hluti barnanna þekkir mjög vel til kirkjunnar í upp- hafi fermingarstarfsins því þau hafa tekið þátt í barnastarfi henn- ar sem er sífellt að eflast. Gagn- vart þessum stóra hópi er ferm- ingariræðslan framhald af barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar. Fermingin er áfangi í uppeldinu, við erum alltaf að læra eitthvað nýtt á degi hverjum. Fermingin er tilboð til þeirra um að kynnast boðskap Jesú Krists. Þessi játning að vori er játning um það að þau ætli sér að reyna að tileinka sér þennan boðskap. Fermingin er þó ákveðin yfirlýsing barnanna um að þau ætla að leitast við að lifa í samræmi við þennan boðskap. Ég hef látið börnin vinna ritgerð á miðjum vetri um líf og starf Jesú Krists. Þau viða að sér heimildum um hann og vitna í orð hans og boðskap. Þau hafa unnið þetta geysilega vel og hafa sagt að það sé þetta ritgerðarverkefni sem þau hafi lært mest af. í ritgerðinni þurfa þau að draga fram það sem einkenndi boðskap hans, hvers konar persóna hann var og segja frá eigin brjósti hvernig þau upp- lifa Jesú. Mér finnst það líka skipta máli í fermingarundirbúningnum að fermingarbörnin fái jákvæða tilfinningu og mynd af kirkjunni og söfnuðinum og upplifa hana sem hlýlegt samfélag." Alltaf spinnast upp umræður um ytri umbúnað fermingarinnar og óhóf í þeim efnum. Hver er þín sköðun á þessum málum? „Við gætum þurft að fara að óttast að ytri umbúnaðurinn fari að bera athöfnina sjálfa og inni- hald hennar ofurliði. Ég held að það sé full ástæða fyrir okkur að spyrja að því hvert stefni og huga að því hvort ekki megi aðeins draga úr þessu. Mér finnst það skipta máli að fermingin sé fjöl- skylduhátíð þar sem fjölskyldan kemur saman eftir athöfnina í kirkjunni til þess að gleðjast með þessum einstaklingi. Ég held að það skipti miklu máli að gæta hófs í þessum efnum. Það er ekki hægt að breyta neinu með vald- boði í þessum efnum en það mætti kannski verða almennari umræða um málið í samfélaginu og fjölmiðlum. í flestum tilvikum held ég að þetta sé í góðu lagi en ég heyri þó dæmi þess að gjaf- ir og veisluhöld fari úr böndunum. Ég hef orðið var við að fólk byrjar fyrr á haustin að spyrja hvenær verði fermt að vori. Þetta þarf að liggja fyrir helst strax í september vegna þess að aðstandendur fermingarbarna þurfa að panta sal úti í bæ og gera ráðstafanir tímanlega. Þetta er sú breyting sem ég hef merkt," sagði Einar. Verður að búa meira að baki en gjafir Finnst þér rétt að þörn fermist einvörðungu vegna gjafanna og veisluhaldanna? „Nei, það verður auðvitað að búa meira að baki. Það skiptir miklu máli að foreldrarnir fylgi börnum sínum eftir, hvaða ákvörð- un sem barnið kemur til með að taka. Sé barnið afhuga því að fermast skiptir miklu máli að það sé rætt innan heimilisins og for- eldrarnir leiti skýringa. Ég held að foreldrar ættu að styðja barnið í sinni ákvörðun en ekki hvetja þau til þess að gera eitthvað sem þau hafa ekki áhuga á. Þessi tilvik hafa reyndar komið upp hjá mér en ég hef engu að síður boðið börnunum að taka þátt í ferming- arundirbúningnum hjá mér svo þau kynnist því sem hér fer fram. Börnin geta þá haft það opið hvort þau fermast að vori eða ekki,“ sagði Einar. Snjóbretti & skíða- Brettapakkar frá kr. 39.990 vorur Skíðapakkar frá kr. 17.919 Snjobretti / frá kr. §■■- j 19.900 / / í svörtum fermingarkjól HLIN Pétursdóttir hefur að undanförnu verið á kafi í ferm- ingarundirbúningi. Hún er búin að kaupa svartan fermingar- kjól. Hlín segir að hún hafi lengi haft auga- stað á þessum kjól. Hann sé þröngur og frekar stuttur, með rennilás alveg niður og vösum. „Oroblu sendir öll- um fermingarstúlkum sokkabuxur þannig að ég verð í þeim. Svo fer ég í hárgreiðslu og verð með blóm í hárinu,“ sagði Hlín. Hún sagðist vera komin öllu lengra í undirbúningnum en vin- konur hennar sem fermast með henni íVfðistaðakirkju 31. mars næstkomandi. Hún sagði að það væri gott að fá fræðslu hjá prest- inum ífermingarundirbúningnum. „Ég hef svo sem ekki mikið spáð í þessi mál, en núna byrjar það. Veisluna ætlum við að hafa hérna heima og við eigum von á um 50 manns. Ég á von á því að fá sjónvarp frá mömmu og pabba. Bróðir minn fékk tals- verða peninga þegar hann fermdist og ég vonast til þess að fá líka einhverja pen- inga. Fyrir þá myndi ég kaupa mérskíða- skó og fötfyriraf- ganginn," sagði Hlín. Hlín fer í hárgreiðslu og mynda- töku að morgni fermingardagsins og verður þá komin í sitt ffnasta púss. Hún ætlar að hafa hárið slegið. „Mér finnst ég að vissu leyti vera að komast í tölu fullorðinna með fermingunni," sagði Hlín. Hlín Pétursdóttir [ [ I I [ í í I 1 í I I f L I \ í \ M N í i M í N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.