Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 16
16 E SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Terta með súkkulaðimús og konfekt að hætti Þormars Þorbergssonar og Tine B Hausen IJAÐ má eiginlega segja að lífið snúist um bakstur á heimili parsins Tinu B. Hausen og Þor- mars Þorbergssonar, því bæði eru þau það sem kallast „kondit- or“ eða kökugerðarmenn. Þormar lærði í Kaupmannahöfn í St. Taf- felbay’s konditori og lauk næstum fjögurra ára námi þaðan í fyrra. Þau hafa síðan unnið í Austurríki og bæði verið þar að baka og taka námskeið. Þá hafa þau líka verið í Óðinsvéum að vinna. Tina lærði hjá Jergensens konditori í Gentofte í Kaupmannahöfn og hún útskrifaðist árið 1994. Þormar og Tina vildu gefa les- endum uppskrift af tertu með súkkulaðimús og fermingarkon- fekti. Terta meó súkkulaóimús ___________5 egg___________ 250 g marsípan 50 g hveiti 40 g kakó 75 g sykur Hrærið eggjarauður og marsípan saman. Sigtið kakó og hveiti sam- an. Þeytið eggjahvítur og sykur þangað til það er orðið stíft. Blandið þá marsípanblöndunni og kakóblöndunni varlega saman við þeyttu eggjahvíturnar. Bakið í springformi sem er 20 sm í þver- mál við 160°C í um 50 mínútur. __________Súkkulaðimús___________ 100 g dökkt súkkulaði 2'/2dl rjómi 30-50 g koníak Skerið nú botninn sem búið var að baka í tvennt. Brjótið súkkulað- ið í bita og bræðið yfir vatnsbaði. Þeytið rjómann en ekki hafa hann of stífan. Hrærið koníaki í bráðið súkkulaðið og setjið örlítið af rjómanum í blönduna til að kæla hana örlítið. Blandið nú súkkulaði- blöndunni varlega út í rjómann. dl rjómi dl koníak 50 g smjör Brjótið súkkulaðið og bræðið yfir vatnsbaði. Sjóðið rjómann og hellið honum saman við bráðn- að súkkulaðið. Bætið koníakinu út í og þá smjörinu. Það þarf að skera áður í litla teninga. Hrærið nú vel og kælið síðan. Takið fram bökunarplötu sem er um það bil 15-28 sm og klæðið með smjör- pappír. Hellið massanum á papp- írinn og kælið yfir nótt. Fjarlægið smjörpappírinn og skerið síðan út teninga sem eru um það bil 3x15 sm. Dýfið i bráðið súkkulaði og veltið því svo uppúr súkkulaði- spæni. TERTAmeð súkkulaðimús. Morgunblaðið/Halldór TINA og Þormar. Setjið nú súkkulaðimúsina á milli botnanna. Hafið tert- una í kæli í um klukku- stund. Skreytið eftir með- fylgjandi mynd eða hafið hana skreytta eftir eigin smekk. Fermingar- konfekl 300 g dökkt súkkulaói Liljan ÞAÐ er hægt að gera krafta- verk fyrir veisluborð með fal- legum munnþurrkubrotum. Sum servíettubrot er afskap- lega auðvelt að gera. Ef því er að skipta getur fjölskyldan sameinast um að eyða einni kvöldstund í að brjóta servíett- ur, spjallað íleiðinni saman við kertaljós og foreldrarnir geta kannski rifjað upp sína fermingu með börnunum. Sama er hægt að gera þegar kemur að því að búa til kon- fekt með kaffinu. Þ , í ÞETTA brot þarf stórar munnþurrkur. Brjótið munn- þurrkuna saman þannig að hún myndi þríhyrning. BÚIÐ nú til fellingar eins og sýnt er á myndinni og byrjið í hægri endanum. Mest tilhlökkun að fá gjafir GUÐJÓN Ingi Ágústsson fermist f Grensás- kirkju 8. apríl næstkomandi. Guðjón segir hreinskilnislega að mesta tilhlökkunin sé að fá gjafirnar en hann gerir sér þó mæta vel grein fyrir þvi í hverju fermingin er fólgin. Guðjón æfir badminton og körfubolta. Badminton hefur hann reyndar aðeins æft f þrjá mánuði en honum finnst íþróttin mjög heillandi og hyggst leggja stund á hana áfram. Körfubolta æfir hann ftfmum hjá íþrótta- og tómstundaráði. Guðjón segir að hann hafi Ifka áhuga á Morgunblaðið/Ásdís GUÐJÓN I. Ágústsson. tónlist og reyndar vonast hann til þess að hljómtæki verði á meðal fermingargjafanna. Helst teinótt jakkaföt Guðjón sagði að hann fengi Ifklega ný föt fyrir ferminguna. Hann sagði að sér langaði mest f jakkaföt. „Það yrðu þá fyrstu jakkaföt- in sem ég eignast. Ég vil helst hafa þau tein- ótt, eins og bróðir minn á,“ segir Guðjón. Guðjón hefur gengið til prests f allan vet- ur og gert verkefni upp úr bókinni Líf með Jesú. Guðjón segir að hann hafi ífyrstu ekki verið neitt sérstaklega spenntur fyrir þvf að ganga til prests, haldið að það yrði kannski dálítið leiðinlegt. Núna segir hann að það hafi komið sér á óvart hve skemmtilegt það hefur verið. Hann hafi fræðst mikið um Jesú Krist þennan vetur og hafi haft mjög gott af fermingarfræðslunni. Nánustu skyldmennum boðiðtil veislunnar Fermingarveislan verður haldin á heimili Guðjóns. Hann segir að tilhlökkunin sé tals- verð og þegar sé farið að huga að undirbún- ingi að einhverju leyti. Líklega verði aðeins nánustu skyldmennum boðið til veislunnar. Guðjón segir að hann viti að sjálfsögðu ekki fyrirfram hvað hann komi til með að fá í fermingargjöf en kveðst gera sér vonir um að fá hljómtæki frá foreldrum og ömmu og afa. HALDIÐ vel utanum neðri hluta munnþurrkunnar þegar búið er að fella hana saman og setjið f vínglas. Haldið efst í munnþurrkuna og setjið nið- ur fellingarnar. Vandaðir leður gönguskór með Gritex einangrun sem hleypir rakanum út en heldur þér heitum og þurrum. St. 37-47 Litasamsetning: Dökkþrúnt/svart/grænt. Stangveiðisett: Mitchell Cobra stöng 2,20m og Mitchell Galion hjól í setti á kr 5.980- Mitchell Prestige stöng 2,40m og Mitchell Performance 60 hjól á kr. 12.860- Sjónaukatiiboð: Gúmmíklæddur ferðasjónauki með stækkun 10x25, taska í belti fylgir. Verð aðeins 5.755- Svefnpokar í úrvali. Dæmi: Landtrekka poki fyrir -10 gráðu frost (tegund 300), tvöföld fíber eingangrun, þyngd 1,8 kg, verð 5.790- Afsláttur af svefnpoka og bakpoka í setti er 10%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.