Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 E 23 STRÁKARNIR sáu fullt af flík- um sem þeir gátu hugsað sér að eiga en Freyr fann sig vel í þessum. GUÐJÓN Einar sagðist gjarn- an velja sér þennan jakka utan yfir jakkafötin sín sem hann rakst á f Jacks og Jones. FER þessu ekki að Ijúka bráðum? Voðalega geta stelpur verið lengi að skoða. Allt of stórt á strákana Strákarnir voru feimnari við Ijós- myndarann en stelpurnar. Þeir höfðu hinsvegar fastmótaðar skoðanir á því í hverju þeir vildu vera. Eftir að hafa skoðað jakkaföt- in í Sautján fóru þeir í Joe’s og fundu þar stuttan jakka, hvíta skyrtu og buxur. En „dressið” var ekki til í þeirra númeri svo þá gleymdu þeir því. Eftir að hafa kíkt í nokkrar búðir enduðu þeir á jakkafötunum í Sautján, Guðjón valdi brún jakkaföt og Freyr blá- röndótt. Eins og sést á myndunum hefði þurft að stytta fötin fyrir Frey og flestar búðir, þar á meðal Sautj- án, bjóða viðskiptavinum sínum þá þjónustu þeim að kostnaðar- lausu. Unglingarnir sögðu að margt flott væri til í Sautján, en það væri líka hægt að fá ýmislegt í öðrum búðum, líka á Laugaveginum. Við báðum þau að lokum að fara nú í fötin sem þau myndu velja sér ef mamma eða pabbi skiptu sér ekkert af. Þau eru ekki greidd eins og fyrir ferminguna eða tilhöfð en þau voru ekki að láta það aftra sér og skelltu sér í fötin. á Markaðstorginu með kjól og peysu. Það var dálítið gaman að fylgj- ast með þessum unglingum að skoða. Þau athuguðu vel hvort flík- urnarværu nokkuð gallaðar, spáðu heilmikið í verðið og voru ekkert að ana að hlutunum. Arna arkaði í íþróttabúð og sagðist vilja vera í klossuðum svörtum íþróttaskóm við kjólinn sinn. Þeir voru ekki til í hennar númeri og eftir nokkra leit fann hún skó sem henni fund- ust 'passa í Sautján og Birna líka. Um var að ræða ökklaháa „skó“ í Örnu tilviki en skórnir sem Birna var í voru lágbotna. STELPURNAR fundu báðar kjóla á sig f versluninni Markaðstorg kringlunnar. Þar valdi Arna Sigrún sér rauðan kjól á 1.980 krónur en fyrir valinu varð svartur og hvítur kjóll hjá Birnu Eik á sama verði, eða 1.980 krónur. Peysan sem Arna Sigrún er í er líka frá sömu verslun. Hún var á 3.790 krónur. Birna Eik fann hinsvegar sína peysu í Cosmo og hún var á 3.990 krónur. Þarvoru annars fermingarfötin væntan- leg daginn eftir. Skóna völdu þær í Sautján, skór Birnu Eikar kostuðu 8.500 krónur en Örnu Sigrún- ar voru á 8.900 krónur. ;t líkamanum Fermingaafsláttur v r.^S'V M5XMINA Oi AvION '' sængur og koddar eru úr gæsadúni og gæsafiðri, allt sótthreinsað án kemískra efna og sérvalið án fiðurstafa. Sængufverin. eru úr hreinni baðmull og hólfuð sérstaklegá, svo dúnninn setjist ekki til. Sængurnar eru mjög léttar: 750 g venjuleg sæng og 1550 g tvíbreið. Stærðir frá 140 x 200 sm upp ( 260 x 220 sm. Sængur og kodda má þvo ( þvottavél við 40° hita. A Sgengurfatnaður er úr hreinu baðmmfíKsfci, sem hvorki er bleikt né litað. Sættgur- fatnaðurinn fæst 1 mörgum stærðum, sængurver frá 140»x,200 sm upp í 260 x 220 «h, ..Jfoddaver 40 x 70 srn og 65 x «5 sm og lök' á allar stærðirrúma. DUX ■ S GEGNUMGLERIÐ Faxafeni 7 - Sími: 568 9950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.