Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 20
20 E SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ „HAFIÐ þið hugmynd um hvað maður gefur krökkum í fermingargjöf nú til dags,“ spurði kunningjakona mín þar sem við sátum nokkur saman og sötruðum kaffi- sopann okkar. „Ég er boðin ífjórarfermingarveislur í vor - og ég er bara í stökustu vandræðum," sagði hún í vonleysistón. „Elskan mín,“ sagði ein konan við borðið, „ég held ég eigi þrjú rykfallin „bjútíbox" niðri í geymslu. Þú strýkur bara af þeim og pakkar þeim í sellófan. Málið leyst,“ bætti hún við og hló. Sennilega hafa hinir við borðið skynjað að vinkona okkar var ekki í skapi fyrir svona skrýtlur því nú upphófust miklar umræður um fermingargjafir fyrr og nú. Fljótlega komumst við að því að fermingargjafir endurspegla fleira en duttlunga tískunnar. í pökkunum felast nefnilega líka upplýsingar um tíðaranda og trúar- líf - gildismat og jafnvel gjaldeyrisforða þjóðarbúsins. Þeir sem fermdust á millistríðsárunum virtust flestir hafa fengið Biblíur, sálmabækur eða innrammaðar Kristsmyndir. Þeirra börn fengu hinsvegar nær undan- tekningalaust úrfrá foreldrum sínum. „Klukku-kynslóðin" kryddaði svo gjafalist- ann lítið eitt og fyrstu börn þeirra fengu skatthol, þau næstu skíði eða skart, svo komu „bjútíboxin", baststólarnir, „happý-húsgögn“ og loks hljómflutnings- tæki. Gjafirnar breytt- ust eftir því sem buddurnar bólgnuðu. Niðurstaða fundar- insvarsú aðtrúar- tengdar gjafirværu sígildar sem og fræði- rit, ferðapottar, prím- usar og pennasett. Vinur okkar sem setið hafði þögull og hlust- að á spurði þá skyndi- lega: „Hvar hafið þið verið síðasta áratug- inn, eða svo?“ Við svöruðum engu, enda þóttumst við vita að þess væri ekki vænst. „Fyrir ofan rúm ferm- ingarbarna eru ekki myndiraf postulun- um heldur popp- stjörnum; ekki myndir af frelsaranum heldur fyrirsætum," sagði hann og hélt áfram með sama háðinu í röddinni; „þess- ar svokölluðu fræðibækur eru líka úrelt fyrirbæri - alfræðiforritin eru framtíðin.1' Hann þagnaði andartak eins og til að rifja upp hvaða fleiri fornaldarhugmynd- ir við hefðum haft um fermingargjafirnar. „Já, alveg rétt,“ sagði hann og flissaði, „ef það skyldi hafa farið fram hjá ykkur þá flokkast prímusar, pottar og pennar undir „antik" í dag - það hefur enginn nútímamaður áhuga á að kúldrast í einhverju tjaldi úti á túni. Nú bruna menn um allan heim á tölvunni sinni - og við, sem nú erum á hraðri leið inn ítuttugustu og fyrstu öldina, köllum það veraldarvefinn eða „internetið" og póstur nútímans heitir „E-mail“,“ útskýrði hann og tónninn var eiginlega meira móðgandi en meiðandi orðin. Að því búnu stóð hann upp og gekk á braut. Litlir gylltir englar Við hin sátum eftir og veltum því fyrir okkur hvort við værum í raun dýrategund í útrýmingarhættu. „Æ, ég held ég setji bara seðla í umslag," sagði vinkonan, sem áttifjórarfermingarveislurfyrirhöndum. „Takk fyrir hjálpina." Næstu dága braut ég heilann um þetta. Gat það verið að veröldin hefði breyst svona svakalega síðan ég fermdist - í fyrradag að mér fannst. Að lokum beit ég á jaxlinn, krosslagði fingur og spurði ágæta vinkonu mína, fjórtán ára stelpu sem ætlar að ferm- ast í vor, hvað hún vildi helst fá í fermingargjöf. Ég ætla ekkert að reyna að lýsa því hvað mér létti þeg- ar hún sagði ósköp einlæg; „mig langar alveg ofboðs- lega í gyllta litla engla til að hengja upp í herberginu mínu.“ Inger Anna Aikman. Fermingargjafir fyrr og nú: Sálmabækur, skartgripir, „bjfitíbox" og baststólar EGAR við inntum Sigurð Helgason eftir því hvaða fermingargjöf væri honum minnis- stæðust hugsaði hann sig um and- artak en svaraði síðan eins og ekkert væri eðlilegra; „Rjómi." Af skiljanlegum ástæðum ákváðum við að hann hlyti að hafa misskilið spurninguna. Svo við endurtókum hana; hátt og skýrt. „Rjómi,“ svar- aði hann og það var ekki annað að sjá en að mannin- um væri fúlasta alvara. Síð- an færðist bros yfir varir hans og það var greinilegt að hann hafði lúmskt gaman af þessari vandræðalegu þögn. „Sko ég fermdist í skugga allsherjarverkfalls," úskýrði hann, „svo rjóma- skortur var helsta áhyggjuefni móður minnar dagana fyrir ferm- inguna. Ástkær móðursystir mín ákvað að færa okkur rjóma af Snæ- fellsnesi og lagði af stað með rjóm- ann í rútunni. Til að bæta gráu ofan á svart hafði snjóað svo rosa- lega að hún var tvo sólarhringa á leiðinni suður. Þessi spenna í kringum rjómaflutninginn er mér ógleymanleg og þá ekki síður léttir- inn sem fylgdi því þegar hún og rjóminn komust í bæinn í tæka tíð,“ sagði Sigurður. Daunillu bækurnar Aðspurður kvaðst hann hafa fengið úr í fermingargjöf frá for- eldrum sínum. „Það var mjög al- geng gjöf,“ upplýsti hann. „Svefn- poka fékk ég líka og hann á ég enn. Síðan fékk ég fullt af bókum, þó ég muni ekki í fljótu bragði hvaða bækur það voru,“ sagði hann og virtist vera að reyna að rifja það upp. Sigríður dóttir hans ákvað þá að leggja honum lið; „Pabbi, þú hefur örugglega fengið litlu, gömlu bækurnar með vondu lyktinni í fermingargjöf," sagði hún. Hún virtist nokkuð hissa þeg- ar við fórum að hlæja að þessari athugasemd. „Nei, elskan," sagði pabbi hennar og virtist vita upp á hár hvaða fýlu-bækur hún ætti við. „Einhverja peninga fékk ég nú líka,“ sagði Sigurður; „þó ég muni nú ekki eftir neinum sérstök- um fjárfestingum eftir ferming- una.“ Fyrsta skrefið inn í unglingsárin Sigurður Helgason var tekinn í fullorðinna manna tölu fyrir réttum 29 árum; hinn 17. mars 1967. Fannst honum hann í raun vera orðinn fullorðinn eftir altaris- gönguna? „Nei, ekki fullorðinn," viðurkenndi hann, „en auðvitað var þetta ákveðið skref; fyrsta skrefið inn í aðra veröld; skemmtilegustu árævinnar," sagði hann dularfullur á svip. Fermingarveisla Sigurðar var hefðbundin; „kaffi og kökur; karl- arnir í einni stofunni, konurnar í annarri," útskýrði hann og óneitan- lega hljómaði lýsingin kunnuglega. Því hefur löngum verið haldið fram að krakkar fermist ekki hvað síst vegna gjafanna sem fylgja. „Ég held að þetta sé ofsögum sagt,“ fullyrti Sigurður. „Ég held að grundvöllur fermingarinnar sé fyrst og fremst hefðin. Trúin er hluti af hefðinni og svo eru fermingarnar kjörin leið til að styrkja sífellt veiklulegri fjölskyldubönd," bætti hann við. Kirkjan og FÍB „Kirkjan hefur breyst heil- mikið á undanförnum árum; starf- semin hefur aukist alveg geysi- lega - en það er ekkert blóð þarna og tiltölulega lítið ofbeldi - og þess vegna er þetta ekki frétt, sjáðu til," sagði Sigurður. Það lá einhvern veginn beint við að spyrja hann í beinu framhaldi um hans eigin trú og kirkjusókn nú - 29 árum eftir fyrstu altaris- gönguna. „Ég er þeirrar skoðunar að maður eigi ekki að tala mikið um trú sína. Þetta er eitt af þess- um stóru málum sem hver og einn verður að gera upp við sjálfan sig og kannski fjölskyldu sína. Aðra varðar í raun ekkert um það,“ sagði hann. „En það er eins með kirkjuna og FÍB - það er gott að hafa þetta tvennt, ef eitthvað bregður út af,“ sagði Sigurður Helgason að lokum. Ég fermdist þegar rjóminn kom með rútunni í bæinn Alma Sigurðardóttir. Morgunbiaöia/Sverrir ALMA Sigurðardóttir fermdist fyrir ári hjá séra Árna Bergi Sigurbjörnssyni í Áskirkju. Minnug þess hve miklum heilabrotum alt- arisgangan olli mér á sínum tíma - og þá sér í lagi þetta með líkama og blóð Krists - innti ég hana eftir því hvort þetta hefði ekki farið neitt .fyrir brjóstið á henni. „Nei, alls ekki,“ 'svaraði hún og virtist í fyrstu undrandi á spurning- unni. Síðan bætti hún við, eins og til að hughreysta mig;....en það er kannski ekki að marka. Ég hef svo lengi tekið þátt í kristilegu starfi að þessi tákn vefjast ekkert fyrir mér lengur. Maður lærir þetta svona smám saman; fyrst í sunnudaga- skólanum, svo í KFUK og æsku- lýðsstarfinu," útskýrði hún. Fékk Biblíu frá söfnuðinum Þegar talið barst að veraldlegri hlutum eins og fermingargjöfum sagðist Alma hafa fengið fjöldann allan af fallegum gjöfum. „Ég fékk græjur frá pabba og mömmu," upplýsti hún, „peninga fyrir hjóli frá ömmu, orðabækur, skartgripi, hárþurrku, penna, myndavél, tvo krossa og 100.000 krónur í pen- Græjur, tölvur, sjónvörp og rúm algengustu fermingargjafirnar frá foreldrum ingum, svona meðal annars," sagði hún. „Jú, og svo fékk ég Biblíu frá safnaðarfélagi Áskirkju," flýtti hún sér að bæta við. „Þeir gefa öllum fermingarbörnum Bibl- íuna og afhenda hana á kaffikvöldi fermingarbarna og foreldra þeirra," upplýsti hún, augljóslega stolt af safnaðarfélaginu í sinni sókn. Hvað gerir unglingur sem á ein- um degi eignast hundrað þúsund kall? Alma brosti bara að spurning- unni; „Ja, ég keypti mér geisla- diska, mmm, föt, mmm og svo borgaði ég sjálf sumarbúðirnar í Vindáshlíð." Hér hikaði hún augnablik og hugsaði sig um. „Nei, ég borgaði Vind- áshlíðina með peningum sem ég vann mér inn um sumarið. Fermingarpening- ana notaði ég til að kaupa húsgögn í herbergið rnitt," útskýrði hún. Við vorum vægast sagt undrandi á skynsemi unglingsins þegar fjármálin voru annars vegar og spurðum hana hvað hefði eiginlega gerst; hvort ungl- ingar væru hættir að eyða pening í vitleysu - nammi og þess háttar. „Nei, nei,“ svaraði Alma, „þetta er bara mjög misjafnt; sumir eyða mestum peningum í föt, aðrir vilja kannski fá sér nýtt rúm eða kaupa sér tölvu eða eitthvað allt annað," sagði hún.....en það kaupir eng- inn nammi fyrir tuttugu þúsund kall,“ benti hún okkur á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.